Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 28
.36 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. Andlát Hjörtur Þorkelsson netageröarmeist- ari, Heiðarvegi 6, Keflavik, lést miðviku- daginn 16. ágúst í Garðvangi. Kristján Þorsteinsson, Dvalarheimil- inu Höfða, Akranesi, lést 16. ágúst sl. í Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarfarir Guðbjörg Magnúsdóttir, Silfurgötu 9, Stykkishólmi, verður jarösungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. ágúst kl. 15. Salvör Kristjánsdóttir, Þvergötu 4, ísafirði, verður jarðsungin frá ísafjarð- arkapellu, laugardaginn 19. ágúst kl. 14. Sigfús Sigurðsson bifreiðastjóri, Hofs- vallagötu 57, lést 3. ágúst sl. Jarðarfórin heftur farið fram í kyrrþey. Ólafur Maríus Ólafsson lést í Borgar- spítalanum 12. ágúst sl. Foreldrar hans voru Jóhanna Jónsdóttir og Ólafur Mar- íusson. Harm starfaði hjá foður sínum í Herradeild P&Ó. Ólafur eignaðist eina dóttur, Guðrúnu Huldu. Útfor hans verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 10.30. Ólafur Jónsson frá Skála lést í Borgar- spítalanum 12. ágúst sl. Hann fæddist 10 janúar 1918 á Ásólfskála í Vestur-Eyja- fjallahreppi, sonur hjónanna Jóns Páls- sonar og Þorbjargar Bjarnadóttur. Ólafur hóf akstur hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur 3. desember 1941. Vagnstjóri hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur varð hann árið 1946 og starfaði þar jafnhliða leiguakstrinum í 37 ár eða allt til 1983. Hinn 1. desember 1960 gekk Ólafur að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Jónu Björnsdóttur. Börn þeirra eru tvö. Ólafur á einnig fjögur böm frá fyrri hjónaböndum. Útfór hans . fer fram í dag frá Dómkirkjunni í Reykja- vik kl. 15. Sæmundur M. Óskarsson frá Eyri and- aðist á Borgarspítalanum 11. ágúst sl. Hann fæddist á Hyrningsstöðum í Reyk- hólasveit þann 6. desember 1915. Foreldr- ar hans voru hjónin Óskar Arinbjarnar- son og Guðrún Guðmundsdóttir. Árið NÝ SENDING af austurlenskum handofnum gólfteppum Hágœðaflokkur Ektavara TIDAHOLM fiber-flaggstangir með öllu tilhejrandi HANDÖL arinofnarnir Ymsar gerðir fyrirliggjandi 1945 gekk hann að eiga Elínu Ingimund- ardóttur frá Ysta-Bæli og hófu þau bú- skap á Eyri. Sæmundur og Elín eignuð- ust 6 börn og eru fimm þeirra á lífi. Á Eyri bjuggu þau til ársins 1978 en þá fluttu þau suður í Kópavoginn. Sæmund- ur hóf störf hjá Olíufélaginu Skeljungi þegar hann flutti suöur og starfaði þar fram í mars sl. Útför hans fer fram í dag frá Fossvogskirkju kl. 15. Tilkyrmingar Hljómskálakvintettinn á ferð um landið Hljómskálakvintettinn ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu flytur fjölbreytta tónlist á tónleikum í félags- heimilinu Fellsborg, Skagaströnd, laug- ardaginn 19. ágúst kl. 17. Kvintettinn skipa þeir: Ásgeir Steingrimsson og Sveinn Birgisson á trompeta, Þorkell Jó- elsson horn, Oddur Björnsson básúna og Friðberg Stefánsson túpa. Sunnudaginn 20. ágúst halda þeir ásamt Sigrúnu tón- leika i félagsheimilinu á Hvammstanga. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Macbeth leikrit Williams Shakespeare Vegna veikinda Sigurveigar Jónsdóttur leikkonu í sýningu Alþýðuleikhússins á leikriti Williams Shakespeare, Macbeth, hefur nú Björg Árnadóttir bæst í hópinn. Sigurveig fór með hlutverk nornar, sem Björg tekur nú við og Anna S. Einars- dóttir, sem eirrnig leikur norn í sýning- unni, mun leika dyravörðinn sem áöur var í höndum Sigurveigar. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa stórsýn- ingu Alþýðuleikhússins. Næstu sýningar eru í kvöld, 18. ágúst, og á morgun, 19. ágúst, kl. 20.30. Bahá’íará íslandi Bahá’íar héldu sinn árlega sumarskóla dagana 5.