Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 1989. 7 Viðskipti Léleg nýting á hótelunnm í ágúst: Bókanir 10-12% minni en gert var ráð fyrir „Því er ekkert aö leyna aö ágúst- mánuöur veröur ekki eins góöur og gert haföi verið ráö fyrir. Bókanir eru 10—Í2% minni en við höfðum haldiö aö þær yröu,“ sagði Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Sögu, er DV ræddi við hann. Eins og blaðiö hefur greint frá eru bókanir á hótelum í Reykjavík í lok júlí og í ágústmánuði gloppóttar. Veldur þetta hótelmönnum nokkr- um áhyggjum því hótelin ættu ein- mitt að nýtast vel á þessum tima árs- ins þegar feröamannastraunurinn er í hámarki. „Núna duttu til dæmis út hjá okkur tveir hópar sem þóttust örugglega ætla aö koma og haföi annar þeirra pantað 60 herbergi,“ sagði Konráö. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 12-16 Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 12.5-17 Úb 6 mán. uppsögn 15-17 Úb 12mán. uppsögn 13-17 Úb 18mán. uppsögn 27 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab Sértékkareikningar 4-15 Ib.Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb 6mán.uppsögn 2,5-3,5 Allir Innlán meðsérkjörum 21-25 nema Sp AB Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7,5-8,5 Ab Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb.Ab Danskarkrónur 7,75-8,5 Bb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) b,Sp,A- b lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 29,5-34,5 Bb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31,5-37,5 Bb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 35,5-39 Lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7-8,25 Lb Utlán til framleiðslu Is'. krónur 25-36 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5 Allir Sterlingspund 15,5-15,75 Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR óverðtr júli 89 35.3 Verötr. júli 89 7,4 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 2557 stig Byggingavísitala júli 465stig Byggingavísitalajúlí 145,3stig Húsaleiguvisitala 5%hækkun l.júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa vérðbréfasjóða Einingabréf 1 4,053 Einingabréf 2 2,245 Einingabréf 3 2,651 Skammtímabréf 1,394 Lífeyrisbréf 2,038 Gengisbréf 1,813 Kjarabréf 4,032 Markbréf 2,146 Tekjubréf 1,745 Skyndibréf 1,223 Fjólþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,946 Sjóösbréf 2 1,558 Sjóösbréf 3 1,374 Sjóðsbréf 4 1,145 Vaxtasjóösbréf 1,3745 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 368 kr. Flugleiðir 172 kr. Hampiðjan 165 kr. Hlutabréfasjóður 130 kr. Iðnaðarbankinn 159 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 109 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, 0b = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i OV á fimmtudögum. „Ef nýtingin veröur jafnléleg og útlit er fyrir þýðir það að ekki verður um neina aukriingu aö ræða frá því í fyrra. Þá var nýtingin um 70% og líklega verður hún svipuð í ár.“ Konráö sagði að í ár hefðu menn verið bjartsýnni en oft áöur. Ástæð- an hefði meðal annars verið sú að milli áranna 1988 og 1989 heföu orðið tiltölulega Utlar hækkanir á pakka- ferðum. Þær hefðu hækkað um 3-5% á móti 10-15% oft áður. Þetta hefði gefið góðar vonir um góða nýtingu í ár. Júnímánuður hefði verið mjög góður að þessu leyti og yrði raunar besti mánuður ársins ef að líkum léti. Aðspurður um hverja hann teldi vera ástæðuna fyrir þessum sam- drætti í næsta mánuði sagði Konráð að lögð hefði verið á það áhersla að færa ráðstefnuhald af háannatíman- um, þ.e. júlí og ágúst. Þetta hefði verið gert en þá kæmi í ljós að ferða- skrifstofunum tækist ekki að selja inn á hótelin sem skyldi. Fólk, sem kæmi hingað til lands á eigin vegum, skilaði sér engan veginn og því færi sem færi. „Það hefur oft veriö sagt aö ráð- stefnurnar séu að loka landinu," sagði Konráö, „en við hótelmenn segjum bara: Guð hjálpi okkur ef þær væru engar því þá gæti farið illa. Það er samdóma áht manna, sem til þekkja, að bókanir verði einnig Utlar í september þannig að við erum ekki eins bjartsýnir og oft áður. Það hefur verið unnið mikið að því að efla ferðamannaiönaðinn en það verður að gera miklu betur ef duga skal. Við erum í lægð núna, það varð fækkun á erlendum feröamönnum í fyrra og aukningin virðist ætla að verða sára- lítil í ár. Við verðum því að láta til skarar skríða og það svo um munar.