Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. íþróttir Frétta- stúfar Birgir og Stefán unnu á Selfossi Birgir Viðar Hall- dórsson, GR, sigraði í keppni með forgjöf á opnu móti. hjá Golf- klúbbi Selfoss siöasta laugar- dag. Haim lék á 65 höggum, Jón Ágúst Jónsson, GOS, varð ann- ar á 68 höggum og Eiríkur Guð- mundsson, GOS, þriðji á sama höggafjölda. Stefán Unnarsson, GR, sigraöi án forgjafar á 78 höggum, Óskar Friðþjófsson, NK, varð annar á 81 höggi og Baldur Bijánsson, GK, þriðji á 82 höggum. Þátttakendur voru 55 og aukaverðlaun fengu Mar- geir Margeirsson, GS, fyrir aö vera næstur holu á 4. braut og Guðlaugur Kristjánsson, GK, fyrir að vera næstur á 7. braut. Verðlaun í mótiö gaf Karl R. Guðmundsson, úrsmiður á Sel- fossi. Selfyssingar með öldungamót Golfklúbbur Selfoss helfur opið öldrmga- mót á morgun, laug- ardag, og hefst það kl. 9. Keppt verður í flokki 50-55 ára, 55 ára og eldii, og í kvenna- flokki. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti í hveijum Qokki, með og án forgjafar. Rástímar verða geöiir í síma 98-22417 í dag frá kl. 16 til 22. 6. flokks mót á Akranesi Akurnesingar halda um helgina sitt ár- lega mót í 6. flokki í knattspyrnu. Það hét áður Hi-C-mótið en nú Fanta- Skagamótið en Vífílfell styrkir þaö sem fyrr. Þátttakan er mik- il að vanda en 28 lið frá 14 félög- um eru með aö þessu sinni. Keppt veröur bæði utan- og innanhúss. Áætlað er að um 300 drengir keppi á mótinu og auk þess tengist því fjöldi full- orðinna. DV mun fjalla um mótið á unglingasíðu laugar- daginn 26. ágúst. Opið mót hjá Keilismönnum Opna Kays-mótið í golfi, sem frestað var í vor, fer fram á veg- um Golfklúbbsins Keilis á Hvaleyrarvelli á sunnudaginn og veröur ræst út frá kl. 8.30. Leikinn er högg- Ieikur, með og án forgjafar. Skráning er i sima 53360 í dag og á morgun. FH heldur ioppsætinu Hafnarfjarðarliðiö vann Þór ,3-0 Sigurganga FH-inga í 1. deildinni hélt áfram í gærkvöldi þegar liðið sigraði Þór, 3-0, í Kaplakrika. FH- ingar eru því enn á toppi 1. deildar og með þessu framhaldi verður erfitt að stöðva liðið. FH-ingar fengu óskabyrjun er Hörður Magnússon skoraði meö lag- legum skalla strax á 4. mínútu eftir gullfallega sendingu Ólafs Kristjáns- sonar. Á12. mínútu kom síðan önnur falleg sóknarlota FH-inga sem endaöi með öðru marki. Ólafur Kristjánsson átti góða sendingu fram völlinn þar sem Hörður plataði tvo varnarmenn Þórs og Pálmi Jónsson afgreiddi knöttinn í netið með föstu skoti. Þórsarar vöknuðu af værum blundi og komust meira í takt viö leikinn. Þeir náðu undirtökunum á miðjunni og þá sérstaklega í síðari hálfleik þegar FH-ingar gáfu mikið eftir. Vörn FH-inga var hins vegar traust og þeir gáfu Þórsurum aldrei möguleika á marktækifærum. Hall- dór Halldórsson þurfti þó einu sinni að taka verulega á honum stóra sín- um er hann varði hörkuskot frá Nóa Björnssyni. FH-ingar áttu stórhættulegar skyndisóknir og Hörður Magnússon skallaði í stöngina um miðjan síðari hálfleik. Hörður gerði hins vegar engin mistök á lokamínútu leiksins er hann skoraði sitt annað mark með skalla eftir sendingu frá Ólafl Kristj- ánssyni. 3-6 sigur FH-inga var þar með í öruggri höfn. FH-liðið hefur sýnt mjög góða leiki í sumar og hefur sýnt að það á vel heima á toppnum. Sigurinn í gær- kvöldi veitir liðinu enn meira sjálfs- traust undir lokabaráttuna og liðið getur vel farið alla leið. Hörður Magnússon var mjög sterkur í fram- línunni og Halldór Halldórsson átti einnig toppleik í markinu. Ólafur Kristjánsson lék mjög vel á vinstri vængnum og Björn Jónsson og Birg- ir Skúlason voru geysisterkir í vörn- inni. Þórsarar börðust vel en leikmenn liðsins náðu ekki nógu vel saman. Liðinu gekk ekki nógu vel uppi við markið og til þess þarf sterkari framlínu. Luca Kostic var enn eina ferðina yfirburðamaður í liðinu og stöðvaði allt sem í hans valdi stóð. Dómari var Friðgeir Hallgrímsson og fær tvær stjömur fyrir ágæta frammistöðu. Maður leiksins: Hörður Magnús- son, FH. KR komið upp í þriðja sætið - vesturbæingar unnu sigur á ÍBK Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: KR-ingar