Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Blaðsíða 17
16
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
17
íþróttir
íþróttir
„Þetta er framför
hjá okkur nyrðra“
- sagöi KR-ingurinn Pétur Pétursson eftir 2-2 jafntefli Þórs og KR
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég er sáttur við 2-2 jafntefli hér
í kvöld, enda gat þetta farið á hvorn
veginn sem var. Þórsarar eru með
baráttulið, okkur hefur alltaf gengið
illa gegn þeim hér á Akureyri og það
má segja að það að fara með eitt stig
héðan sé framför hjá okkur," sagði
Pétur Pétursson KR-ingur eftir 2-2
jafntefli Þórs og KR á Akureyri í
gærkvöldi.
Þeir Pétur Pétursson og Þórsarinn
Kristján Kristjánsson sáu um
markaskorun á Akureyrarvelli í
gærkvöldi. Báðir fengu fleiri tæk-
ifæri til að bæta við mörkum en tókst
ekki frekar en öðrum. Þessum leik,
sem fór hægt af stað, lauk því þannig
að bæði hð hirtu eitt stig en þegar á
leikinn leið fjölgaöi marktækifærum
verulega og heppni ein hefði ráðið
því ef annað hvort liðið hefði hrósað
sigri.
Það má segja að fyrsta hættulega
marktækifærið hafi ekki komið fyrr
en á 40. mínútu þegar Júlíus
Tryggvason átti hörkuskot af stuttu
færi í stöng KR-marksins.
En fyrsta mark leiksins kom á 43.
mínútu. Birgir Karlsson Þórsari átti
hörkusendingu inn að vítateig KR á
Kristján Kristjánsson. Þorfinnur
Hjaltason markvörður kom út á móti
honum og náði að sparka í boltann
en aðeins í fót Kristjáns og boltinn
þaut í markið.
KR jafnaði mínútu siðar. Rúnar
Kristinsson lék laglega upp með
endalínu, gaf fyrir markið á Pétur
Pétursson sem var á auðum sjó og
skoraöi af öryggi.
Þór komst aftur yfir snemma í síð-
ari hálfleik. Bojan Tanevski gaf vel
fyrir markið og Kristján skallaöi lag-
lega í mark KR-inga.
KR jafnaði svo aftur um miðjan
síðari hálfleik. Björn Rafnsson var
með aukaspyrnu utan af kanti aö
nærstöng, þar var Pétur Pétursson
mættur og sneiddi boltann laglega í
stöngina fjær og inn.
Fleiri urðu mörkin ekki en bæði lið
fengu góð tækifæri. KR-ingar voru
beittari ef eitthvað var en Kristján
fékk þó besta færið fyrir Þór, komst
inn fyrir en slakt skot hans fór fram-
hjá. Bæði lið máttu vel við úrslitin
una en bæði töpuðu þó mikilvægum
stigum, KR-ingar í baráttu efstu liða
en Þórsarar í botnbaráttunni.
Rúnar Kristinsson var besti maður
KR og vallarins og átti mjög góðan
leik, dreifði spili KR vel. Þá var
Gunnar Oddsson sterkur í vörninni
og varamaðurinn, Hilmar Björnsson,
var ógnandi þann tíma sem hann lék
með.
Hjá Þór var Luka Kostic sterkur
að venju í vörninni og bjargaði oft
vel, góð barátta var hjá Nóa Björns-
syni og Hlyn Birgissyni og Kristján
sýndi það upp við mark KR-inga að
ekki má líta af honum þótt að öðru
leyti væri hann ekki áberandi í leikn-
um.
Dómari var Friðjón Eðvarðsson og
dæmdi ágætlega, fær tvær stjörnur
af þremur mögulegum.
