Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. Um gjaldeyris- og peningamál Brasilísk stúlka við kaffibaunatínslu. - Samband á milli uppskerubrests og verðhækkunar á kaffi og skulda fyrirtækja og íbúðareigenda á íslandi? A flestum sviðum hefur okkur íslendingum tekist að búa okkur til ógnvekjandi og flókið kerfi sem vart á sinn líka í víðri veröld, ef undan eru skilin löndin austan jámtjalds. Þetta á m.a. við um banka- og fjármálakerfið, þar sem hið tröllaukna sjóðakerfi atvinnu- veganna ber hæst. Borgaraflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að reyna að brjót- ast út úr viðjum þessa kerfis og einfalda þjóðfélagið. Notfæra sér þá staöreynd að við erum aðeins 250 þúsund manns, sem byggjum þetta land, en ekki 2,5 milljónir eða 25 milljónir, sem sumir virðast halda þegar þeir em að gera áætl- anir sínar. Oft á tíðum virkar þetta kerfl þrúgandi og lamandi á allt þjóð- félagið og kemur í veg fyrir eðilega framþróun. Atvinnulífið á í vök að veijast og fyrirtæki í útflutnings- greiniun og samkeppnisiðnaði, sem era lífæð þjóðfélagsins, búa við mun lakari rekstrar- og samkeppn- isskilyrði en fyrirtæki í nágranna- löndum okkar. Einkum þykir okk- ur banka- og fjármálakerfið hafa bmgðist í þessu tíUiti. Þess em jafnvel dæmi að lausaskuldum fyr- irtækja sé viljandi haldið í vanskil- um tíl að fá inn sem mesta vexti í formi vanskila- og refsivaxta. Á meðan banka- og peningastofnanir í nágrannalöndunum virðast taka lifandi þátt í að byggja upp atvinnu- lífið og hta á það sem augljóst þjón- ustuhlutverk sitt að skapa atvinnu- fyrirtækjunum sem hagstæðust rekstrarskilyrði snýst allt fjár- málalífið hér um lánskjaravísitölu- goðið og kaup og sölu á alls kyns hávaxtapappírum. Hvar í víðri ver- öld tíðkast það að þegar uppskeru- KjáUaiiim Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins brestur verður í Brasilíu og kafíi hækkar þá hækka allar skuldir fyr- irtækja og íbúareigenda á íslandi? Hvenær skilst mönnum að vextir í einu þjóðfélagi geta ekki verið hærri en atvinnufyrirtækin og framleiðslan geta staðið undir? Við höfum sett fram ýmsar hugmyndir og tillögur til úrbóta í þessum efn- um og langar mig til að hreyfa nokkrum þeirra hér. Erlend bankaviðskipti Einstakhngum og fyrirtækjum verði heimilað að taka erlend lán beint án ríkisábyrgðar. Sömuleiðs verði einstaklingum, verðbréfa- sjóðum og lífeyrissjóðum heimilað að kaupa erlend verðbréf. Reyndar höfum við það í stefnuskrá okkar að á íslandi verði komið upp fuh- kominni heimsverslunarmiðstöð með beinum íjarskipta- og tölvu- tengslum við helstu kauphalhr heimsins. Fyrir nokkrum árum hefði þetta þótt fjarstæðukennt. Nú á tímum þykir hins vegar ekkert sjálfsagð- ara en fyrirtæki kaupi vörur og gjaldeyri hvar sem er í heiminum með tölvuborðum. Því skyldu ís- lensk fyrirtæki fara varhluta af þessari þróun? Reynt verði að stuðla að aukinni samkeppni í þjónustu banka og annarra fjármálastofnana með því að heimila fyrirtækjum og ein- stakhngum, sem eiga þess kost, að notfæra sér erlend bankaviðskipti að vild og takast á hendur fjár- skuldbindingar erlendis án ríkis- ábyrgðar. Skilaskylda gjaldeyris verði afnumin þjá útflutningsfyrir- tækjum, enda geymslufé erlendis bókhalds- og framtalsskylt. - Þetta gæti einkum verið hagkvæmt fyrir fyrirtæki í útflutningsgreinum svo og fyrirtæki í samkeppnisiðnaði. Ekkert er ólíklegt að erlendir við- skiptaaðilar geti útvegað íslensk- um fyrirtækjum shk bankavið- skipti. Þau myndu þá hafa