-12. ágúst sl. að Reykhólum í Reykhólasveit. Um 130 manns skráðu sig í skólann að þessu sinni, fleiri en nokkru sinni áður. Þetta er þriðja árið í röð sem sumarskóli bahá’ía er haldinn á þessum stað. Réykhólar urðu fyrir valinu vegna þess að þeir eru í námunda við landar- eign bahá’ía, Skóga í Þorskafirði. Aöal- ræðumaður skólans að þessu sinni var Marvin Huges frá Detroit í Bandaríkjun- um. Hann fjallaði um upplausn sem víða ríkir í þjóðfélaginu og vandamál sem ein- staklingar, ekki síst unglingar, eiga við að glima í lifi sínu. AfmælisritSÍK 1929-1989 í lok ágúst kemur út afmælisrit Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga. Fram í lok september verður ritiö selt á sér- stöku afmælistilboðsverði, kr. 2.500, en frá og með 1. október hækkar verð þess í 3.100 kr. í ritinu er meðal efnis greinar um störf SÍK í 60 _ár, yfirlit um starfs- menn og stjómir SÍK og einnig er fjallað um ýmislegt fleira er borið hefur á góma hjá félaginu. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af ritinu á afmælisverðinu geta fyllt út pöntunarseðil og komiö honum til skila á skrifstofu SÍK við Amtmanns- stíg fyrir 1. október. Skaftfellingur Ritið Skaftfellingur, þættir úr Austur- Skaftafellsýslu, 6. hefti, er nýlega komið út á Höfn í Homafirði. Skaftfellingur er héraðssögurit sem komið hefur út annað hvert ár síðan 1978 og er gefið út af Aust- ur-Skaftafellsýslu. I Skaftfelhngi eru annálar úr öÚum 6 hreppum sýslunnar ásamt ýmsum greinum. Skáftfellingur er að þessu sinni óvenju ríkulega mynd- skreyttur og hafa margar Ijósmyndanna aldrei birst áður. Nýja heftið kostar 1.200 kr. Frá menntamálaráðuneytinu Forseti íslands hefur að tillögu mennta- málaráðherra skipað Önnu Soffiu Hauks- dóttur Ph. D. prófessor í rafmagnsverk- fræði á sviði tölvufræða við verkfræði- deild Háskóla íslands frá 1. júlí 1989. Ennfremur hefur forseti íslands að til- lögu menntamálaráðherra skipað dr. Ragnar Ámason prófessor í fiskihag- fræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands frá 1. ágúst 1989. Byggirh. Grensásvegi 16, simi 37090. Tapað fundið Köttur tapaðist Blágrár, 2ja ára fressköttur tapaðist. Harrn er með gula ól, merktur heimil- isfangi og síma. Sá sem hefur orðið var við köttinn vinsamlegast hringi í síma 10014. Af sérstæðri þekkingu á skútusiglingum Dagfari mælir og greinir frá sér- stæðri þekkingu sinni á skútusigl- ingum. Af skrifum hans má ráða að mjög vafasamt sé að sigla skútu. Öruggast sé að sigla þeim í logni eða mjög kyrru veðri. Um leið og eitthvað hreyfi vind séu þær ýmist á Miðinni eða hreinlega á hvolfi. Það sér hver heilvita maður aö sigla slíku fleyi hlýtur að vera tæknilega séð mjög erfitt ef ekki beinlínis stórhættulegt. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, eins og Dag- fari veit manna best. Undir slíkum kringumstæðum drífur maður sig bara í talstöðina og biður pent um aðstoð Slysavarnafélagsins. Á þeim bæ er allt útvaðandi í miskunnsömum samverjum sem bregðast skjótt við og bjarga bæði fleyi og áhöfn. Blaðamenn fá frétt og allir eru ánægðir. Djúpstæð þekking? Þar sem þessi siglingateoría Dag- fara samrýmdist ekki alveg sigl- ingareynslu sæfara olli það honum miklum heilabrotum hvers konar skútusiglingum Dagfari hefði kynnst. Það rifjaðist reyndar upp fyrir honum að einhver, sennilega Dag- fari, hefði ætlað að sigla fríðu fleyi sem gjört var úr nokkrum ár- göngum af DV, upp á Akranes (eða var það Arkangelsk??). Sú sigling entist stutt því að fleyið leystist fljótlega upp og komst því ekki langt. Slysavarnafélagið hefur ör- ugglega brugðist snaggaralega við í það sinn og jafnvel híft Dagfara um borð í þyrlu. En hvort hann bað um aðstoð í gegnum farsíma eða talstöð 1 það sinn hefur aldrei kom- ið fram. Kannski hefur hann haft hjá sér miðil um borö, hver veit?? En tæplega hefur þessi stutta en skemmtilega sigling á DV skútunni fært Dagfara svo djúpstæða þekk- ingu á skútusiglingum sem raun ber