Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989. Utlönd SprengjutiSræði í Rangoon Þrír menn létu lffið og fjórir særð- ust er sprengja sprakk í ráðhúsinu í Rangoon í Myanmar í gær. Spreng- ingin varð nokkrum klukkustundum eflir aö stjómarandstæöingurinn Aung San Suu Kyi hélt ræöu í grenndinni. í ríkisútvarpinu í Myan- mar var ekki sagt hver væri grunaö- ur um tilræðiö. Sprengjunni haíöi veriö komið fyr- ir í skáp nálægt lyftu í aöaianddyri ráöhússins og sprakk hún þegar verkamaöur opnaði skápinn. Mikillar spennu gætir nú milli her- stjórnarinnar og andstæöinga henn- ar og hvatti Aung San Suu Kyi í ræðu sinni yfirvöld til aö taka her- menn af götunum. Reuter Aung San Suu Kyi, helsti stjórnar- andstæöingurínn í Myanmar (áður Burma). Símamynd Reuter Vilja Natófé til Grænlands UtanrÖdsráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann-Jensen, vill reyna aö fá Nató til að fjármagna aö hluta til rekstur herstöðvarinnar í Syöri-Straum- firði. Flugvöllur herstöðvarinnar hefur mikla þýðingu fyrir Grænlendinga. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt að þeir hafi ekki frekari þörf fyrir herstöö- ina og frá árinu 1992 verði það undir Ðönum og Nató komið hvort rekstri hennar verði haldiö áfram. Ellemann-Jensen vill ekki eins og er gefa loforð um aö Danir greiði allan reksturinn ef bæði Bandaríkin og Nató taka ekki þátt Formaður stjórnarflokksins Siumut, Lars Emil Johansen, hefur sagt aö ef Bandaríkjamenn leggi niöur herstööina í Syðri-Straurafiröi verði þeir einnig aö leggja niöur herstöðina í Thule. Rítzau Naut á sólarströnd Eldflaugaárásum skæruliða á Kabúl fer fjölgandi. Símamynd Reuter Mujahedin skæruliöar í Afganistan létu rigna fimmtiu og þremur eld- flaugum á Kabúl í gær meö þeim afleiðingum aö þrjátíu manns biðu bana og hundrað sextíu og sjö særðust. Var þetta mesta árás skæruliöa á höfuð- borgina í eitt ár. Árásin hófst skömmu eftir miðnætti þegar eldflaug lenti á vopna- geymslu nálægt flugvellinum. Miklar sprengingar fylgdu í kjölíariö og eldtungur lýstu upp himininn í tvær klukkustundir. Erlendir starfsmenn hjálparsamtaka kveöast undanfarnar nætur hafa sofið undir stigrnn af ótta við eldflaugaárásir. Þaö var í fyrsta sinn í nokkra mánuöi sem skæruliðar hittu vopna- geymslu. Flestar eldflaugar skæruliða hafa lent í íbúðarsvæöum. Hafa þær valdið litlum skemmdum en miklu manntjóni. Neyðarfundur var haldinn í stjórninni í Afganistan á sunnudaginn og í gær vegna síaukinna eldflaugaárása skæruliöa. Reuter Grófust undir aurskriðu Rúmlega tvö hundruð manns grófust undir grjóti og aurleðju í suöur- hluta Kfna þegar skriða féll í gær í kjölfar mikilla rigninga. Fjórtán lfk hafa fundist og sex manns hafa verið fiuttir á sjúkrahús. í frétt kínverskra fjölmiðla var ekki getið um örlög hundraö og áttatíu manns sem grafnir eru undir rústum heimila sinna. A hverju ári reyna ofurhugar I bænum Denia á Spáni að lokka naut í sjóinn þegar nautaatshátíðahöld fara þar fram. Hlaupararnir lokka naut- in i nautaatshring sem er byggður á ströndinni og opinn út á haf. Aðal- markmið ofurhuganna er að fá nautin til að bleyta i sér. Simamynd Reuter Eldflaugaárás á Kabúl Biðstaða hefúr nú komið upp í ísraelskum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar forystumanna Verka- mannaflokksins sem iögðu til aö miöstjórn flokksins sliti sljórnar- samstarfi viö Likud-fiokkinn hið fyrsta. Segja þeir að Shamir forsæt- isráðherra hafi eyðilagt alla mögu- leika á friði við Palestínumenn. Ólíklegt er þó að stiórnarsamstarf- inu verði slitið á næstu dögum. Miðstjóm Verkamannaflokksins keraur saman eftir um þrjár vikur og þá mun ákvörðun verða tekin um tillögur forystumannanna. Þá vinnst einnig tími til samningavið- ræðna milli Verkamannaflokksins og Likud-flokksins sem e.tv. gætu leitt til sátta. Þrátt fyrir hvatningu