Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989.
Útlönd
Að vera eða
vera ekki
njósnari
Ronald Lauder, sem hér er til vinstri, var eitt sinn yfirmaður njósnarans
Blochs í sendiráði Bandaríkjanna í Austurríki. Simamynd Reuter
Birgir Þórissan, DV, New York:
Felix Bloch hefur lifað undarlegu
lífi síðustu fimm vikumar. Hvert
sem hann fór fylgdi honum hersing
leynilögreglumanna frá bandarísku
alríkislögreglunni, FBI. Nágrannar
hans, sem vissu að Bloch var hátt-
settur í utanríkisráðuneytinu, héldu
þá vera að vemda Bloch fyrir hryðju-
verkamönnum en um helgina sprakk
blaðran.
Bloch er grunaður um njósnir fyrir
Sovétmenn. Hann er hæst setti mað-
urinn sem grunaður hefur verið um
njósnir í Bandaríkjunum frá stríös-
lokum. Bloch hefur hvorki verið
handtekinn né kærður en hann hefur
verið leystur frá störfum á meðan
rannsókn stendur yfir. Það að Bloch
skuh enn ganga laus vekur efasemd-
ir um hve sterkar sannanir yfirvöld
hafa gegn honum.
En það er kannski heldur mikið
sagt að hann gangi laus. Nú hefur
hann ekki bara leynilögreglumenn á
hælunum heldur og herskara fjöl-
miðlamanna. Og ein af óteljandi
gróusögunum sem ganga fjöllunum
hærra í Bandaríkjunum segir aö
KGB-menn leynist einnig í fylgdar-
hði hans. Önnur saga segir að Banda-
ríkjamenn hafi varað Sovétmenn við
því að reyna að smygla honum úr
landi. Enn önnur saga segir að mál-
inu hafi verið lekið í fjölmiðla til að
þrengja að Bloch í von um að hann
geri einhver mistök sem komi upp
um hann, þar sem sannanir gegn
honum séu of veikar tíl að standast
fyrir rétti. Þrátt fyrir það segja erin
aðrar „heimildir“ að þetta sé alvar-
legasta njósnamál sem komið hefur
upp i Bandaríkjunum um áraraðir.
Eitt af því sem er á huldu er hve
lengi hann á að hafa njósnað fyrir
Sovétmenn. Sögusagnir segja að
Bloch hafi byijað njósnimar um
miðjan 8. áratuginn. Hann starfaði
um skeið í Austur-Berlín á 8. ára-
tugnum.
Bloch lenti í neti bandarísku leyni-
þjónustunnar fyrir tilviljun í vor.
Sovéskur njósnari undir eftirhti í
París var myndaður þar sem hann
tók við skjalatösku frá Bloch. ABC
sjónvarpsstöðin segir þann sama so-
véska njósnara seinna hafa varað
Bloch við því að hann væri undir
eftirhti.
Óiíklegur njósnari
Uppljóstrunin hefur komið sam-
starfsmönnum Bloch í opna skjöldu.
Fyrrum samstarfsmenn segja hann
hafa verið manna ólíklegastan tíl að
vera njósnari. Honum er lýst sem
hinum fullkomna skriffinni, þurrum
á manninn, óhemju vinnusömum og
mjög metnaðargjörnum. Hann hefur
ahð ahan sinn starfsaldur í utanrík-
isþjónustunni.
Bloch var fæddur í Austurríki 1935
en foreldrar hans fluttust th Banda-
ríkjanna 1938 þegar Hitler innhmaöi
landið í Þriöja ríkiö. Það er dvöl
Blochs sem næstæðsta manns sendi-
ráðsins í Vínarborg á árunum 1980-
1987 sem mestum áhyggjum veldur.
Bloch og Alois Mock, utanríkisráð-
herra Austurríkis, er vel th vina frá
fomu fari og Bloch er sagður hafa
verið vel höinn af CIA mönnum í
sendiráðinu. Sendiráðiö í Vín er mik-
hvæg miðstöð njósna í Austur-Evr-
ópu. Það, ásamt því að Bloch var
starfandi sendiherra um skeið, veld-
ur því að óttast er að hann hafi átt
aðgang að upplýsingum sem hann,
strangt th tekið, átti ekki að hafa.
Jafnvel án þess hefði hann getaö gef-
ið Sovétmönnum upplýsingar um
mikhvæg atriði í utanríkisstefnu
Bandaríkjamarma, svo sem um
samningsstöðu þeirra í afvopnunar-
viðræðum. Því hefur verið líkt við
það að geta kíkt á spihn hjá andstæö-
ingunum. Að minnsta kosti gat hann
sagt Sovétmönnum hvaða sendiráös-
starfsmenn væru í raun erindrekar
bandarísku leyniþjónustunnar. En
hann á ekki að hafa vitað nöfn
bandarískra njósnara í Austur-
Evrópu.