• Kristján Kristjánsson, Þórsari, reynir að ná knettinum af KR-ingum á Akureyri í gærkvöldi. Kristján skoraði
tvívegis fyrir Þór en Pétur Pétursson jafnaði jafnoft fyrir KR-inga. DV-mynd GK/Akureyri
Víðismenn skutust
á topp 2. deildar
- Stórsigur Blika og KA. Markaflóö 1 neðri deildum
Víðismenn skutust á topp 2.
deildar íslandsmótsins í knatt-
spymu í gærkvöldi er þeir unnu
nauman sigur á Einherja frá
Vopnafiröi, 1-0, á heimavelli sínum
í Garðinum.
Leikurinn var ekki skemmtilegur
og eini ljósi punkturinn þegar
Óskar Ingimundarson skoraði sig-
urmarkið á 31. mínútu með við-
stöðulausu skoti af markteig eftir
sendingu Ólafs Róbertssonar.
Daníel Einarsson Víði var í leik-
banni og bróðir hans, Vilhjálmur,
fékk rauða spjaldið í kjölfar þess
gula.
• Breiðablik vann stóran sigur á
Selfossi í Kópavogi, 4-0. Jón Þórir
Jónsson, Grétar Steindórsson, Sig-
urður Víðisson og Þorsteinn Hilm-
arsson skoruðu mörk Blika.
• Austri frá Eskifirði tapaði, 0-5,
fyrir Hugin frá Seyðisfirði í leik lið-
anna í b-riðli 3. deildar í gær-
kvöldi. Staðan í leikhléi var 0-4.
Mörk Hugins skoruðu þeir Svein-
bjöm Jóhannsson 2, Þórir Ólafsson
2, og Hilmar Sigurðsson 1.
• Efling og Æskan léku í gær-
kvöldi í d-riðli 4. deildar. Ekki vant-
aði mörkin í leiknum sem lauk með
jafntefli, 4-4. Gamli jaxfinn Þor-
móður Einarsson skoraði tvö mörk
fyrir Eflingu, sonur hans Vignir
skpraði eitt og Þórarinn Jónsson
eitt. Mörkin fyrir Æskuna skoruðu
þeir Arnar Kristinsson (2) og Ás-
grímur Reysenhus (2).
• KA sigraði Stjörnuna í 8-liða
úrslitum bikarkeppni kvenna í
gærkvöldi með 7 mörkum gegn
einu. Staðan í leikhléi var 4-1.
Mörk KA skoruðu íris Thorleifs-
dóttir 2, Inga Birna Hákonardóttir
2, Hjördís Úlfarsdóttir 1, Linda Her-
steinsdóttir 1 og Valgerður Jóns-
dóttir 1.
-SK/ÆMK/MJ/KH/MHM
Prétta-
stufar
Magnús Teitsson hef-
ur verið endurráðinn
þjálfari 2. deildar liðs
Njarðvíkinga 1 hand-
knattleik karla en Magnús
þjálfaði liðiö í fyrra. Þá hefur
Olafur Lárusson, sem lék á
árum áður með KR, verið ráð-
inn þjálfari 2. deildar liðs Kefl-
víkinga í karla- og kvenna-
“0kkl' -ÆMK
ÓskarPálsson
sigraði á Hellu
Óskar Pálsson varð
sigurvegari á meist-
aramóti Golfklúbbs
Hellu sem fram fór
um síðustu helgi. Óskar lék
holurnar 72 á 304 höggum. 1 1.
öokki sigraði Arngrímur
Benjamínsson á 345 höggum,
Þorsteinn Aöalbjömsson varð
meistari í 2. flokki karla á 347
höggum, Torfi Jónsson í 3.
fiokki á 413 höggum, Þórir
Bragason í 4. flokki á 454 högg-
um, Brynjólfur Jónsson í öld-
ungaflokki á 283 höggum (54
holur), og Gunnar A. Olason í
drengjaflokki á 232 höggum (36
holur).
Paul Azínger vann og
er f 9. sætlnu
Bandaríski kylfing-
urinn Paul Azinger,
sem sigraði á The
Greater Hartford
Open um síðustu helgi, er nú
kominn 1 9. sætiö á listanum
yfir stigahæstu kylfinga heims.
Spánverjinn Severiano Bal-
lesteros er í fyrsta sæti en Bret-
inn Nick Faldo er í öðru sæti.