unnu dýrmætan sig- ur í toppbaráttunni þegar þeir lögðu Keflvíkinga, 1-3, í Keflavík í gærkvöldi. „Mér fannst við spila mjög vel en Keflvíkingar eru erfiðir heim að sækja og þeir eiga alls ekki skilið að falla,“ sagði Pétur Pét- ursson, KR-ingur, eftir leikinn. Strax á fyrstu mínútunum áttu KR-ingar tvö góð marktækifæri þegar Heimir Guðjónsson komst einn inn fyrir en Þorsteinn Bjarnason varði mjög vel og strax á eftir bjargaði Þorsteinn frá Rúnari Kristinssyni. Á 34. mín- útu kom fyrsta mark KR þegar Rúnar Kristinsson fékk góða sendingu inn fyrir vörn ÍBK og hann kom boltanum til Heimis Guðjónsson sem skoraði auðveld- lega. KR-ingar bættu við öðru marki á 53. mínútu og það kom eftir hornspyrnu. Heimir Guðjónsson rak endahnútinn á sóknina. Keflvíkingum tókst að minnka muninn úr vítaspyrnu eftir að Freyr Sverrisson hafði fiskað vítaspyrnu. Markahrókurinn Kjartan Einarsson tók vítaspym- una og skoraði af öryggi. Pétur Pétursson tryggði sigur KR-inga með marki úr víta- spyrnu. Þorsteinn Bjarnason var besti maður Keflvíkinga og varði oft mjög vel. Valþór Sigþórsson átti einnig mjög góðan leik og var sterkur í vörninni. Heimir Guð- jónsson átti mjög góðan leik og var bestur í liði KR ásamt Rúnari Kristinssyni. Dómari var Ólafur Sveinsson og fær hann tvær stjörnur af þremur mögulegum. Maður leiksins: Heimir Guðjóns- son, KR. STJÖRNUVÖLLUR - 2. DEILD KARLA í KVÖLD KL. 19.00 ^STJARNAN-UBK Garöbæinqar, fiölmennið á völlinn Garðbæingar, fjölmennið og hvetjið ykkar lið Apótek Garóabœjar SJÓVÁ’ALMENNAR FÁLKINN" Nýtt félag með stcrkar rælur H Íslensku pottarnir og pönnurnar frá Alpan hf. Baldri Bragasyni Valsmanni varð lítið ágengt gegn sterkum varnarmönnum Fram að Baldri og hafa betur eins og oft i leiknum. Islandsmeistaramir áfrar Meistarat Fram á H - lið Fram vann ótrúlega auðvi Ef Framarar halda áfram á svipaðri braut og gegn Val á Hlíðarenda verður erfitt að koma í veg fyrir að þeir hreppi íslandsmeistaratitilinn annað áriö í röð. Þeir yfirspiluðu heillum horfna Valsmenn á löngum köflum í leiknum og hefðu hæglega getað unn- ið mun stærri sigur en 0-2 sem voru lokatölurnar. Munurinn á liðunum var ótrúlega mikill. Framarar léku skínandi knattspyrnu, öruggan varnarleik, spiluðu oft glæsilega og sóknarleik- urinn var hárbeittur. Valsmenn voru aftur á móti þungir og ósamstilltir og beittu löngum sendingum í tíma og ótíma. Það er merkilegt hve lítið kemur út úr liði þeirra miðað við þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða. Mörkin tvö voru bæði glæsileg. Það fyrra kom á 13. mínútu - Guðmundur Steinsson lék að endamörkum vinstra megin og sendi fallega send- ingu út á vítateigslínu. Þar kom Ragnar Margeirsson aðvífandi, tók boltann viðstöðulaust í loftinu og hamraði hann niður í markhornið, gersamlega óverjandi fyrir Bjarna Sigurðsson. Það síðara, á 72. mínútu, kom eftir skyndisókn þar sem bolt- inn gekk frá einum Framara á annan frá þeirra eigin vítateigi uns Rík- harður Daðason, nýkominn inn á fyrir Pétur Ormslev, renndi boltan- um innfyrir vörnina á Guðmund Steinsson sem sendi hann snyrtilega Ungar stúlkur í aðalhlutverkum ÍA og Þór mætast í úrslitaleik bik- fleiri né færri en níu í liöi ÍA eru 15 arkeppni kvenna í knattspyrnu á og 16 ára. Þór er með fimm stúlkur sunnudaginn og fer leikurinn fram á á þeim aldri í sinum hópi. Aldurs- Akranesi aö þessu sinni. Hann hefst forseti ÍA er Vanda Sigurgeirsdóttir, kl. 16. sem er 24 ára, en langelstar hjá Þór Hvorugt liðið hefur unnið bikar- eru Valgrður Jóhannesdóttir og Þó- keppnina áður, í A hefur leikið flmm runn Siguröardóttir, sem eru 26 ára. sinnum til úrslita en ávallt tapað, ÍA er í þriðja sæti 1. deildar og á fjórum sinnum gegn Val og einu þargóðamöguleikaásilfurverðlaun- sinni gegn Breiðabliki. Þór hefur unum. Þórsstúlkurnar verma hins hins vegar aldrei áður náð svona vegar botnsætið, en þær hafa sótt langt í keppninni. mjög í sig veðrið síðustu vikurnar Bæði liö eru raeð margar kornung- og bætt jafnt og þétt við stigatölu ar stúlkur í sínum rððura og hvorkí sína. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.