Verka- mannaflokksins um að sijómar- samstarfi verið slitið gengu fulltrú- ar hans á þingi þó ekki svo langt að styðja vantrauststillögur sem lagðar voru fram til atkvæða- greiðslu. Þess í stað gengu fulltrúar flokksins af fundi en slikt hefur ekki áður gerst á ísraelska þinginu. Fulltrúarnir gengu út af fundi á meðan fjallað var um sex van- trauststillögur. Þeir tóku þátt í umflöllun og kosningu um þá sjö- undu sem gagnrýndi mjög viðbrögð ríkísstiómarinnar við uppreisn Palestinumanna á herteknu svæð- unum. Rfldsstjómin stóö af sér all- ar $jö tiilögurnar. Verkamannaflokkurinn segir aö skilyrði þau er Likud-menn setja fyrir kosningum Palestínumanna séu of hörð og hindri þar með friö- arumleitanir. Á herteknu svæðunum létust i gær tveir ungir Palestinumenn, annar fjórtán ára en hinn Fimmtán. Þeir urðu fyrir kúlum ísraels- manna um helgina. Reuter Shimon Peres hvalti flokksmenn Verkamannaflokksins til að slita stjóm- arsamstarfi við Likud-flokkinn. Símamynd Reuter Biðstaða í ísrael Hajek sviptur vegabréfi Fyrrum utanríkisráöherra Tékkó- slóvakíu, Jiri Hajek, varð að afhenda yfirvöldum vegabréf sitt þegar hann kom heim til Prag úr heimsókn sinni til Noregs og Svíþjóðar í maí og júní. Norska blaðið Áftonposten segir að það hafi líklega verið vegna þess hve opinskár Hajek hafi verið í viðtölum um mannréttindamál í Tékkóslóvak- íu. Eftir margra ára tilraunir gat Haj- ek, sem var utanríkisráðherra Prag- vorið 1968, loksins heimsótt son sinn, Jan, sem er við nám í Osló. Eftir nokkurra vikna dvöl í Noregi fór hann til Svíþjóðar áöur en hann hélt heim. í Svíþjóð var hann í tíu daga þrátt fyrir aö tékknesk yfirvöld hefðu aöeins gefið honum leyfi til fara þar í gegn. Þegar Hajek kom heim var hann kallaöur fyrir yfirvöld og honunrtjáö aö það þjónaöi ekki hagsmunum rík- isins aö hann heföi vegabréf. Aðrar skýringar fékk hann ekki en Hajek er viss um að um hafi verið að ræða refsingu fyrir Svíþjóðardvölina. í Noregi átti Hajek viöræður viö Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra og Thorvald Stoltenberg utan- ríkisráöherra. í Svíþjóö var hann viðstaddur alþjóðaþing sósíalista í Stokkhólmi. A báöum stöðum veitti hann fjölmiölum viðtöl. NTB Dregið úr gagnrýni Suður-afríska stjórnin hefur dregiö úr gagnrýni sinni á blökkumannale- iðtogann Nelson Mandela í kjölfar frétta um leynilegan fund hans og Botha forseta í síöustu viku. Opinberir fjölmiðlar sýndu greini- lega varkárni í hefðbundnum árás- um sínum á Mandela og Afríska þjóöarráöiö eftir aö fréttir bárust af fundinum. Fundurinn, sem fram fór á mið- vikudaginn og er sá fyrsti sem fregn- ir berast af milli Botha og Mandela, hefur vakiö vonir manna um að Mandela veröi látinn laus eftir að hafa setið aldarfjóröung í fangelsi. Hann var á sínum tíma dæmdur fyr- ir landráð. Frelsi Mandela er eitt af aðalskilyrðum andstæðinga kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunnar fyrir þátttöku í samningaviðræöum viö yfirvöld um stjórnarskrárbreyting- ar. Áöur hefur skilyrði yfirvalda fyrir lausn Mandela veriö aö hann hafni ofbeldi skæruliða. Stjórnin hefur hins vegar aö undanfornu lagt frek- ari áherslu á loforö um frið en að ofbeldi sé hafnað. Með þessari breyttu afstöðu er auðveldara fyrir báða aðila aö láta af kröfum um skil yrði. Winnie Mandela heimsótti óvænt eiginmann sinn í gær til að ræða við hann um fund hans með forsetanum. Hún tjáði fréttamönnum að hún myndi greina háttsettum mönnum innan Afríska þjóðarráösins frá því sem eiginmaður hennar hefði að segja um fundinn. Harðlínumenn meöal stjórnarandstæðinga hafa lýst yfir reiöi sinni vegna hans. Reuter Kirkjuleiötoginn Frank Chikane og Winnie Mandela, eiginkona Nelsons Mandela, tjáðu fréttamönnum i gær aö Nelson myndi brátt gefa út yfirlýs- ingu um fund sinn meö Botha forseta. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.