Eitt thvik þar sem Bloch getur hafa
lekið mikilvægum upplýsingum er
mál bandarískra landgönguhða,
varðmanna við sendiráðið sem
hleyptu Sovétmönnum inn í sendi-
ráðið. í árslok 1986 setti einn land-
gönguhðanna sig í samband við CLA-
menn í Vín og játaði brot sitt. Hann
var seinna dæmdur en félagi hans
var sýknaður vegna skorts á sönnun-
argögnum. Hann hafði játaö en tók
játningu sína aftur og sagðist hafa
verið þvingaður th að játa. Þrátt fyr-
ir ítarlega rannsókn fundust engin
ummerki í sendiráðinu í Moskvu.
Ef Bloch varaöi Sovétmenn við gafst
þeim færi á að fjarlægja búnað sinn
í tæka tíð.
Eftir að Bloch sneri heim th Banda-
ríkjanna 1987 varö hann yfirmaður
Austurrískur lögreglumaður stendur vörð fyrir utan bandaríska sendiráðið
í Vin. Símamynd Reuter
stjómmála- og efnahagsmálaskrif-
stofu þeirrar dehdar utanríkisráðu-
neytisins sem hefur með málefni
Evrópu og Kanada að gera. Þar tók
Bloch þátt í að móta stefnuna um
hvaða tækni Sovétmenn megi kaupa.
Bloch var talsmaður þess að slaka á
hömlunum en í því skar hann sig
ekki úr öðrum starfsmönnum utan-
ríkisráðuneytisins. Það hefur yfir-
leitt togast á við vamarmálaráðu-
neytiö um hve strangar hömlurnar
skyldu vera. Staða Bloch veitti hon-
um ekki aögang að helstu leyndar-
málum en hann var nógu háttsettur
th að fá daglega skýrslu með nýjustu
njósnaupplýsingum sem er svo
leynheg að hana má aðeins lesa í
viðurvist sendimannsins sem kemur
með hana og fer með hana aftur.
Hvað veldur?
Menn velta því mjög fyrir sér hvaö
hafi fengið Bloch th að gerast njósn-
ari fyrir Sovétríkin. Sagt er að hann
hafi veriö afar gramur yfir því að
hafa ekki fengið sendiherrastöðu eft-
ir þriggja áratuga starf í utanríkis-
ráðuneytinu. Flestar sendiherra-
stöður koma í hlut pólitískra gæð-
inga, oftast auðmanna, sem þannig
er umbunað fyrir framlög sín í kosn-
ingasjóð forsetans. Yfirmenn Blochs
í Vín vora í þeim flokki. Sá fyrri var
fyirum einkaritari Reagans en sá
síðari var auðkýfingurinn Ronald
Lauder sem nú sækist eftir borgar-
stjóraembættinu í New York með
miklum endemum. Bloch lynti lítt
við þau. Þeim fannst hann fram-
hleypinn en orðrómur ættaður úr
utanríkisþjónustunni segir þau hafa
verið slíka grasasna að þaö hafi kom-
iö í hlut Blochs að halda hlutunum
gangandi í sendiráðinu.
Utanríkisráðuneytið segir Bloch
hafa verið kvaddan heim 1987 en
Lauder hefur vitrast eftir á að hann
hafi alltaf vitað að eitthvaö væri at-
hugavert við Bloch og því hafi hann
rekið hann. En einhvern veginn láð-
ist Lauder að vitrast að Bloch væri
njósnari því að í því tilviki hefði hann
umsvifalaust látið handtaka hann!
Hvað sem því sjónarspili líður er
allt enn á huldu um hvað Bloch hafi
gengið til að gerast njósnari. Þetta
er aðeins það síðasta í langri röð
njósnamála sem komið hafa upp
undanfarið í Bandaríkjunum. Það
sem veldur mönnum mestum
áhyggjum vestra er að æ fleiri njósn-
arar njósna fyrir peninga. En Bloch
hefur ekki borist neitt sérstaklega
á, þannig að hafi honum gengið
græðgi til hefur honum tekist óvenju
vel að fela það. Tíminn mun leiða í
ljós hve alvarlegt máhð er. Þaö hefur
tekið á sig æ farsakenndari brag þar
sem fjölmiðlar, sem hafa lítið til aö
byggja á, elta hveija þá gróusögu sem
kemst á kreik.
