Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR U8I!ÁGÚST'1989. 3 Steingrímur Hermannsson: Hefur eytt 30 dögum við laxveið- t ar í sumar - borgar flest sín veiöileyfi sjálfur „Þaö hefur verið mikil yfírferð hjá Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra í sumar. Um síðustu helgi var hann í Hafíjaröará þar sem hann veiddi í tvo daga. Að því loknu var hann heima í fjóra daga og fór svo með Uffe Ellemann Jensen í Grímsá og þar hættu þeir á hádegi í gær. Forsætisráðherra leiðist ekki veiði- skapurinn," sagði tíðindamaður okk- ar. „Svo virðist sem aflatregða sé hjá Steingrími þessa dagana eins og víða í veiðinni. í Haffjarðará veiddi hann ekki einn einasta lax. Steingrímur og Uffe Ellemann voru svo í Grímsá seinnipartinn á miðvikudag og fram á hádegi á fímmmtudag og fengu engan lax. Þeir dvöldu í sumarhúsi Steingríms við Reykjadalsá, rétt hjá Kletti. Ég sá Steingrím í morgun, hann flýtti sér mikið upp með Grímsá enda þurfti hann að mæta á ríkisstjórnarfund eftir mat í gær,“ sagði tíðindamaður okkar við Grímsá. Steingrímur Hermannsson er einn af meiri háttar dellukörlunum í veið- inni, enda hefur hann farið víða í sumar eins og í fyrri sumur. Hann veiddi í Norðurá í Borgarfirði í þrjá daga og svo aftur aðra þrjá þar í boði Arnarflugs. í Selá í Vopnafirði var hann í þrjá daga, nokkra daga í Reykjadalsá í Borgarfirði, tvo daga fyrr í sumar í Grímsá, tvisvar í Hafl Qarðará, fyrst einn dag og svo tvo daga í boði Stöðvar 2. I Laxá í Kjós var hann einn dag með Holkeri, flnnska forsætisráðherranum, í Laxá í Aðaldal þrjá daga en þangað fer hann á hveiju sumri. Um helgar skreppur hann oft í Reykjadalsá í Borgarfirði og rennir fyrir lax enda á hann þar sumarhús við ána. „Steingrímur hefur borgað flesta sína veiðitúra sjálfur en í Haffjarðará var hann í boði Stöðvar 2, í Norðurá í boði Arnarflugs og í Laxá í Kjós og Grímsá fór hann í opinberum erinda- gjörðum. Annað hefur Steingrímur borgað sjálfur. Ein boðsferð er eftir, vikutúr í Grenlæk í haust í boði Er- lends Einarssonar. Dagarnir í veiði hjá Steingrími eru orðnir um 30 og laxarnir á fluguna hjá honum eru orðnir 15. Sá stærsti er 17 punda, veiddur í Selá í Vopnafirði,“ sagði tíðindamaðurinn ennfremur. -G.Bender Stéttarsamband bænda um fullvirðisrétt: Vilja fella skóg- rækt undir bú- vörusamninginn í hugmyndum Stéttarsambands bænda um fullvirðisrétt, sem nú eru ræddar í samband við nýjan búvörusamning, er lögð fram sú skilgreining að flölskyldan verði áfram sú grunneining sem land- búnaðurinn byggist á. Á fullvirðis- réttur að miðast við að hann geti skapað u.þ.b. tvö ársverk. Leggur Stéttarsambandið til að það meginsjónarmið gildi við út- hlutun á fullvirðisrétti sem til fell- ur á samningstimanum (viðbótar- réttur og réttur sem losnar) verði: „ .. .að auka hagkvæmni og bæta nýtingu þeirrar flárfestingar sem til staðar er og best þjónar kröfum um hollustuhætti og hagkvæma vinnuaðstöðu. Jafnframt verði höfð í huga nálægð markaðar og nauðsynlegrar þjónustu, svo og landgæði og viðhald byggðar um lánd.“ Fullvirðisréttur á þó ekki að verða söluvara eins og t.d. kvóti í sjávarútvegi en því hefur oft verið haldið fram að til að auka hag- kvæmni veröi að vera möguleiki á því að kaupa fullvirðisrétt. Ekki mun vera ætlunin að koma því á á samningstímanum sem fram und- an er en hann á að gilda frá 1992 til 2000. Að sögn Hákonar Sigurgrímsson- ar, framkvæmdastjóra Stéttarsam-. bandsins, er ætlunin að þjappa full- virðisréttinum meira saman en Búnaðarsambandið á að fá lausan fullvirðisrétt til ráðstöfunnar. Á Búnaðarsambandið þá að leigja og/eða úthluta þessum fullvirðis- rétti með líkum reglum og gilt hafa í mjólkurframleiðslunni. Skógræktin inn í Búvörusamninginn Bændur taka fram aö menn, sem eigi rétt á ellilífeyri og tekjutrygg- ingu, eigi ekki sama rétt og aðrir á þeirri tekjutryggingu sem í bú- vörusamningnum felst. Þeir vilja þó fá aðlögun að þessu ákvæði til 1995. Á svæðum, þar sem veruleg gróðureyðing á sér stað, vill Stétt- arsambandið að bændum verði gef- inn kostur á launuðum störfum við uppgræðslu lands gegn afsali/fryst- ingu fullvirðisréttar um tiltekinn flölda ára. Þá vilja bændur að .sérstök ákvæði gildi um svæði sem henti til skógræktar og skógræktinni verði þannig fundinn staður í bú- vörusamningnum. Á þeim svæðum verði bændum gefinn kostur á samningum um ræktun nytjaskóga gegn afsali/frystingu fullvirðisrétt- ar um tiltekinn flölda ára. -SMJ Fréttir XvXvXwXvi Selá 3 dagar | Laxá í Aðaldal | 3dagar • .. .; - ; - . Noröurá 3 dagar (Arnarflug) ■■ ■ ' " . Haffjaröará 1 dagur Noröurá 3 dagar Haffjaröará 2 dagar (Stöö 2) Reykdalsá nokkra daga Grímsá 2 dagar Laxá í Kjós 1 dagur (meö Holkeri) Laxveiðiferðir Steingríms Hermannssonar það sem af er sumri - Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hft Sævarhöfða 2 - sími 67-4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.