sjóð- reikninga sína í erlendum bönkum og notfæra sér yfirdráttarheimildir og þau rekstrarlán, sem þau gætu fengið, eins og þeim sýndist. - Á tímum telefaxtækja og fullkom- inna fjarskipta er þetta ekkert vandamál tæknilega séð. Hins veg- ar væri rétt að banna opinberum aðilum að taka erlend lán bæði rík- inu og sveitarfélögum. Gengisskráning Gengisskráning íslensku krón- unnar verði eftirleiðis miðuð við verðmæti útflutningsafurða og til að koma í veg fyrir að fjármagn flytjist úr landi eða komi ekki til landsins. Núverandi gengisskrán- ing er fyrst og fremst byggð á því að viðhalda ákveðnum kaupmætti, þar sem takast á hagsmunir laun- þegasamtaka og vinnuveitenda. Ef hugsað er til hagsmuna þjóðar- innar hlýtur að þurfa að taka betur tilht th afkomu útflutningsfyrir- tækja og þess markmiðs að viðhalda jákvæðum viðskiptajöfnuði við út- lönd. Þetta er einnig launþegum þessa lands hagsmunamál ef horft er fram hjá stundarhagsmunum. Gengisskráning á að vera meira eða minna sjálfvirk en inngrip stjómvalda gegnum seðlabanka viðkomandi lands því aðeins æski- leg og nauðsynleg til að koma í veg fyrir fiármagnstreymi út úr landinu. Að sjálfsögðu þarf að hafa samræmda gengisskráningu og sjálfstæðan gjaldmiðil eins og nærri öh vestræn lönd hafa. AUt tal um uppboðsmarkað ein- stakra fyrirtækja á gjaldeyri og beina tengingu við einhvem erlend- an gjaldmiðU er út í hött. í raun er aðeins hægt að tala um að nokkrir gjaldmiðlar hins vestræna heims, svo sem Bandaríkjadohar, vestur- þýskt mark, enskt pund, svissneskir frankar og japanska jenið, séu gjald- miðlar á hreinum uppboðsmarkaði. - Flestir aðrir gjaldmiðlar lúta þeim lögmálum gengisskráningar sem lýst er að ofan. Borgaraflokkurinn hefur áhrif í þeim umræðum, sem við höfum átt við stjómarflokkana um hugs- anlega aðUd Borgaraflokksins að nýrri samsteypustjórn með núver- andi stjómarflokkum, sem sumir hafa vUjað kaUa söguna endalausu, höfum við lagt fram hugmyndir og tUlögur um samstarfsgrundvöll. Þar leyndist m.a. ein stutt setning í kafla um skattamál, sem reyndar var þegar á blaði hjá okkur í við- ræðunum í janúar sl. og hljóðaði svo: „Ákvæði um skattfrelsi vegna hlutafiárkaupa verði rýmkuð og stimpUgjöld hlutabréfa feUd niður eða lækkuð verulega.“ - Svo virðist sem viðskiptaráðherra hafi loksins gefið sér tíma til að lesa tUlögur okkar, því hann hefur nú boðað aðgerðir í þessa veru. Er það vel. Júlíus Sólnes „Þess eru jafnvel dæmi að lausaskuld- um fyrirtækja sé viljandi haldið í van- skilum til að fá inn sem mesta vexti í formi vanskila- og refsivaxta.“ Hlutabréfakaupin og lífeyrissjóðsforstjórinn Ég hef aUtaf borið óttablandna virðingu fyrir forstjómm og þegar forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna lét nú nýlega svo lítið að svara kjaUaragrein sem ég skrifaði um daginn vissi ég í fyrstu tæpast hvort ég ætti heldur að kætast yfir því að slíkt stórmenni læsi grein- amar mínar eða gráta ádrepuna sem hann veitti mér. Hann vitnaði reyndar í greinina mína og gerði það svona: „Telur hann álíka áhættu fólgna í kaupun- um og því að fá ekki vinning með kaupum á miða í happdrætti og telur því samkvæmt þessu að næst- um ömggt sé að Flugleiðir hf. fari á höfuðið og hlutaféð tapist.