“ -JSS Nýtingin á Sögu í lok þessa mánaðar og þann næsta er 10-12% minni en gert hafði verið ráð fyrir. Nýta Flugleiðlr 6,7 miUjarða lánatilboð? Ýmsir kostir koma til greina - vegna kaupa á nýju vélunum þrem „Það koma ýmsir kostir til greina til að fjármagna kaupin á þessum þrem nýju vélum sem fyrirhugað er að kaupa á næsta ári. Einn er sá að taka hreinlega lán til kaupanna. Það gæti líka komið til greina að nota lánatilboðið með einhverjum hætti og endurfjármagna vélarnar, til dæmis með kaupleigu," sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, er DV spurði hann hvort tekin heföi verið ákvörðun um lánatilboð það sem Flugleiðir hafa tryggt sér vegna fyrirhugaðra kaupa á þrem nýjum flugvélum á næsta ári. Lánatilboðið nemur 6,7 milljöróum króna og eru það bankar í Bandaríkj- unum og Japan sem að þvi standa. Aðspurður um hvaða kjör væru á þessum lánum sagði Einar að miðað væri við svokallaða Libor-vexti sem væri vaxtaprósenta sem notuð væri í millibankaviðskiptum í Evrópu. Hversu há sú vaxtaprósenta væri sem kæmi ofan á Libor-vextina í þessu tilviki væri ekki gefiö upp en þau lán, sem hefðu verið boðin, væru á mjög svipuðum kjörum og lánin sem hefðu verið tekin vegna kaupa á vélunum tveim í vor. Þau kjör hefðu verið mjög hagstæð fyrir Flug- leiðir. Einar sagði enn fremur að óvíst væri hvenær ákvörðun um lántökur vegna vélakaupanna yrði tekin. Þeg- ar hinar tvær hefðu verið keyptar hefði lokaákvörðun um fjármögnun ékki verið tekin fyrr en tveim mán- uðum áður en kaupin fóru fram. Menn heföu því talsvert svigrúm núna en þegar þar að kæmi yrði að sjálfsögðu valinn sá kosturinn sem heppilegastur þætti fyrir Flugleiðir. Flugleiðamenn höfðu áður gefið út þá yfirlýsingu aö félagið þyrfti að skila 5-6 hundruð milljóna hagnaði á ákveðnu tímabili til að það stæði á sléttu. Einar var spurður hvort þetta reikningsdæmi myndi standast eftir þau áfóll sem það hefði orðið fyrir aö undanfórnu og hvort einhver grundvöllur væri fyrir því að kaupa þrjár nýjar vélar í flotann. „Við settum okkur það markmið að ná 5-7% hagnaði af veltu á næstu árum til að félagið stæði undir fjár- mögnun á áframhaldandi uppbygg- ingu. Þetta gera 500-700 milljónir. í þessa útreikninga er búið að taka ýmsa möguleika, þar á méðal af- borganir af hugsanlegum lánum til vélakaupanna. En þarna er um stór- ar upphæðir að ræða þar sem 1% er 100 milljónir og gengisbreytingar geta sveiflað þessu dæmi til. Vissu- lega var fyrri hluti þessa árs þyngri en menn höfðu átt von á en þrátt fyrir það er engin ástæða til svart- sýni.“ -JSS Vertíðin allt of stutt - segir Guðmann Tobiasson í Varmahlíð í Skagafirði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Verslunin hér í Varmahlíö byggist að verulegu leyti upp á ferðafólki en „vertíðin“ er því miður allt of stutt á hverju ári,“ segir Guðmann Tob- iasson, útibússtjóri Kaupfélags Skag- firðinga í Varmahlíö. „Það má eiginlega segja að verslun hér standi og falli með ferðamönn- um. Frá því verslun var opnuð hér árið 1968 hefur straumur ferðafólks aukist verulega, þá sást hér varla ferðamaður á ferð allan veturinn en það hefur sem betur fer breyst mik- ið. Háannatíminn er þó yfir sumarið og hér kemur geysilegur fjöldi fólks á hverjum degi, bæði erlendir ferða- menn á langferðabílum og fólk á einkabílum. Umferðin eykst sífellt enda er leiðin hingaö frá Reykjavík nær öll orðin lögð bundnu sUtlagi." Guðmann hefur stýrt versluninni í Varmahlíð frá árinu 1968 þegar hún var opnuð og hefur því fylgst vel með uppbyggingunni í Varmahlíð en þar er nú risinn nokkur byggðakjarni. „Það má segja að hér hafi menn byrjað að byggja árið 1931 og heita vatnið hér dró menn að sjálfsögðu að og þeir möguleikar sem það býður upp á. Skipuð var sérstök Varma-' hlíðarnefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu og hennar niðurstaða var sú aö leggja bæri áherslu á að reisa hér menningarsetur og í öðru lagi að koma hér upp greiðasölu. Þetta hefur gengið eftir. Nú er hér grunnskóli og nokkuð góð aðstaða til að þjóna ferðafólki, að öðru leyti en að hófelmálin eru ekki í nógu góðu lagi. Hér er gamalt og úr sér gengið hótel og það sem brennur heitast á mönnum hér er að ráðast í byggingu nýs hótels. Okkur vantar duglega menn sem væru tilbúnir að ráðast í það verkefni." Ýmis starfsemi Eins og þeir sjá, sem leið eiga um Varmahlíð, snýst lífið þar ekki ein- göngu um þjónustuviðgerðarmenn, þótt sá þáttur sé stór, en þar búa nú um 120 manns. Sumir hafa vinnu við skólahald að vetrinum, þar er banki, pósthús, félagsheimili, Skógræktrík- isins er þar með uppeldisstöð og þar er bílasmiðja JRJ sem sérhæfir sig í yfirbyggingum á bifreiðar og ýmsar „boddíviðgerðir". Þá má ekki gleyma Guðmann Tobiasson, útibússtjóri i Varmahlíð, fyrir framan útibú kaup- félagsins. því að útibú kaupfélagsins þjónustar íbúana í framhéraði Skagafjarðar. „Ég vona að Varmahlíð eigi framtíð fyrir sér. Þetta er eini staðurinn hér um slóðir sem er í örum vexti á þeim 'tíma sem landbúnaðurinn er á öru undanhaldi. Það gæti svo farið að tilvera Varmahlíðar gerði bænda- fólkinu kleift að sinna vinnu hér þannig að það gæti jafnframt búið áfram á jörðum sínum,“ sagði Guð- mann Tobiasson. Séð yfir hluta byggðarinnar i Varmahlið. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.