Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. Útlönd Snjóhlébarðar í myndatöku Það er ekki að sjá að þessir litlu snjóhlébarðar, Dien Dien, til vinstri, og Shao-Bye, séu hræddir við myndavélina. Alla vega sýna þeir fag- mannlega takta i sinni fyrstu myndatöku. Hlébarðarnir fæddust f júní í Washington dýragarðinum f Bandaríkjunum. Hinir stoitu foreldrar heita Omaha, átta ára gamalt dýr, og Nepaií, sex ára. Lesendum til glöggvun- ar er rétt að taka það fram að Omaha er móðirin. Snjóhlébarðar eiga heimkynni sín í Hfmalayafjölium og í Asíu. Símamynd Reuter Minnkandi atvinnuleysi á Spáni Pétur L. Pétursson, DV Barctíona; ' Atvinnuleysi heldur áfram að minnka hér á Spáni. Samkvæmt atvinnu- leysistölum júlúnánaðar er tala atvmnulausra komin niður í 2,47 milljón- ir manna, eða 16,7 prósent vinnufærra í landinu. Atvinnuleysi hefur fariö minnkandi á Spáni um sex mánaöa skeið. Á þessu tímabili hafa 300 þúsund manns fengið vinnu. Þetta er aö þakka örrnn hagvexti í landinu. Staðan hefur ekki verið betri í fimm ár. Flestir búast við því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka því ekki er að sjá að það dragi neitt úr hagvexti í bráð. Þó er búist við aö ríkisstjóm- in grípi til efnahagsaðgeröa í haust til að draga úr þenslu. Þessar aögerð- ir gætu haft áhrif á nýsköpun atvinnutækifæra þannig aö atvinhuieysi mun halda áfram sem Akkilesarhæll spænsks efhahagslífs enn um sinn. Verkföll á herteknu svæðunum Palestínumenn á herteknu svæðunum raunu leggja niður störf í dag og næstu viku til að mótraæla þvi að Palestínumenn frá Gaza-svæðinu fá ekki að fara inn i ísrael til vinnu án sérstakrar heimildar. ísraelsk heyfirvöld hafa ákveðið að Palestínumenn frá Gaza-svæðinu, sem vinna í Israel, þurfi að bera vinnukort með nafni og mynd viðkom- andi, að öðrum kosti er honura ekki heimiluð innganga inn í ísrael. Þeir sem herinn telur uppreisnarmenn eða era grunaðir um glæpi fá ekki slík vinnukort. Konur og böm undir sextán ára aldii fa inngöngu án slikr- ar heimiidar. Öngþveiti á áströlskum flugvöllum Algert öngþveiti ríkti í morgun í innanlandsflugi í Ástralíu í kjölfar aðgerða ástralskra flugmanna. Um eitt þúsund og fimm hundmö ástral- skir flugmenn hafa ákveðið að vinna bara á „skrifstofutíma", þ.e. frá níu til fimm, til aö þrýsta á launahækkun. Tvö helstu innanlandsfiugfélög landsins, Ansett og Australian Airlines, fækkuðu áætluðum feröum um helming og vora þúsundir farþega strand- aðir á flugvöllum. Forsætisráðherra landsins, Bob Hawke, kvað aðgerðir flugmannanna vera ábyrgðarlausar. Flugmennimir fara fram á 30 prósent launahækkun. Laun þeirra nú nema um 60 þúsund dollurura á ári, eða sem svarar til rúmlega þriggja og hálfrar mifijónar íslenskra króna. Fímmtíu og þrír handteknir fyrír fjársvindl Yfirvöld á Ítalíu handtóku í gær fimmtíu og þrjá menn, þrjátiu og þrjá starfsmenn spilavita og tuttugu flárhættuspilara, grnnaöa um fjársvindl. Mennimir em sakaöir um að hafa dregið sér milljónir dollara á tveimur árum. Auka þrýsting á Noriega Bandariskir hermenn bera á andilt sér felullt fyrlr æfingar herliðs Banda- rikjanna í Panama sem fram fóru í gær. Simamynd Reuter Bandarískir hermenn í Panama tóku þátt í nokkurra klukkustunda langri æfingu í Panamaborg í gær. Tilgangurinn var aö æfa viðbrögð hersins kæmi til rósta vegna Panamaskurðarins að sögn bandrískra her- yfirvalda. Panamastjóm segir hins vegar slíkar æfingar gerðar í-því skyni að fá fram viöbrögö sem Bandaríkjamenn gætu svo notaö sem afsökun til hemaöaríhlutunar. Bandaríska herliðiö hefur haft tíðar æfingar síöan yfirvöld á Panama lýstu niðurstööur kosninga, sem fram fóra þar nýlega, ógildar. Margir fréttaskýrendur telja æfingamar gerðar í því skyni að auka þrýsting á Noriega hershöföingja sen Bandaríkjastjóm hefúr reynt síðustu 18 mán- uöi að fá hann til að láta af völdum. Rússneskir verkamenn í Eistlandi hafa ákveðið að hefja störf að nýju eftir tíu daga verkfall. Símamynd Reuter Verkföllunum í Eistlandi lokið Rússneskir verkamenn í Eistlandi hófu störf að nýju í morgun í kjölfar Sctmkomulags milli þeirra og nefndar fulltrúa frá yfirvöldum í Moskvu. Verkamennirnir áttu einnig viðræð- ur viö yfirvöld í Eistlandi. Á nætur- löngum fundi fulltrúanna náðist samkomulag um að tiu daga verk- falli verkamannanna