Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST1989. Fréttir Þetta eru væntanlega bílstjórar framtíðarinnar. Ekki er annað að sjá en bílstjórinn hafi fullkomið vald á vagninum og farþeginn treystir stóra bróð- ur. Betra er þó að hafa mömmu nálægt. Myndin var tekin við útitaflið við Lækjargötu í Reykjavik. Þar eru nú ýmis leiktæki fyrir börn, kassabílar, stultur og spil. DV-myndJAK l Atvinnuleysi í Reykjavik: 600 prósent fleiri án atvinnu en í fyrra í júlímánuði voru meira en þrefalt fleiri atvinnulausir en í sama mánuði í fyrra. í júlí í fyrra voru um 520 at- vinnulausir. í ár eru þeir orðnir um 1.810. Þeim hefur því fjölgað um 1.290 milli ára eöa um tæp 250 prósent. Atvinnulausum fiölgaði meira á höfuöborgarsvæðinu en úti á landi. í fyrra voru þeir um 156 en í ár eru þeir 921. Þeim hefur því fjölgað um 768 eða rétt tæp 600 prósent. Á landsbyggðinni voru um 337 at- vinnulausir í fyrra en í ár hefur þeim fjölgað í 889 eða um 552. Það jafngild- ir um 160 prósentum. -gse Góð laxveiði í Fljótum Þórhallur Ásmundsson, DV, NorðurL vestra; Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Fljótum í sumar, betri en í lang- an tíma. Nú þegar eru komnir á land um 200 laxar úr Fljótaá, en voru 99 allt sumarið í fyrra, og veiðitíminn þó ekki nema hálfnaður. Það er smálaxinn sem er mest áber- andi í Fljótaánni núna og er greini- legt að fiskurinn, sem sleppt var í ána í fyrra, skilar sér mjög vel, það sést á merktum löxum. Meginuppistaðan af laxinum hefur verið 4-8 punda fiskar. Þá hefur einnig veiðst óvenju- vel í Vestur-Fljótum, Hófsvatni, Dæl- isósi, Laxósi og Flókadalsvatni. Bleikjuveiði hefur einnig verið góð. Að sögn Reynis Pálssonar eru líklega komnar um 2000 bleikjur á land úr Fljótaá og vel hefur veiðst í Flóka- dalsá. Þar hafa veiðimerin fengið á annað hundrað fiska á dagparti í Krakavallafossi og dæmi þess að menn hafi hætt veiði einungis vegna þess að þeir treystu sér ekki til að bera meiri veiði, en veiðimenn þurfa að ganga á annan kílómetra þar sem einungis er akvegur fram að Illuga- stöðum. Þorlákshöfn: Herjólfur rakst á bryggju Feijan Herjólfur rakst á bryggjuna og hafði atvikið engar seinkanir á í Þorlákshöfn í gærmorgun. áætlun Heijólfs í för með sér. Skemmdir á skipinu urðu óverulegar -hlh Það gerðist 14. dagjanúarmánaðar 1944 að ég var, sem oft endranær, á leið heim úr verslun þeirri sem ég starfrækti um þær mundir í Hafnargötu 62 í Keflavík. Himili mitt var þá að Túngötu 8 í vestur- hluta Keflavíkur. Leið mín lá að vanda niður Hafn- argötu. Enginn asi var á mér, ég gekk í rólegheitum, niðursokkinn í málefni dagsins. Þegar ég kom að mótum Aðalgötu og Hafnargötu og beygði fyrir homið á húsi Stefáns Bergmanns varð mér snögglega htið upp og sá þá, að skammt á undan mér var maður sem kom mér strax kunnuglega fyrir sjónir. Virti ég hann betur fyrir mér og sannfærð- ist þá um að þar væri kominn Dagbjartur Einarsson og kona hans, Valgerður Guðmundsdóttir. Dagbjartur í Ásgarði frændi minn og vinur, Dagbjartur í Ásgarði. Dagbjartur var jafnan einn þeirra manna sem ég hafði mikla ánægju af að hitta, svo að ég ákvað að ná tali af honum. Herti ég því gönguna, eri mér til undrunar gerði hann það einnig, svo að ekki dró saman með okkur. Þegár kom að mótum Túngötu og Aðalgötu beygði hann til hægri fyrir hús Ein- ars Bjarnasonar og í áttina að heimili mínu. Ákvað ég þá að hann skyldi ekki komast öllu lengra án þess að ég næði tali af honum, svo að ég tók til fótanna og hljóp að Túngötunni og fyrir homið. Þar stansaði ég snögglega, litaðist um en sá nú eng- an mann, þótt einkennilegt væri. Stóð ég þarna góða stund en varð einskis vísari. Datt mér fyrst í hug að Dagbjartur hefði farið inn til Einars og Ástu Júlíusdóttur, konu hans, en þau bjuggu þá þarna við gatnamótin. Ég hvarf þó frá því að fara þang- að, því ég taldi öruggt að engum manni nægði svo stuttur tími sem það tók mig að hlaupa fyrir hornið, til að komast af götunni og inn til þeirra hjóna. Hélt ég þess vegna áfram heim án þess að hirða um þetta frekar, en fannst þó einkenni- legt hvernig Dagbjartur hafði horf- ið mér þama. Eg hafði ekki orð á þessu atviki við neinn en síðar um daginn hringdi faöir minn til mín frá Grindavík. Sagði hann mér þá að Dagbjartur bróðir sinn hefði lát- ist þá um daginn. Gifta í starfi og stríði Dagbjartur Einarsson fæddist í Garðhúsum í Grindavik 18. október 1876 og vora foreldrar hans Einar Jónsson, óðalsbóndi þar og hrepp- stjóri, og kona hans, Guðrún Sig- urðardóttir, ættuð úr Selvogi. