Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. Vidskipti Gullkortin blekkja marga: Tryggingin nær aldrei til notkunar á ökutækjum „Tryggingar greiöslukorta ná aldrei til nota á ökutæki. í slíkum tilvikum er gert ráð fyrir aö gild ábyrgöar- trygging sé á viökomandi ökutæki. Trygging gullkorta nær ekkert lengra en tryggingar annarra greiðslukorta aö þessu leytinu til,“ sagði Ólafur Bergsson hjá Sjóvá- Aimennum er DV ræddi við hann. Sá misskilningur hefur veriö nokk- uö útbreiddur meðal handhafa gull- korta aö þau tryggi þá fyrir tjóni sem þeir kunni að vaida með ökutæki, taki þeir til dæmis bíl á leigu og lendi í árekstri. „Fólk ætti aö leggja ríka áherslu á aö lesa skilmálana áöur en lagt er af staö í ferðalagið. Það myndi koma í veg fyrir misskilning af ýmsu tagi sem fólk fær svo ekki leiðréttingu á fyrr en heim kemur. Það reynist stundum svo aö fólk heldur aö þaö sé að kaupa meira en raun ber vitni þegar þaö fær sér gullkort og slíkt er auövitaö alltaf mannlegt. Gott dæmi um þetta er ferðatafartrygg- ingin. Hún nær einungis til ferðatafa sem veröa af völdum vélarbilunar eöa verkfalla. Þegar Flugleiðavélin Aldís tafðist á dögunum vegna rösk- unar á áætlun komu nokkrir til okk- ar sem héldu að þeir ættu rétt á bót- um vegna þessarar tafar. Hefðu þeir lesiö skilmálana áöur en lagt var af stað heföu þeir strax áttað sig á aö greiðslukortin tryggðu þá ekki fyrir töfum af þessum sökum.“ Aöspuröur hver væri munurinn á Margir halda að gullkortin feli í sér allsherjartryggingu. Mlkligarður: Dósavélar í anddyrinu í anddyri verslunarinnar Mikla- garðs viö Sund hefur verið komiö fyrir tveim dósavélum. Viöskiptavin- ir geta því komiö meö dósir sínar þangaö, sett þær í vélamar og fengiö þær greiddar nær strax. „Hugsunin meö þessu er sú að reyna að veita viðskiptavinum okkar sem besta og víðtækasta þjónustu," sagöi Sigurjón Ásgeirsson aöstoöar- verslunarstjóri viö DV. „Fólkið getur komiö hingað með dósir sínar, hvort sem um mikið eða lítið magn er aö ræða, sett þær í vélarnar og ýtt á takka. Þá fær viökomandi strimil, eins konar ávísun sem á stendur andvirði dósanna. Með hann er hægt aö fara í verslunina og greiða þar meö honum þaö eða hluta þess sem keypt er. Meö þessu móti getur fólk komið tómum dósum í verð strax og án fyrirhafnar." Sigurjón sagöi aö fólk væri þegar Nú geturfólk losað sig við tómu dósirnar I anddyrinu og notað andvirði þeirra í versluninni. DV-mynd JAK fariö aö átta sig á hversu handhægt þetta væri og virtust æ fleiri koma meö dósir í vélamar. -JSS Peningamarkaður__________________pv Innlán með sérkjörum Samvinnubankinn Hlutabréfakaup: Fáir sóttu um lækkun - á tekjuskattsstofni vegna kaupanna Aðeins 166 einhleypir og 575 hjón sóttu um lækkun á tekjuskatts- stofni vegna flárfestingar í hluta- bréfum á árinu 1988, að þvi er fram kemur í fréttabréfi Verðbréfa- markaöarins. Vekur nokkra furöu hve fair sóttu um, einkum þegar haft er í huga að meö þessu móti gátu ein- stakiingar lækkað tekjuskatt sinn um allt aö 20.000 krónum en hjón um 40.000 krónur. -JSS Sameinast Renault og Volvo? Hlutabréf Volvo stíga í verði Eftir aö sá orörómur komst á kreik aö til stæöi aö sameina bílaverk- smiöjumar Volvo og Renault hafa hlutabréf í Volvo-fyrirtækinu tekiö aö stíga í verði. TO dæmis hækkuöu bréf á frjálsum markaöi um fjórar krónur síðastliðinn föstudag á verö- bréfamarkaðinum í Stokkhólmi. Þessi orðrómur um aö til standi að steypa fólksbílaverksmiðjum Volvo og Renault í eitt fyrirtæki er ekki nýr af nálinni. Verðbréfasali nokkur seg- ist hafa heyrt fullyrt þegar fyrir þrem eða fjórum vikum aö fyrirtækin væru reiðubúin til sameiningar. Er henni líkt viö sameiningu Asea og Brown Boveri og er þetta taliö styrkja þessa tvo risa enn frekar í sessi. Þar af leiðandi hafa hlutabréfin í Volvo hækkað talsvert síöustu daga eða um 4% síðan á fostudag. Ef svo færi aö af sameiningu yrði mundi þessi nýja samsteypa verða fimmti stærsti bílaframleiöandi í heimi. Aiþýðubankinn Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. 65 ára og eldri geta losaö innstæöur sínar með 3ja mánaöa fyrirvara. Reikningarnir eru verötryggöir og meö 6,0% raunvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundiö í tvö ár, verðtryggt og með 6,5% raunvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóöum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 13% og ársávöxtun 13%. Sérbók. Nafnvextir 20% og vísitölusaman- buröur tvisvar á ári. 21% ársávöxtun. Búnaðarbankinn Gullbók er óbundin meö 17% nafnvöxtum og 17,7% ársávöxtun á óhreyföri innstæöu, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings meö 2.75% raun- vöxtum reynist hún betri. Metbók er meö hvert innlegg bundiö í 18 mánuöi á 18% nafnvöxtum og 18.8% ársávöxt- un, eöa ávöxtun verðtryggðs reiknings rpeð 4% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg er laust aó 18 mánuöum liðnum. Iðnaðarbankinn