í þriöja sæti er Greg Norman
frá Ástralíu.
Jackson til Knicks
líka tii Chicago
NBA-liðin New York
Knicks og Chicago
Bulls hafa bæði ráðið
aðalþjálfara fyrir
komandi keppnistíraabil. Stu
Jackson tekur við sljórninni
hjá New York Knicks og nafni
hans Phil mun þjálfa lið Chicao
Bulls. Stu Jackson er aðeins 33
ára garaall og raun verða yngsti
þjálfari í NBA-deildinni. Phil
Jackson lék um 11 ára skeið
með Bulls.
Heimsmet í mílu
Rúraenska stúlkan
Paula Ivan setti í
gærkvöldi nýtt
heimsmet í mílu-
hlaupi á Grand Prix frjáls-
íþróttamóti í Nice í Frakklandi.
Paula Ivan hljóp á 4:15,61 mín.
Eldra heimsmetið var 4:16,71
mín og það átti bandaríska
stúlkan Mary Slaney. Slaney
setti metið árið 1985.
Johnston hinn kaþólski
fór til Rangers
I“T7-| í gær skrifaði skoski
landsliðsmaðurinn í
S' *\ knaattspymu,
Maurice Johnstone,
undir samning við skoska liðið
Glasgow Rangers og var kaup-
verðið 1,5 milljómr punda. Jo-
hnston er fyrsti kaþólski leik-
maöurinn sem leikur með Ran-
gers en liðið hefur verið gagn-
rýnt fyrir að vilja aðeins hafa
leikmenn sem eru mótmæl-
endatrúar innan sinna vé-
banda. „Eg hef leikið meö Jo-
hnston og þekki hann því vel.
Hann mun styrkja hð okkar
verulega,“ sagði Graeme Sou-
ness, framkvæmdastjóri Rang-
ers, í gærkvöldi. Souness hefur
verið stjóri h)á Rangers síöustu
þrjú árin og á þeim tíma hefur
hann eytt um milljarði króna í
kaup á nýjum leikraönnum.
• Tvennir tvíburar sjást á þessari mynd. Allir leika þeir knattspyrnu og það merkilegasta er að þeir eru allir fæddir sama
daginn. Þeir eldri eru Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem leika með liði Akraness í 1. deild, og hinir eru Hafþór og Eyþór
Theódórssynir sem leika með 6. flokki Fram. Þeir Arnar og Bjarki voru í byrjunarliði ÍA gegn Fram i gærkvöldi. Framararnir
létu sér nægja að horfa á hinn fjöruga leik en verða eflaust í byrjunarliði Fram í meistaraflokki þegar fram liða stundir.
DV-mynd Brynjar Gauti
Staöan í 1. deild er þannig eftir
leikina í gærkvöldi:
Fram-Akranes..............4-1
Þór, Ak-KR................2-2
Valur.......8 5 1 2 9-3 16
KR..........8 4 2 2 14-11 14
Fram........8 4 1 3 10-8 13
Akranes....8 4 13 10-10 13
KA..........8 3 3 2 11-8 12
FH..........8 3 3 2 9-9 12
Keflavík....8 2 3 3 8-12 9
Víkingur....8 2 2 4 13-11 8
t l.deild
/ . „ ""IP
r staóan
þegar Fram sigraði ÍA, 4-1
Þau merku tíðindi gerðust í gærkvöldi að Esjan skoðaði
spegilmynd sína í nærri lognkyrrum haffietinum. Aðstæð-
ur til að leika knattspyrnu voru því kjörnar í fyrsta sinn
hér syðra í langan tíma og það kunnu leikmenn Fram og
IA vel að meta.
Knattspyrna beggja liða var í heild-
ina mjög góð og mörkin gullfalleg
en Fram vann, 4-1.