Bush Bandaríkjaforseti segir það
mikið harmsefni ef rétt reynist að
Bloch sé njósnari. Það muni ekki
veröa til að bæta sambúð risaveld-
anna.
Kvenfólkið knésetti Uno
Kvenfólkið varð Sosuke Uno, for-
sætisráðherra Japans, að falli. Jap-
anskar konur, yfirleitt að mestu
ópólitískar og lítt áberandi, tóku af
skarið í þingkosningunum á sunnu-
dag og fjölmenntu á kjörstaði. Þær
hunsuðu flokk forsætisráðherrans,
Fijálslynda lýðræðisflokkinn, og
kusu þess í stað sósíalista undir
stjóm Takako Doi en árið 1986 varð
hún fyrst japanskra kvenna til að
taka við formennsku sfjómmála-
flokks.
Kjósendur í Japan sýndu álit sitt á
pólitískum ákvörðunum Fijálslynda
lýðræðisflokksins, álagningu þriggja
prósenta söluskatts í apríl og kynlífs-
hneyksli forsætisráðherrans. Út-
kornan varð algert afhroð flokksins,
hann hlaut aðeins 36 sæti af 126 sem
kosið var um en Sósíalistaflokkurinn
hlaut 46 sæti. Þar með missti stjóm-
arflokkurinn meirihluta sinn í hinni
252 sæta þingdeild, hefur aðeins 109
sæti. Sósíalistar hafa 66 sæti og aðrir
stjómarandstöðuflokkar hafa sam-
anlagt 77 sæti. Aldrei fyrr á 34 ára
valdaferli Fijálslyndra hafa þeir
mátt þola slíkt tap.
Aukin þátttaka kvenna
„Kosningaþátttaka kvenna í þess-
um kosningum var tiltölulega mikil
miðað við þáttöku karla,“ sagði Kun-
iko Inoguchi, prófessor við Sophia
háskólann. Hann telur að ástarævin-
týri Unos og karlrembuleg afstaða
hans gagnvart konum hafi gert út-
slagið.
En hvort ráöamenn í Fijálslynda
lýðræðisflokknum taki reiði kvenna
alvarlega er allsendis óvíst. Nokkrir
heimfldarmenn innan flokksins telja
að æðstu menn hans líti á afstöðu
kvenna í þessu máli sem hálfgerða
tilfinningavellu.
Ljóst er að enginn arftaki Unos er
í augsýn en hann hefur tilkynnt af-
sögn sína. Masayoshi Ito, sem talinn
var líklegur arftaki Takeshita, for-
vera Unos, hefur sagt að hann muni
ekki taka við embættinu. Uno getur
því þurft aö sitja lengi áfram eftir
niðurlæginguna sem hann og flokk-
ur hans hafa orðið fyrir.
Leitar samstarfs
Sósíahstaflokkur Takako Dois leita
nú samstarfs við aöra stjómarand-
stöðuflokka til að styrkja stöðu
sljómarandstöðunnar fyrir kosning-
ar til neðri defldar en hún er mun
valdameiri en efri deild. Farið getur
svo að þær kosningar fari fram í sept-
ember.
Fréttaskýrendur telja þó ólíklegt
að Fijálslyndi lýðraeðisflokkurinn
missi meirihluta sinn í neðri defld.
Segja þeir að mörg atkvæði, sem
stjómarandstaðan fékk á sunnudag,
hafi ekki síst verið gegn sfjórnar-
flokknum en með stefnu hinna flokk-
anna.
Þáttaskil í Japan?
Fréttaskýrendur telja þó að úrsht
kosninganna á sunnudag geti þýtt
viss þáttaskil í Japan. Möguleiki er
á að eins flokks sljórn ljúki í Japan
og framvegis verði um tveggja flokka
stjóm að ræða.
Margir fréttaskýrendur telja að
einhverra breytinga í stefnu stjórn-
arinnar sé nú að vænta í kjölfar
þingskosninganna þrátt fyrir yfirlýs-
ingar Unos um að svo sé ekki. Segja
þeir aö stjómin muni beita sér meira
fyrir félagslegum málefnum og jafn-
vel breytingum í nýálögðum sölu-
skatti. Líklegt er tahð að ýmsar
nauðsynjavörur, sem vora skattlagð-
ar, verði nú undanþegnar skatti.
Japanskar konur á öllum aldri fjöl-
menntu á kjörstaði í kosningunum á
sunnudag og áttu stóran þátt i kosn-
ingaósigri Frjálslynda lýöræðis-
flokksins. Simamynd Reuter
Sósíalistar aðhyhast aukna vemd-
arstefnu í viðskiptum og búast marg-
ir fréttaskýrendur við að einhverra
breytinga sé að vænta þar.
Reuter