Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTOÖAGUR 18; ÁGÚST 1989. Fréttir Alþýðuflokkurinn ætiar ekki að eiga hlut að nýjum búvörusamningi: Framlenging búvöru- samnings væri siðleysi segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra „Það á ekki að framlengja búvöru- samning fram yfir 1992 heldur á að breyta um stefnu nú. Það á að líta á næstu áratugi sem tímabil aðlögunar að innflutningi til að mæta réttmætri kröfu neytenda um eðlilegt matvæla- verð,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra en nú hefur Stéttarsamband bænda lagt fram kröfur sínar varðandi endurskoðun búvörusamnings sem nú stendur fyrir dyrum. „Reynslan af búvörulögum og bú- vörusamningi, sem gildir til 1992 og gerður var á grundvelli búvörulaga, er ekki góð. Takmarkaður árangur hefur náðst við að laga mjólkurvöru- framleiðsluna að eftirspurn að mark- aðnum - allt annað hefur farið úr böndunum. Kostnaður ríkisins, þ.e.a.s skattgreiðenda, við stuðning þeirrar landbúnaðarstefnu, sem bú- vörusamningurinn felur í sér, er nú að nálgast 10 milljarða eða rúmlega tíundu hverja krónu á fjárlögum. Við alþýðuflokksmenn vorum eini þing- flokkurinn sem var á móti búvöru- lögunum á sínum tima og vöruðu við afleiðingunum. Þaö var siðleysi hjá ríkisstjórninni ’84 til ’87 að gera -þennan búvörusamning til ’92 og ætla sér þannig að binda hendur næstu ríkisstjórnar og næsta þing- meirihluta. Framlenging búvöru- samnings til aldamóta væri sams konar siðleysi nú.“ Jón Baldvin sagði að það sem ætti að gera nú væri að hagnýta ákvæði samningsins um endurskoðun sem væri reyndar hafín. Þar ætti að bæta fyrir mistök fyrri ára. Þar leggja al- þýðuflokksmenn áherslu á tvö atriði: 1. Að ríkisábyrgð á verðlagi land- búnaðarafurða verði takmörkuð við raunverulega sölu næsta árið á und- an. 2. Aö breytt verði fyrirkomulagi niðurgreiðslna. Að niðurgreiðslur til ársins 1992 gangi til framleiðenda beint þannig að kostnaður leggist á lægri grunn sem eigi að stuðla að lækkun verðlags. Eftir að þetta hefur verið gert á að breyta um stefnu í grundvallaratrið- um og einfaldlega að taka upp af- komutryggingu þess hluta bænda- stéttarinnar sem þarf á raunveru- legri aðstoö að halda. Þá sagði Jón Baldvin að til ýmissa aðgerða þyrfti að grípa til að gæta hagsmuna neytenda. Það þyrfti að afnema kjarnfóðurskattinn en hann héldi uppi verðlagi á eggja-, kjúkl- inga- og svínaframleiðslu. Þá þyrfti að rýmka um heimildir til innflutn- ings á kartöflum og jafnframt, í tak- mörkuðum mæli þó, á eggjum og kjúklingum. Þá þyrfti að flytja ákvarðanir um niðurgreiðslur til viðskiptaráðuneytisins og flytja ákvarðanir um útflutningsleyfi til fjármálaráðuneytisins. Einnig þyrfti að stöðva bakreikninga vegna land- búnaöarkerflsins, sem streymdu til fjármálaráðuneytisins, og þá þyrfti að koma í veg fyrir að bændur, sem skorið heföu niður vegna riðu, hæfu aftur búskap. -SMJ Hann Sævar Þórir Þorisson datt heldur en ekki í lukkupottinn þegar stóri vinningurinn í áskrifendahappdrætti Stöðvar 2 var dreginn út. Þá hreppti hann Daihatsu Charade-bifreið