Leikurinn var opinn á upphafs-
kaflanum og skiptust liðin þá á að
sækja. Bjarki Guðlaugsson Skaga-
maður komst snemma í ákjósan-
legt færi en skot hans geigaði. Hin-
um megin skallaði Viöar Þorkels-
son yfir utan úr teig. Nokkru síðar
sendi Guðmundur Steinsson á fé-
laga sinn, Ragnar Margeirsson,
sem komst á auðan sjó og skoraöi
með góðu skoti nærri markteig.
Skagamenn voru síðan frekari
fram að leikhléi, áttu ágæt færi en
náðu ekki að nýta þau.
Akurnesingar hófu síðari hálf-
leikinn fjörlega og leið ekki á löngu
uns þeim varð ágengt. Alexander
Högnason jafnaði þá metin með
gríðarlegum þrumufleyg. Fékk
hann knöttinn á ferðinni og lét
vaða af um 25 metra færi. Knöttur-
inn söng í neti Fram, efst í mark-
horninu.
Skömmu eftir þetta glæsilega
mark jafnaöist leikurinn en Is-
landsmeisturunum óx síöan smám
saman ásmegin. Er nærri dró lok-
um varð sókn þeirra orðin með
þyngra lagi. Ómar Torfason haföi
hleypt lífi í hana er hann leysti
Stein Guðjónsson af hólmi.
Á lokakafla leiksins kom síðan
markaskúr, þrjú mörk á sex mín-
útna kafla.
Guðmundur Steinsson var þá
fyrstur til að skora eftir auka-
spymu.
Ragnar Margeirsson, sem haföi
átt nokkur góð færi á undan, bætti
við marki eftir glæsilegan einleik
Kristjáns Jónssonar.
Guðmundur Steinsson rak síðan
smiðshöggið á 89. mínútu eftir að
Ólafur Gottskálksson haföi variö
skot Ómars Torfasonar. Þá voru
íslandsmeistararnir einum færri
en Viðari Þorkelssyni var vikið af
velli undir lokin.
Jón Sveinsson, í liði Fram, var
bestur á vellinum í gær en margir
úr liði Fram léku vel. Guðmundur
og Ragnar voru til að mynda
sprækir og skeinuhættir.
Skagamenn eiga efnilegt lið þar
sem margir leikmenn lofa góðu um
framtíðina. Til að mynda tvíbur-
arnir Bjarki og Arnar ásamt mark-
verðinum og Alexander Högna-
syni.
Dómari: Óli Ólsen &
Maður leiksins: Jón Sveinsson
úr Fram.
-JÖG
„Tilbreyting að vera
íaus við meiðslin“
„Ég get ekki neitað því að það er mikil tilbreyting að vera
alveg laus við'meiðslin sem hrjáð hafa mig undanfarin ár. Ég
hef æft mjög vel að undanförnu og get einbeitt mér betur að
tækninni þegar meiðslin eru horfin,“ sagði Spjótkastarinn Sig-
urður Einarsson í samtali við DV í gærkvöldi en hann var þá að æfa á
fullu undir stúku Laugardalsvallarins á meðan leikmenn Fram og IA
áttust við utan dyra.
„Ég hef skoðað 80,64 m kastið á myndbandi og það er ýmislegt sem
má betur fara hjá mér. Ég tel mig eiga mikið inni en það er best aö
vera hóflega bjartsýnn og láta verkin tala,“ sagði Sigurður en hann
náði um síðustu helgi lengsta kasti íslendings í ár á innanfélagsmóti
hjá Ármanni. Sigurður hefur þegar' ákveðið að keppa á tveimur Grand
Prix mótum í ágúst í sumar. -SK
&
Mikið fjör í Eyjum
tveir fengu rauða spjaldið er Stjaman vann ÍBV, 2-3, í hörkuleik
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Vestmannaeyjum:
„Það var virkilega svekkjandi að tapa þessum leik. Það hlaut
samt að koma að því að við töpuðum leik. Leikmenn Stjömunnar
voru smeykir fyrir þennan leik og þeir börðust vel. Við færðum
þeim sigurinn á silfurfati. Þetta er ekki búið þrátt fyrir ósigurinn
og við mætum ákveðnir til næsta leiks,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálf-
ari og leikmaður Eyjamanna, í samtah við DV eftir leik ÍBV og Stjömunnar
í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Stjarnan sigraði í leiknum, 2-3, eftir að
hafa haft yfirhöndina í hálfleik, 1-2.