Bónusreikningur er óverötryggóur reikningur meö 20-21,5 % nafnvöxtum, eftir þrepum, sem gera 26,5-28,2% ársávöxtun. Verötryggð bón- uskjör eru 2,5--4,0% eftir þrepum. Borin eru saman verðtryggð og óverötryggó kjör og gilda þau sem hærri eru. Reikningurinn er alltaf laus. 18 mánaöa bundinn reikningur er meó 26% nafnvöxtum og 26% ársávöxtun. Landsbankinn Kjörbók er óbundin meó 18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun. Eftir 16 mánuöi, í fyrsta þrepi, greiðast 19,4% nafnvextir af óhreyfðum hluta innstæöunnar sem gefa 20,3% ársávöxt- un. Eftir-24 mánuði, í ööru þrepi, greióast 20% nafnvextir sem gefa 21% ársávöxtun. Á þriggja mánaöa fresti er gerður samanburður við verö- tryggöan reikning og gildir hærri ávöxtunin. Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg. Fyrstu 3 mánuöina eru vextirn- ir 12%, næstu 3 mánuði 18%, eftir 6 mánuði 19% og eftir 24 mánuði 20% og gerir þaö 21% ársávöxtun. Sé ávöxtun betri á 6 mánaöa verö- tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta- reikninginn. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 19% nafnvexti og 19,9% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæöu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reikn- ings reynist betri gildir hún. Útttektargjald reikn- ast ekki af uppfærðum vöxtum síðustu 12 mán- aða. Útvegsbankinn Ábót. Nú er ekki lengur mánaðarlegur saman- burður. Ábótarreikningur ber 16% nafnvexti sem gefa 16,64% ársávöxtun. Samanburöur er gerð- ur viö verðtryggða reikninga. Raunvextir eftir þrepum eru frá 3-4,5%. Sérstök Spariábót ber 4% prósent raunvexti strax. Verslunarbankinn Kaskóreikningur. Innstæða sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung ber 17% nafnvexti sem gefa 18,11% ársávöxtun, eða nýtur kjara 6 mánaða verðtryggós reiknings. Sú ávöxtun sem er hærri gildir. RentubókRentubókin er bundin til 18 mán- aða. Hún ber 19,0% nafnvexti. Ávöxtunin er borin reglulega saman við verðtryggöa reikn- inga. Sparisjóöir Trompbók er óbundinn reikningur með ekk- ert úttektargjald. Grunnvextir eru 16,5% sem gefa 16,5 prósent ársávöxtun. Samanburöur er gerður við verðtryggðan reikning. Óhreyfö inn- stæða fær 2,2% vaxtaauka eftir 12 mánuöi. Öryggisbók sparisjóðanna er bundin í 12 mánuði. Vextir eru 24% upp að 500 þúsund krónum, eða 3,2% raunvextir. Yfir 500 þúsund krónum eru vextirnir 25%, eða 3,7% raunvextir. Yfir einni milljón króna eru 26% vextir, eða 4,2% raunvextir. Vegna mistaka birtist röng vaxtatafla í blaðinu í gær. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. þeim tryggingum sem gullkort byðu upp á annars vegar og almenn greiðslukort hins vegar sagði Ólafur að hin fyrrnefndu byðu upp á meiri vernd og hærri tryggingabætur. Hins vegar sýndist sér að slysa- og sjúkra- tryggingar kæmu notendum að einna mestu gagni af þeim trygging- arþáttum sem kortin næðu yfir. Með þeim væru fólki bættar talsverðar upphæðir sem það hefði ekki átt von á að þurfa að láta af hendi á ferðalag- inu, svo sem greiðslur vegna læknis- kostnaðar, lyfja og þess háttar. -JSS Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 10-12 ‘ Úb.lb,- Sb.Ab Sparireikningar 3jamán. uppsögn 10,5-15 Vb 6mán. uppsögn 12-17 Vb 12mán. uppsögn 11-14 Úb.Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-7 Ab Sértékkareikninqar 4-13 Ib.Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3,5 Allir nema Innlán meðsérkjörum 17,7-22,7 Sp Ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab Danskar krónur 7.75-8.5 Bb.lb,- V- b,Sp,A- ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 27,5-30 lb Viöskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 29-33,5 Ib Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr ) 35,5-39 Lb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 7-8,25 Lb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 25-33,5 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5-11 Allirne- maÚb Sterlingspund 15,5-15.75 Allir nema Úb Vestur-þýsk mörk 8.25-8,5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR Överötr. júlí 89 35.3 Verötr. júlí 89 7.4 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 2557 stig Byggingavísitalaágúst 465stig Byggingavísitala ágúst 145,3stig Húsaleiguvisitala 5% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,110 Einingabréf 2 2,273 Einingabréf 3 2,692 Skammtimabréf 1,410 Lífeyrisbréf 2,066 Gengisbréf 1,831 Kjarabréf 4.088 Markbréf 2,176 Tekjubréf 1,771 Skyndibréf 1,237 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,969 Sjóðsbréf 2 1,579 Sjóðsbréf 3 1,388 Sjóðsbréf 4 1,160 Vaxtasjóðsbréf 1,3903 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 375 kr. Flugleiðir 172 kr. Hampiðjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 131 kr. Iðnaðarbankinn 162 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 109 kr. (1)' Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.