gegn nýrri kosningalöggjöf í lýðveldinu lyki. En fulltrúar verkfallsmanna segja að verkföll gætu hafist að nýju ef eist- lensk yfirvöld hafa að engu boð frá Moskvu-stjóminni að koma með nýj- ar hugmyndir um kosningalöggjöf- ina. Löggjöfin, sem var samþykkt á þingi Eistalands þann 8. ágúst, felur í sér lágmarksbúsetu í lýðveldinu fyrir kosningaþátttöku og framboði. Þessi lög leiddu til þess að margir rússneskir verkamenn og innílytj- endur hafa ekki átt þess kost að taka þátt í kosningum. Strax að lokinni samþykkt laganna hvöttu rússneskir verkamenn. til verkfalls og lögðu verkamenn í um fimmtíu fyrirtækj- um niður vinnu. Æöstaráð Sovétríkjanna úrskurð- aöi að löggjöfin bryti í bága við stjórnarskrána sem gerir ráö fyrir kosningarétti til handa öllum íbúum landsins. Yfirvöld í Eistlandi sögðu aftur á móti í gær að þau hygðust hafa þann úrskurö að engu. Þau segja lögin mikiivægan þátt í þeirri baráttu sinni að fá samþykki aukins sjálfstæöis frá Moskvu. Ekki var vitað snemma í morgun hvað samkomulag verkfallsnefndar verkamannanna og nefndarinnar frá Moskvu frá því í nótt fæli í sér. En talsmaður verkamanna sagði að allir verkamennimir hefðu hafið störf aö nýjuímorgun. Reuter Dómarar í Kólumbíu í verkfall Dómarar í Kólumbíu ákváðu í gær að leggja niður störf um óá- kveöinn tíma og eru dómsalir í landinu lokaðir. Dómararnir fara fram aukna gæslu lögreglu gegn lfflátshótunum fikniefnasala. Verkfall dómaranna kemur í kjöl- far morðs á einum kollega þeirra á miðvikudag, Carlos Ernesto Valen- cia, dómara í Bogata, en talið er að stórtækir fíkniefnasalar hafi staðið að baki því. Allir dómsalir í landinu voru lok- aðir í gærdag að sögn talsmanns dómsmálaráðuneytisins. Fyrr í mánuðinum lögöu nær aliir tutt- ugu og eitt þúsund dómarar og lög- læröir menn í Kólumbíu niöur störf i einn dag til aö fara fram á aukna vernd lögreglu. Því verkfalli lauk eftir aö ríkisstjórnin hafði heitið aukinni vernd. Dómsmála- ráöherra landsins sagði í gær að nokkur tími gæti hðiö þar til sumar áætlanir yfirvalda um frekari lög- regluvernd handa dómurum kæ- must til framkvæmda. Samband dómara hefur h vatt alla 4.379 dómara landsins að segja af sér embætti nema forseti Kólumb- íu, Virgilio Barco, grípi til aðgerða gegn síauknu ofbeldi fikniefiiasam- takanna. Talið er að aö minnsta kosti fimmtíu dómarar hafi verið myrtir síðustu tíu ár. Að baki þeim morðun er talið að leigumoröingar fikniefnasamtaka landsins hafi staðiö. Valencia var myrtur á miöviku- dag skömmu eftir að hann hafði staðfest handtökuheimild á hendur Pablo Escobar, einum leiðtoga Me- dellín-samtakanna. Reuter Friðarviðræður í Ríkisstjóm Eþíópíu og uppreisnar- menn í Erítreu hafa falhst á boð Jim- mys Carter, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, um að halda friðarviðræður í næsta mánuði. Þetta er fyrsta alvar- lega skrefið sem deiluaðilar hafa stig- ið í viðleitni til að binda enda á borg- arastyijöldina í landinu sem hefur geisað í 28 ár. Skrifstofa Carters í Atlanta sagði aö hann myndi annast milligöngu í viðræðum marxískrar stjórnar Mengistu Hcdle Maricim forseta og Frelsishreyfingar Eritreu. Viöræð- umar hefjast 7. september. Talsmaöur utanríkisráöuneytisins í Addis Ababa sagöi í gær aö tilkynn- ing um viöræðumar yrði gefin út í dag. Stríðið fyrir sjálfstæði Erítreu hefur kostað mundmö þúsunda mannslífa og átt sinn þátt í sífelldri hungursneyð í landinu. Ríkisstjórn ver meira en helmingi fjárlaga sinna í deiluna. Carter sagði aö ekki heföu verið sett nein skilyrði fyrir viðræðunum. Hann lýsti þeim sem aðeins fyrstu umferð þar sem lagður yrði grund- völlur aö alvarlegri friöarumleitun- um. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur á und- anfórnum árum haldið fast við þá skoðun sína aö ekki komi til greina að semja um sjálfstæði Erítreu en frelsishreyfingin segir aö sjálfstæöi héraðsins sé ekki til aö semja um. Sovétmenn hafa mjög þrýst á Mengistu og stjórn hans um aö semja friö við uppreisnarmenn sem hafa verið að vinna á í stríðinu. Stjórnarerindrekar segja að Carter sé einn fárra manna sem hafi reynslu í samningaviöræðum af þessu tagi. Reuter Eþíópíu Mengistu Eþiópíuforseti hefur sam- þykkt að ræöa við uppreisnarmenn í Erítreu. Teikning Lurie

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.