Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR NF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Tímamót Tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflakvótann á næsta ári hafa vakið upp áhyggjur og kvíða um framtíð- ina. Þær gera ráð fyrir sautján prósenta samdrætti í þorskveiðum og helmingssamdrætti á grálúðu á tveim árum. Þetta er hrikalegt útlit og bætir gráu ofan á svart í efnahagslífi þjóðarinnar. Útflutningstekjur dragast saman, atvinnuleysi eykst og vandi sjávarútvegsins magnast að mun þegar minna verður til skiptanna. Ef einhvern tíma er hætta á kreppuástandi er það nú, þeg- ar slíkar blikur eru á lofti. Hér er um tillögur að ræða. Stjórnmálamenn eiga eftir að fara höndum um þessa svörtu skýrslu og sjávar- útvegsráðherra hefur síðasta orðið þegar tekin verður ákvörðun um hámarksafla. Ef tekið er mið af reynsl- unni mun verða teygt og togað á hámörkum fiskifræð- inganna með þeim afleiðingum að veiðar munu fara fram úr kvótanum og enn einu sinni treyst á guð og lukkuna. Þrýstihóparnir verða vísindunum sterkari. Hvort heldur sem er þá er teflt í mikla tvísýnu. í fyrra tilvikinu er spurningin sú hvort þjóðin þoli samdrátt- inn. í því síðara hvort þorskstofninn standist álagið. Vissulega boðar skýrsla Hafrannsóknastofnunar dökka framtíð. En hún getur sömuleiðis orðið okkur til góðs. Hún neyðir íslendinga til nýrra vinnubragða, neyðir okkur til þeirrar uppstokkunar og þess átaks sem fyrir löngu er tímabært í sjávarútveginum. Atvinnuveg- urinn verður að laga sig. að aðstæðunum, menn geta ekki lengur gert út á fisk sem ekki er til. Né heldur kostað meiru til en efni standa til. Þegar kvótinn lækk- ar um fimmtíu þúsund tonn þarf að fækka skipunum sem veiða og húsunum sem verka. Það þarf að draga úr herkostnaðinum. Það er til lítils að bjarga frystihús- um frá gjaldþroti ef fiskurinn, sem þau eiga að vinna, er ekki lengur fyrir hendi. Það er til einskis að selja kvóta og kaupa skip ef kvótinn er skorinn niður og afli skipsins stendur ekki undir útgjöldunum. Fækkun skipa og fiskvinnsluhúsa hefur lengi verið brýnt mál en nú má vera að svarta skýrslan neyði menn í niðurskurðinn. Afli hefur ekki alltaf verið verkaður sem skyldi. Hrá- efnið er selt úr landi, fryst eða ísað, og að langmestu leyti hefur fisksala frá íslandi farið fram með frumstæð- um hætti, hráefnið afhent kaupendum óunnið eða lítt unnið. Stærsti hluti markaðarins fyrir vestan eru mötu- neyti eða annars flokks fiskisjoppur. Við höfum ekki lagt neina vinnu í að útbúa og selja gæðavöru í neytenda- pakkningum og fáum að sjálfsögðu minna fyrir verð- mætin en ella. Kannski neyðin kenni okkur að spinna? Kannski samdráttur veiðikvótans neyði okkur til að leggja meira upp úr gæðunum en magninu? Kannski beinist athyglin í auknum mæli að verðmætinu í stað tonnanna? Fullyrt er að smáfiskadráp sé algengt á miðunum. Enn er inn- volsinu að mestu hent í sjóinn. Ennþá er hausinn van- nýttur í vinnslu en í þorskhausnum eru bæði kinnfisk- ur og gella sem er kóngafæða ef íslendingar hættu að líta á þorskhausana sem óætan úrgang. Skýrsla Hafrannsóknastofnunar er svört. Hún boðar auðvitað neyð og kreppu ef ekkert er að gert. En hún rekur vonandi á eftir endurhæfingunni í sjávarútvegin- um og boðar þannig tímamót þar sem vörn er snúið í sókn, þar sem neyðin kennir naktri konu að spinna. