Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
Lífsstíll
Lambakjötið:
Eftirspum umfram framboö
„Salan á útsölukjötinu hefur
gengiö mjög vel. Þaö er langt því
frá að viö höfum undan," sagöi af-
greiðslumaður í einum stórmark-
aöanna er DV kannaði málið.
Á fóstudag voru margar stærri
verslanir orðnar uppiskroppa með
tilboöskjötið en smærri verslanir
áttu enn til birgðir.
Að sögn Þórhalls Arasonar,
starfsmanns vinnuhóps landbún-
aðarráðuneytisins, seldust um það
bil 130 tonn í síðustu viku. Hann
sagði ennfremur að eftirspurn væri
umfram framboð þessa dagana.
Með svipuðum gangi í sölunni er
búist við að kjötið verði fáanlegt
fram yfir miðjan ágústmánuð.
-gh
Mengunarrannsóknir:
Mikilvægar
fyrir neytendur
Víða erlendis hafa augu fólks opn-
ast í síauknum mæli fyrir mikilvægi
þess að kanna mengun í sjó, vötnum
og á landi. Mun því vera tími til kom-
inn fyrir okkur íslendinga að gera
hið sama.
Þrátt fyrir aö landið sé afskekkt og
íjarri stóriðnaðarsvæðum munu
vera sterkar líkur á að töluverða
mengun sé að fmna hér við land.
Má því til stuðnings nefna að lífræn
þrávirk efni eins og PCB hafa jafnvel
Neytendur
fundist nærri norðurpólnum, fjarri
öllum mannabyggðum. En slík efni
verða eingöngu framleidd af mann-
skepnunni. PCB hefur þannig komist
inn í mestallt vistkerfi jarðarinnar.
Þetta þráláta eiturefni, sem ekki
eyðist í náttúrunni, hefur fundist í
miklu mæli í lífverum vatnanna
miklu í Norður-Ameríku. Er ófrísk-
um konum og konum með börn á
brjósti eindregið ráðlagt að neyta
ekki fisks úr vötnunum þvi eiturefn-
ið hefur þannig borist beint frá móð-
ur til barns.
Þjóð, sem borðar eins mikinn fisk
og við íslendingar, þarf því að vera
vel á verði gagnvart mengun í sjó.
-gh
Eiturefnið PCB hefur fundist í móðurmjólk kvenna er borðað hafa fisk úr vötnunum miklu í Norður-Ameríku.
Mengun í hafinu könnuð
- á næstu þremur árum
Fyrirhugað er að kanna mengun í
hafinu umhverfis ísland á næstu
þremur árum. Fyrir stuttu sam-
þykkti ríkisstjómin framkvæmdaá-
ætlun um mengunarmælingar í sjó
og sjávarlífvemm.
Er áætlað að mælingar hefjist á
þessu ári og að þeim ljúki árið 1992.
í fréttatilkynningu frá samgöngu-
ráðuneytinu segir að áætlunin miði
að því að koma upp alþjóðlega viöur-
kenndum þekkingargrunni til að
meta mengun sjávar víða hér við
land. Sá þekkingargrunnur mun síð-
an nýtast til að fylgjast með breyting-
um á mengun á hafsvæðum um-
hverfis landið í framtíðinni.
Þau efni og efnasambönd, er mæld
HAF
HAVET)
y\NDS-
HUNA
fLOl
Bf>£IOAfjOf>OUP
græn-Bianoúha f
(IRMIhÆ^R UaVETí'
SKÝRINGAJ
/iVtlants-strai
'Atlanterhavs s
ið'h (MUSuNG)
(>) ÞORSKURltóRS
@ SÍLD(SILD) ~
'@-LODNA( LODDE)
@ SKARKOLI (RQDÍPRÆTTEr
Sýni verða tekin úr sjó, fisktegundum og þangi á ákveðnum stöðum í kringum landið og á ákveðnum timum.
verða, eru þungmálmar eins og
kvikasilfur og blý, geislavirk efni,
næringarsölt og lífræn þrávirk efni
eins og PCB og DDT. Heildarkostnaö-
ur við framkvæmd áætlunarinnar
er um 18 milljónir króna samkvæmt
núgildandi verðlagi. Gert er ráð fyrir
að nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi
er til sýnatöku og rannsókna. Munu
það vera Hafrannsóknastofnun,
rannsóknastofur atvinnuveganna og
stofnana sem og Háskóli íslands sem
nýtt verða í þessu skyni.
Sýni verða tekin úr sjó, úr ýmsum
fisktegundum og einnig úr þangi.
Verða mismunandi sýnishorn tekin
á ákveðnum stöðum í kringum
landið og á ákveðnum tíma hverju
sinni.
Neyðaráætlun vegna óhappa
Starfshópurinn, sem vann að áætl-
uninni, telur mikilvægt að gerð verði
neyðaráætlun um rannsóknir og
mælingar vegna hugsanlegra meng-
unaróhappa sem orðið geta í ís-
lenskri lögsögu. Slík óhöpp geta til
dæmis orðið er flugvélar og skip með
hættuleg efni eru á ferð um lögsög-
una. Við núverandi aðstæður tengist
hætta á mengunaróhöppum fyrst og
fremst flutningi á olíu og geislavirk-
um efnum.
-gh
Neyðaráætlun um rannsóknir vegna mengunaróhappa, til dæmis við flutn
ing olíu, innan íslenskrar lögsögu er talin mikilvæg í nánustu framtið.