sem hann fékk afhenta í gær. Myndin var tekin við það tækifæri og var Þórir, faðir Sævars (t.h.), í för með honum þegar hann tók við þessum veglega vinningi. DV-mynd KAE Bandaríkjanna á íslandi Nýr sendiherra Bandaríkjanna á íslandi tekur brátt við embætti. Hann heitir Charles E. Cobb og hefur frá 30. júlí 1987 verið yflrmaður þró- unardeildar bandaríska viðskipta- ráðuneytisins. Charles E. Cobb er 53 ára. Cobb er hagfræðingur, menntaður í Stanford. Hann hefur setið í stjóm og framkvæmdastjórn Walt Disney Company. Þá má geta þess að hann var varamaður í ólympíuliði Banda- ríkjanna í fijálsum íþróttum árið 1960. -JGH ítölsku ferðamennirnir, sem stungu af frá ógreiddum reikningum víðs vegar um iandið, fóru úr landi í gærdag. Eftir að rannsókn á mis- ferli þeirra var lokið var strax tekin ákvörðun um brottvísun þeirra úr landinu. Þeir sem áttu kröfur á ítalina, sam- tals um 70 þúsund krónur, munu all- ir hafa fengiö kröfur sínar greiddar. -hlh ítalirnir úr landi Nýr sendiherra Gæðingaskeiðiö á Evrópumótinu: Gull og silfur til íslands - aðstæður á mótsstað lakari en búist var við Eirikur Jónsson, DV, Danmöiku Staða íslenska landsliðsins í hestaiþróttum vænkaöist töluvert í morgun. Þá sigröuðu íslendingar í gæðingaskeiði, unnu raunar tvö- faldan sigur og hrepptu bæði silfur og gull. í fyrsta sæti varð Jón Pétur Ólafsson á Glaunú. Annar varð Hinrik Bragason á Vafa og 3. sæti varð Ulf Lindgren á stóðhestinum Hrafnkatli ffá Svíþjóð. Þjóðveijar skipa tvö efstu sætin í tölti eftir undankeppnina. Efstur er Bemd Vith á hesti sem heitir Röður, þá kemur EM meistarinn frá því í Svíþjóð 1985: Wolfgang Berg á Funa og þriðji er Aðalsteinn Aöalsteinsson á Snjalli. í fjórða sæti er Unn Kroghen á Strák og Sigurbjöm Bárðarson er fimmti á Skelmi. • í dag verður keppt í fjórgangi, en einnig verður opnunarhátíö og mótið sett. Sennilega segi ég, því dómaramir eru ákaflega ósattir við sinn hlut. Danirnir eru afar að- halssamir og krefja mótsgesti, keppendur og starfsmenn um gjald fyrir öll viðvik. Dómararnir hafa til dæmis þurfl að borga fæði á staðnum, þrátt fyrir sín störf. Þeir era mjög ósáttir við þessa fram- komu og hafa hugsað sér að taka á málinu. Því miður era aðstæður ekki eins góðar og búist var viö. Jörð er ber og því hætta á að ryk takist á loft við minnstu vindhviöu. Ekki skán- ar ástandið við rigningu, en þá verður mótssvæðið að drullusvaði. Áhorfendur vona að veðrið breyt- ist ekki. Hér hefur verið gott veð- ur, sól og hiti, þrátt fyrir rigningu eina nóttina. Umhverfismálaráð Reykjavíkur: Stuðlasel feg- ursta gatan í ár er það Stuðlasel sem er feg- ursta gata Reykjavíkurborgar, sam- kvæmt mati dómnefndar Umhverfis- málaráðs Reykjavíkurborgar. Síödegis mun borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, veita fyr- ir hönd Umhverfismálaráðs viður- kenningar fyrir fegurstu götu borg- arinnar, snyrtilegasta fjölbýlishúsið, fyrir snyrtilegt umhverfl fyrirtækja og stofnana. Jafnframt verða í fyrsta sinn veittar viðurkenningar fyrir gömul hús sem hafa verið endur- byggð. Snyrtilegasta