Eyjamenn voru í efsta sæti í 2. deild
fyrir leikinn í gærkvöldi en í kjölfar
ósigursins féll liðið niður í þriöja sæti.
Stjarnan lék undan hvössum vindi í
fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu samt inni
á milli hættulegar skyndisóknir en
leikmenn Stjömunnar mættu ákveðn-
ir til leiks og börðust af krafti. Steinar
Loftsson kom Stjörnunni yfir á 26.
mínútu eftir varnarmistök Eyja-
manna. Fjórum mínútum síðar jafnaði
besti maður Eyjamanna í leiknum,
Hlynur Stefánsson, 1-1. Á 32. mínútu
kom Sveinbjörn Hákonarson Garð-
bæingum yfir á nýjan leik með skalla.
Eyjamenn höföu vindinn í bakið í
síðari hálfleik en sóknaraðgerðir
þeirra voru óvenju bitlausar. Það var
ekki fyrr en Stjarnan komst í, 1-3, með
marki frá Lofti Loftssyni eftir horn-
spyrnu að Eyjamenn vöknuðu til lífs-
ins. Á 77. mínútu minnkaði Bergur
Ágústsson muninn í 2-3 með skoti af
stuttu færi. Stuttu áður fékk Eyjamað-
urinn Heimir Hallgrímsson rauða
spjaldið.
Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi. Skömmu fyrir leikslok
braut Jón Otti Jónsson, markvörður
Stjörnunnar, á Tómasi Inga Tómas-
syni innan vítateigs og eftir að dómar-
inn hafði ráðfært sig við annan línu-
vörðinn sýndi hann Jóni Otta rauða
spjaldið og dæmdi vítaspyrnu. Sigurð-
ur Guðmundsson kom í mark Stjörn-
unnar og varði glæsilega máttlausa
vítaspyrnu Tómasar Inga.,
Stjömumenn fögnuðu að vonum
innilega góðum sigri en Eyjamenn
sneru daprir í bragði heim á leið en
900 áhorfendur fylgdust með leiknum.
Sveinbjörn Hákonarson var bestur
Stjörnumanna en Hlynur Stefánsson í
liði Eyjamanna eins og áður sagði.
Guðmundur Maríasson var dómari
leiksins og hafði lítil tök á leiknum.
• Leikmenn ÍBV og Stjörnunnar elta knöttinn á Hásteinsvelli í Vestmanna-
eyjum í gærkvöldi. Stjarnan hafði betur í viðburðaríkum leik og sigraði, 2-3.
DV-mynd Ómar Garðarsson
Fylkir.......8 2 1 5 7-14 7
Þór..........8 1 3 4 7-12 6
• Næsti leikur í 1. deild er annað
kvöld en þá mætast Fylkir og FH
á Árbæjarvelli. •
t 2.deild
f staðan J?
Víðir..........7 5 2 0 11-5 17
Stjarnan.......7 5 1 1 20-9 16
ÍBV............7 5 0 2 18-11 15
UBK...........7 3 1 3 16-11 10
Selfoss........7 3 0 4 6-11 9
Leiftur........7 2 3 2 5-7 9
ÍR.............7 2 1 4 6-9 7
Einherji.......7 2 1 4 9-18 7
Völsungur....7 1 2 4 9-11 5
Tindastóll...7 1 1 5 7-12 4
Markahæstir:
Árni Sveinsson, Stjöm..........6
Grétar Einarsson, Víði.........4
Skúli Hallgrímsson, Völs.......4
Tómas I. Tómasson, ÍBV.........4
Vilberg Þorvaldsson, Víði......4
Jón Þórir Jónsson, UBK.........4
Tryggvi Gunnarsson, ÍR.........3
Valdimar Kristóferss, Stj......3
Þrándur Sigurðsson, Einherja....3