“ Það sem hann vitnaði svona í hljóðaði þannig: „Þetta er svona svipað og að fara með tugi núlljóna í að kaupa Jhappdrættismiða. Það gæti svo sem borgað sig en áhættan er veruleg." Maður gæti næstum hugsað sem svo að maðurinn hefði fundið van- skapað skilningstré og etið af því alla ávextina og afleiðingarnar séu takmarkaður skilningur á mæltu máh. í þessum tveimur kjallara- greinum var hann einn um að nefna hugsanlegt gjaldþrot Flug- leiða hf„ sem ef til vill er vegna þess að hann veit meira um þau mál en ég. KjaUarinn Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari Hin æðsta speki Forstjórinn bendir okkur á að sú ávöxtun fiármuna LV, sem er í formi hlutabréfakaupa, sé sú besta sem sjóðurinn hafi, sem bendi til þess að fullvarlega hafi verið farið í sakimar við hlutabréfakaup af hálfu sjóðsins. Þessu til staðfestingar og eins og til þess að útskýra fyrir okkur al- múgafólki hina æðri speki við- skiptalífsins bendir hann okkur á að lífeyrissjóðir í Ameríku eigi fuUt af hlutabréfum. - Það er ef til vill sakir almennrar fákænsku minnar að ég kem ekki auga á hvemig það kemur þessu máh við hvað lífeyris- sjóðir í Ameríku gera. Auk þessa segir forsfiórinn orð- rétt: „Þessi háa raunávöxtun næst, án þess að tiUit sé tekið til þess skattalega hagræðis sem einstakl- ingur hefði notið af hlutabréfakaup- um.“ Mér er það gersamlega óskUj- anlegt hvað skattalegt hagræði ein- staklinga vegna hlutabréfakaupa kemur hlutabréfaeign LV við, nema verið sé að reyna á lævíslegan hátt að telja fólki trú um að ávöxtun bréfanna hafi í reynd verið lífeyris- sjóðnum meira virði en hann getur um fyrr í grein sinni. Aðdróttanir Forsfiórinn bendir lesendum á að það sem hann kaUar „aðdróttan- ir framhaldsskólakennarans“ séu ekki svaraverðar. Séu þær það ekki fæ ég ekki skihð hvers vegna önn- um kafinn forsfióri stórrar pen- ingastofnunar eyðir dýrmætum tíma sínum í að fiaUa um þær. Einhver mundi áreiðanlega hugsa sem svo að Uklega hafi þær þrátt fyrir aUt hitt á örUtið auman blett, og ég þekki í það minnsta einn verslunarmann sem nefndi strax máltækið „sannleikanum verður hver sárreiðastur" en það er svo önnur saga. Forstjóranum finnst líka að gagn- rýni á gerðir hans og manna hans ættu síst að koma frá manni sem greiðir í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna sem fái rúman miUj- arð til greiðslu uppbótar á lífeyri. En svo enn sé vitnað orðrétt í grein hans: „Þetta fé kemur frá atvinnu- rekstrinum og launþegum í formi skatta." Það kann að hafa farið framhjá forstjóranum í öUu hans amstri við ávöxtun fiármuna umbjóðenda sinna að opinberir starfsmenn era að því leyti eins og annað fólk að þeim er gert að greiða skatta af tekjum sínum og eignum og taka því sjálfir að verulegu leyti þátt í að greiða umræddan miUjarð. Niöurlagið í grein forsfiórans er einkar athygUsvert en það er svona: „Einnig þarf eitthvað að verða afgangs til að greiða ört hækkandi uppbætur á lífeyri opin- berra starfsmanna til framtíðar.“ Lái mér það hver sem viU þótt ég skfíji þetta sem svo að honum finnist opinberir starfsmenn njóta betri réttinda en þeir eiga skiUð. í framhaldi af þessu hlýtur líka að vera forvitnflegt fyrir meðUmi LV að vita hvað forsfióranum finnast hæfilega Ufeyrisréttindi. Samkvæmt þessu era hann og hans menn ekkert á þeim buxun- um að verða sér úti um eitthvað svipað og það sem opinberir starfs- menn hafa. - Því varla væri hann að býsnast yfir lífeyrisréttindum þeirra og reyna að gera þau tor- tryggileg ef honum þættu þau eftir- sóknarverð sínu fólki til handa. Guðmundur Axelsson „í framhaldi af þessu hlýtur líka að vera forvitnilegt fyrir meðlimi LV að vita hvað forstjóranum finnast hæfileg lífeyrisréttindi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.