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. „Eldri farmenn muna ekki annað eins,“ segir höfundur í grein sinni. Nýir farmanna- samningar Nýlega lauk einum frábærustu farmannasamningum fyrr og síðar! Þeir voru samþykktir með íjórtán atkvæða meirihluta. Þetta sýnir í reynd hvað formaður SR og samn- inganefnd hans stóðu sig frábær- lega vel! Eldri farmenn muna ekki annað eins. Sérstaklega verður hér að minna á hinn langa samnings- tíma, en hann er til 31. desember 1991, eða tvö og hálft ár. í þessu sambandi er það athyglis- vert að gerður skuh samningur til svo langs tíma, en spyrja má: Af hverju svona langan samningstíma þegar háseti á byrjunarlaunum er með, 1. maí 1989,36.516 kr. í grunn- laun og í lok samningstímabilsins, 31. des. árið 1991, krónur 43.066? Það sjá allir að þetta er frábært, í einu orði sagt! Launahækkun upp á aðeins rúmar 6.000 krónur. Æth það sé hin góða reynsla formanns SR af langri samningsgerð sem ræður samningstímanum? Eða er að koma að kosningum í stjórn SR og kannske alþingiskosningum sem tryggja formanni SR frið á meðan hann hugsar sitt ráð? Hvað er til ráða gegn svona vinnubrögðum? Tíminn veröur að skera úr um það. Spyr sá sem ekki veit 13. júlí sl. skrifaði höfundur þess- arar greinar í DV undir nafninu „Hugleiðingar". Gyiinin var hug- leiðing um kjarasamninga far- manna sem búið var að gera. í leið- inni notaði ég tækifærið til að spyrja nokkurra spurninga. Þar sem Guðmundur HaUvarðsson, formaður SR, hefur verið fremur fámáll í fjölmiðlum um hagsmuna- mál farmanna undanfarið er von- andi að það breytist á tímanum sem eftir er af kjörtímabUi hans, en það er rúmt ár. 26. júh birtist i DV svargrein Guðmundar. Þar komu fram hlýleg orð í minn garö, sem ég þakka hon- um fyrir. Formaður SR ber upp á mig ákveðin atriði sem ekki eru á rökum reist. Þetta eru sleggjudóm- ar sem formaður SR grípur til vegna þess að hann er ráðþrota og ekki starfi sínu vaxinn sökum mik- Us slappleika. Hvemig stendur á því að formað- ur SR svarar því ekki af hverju útreikningar með meöaltalslaun- um lágu frammi á skrifstofu félags- ins á meðan á atkvæðagreiðslu stóð, sem sýnir vinnubrögð sem ekki hafa veriö viðhöfð undanfarin ár og þá þungu áherslu sem samn- inganefnd SR leggur á aö samning- ur verði samþykktur? Þetta tel ég mjög alvarlegt mál. Mál sem verð- ur að taka upp á stjómar- og trún- aðarráðsfundi SR. Formaður SR svaraði spuming- um mínum um samningstíma og yfirvinnubánnið með hálfgerðum útúrsnúningi. Þessu vil ég svara í stuttu máU. Árið 1987 stóðum við í harðri deilu. Viö vorum búnir að fá á okkur lög áður og dóm á yfir- vinnubann. Þar á eftir fimm vikna verkfaU, sem er mjög slæmt, en í þessum samningaviðræðum voru KjaUarinn Jóhann Páll Símonarson er í trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur sett á farmenn og formaður SR kom af framboðsfundi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjómarkosning- um, en það er önnur saga. GH gerir mikið úr því í svargrein sinni að undirritaður hafi skellt hurðum hjá Sjómannafélaginu. Þetta kannast ég ekki við, en að ég hafi reiðst, það er rétt. Það er hins vegar spurning hvort það er hlut- verk GH sem formanns SR að dylgja um hurðaskelli þegar ég í þessu tilviki segi mína skoðun á þeim samningum sem gerðir voru og hef skoðun á því hvernig samn- inganéfndin og formaðurinn stóðu sig. Ég hélt í einfeldni minni að það væri lýðræðislegur réttur minn að mega ha|a skoðun á þessum samn- ingum. Eg hélt að Sjómannafélag Reykjavíkur heíði ekki breyst í þröngan flokkspólitískan kjafta- „Það er erfitt að verja 30 mánaða samn- ing sem hækkar grunnlaun úr 36 þús- und krónum 143 þúsund á samnings- tímanum.