Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUÐAGUR 18j ÁGÚST 1989. Spumingin Trúir þú að álög fylgi því að setja upp sýningar á Macbeth? Ingi Bragason: Já, þaö geri ég enda er ég frekar hjátrúarfullur. Magnea Sigurðardóttir: Bæöi já og nei, ég er ekki sérlega hjátrúarfull. Kristjana Kjartansdóttir: Neir því trúi ég ekki. Guðrún Inga Sigurðardóttir: Já, já að sjálfsögöu trúi ég því. Bjarki Guðmundsson: Nei, þaö held ég ekki. Helgi Halldórsson: Nei, ég hef enga trú á því. Ég er ekki mjög hjátrúar- fullur. Lesendur Verðbólgan og eyðsla meðalfl ölskyldunnar: Oraunhæfur saman- burður í Tímanum Snorri skrifar: Ég er einn þeirra sem reyni aö fylgjast með flestu því sem hér gerist á sviði efnahagsmála, án þess þó að ég sé sérfræðingur á því sviði. Það eru nú einu sinni efnahagsmálin sem skipta sköpum fyrir afkomu í flestum greinum og því er um að gera að líta sér nær í þeim efnum. í dagblaöinu Tímanum, laugardag- inn 12. ágúst sl„ er grein undir fyrir- sögninni „Verðbólgan í áfengi, tó- baki og utanferðum". Þar er íjallað um verðhækkunina á þessum liðum og áhrif hennar á verðbólguna milli júlí- og ágústmánaðar og staðhæft að sú verðhækkun hafi haft helmingi meiri áhrif en t.d. samanlagðar verð- hækkanir á öllum matvörum. Þetta er eflaust rétt með farið. - En út frá þessu er svo rætt um eitt og annað sem þessum verðhækkun- um viðkemur, þ.á m. símagjöld, „ódýrar", innfluttar kartöflur og íoks um það hvað svokölluð meðal- fjölskylda eyði á mánuði á verðlagi nú, miðað við ágústmánuð í fyrra. Þarna er vitnað í tölur frá Hagstof- unni sem birtust eftir neyslukönnun sem hún gekkst fyrir árið 1986. Viö þá könnun styðst blaðið, þegar það uppfærir þær tölur til dagsins í dag, og segir, að miðað við þær sömu vörur og þjónustu sem meöalfjöl- skyldan keypti í könnuninni í ágúst 1986 kosti þær nú sem hér segir: - matvörur kr. 35.600 - drykkir/tóbak kr. 8.100 - heimilisb./bílar kr. 30.200 - húsnæði/orka kr. 26.100 - fatnaður kr. 13.000 - húsmunir/tæki kr. 13.000 - fjölmiðlar/sport kr. 17.000 - veit- ingah./hótel kr. 11.100 - póstur/sími kr. 2.600 - heilsuvernd kr. 5.300 - fargj. innanlands kr. 2.800 - skóla- ganga kr. 2.300 - snyrting kr. 3.900 - annað kr. 4.400. Tekið er þó fram að ólíklegt sé að neysla nokkurrar „alvörufjöl- skyldu" skiptist nú nákvæmlega eins og þessi meðaleyðsla meðalfjölskyld- unnar (vísitölufjölskyldunnar áður) gerði fyrir tveimur eða þremur árum. - Þessu er ég líka sammála, enda miklar þversagnir og ofáætlan- ir í þessum eyðsluliðum fjölskyld- unnar. - Hvað er t.d. innifahð í liðn- um „heimilisb./bílar“ annars vegar og „húsmunir/tæki“ hins vegar, aö upphæð samtals kr. 43.200.-? Eða, hvaða fjölskylda eyðir í „fjölmiðla og sport" kr. 17.000 á mánuði? - svo dæmi séu tekin. Þetta leiðir hins vegar hugann að því að nauðsynlegt er að gera svona neyslukönnun, jafnvel einu sinnl á ári og taka þá raunhæfar tölur, en ekki einhverjar tilbúnar, sem ein- hver og einhver fjölskylda setur fram, til þess að geta sýnt sem mesta eyðslu og þar með stuðlað að áfram- haldandi þenslu í þjóðlífinu. - Ég held því nefnilega fram að fólk geti sparað miklu meira hér á landi en raunin er og uppgefnar tölur í könn- unum á hverjum tíma hafi gefið al- ranga mynd af því eyðslumynstri fólks almennt, og æskilegast væri að fram kæmi. - Neyslukönnun á ekki síður að vera hvatnig til sparnaðar. Alls ekki til að sýna hvað „hægt er að eyða“ ef fjölskyldan „leggur sig alla frarn"! Kartöflur á yfir 100 kr. kg! - „Erum viö enn aö berjast gegn verðbólgu?" er spurt hér. Kartöflur á 8,70 kr. kg - í Svíþjóð Ingvar Hallgrimsson hringdi: Eg var að lesa bréf í DV frá lesanda sem gerði samanburð á verði á klipp- ingu hjá hárskerum hér og í Dan- mörku. Ég get ekki annað en verið sammála manninum um hinn gífur- lega verðmun á þessari þjónustu hér og í Danmörku. - En fleira er í poka- hominu. Ég var einmitt að koma heim frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem ég o f dvaldi um tíma. Nokkrum dögum áður en ég kom heim voru komnar nýjar kartöflur í verslanir þar. Kart- öflumar kostuðu 0,95 kr. kílóið - eða nákvæmlega 8,70 kr. íslenskar! Kartöflur era jú ein ódýrasta vöru- tegund matvæla um heim allan. En héma á íslandi eru kartöflur seldar á annað hundraðiö í krónum talið! - Emm við enn aö berjast gegn verð- bólgu, eða hvað? Skrall í