vitni. Hér hlaut eitthvað annað og meira að búa undir. Og viti menn! Allt í einu rann upp ljós fyrir mér. (Þeir geta nú aldeilis spekúlerað sem hafa hausinn, mað- KjaHarinn Unnur Steingrímsdóttir líffræðingur ur.) Dagfari hefur margsýnt það að hann er sérstakur áhugamaður um sighngar Þjóðarskútunnar og hef- ur fylgst grannt með afdrifum hennar í ólgusjó íslenskra stjórn- mála í gegnum tíðina. Þaðan hefur hann sína djúpstæðu þekkingu á siglingum. Hrakningar-eða hrakhólar? Eitt sinn var kveðið: „í kili skal kjörviður”. En kjölur Þjóðarskút- unnar virðist annaðhvort dottinn af eða svo illa feyskinn að hann er til einskis gagnlegur lengur. Svo er áhöfnin ekki kannski alltaf vel samhæfö. Einn blaðrar stans- laust í farsímann á meðan annar liggur í talstöðinni, sá þriðji liggur í koju og hefur þungar áhyggjur af því hvort Búbba hefur nú skilaö inn söluskattinum. Á meðan velk- ist Þjóðarskútan fyrir veðri og vindum, með rifin seglin og ýmist á hhðinni eða á hvolfi og Slysa- vamafélagið önnum kafið við að bjarga bijáluðum ofurhugum í Faxabugtinni sem vilja alls ekki láta bjarga sér og eru svo vitlausir að vita það ekki að skútusiglingar við íslandsála eru hreinasta glap- ræði og ætti barasta að banna svo að heiöarlegir blaðamenn geti fylgst með siglingu Þjóðarskútunn- ar í friði. Sá sem hér ritar heldur því statt og stöðugt fram að hjá Dagfara gæti nýrrar tegundar hljóðvillu sem gæti orðið verðugt rannsókna- verkefni fyrir íslenskufræðinga. Dagfari er hljóðvihtur á Úa og óó. Ekki er thtækt ráð í svipinn við þeirri hljóðvhlu en ef til vill væri athugandi fyrir eigendur Úu að skíra hana upp og nefna hana t.d. Dísina dagfarsprúðu eða jafnvel Tvídægru til minningar um versl- unarmannahelgina þegar blaða- mönnum dugði ekki að flytja fréttir af óhuggulegum slysförum á landi þar sem menn ýmist hryggbrotn- uðu, hálfdrukknuðu eða hreinlega létu lífið í ólgusjó íslenskra þjóð- vega, heldur urðu þeir að kóróna allar slysafréttirnar með krassandi siglingasögu. Sennhega á svona fréttaflutning- ur alveg rétt á sér af fagurfræðileg- um ástæðum. En hingað til hefur ekki þurft á blaðamönnum að halda til að vega og meta hvort um er að ræöa hrakninga eða ekki. Hins vegar er alveg greinilegt að blaðamenn eru á hrakhólum þessa dagana, að minnsta kosti sumir. Unnur Steingrímsdóttir „A meöan velkist Þjóðarskútan fyrir veðri og vindum, með rifm seglin og ýmist á hliðinni eða á hvolfi.“ Fjölmiðlar Stefán Snævarr í Alþýðublaðinu AlþýÖublaðinu hefur bæst liðs- auki, þar sem er Stefán Snævarr, Ijóðskáld og heimspekingur, há- lærður í fræðum Habermas hins þýska. Vikulegar greinar hans í blaöinu eru skrifaöar af talsverðri þekkingu og meiri víðsýni en við eigum að venjast af íslenskum vinstri mönnum. Ég get aö visu ekki gert upp hug minn um það, hvort þær eru vel skrifaðar eða ekki. Orðalag er stundum smehið og lík- ingar markvissar, en Stefán hefur ekki hinn þaulunna stíl, sem kenna má við Sigurð Nordal. í nýlegri grein telur Stefán lýð- ræöishugtak fijálshyggjumanna eins og Karls Poppers of þröngt. Það felist aðeins í kostinum að skipta íriðsamlega um valdhafa. í staö þess beri að líta á lýðræði sem vettvang til að leysa mál viö frjálsar umræð- ur. Þess vegna sé lýöræöi eitt hald- besta tæki skynseminnar. En einn galli er á gjöf Njarðar. Stjóm við umræöur verður gjarnan aö stjóm hinna talandi stétta á kostnað hinna vinnandi stétta. Þá ná þeir völdum, sem kunna best að koma fyrir sig orði, standa næstir Ihjóðnemunum eða þekkja fundar- "stjórana. Og hver hugsar þá mn hagsmuni þeirra, sem era ekki viö- staddir umræðumar, svo sem ófædd böm og fólk i öðrum löndum? Afþessum sökum skiptir mestu máh að takmarka valdið og dreifa því sem víöast, segja ftjálshyggju- menneinsogPopper. Hannes Hólmsteinu Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.