“ boöaðar tímabundnar aðgerðir ásamt yfirvinnubanni. Á þetta reyndi aldrei. Kannske er það vegna þess góöa sambands, sem formaður SR hefur við útgerðirnar, að hann hefur vitað fyrir að fram- undan væru mikil átök ef ekki yrði samið strax. Spyr sá sem ekki veit. Svar mitt Enginn veit hver útkoman verð- ur úr kjarasamningum viðmiðun- arhópa. Ekki má gleyma spurning- unni um kröfumar, sem var einn útúrsnúningur formanns SR, sem var á þessa leið: „Kröfur samninga- nefndar á hendur útgerðum kaup- skipa lágu alltaf fyrir og voru heið- skírar aðila á milli.“ í framhaldi af þessu svari vil ég spyrja Guðmund Hallvarðsson. Hvers vegna voru kröfurnar ekki formlega lagðar fram og látnar liggja frammi á skrifstofu SR eins og undanfarin ár? Það hlýtur að vera erfitt fyrir farmenn að hefja aðgerðir án þess að þekkja kröfu- geröina. Formaður SR spyr mig um það hvemig mér detti í hug að halda að samninganefnd farmanna reyni að hafa áhrif á þá aðila sem eiga aö taka kaup og kjör sam- kvæmt nýgerðum kíarasamningi. Svar mitt er: Algengt er að samn- inganefndir leggi misjafnar áhersl- ur á samþykkt samninga. Formaður SR segir mig: „hafa tekið þátt í einni samningsgerð fyr- ir farmenn fyrir mörgum ámm. Það er löngu gleymt og önnur saga.“ Guðmundur talar hér í gát- um. Þegar ég stóð eitt sinn í samn- ingsgerð fyrir SR gerðist ýmislegt, eins og vera ber. Ég gleymi seint þeirri sprengju, sem sprakk á skrif- stofu SR, þegar lög nr. 28 1986 voru klúbb þar sem allir verða að sitja og standa eins og formaðurinn. Til umhugsunar Formaðurinn segir að ég hafi bor- ið hann þeim sökum að ganga er- inda pólitísks flokks. Það gerði ég ekki. Ég hef ekki haldið því fram að formaðurinn hafi leitt samn- inganefnd SR á pólitískar villigöt- ur. Hins vegar hefur það komið fyrir að flokkspólitískur sjúk- dómur virðist hafa slegið formann- inn. Kannske er það þess vegna sem það fer í taugarnar á „okkar rnanni" að ég skuh hafa hælt Ög- mundi Jónassyni, formanni BSRB. Ég hirði ekki um að svara GH í smáatriðum hér, enda vonandi að haldnir verði nokkrir fundir í SR um samningana. En í framhaldi af samningagerðinni vaknar sú spuming, sem mig langar til að fá svar við, hvort fyrirætlanir SR um verkfallsboðun hafi lent inni á borði eins skipafélagsins og þetta skipafélag vitaö um allar fyrirætl- anir félagsins í kjaradeilunni? Það er erfitt að verja 30 mánaða samninga sem hækka grunnlaun úr 36 þúsund krónum í 43 þúsund á samningstímanum og kannske er það þess vegna sem GH lofar mönnum gulli og grænum skógum með því að nefna nýtt vaktafyrir- komulag sem þekkist í landi. Af greininni verður ekki skilið hvað formaðurinn er að fara, en vonandi fást skýringar síðar. Að lokum vil ég þakka GH og samninganefnd SR fyrir frábæran árangur, að hafa náð byrjunarlaunum úr 36.516 í 43.066 krónur. Þessi árangur ætti að verða mönnum til umhugsunar. Jóhann Páll Símonarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.