söluskattsmálum: Hljómsveitir eða Hagvirki? Hjá ríkis^ölmiölum og kerfiskörlum: Enginn óbrjálaður. ■ ■ Magnús Hafsteinsson skrifar: Ég er orðinn harla leiður á frétta- flutningi ríkisfjölmiðlanna, sem mér viröist að meginhluta til vera yfirlýsingar og fréttatilkynningar stjómvalda sjálfra. Oftar en ekki settar fram svo ísmeygilega að maöur gæti búist við þeim stóra- sannleik hvenær sem er sem leysi vandræði mannskepnunnar í eitt skipti fyrir öll. Það fólk, sem nú gólar hvað hæst og gapir hvað mest í rikisfjölmiöJ- unum, gerir enga tilraun til að komast að kjama málsins enda sjálft klossfast í kerfinu þar sem það er nær undantekningarlaust ráðið með pólitískum tilþrifum eða gegnum ættartengsl. Enginn óbijálaður, maöur sem er ekki innundir hjá kerfiskörlum eða stómmálapálum, gerir heldur tilraun til að fá vinnu hjá ríkis- fjölmiölunum. Dómgreindarieysi embættismanna Snorri hringdi: Hver er munurinn á tónleikahaldi hljómsveita, böllum og skröllum og framkvæmdum Hagvirkis hf. fyrir hið opinbera? í viötali viö einhvern ráðamann þjóöarinnar yrði þetta eflaust kölluð „viðamikil spuming“, sem ekki væri gott að svara í einni svipan. - En svo er með flestar þær spumingar sem beint er til þeirra sem kjömir eru til embætta hér á landi eöa annarra sem hafa þræði og jafnvel örlög fólks í hendi sér. Ég ætla nú ekki að velta upp nein- um viðbótarflötum á söluskattsmál- unum margræddu. Þau em í þvílíku skralli að enginn botnar upp né niður í þeim og mest vegna þess að stjóm- málamenn hafa komið því svo fyrir að búið er'að gefa undanþágur tvist og bast um allt þjóðfélagið. - Og er þá nema von að mönnum finnist sér mismunað? Lítum aðeins á tvö nýjustu málin, þau em bæði svo yfirþyrmandi hneyskli aö engu tali tekur, vegna þess að þar virðast ekki gilda sömu reglur. Þetta em söluskattsmál Stuð- manna og Hagvirkis hf. - Þótt óskyld séu fyrirtækin og framleiðsla þeirra er það hróplegt ranglæti að ekki skuli þau látin sitja við sama borð - látin greiða þann söluskatt sem þau ættu að skila samkvæmt innkomnum tekjum - eða sleppa við hann að fullu og öllu. Hinn breiði almenningur í landinu skilur áreiðanlega ekki frekar en ég hvers vegna innheimta á af Hagvirki hf. söluskatt, sem það hefur aldrei innheimt, einmitt með tilvísun til sérstakra laga, sem segja að t.d. bygg- ing orkuvera og annarra mannvirkja sé undanþegin söluskatti! - Hitt er fólki jafnóskiljanlegt að Stuðmenn skuli ekki eiga aö greiöa söluskatt af framleiðslu tónlistar sem flutt er á sveitaskralli í Húnavatnssýslu! Úr því sem komið er getur enginn óbijálaður aðili, síst af öllu fjármála- ráðuneytið meö ráöherra í farar- broddi, tekið aðra ákvörðun en þá aö láta jafnt yfir báöa ganga, Stuö- menn og Hagvirki hf. - Annaðhvort að sleppa báðum þessum aðilum við greiðslu söluskatts í þetta sinn eöa innheimta hann af báðum. Síöan á að hætta að fullu niðurfellingu sölu- skatts af öllum viðskiptumm og hætta að nota orðiö „söluskatts- skyldir aðilar". - það orö ýtir undir ennþá meira skrall í söluskattsmál- um en raunin er í dag og er þá mikið sagt. Kristinn Einarsson hringdi: Ég á bágt með að skilja hið tak- markalausa dómgreindarleysi margra opinberra embættismanna okkar, sem láta hanka sig á því aö gerast brotlegir við lög og reglur sem auk þess hafa svo einnig verið settar af þeim sjálfum, sumum hveijum. Það er óþarfi að nefna nöfn þessu til staðfestingar en ég get þó ekki látið hjá líöa að nefna dæmi um áfengiskaup til eigin nota, ekki bara eins aðila, heldur margra. - Einnig nýjasta dæmið af kannski fjölmörg- um, um notkun embættisbifreiða sem mönnum eru aíhentar til aö sinna störfum sínum. Þetta með bifreiðamar er svo sem ekki neinn stórglæpur og nálgast ekki áfengiskaupin hjá hinum mörgu embættismönnum, en er þó einkar skýrt dæmi um það dómgreindar- leysi sem sumir embættismenn og aörir hærra settir í stjórnkerfinu eru haldnir. - Og halda því svo blákalt fram að þeir hafi fullt leyfi fyrir mis- notkuninni! Auðvitað á að refsa mönnum fyrir svona misnotkun. En það verður að ganga jafnt yfir. Það á ekki að refsa sumum og öðrum ekki. - En það er einmitt það sem fær fólk til að hneykslast meira en ella, aö refsing skuli ekki viöhöfð nema í einu og einu tilviki. - Eru kannski sumir í embættismannakerfinu jafnari en aðrir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.