fjölbýlishúið er, sam- kvæmt mati dómnefndar, Hvassa- leiti 56-58. í niðurstöðu dómnefndar segir meðal annars um húsið; að þaö fái viðurkenningu fyrir glæsilega byggingu og lóð. Tengsl húss og lóðar séu skemmtilega leyst og notagildi lóðarinnar sé margvíslegt. AIls fá átta fyrirtæki og stofnanir viðurkenningu fyrir fegrun um- hverfis, þau eru: Mjólkursamsalan, Bitruhálsi 1, fyrir góðan frágang á suðvesturhluta lóðarinnar, sem sést víða aö. Ingvar Helgason hf., Sævarhöfða 2, fyrir góðan heildarfrágang á lóð á áberandi stað. J.S. Helgason hf„ Draghálsi 4, fyrir fegrun umhverfls í iðnaðarhverfi. Islenskt franskt eldhús, Dugguvogi 8-10, fyrir fegrun umhverfis í gömlu iðnaðarhverfi. Söluturn og biðskýli, Sogavegi 3, fá viðurkenningu fyrir snyrtilegan frá- gang lóðar, sem tengist með grænu belti meðfram Miklubraut. Skipholt 50 B og C, fyrir opið svæði á mörkum íbúðar- og verslunar- hverfis, þar sem frágangur er snyrti- legur. Hótel Lind, Rauði kross íslands, Rauðarárstíg 18, fyrir góðan frágang á lítilli lóð í grónu hverfi. Háteigskirkja, fyrir skemmtilegan frágang á lóð, þar sem holtið nýtur sín áfram. Og loks fær Sjúkrastöðin SÁÁ, Stórhöfða 45, viðurkenningu fyrir góðan frágang á lóð, sem blasir við íbúðarbyggðinni í Grafarvogi. í fyrsta sinn era veittar viðurkenn- ingar fyrir gömul hús sem vel hefur tekist til með varöveislu á. Að þessu sinni eru veittar fjórar viðurkenn- ingar fyrir endurbyggingu og varð- veislu húsa sem flest voru byggð á síðustu öld. Þau eru: Bernhöftstorf- an, Frakkastígur 9, Garðarstræti 11 og Vesturgata 29. -J.Mar Ennþá von fyrir flugmennina - malin eru í athugun 1 Kaupmannahöfn Enn bíða Eppo Numan og Andrés- Georges Lafitte eftir svari frá dönsk- um flugmálayfirvöldum varðandi flug þeirra um Grænland áleiðis til New York. Ýmsir aðilar vinna nú að því að fá flugleyfm í höfn fyrir flug- för þeirra sem era af minni gerðinni. Franska sendiráðið í Kaupmanna- höfn hefur formlega farið fram á það við flugmálayfirvöld þar að Lafitte fái að halda ferð sinni áfram. Eppo sagði í samtali við DV að Bandaríkjamenn hefðu þegar gefið honum leyfi til flugsins á sínu flug- umferðarsvæði og biðu menn spenntir þar eftir framvindu mála. Eppo sagði að Danirnir heföu stað- fest að hugsanlegt væri að hann fengi leyfi ef hann flygi með fylgdarvél og legði fram tryggingu. „Möguleikinn er því enn fyrir hendi,” sagði Eppo. Fjölmiðlar hafa verið í stöðugu sambandi við flugmennina sem eru orðnir langeygir eftir jákvæðu svari. Þegar DV spurði Lafitte í morgun um horfur á áframhaldandi flugi sagði hann: „Hefurðu litið út um glugg- ann? - það er hræðilegt að vera að bíða eftir svari þegar veðurhorfur eru jafngóðar hér og við Grænland. Ég mun fljúga aftur til Frakklands ef neikvætt svar berst frá Dönum. En þá mun ég einbeita mér að fluginu umhverfis Sahara eyðimörkina í september - þaö er um 4500 kíló: metra langt. Alsírmenn hafa boðið mig velkominn til sín. En ég vona bara að svar komi sem fyrst frá Dan- mörku,” sagði Lafitte. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.