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára en gerðist þá lausa- maður, svo sem þá tíðkaðist, og síð- ar formaður og útgerðarmaður. Dagbjartur er mér einkum minn- isstæður frá síðari hluta for- mennskutíma hans, Hann var far- sæll sjósóknari og mjög aflasæll. Þó var ekki síður áberandi fyrir þá sem fylgdust með daglegu lífi í sjáv- arþorpi eins og Grindavík, hvað starfsbræður hans, formenn og sjó- menn, tóku yfirleitt mikið tillit til skoðana hans og tillagna allra, þeg- ar rædd voru málefni sem snertu útveginn, aflabrögð, veiðiaðferðir og veðurfar. Um svipað leyti og Dagbjartur hætti formennsku, en hann mun þá hafa verið fimmtugur eða liðlega það, eða á tímabilinu 1925-1930, var það nýmæli tekið upp í Grindavík að gefa sjófarendum leiðbeiningar úr landi um veðurhorfur og lend- ingaraöstæður. Var þetta gert með sérstöku merkjakerfi. Bátafloti Grindvíkinga var þá eingöngu litlir vélbátar - trillur. Brimasamt er við ströndina þama eins og alþjóð veit. Jámgerðarstaðasund erfitt, jafnvel vönum mönnum, og landtaka oft hörð eða illfær. Engin varúðarráð- stöfun var því sjálfsagðari en að leit- ast við að leiðbeina mönnum úr landi eftir þvi sem tök vom á. í þá daga var ekki hægt aö tala á milli skipa eða milli skipa og lands, eins og nú er hægt allan sólarhringinn. KjaUarinn Ólafur E. Einarsson forstjóri Ekki kom annað til mála en að fela hinum besta manni umsjá merkjasendinga þessara, og fannst þá enginn hæfari til þess en Dag- bjartur. Minnist ég þess ekki að hafa heyrt að neinn annar þætti koma til greina, eða að tillaga kæmi um annan mann sem gleggri þætti. Gegndi hann síðan þessu mikla vanda- og ábyrgðarstarfi meðan hans naut við. En val hans í starfið sýndi greinilega hve mikið traust sveitungar hans báru til hans, sak- ir reynslu hans í sjómennsku og skarprar dómgreindar. Mér er vel kunnugt um það, að frænda mínum leið oft illa, þegar taka varð ákvörðun um það, hve- nær ætti að flagga frá sundinu og hvenær ekki. Svo sem kunnugt er kemur það ósjaldan fyrir að veður spillist snögglega við suðurströnd landsins eins og víðar. Þótt bátar leggi frá landi í bhðskaparveðri getur gert hamslaust stórviðri og haugabrim á örfáum klukkustund- um eða jafnvel á skemmri tíma. Þegar svo bar undir, og fjöldi op- inna báta var á sjó, má nærri geta hver hætta gat steðjað að væri ekki um rétt viðbrögð að ræða á réttri Stundu. Mikill fjöldi manna í kauptúninu, fyrirvinnur fjöl- margra heimila, var á svipstundu kominn í bráðan lífsháska. Víst er að Grindvíkingar treystu Dagbjarti vel og vafalaust hefur það róað margar eiginkonur, mæð- ur og börn, þegar veður vom vá- lynd og lándtakan hættuleg. Einnig er það tvímælalaust, að ákvarðanir hans hafa leyst margan formann- inn frá því að taka hættulegar og vafasamar ákvarðanir. Gifta fyldi þessu starfi hans, en víst má telja að launin hafi ekki verið í neinu hlutfalli viö þær áhyggjur sem því fylgdu, eða þann góöa árangur sem oft var náð. Kona Dagbjarts var Valgerður Guðmundsdóttir frá Klöpp í Þór- kötlustaðahverfi í Grindavík. Reistu þau bú árið 1911 þar sem hét á Völlum, en það var býli, sem stóð vestarlega í Járngerðarstaða- hverfi nálægt sjó, og bjuggu þar myndarbúi í mörg ár. Lagði Dag- bjartur þá nokkra stund á búskap samhhða formennsku og útgerð. Aftakaveðrið 1925 Nokkru eftir miðjan janúar 1925 gerði aftakaveður við suðurströnd landsins og stóð vindur á land, svo að haugabrim gerði á skömmum tíma. Á hálfaðföllnum sjó var þegar farið að flæða inn á þau tún sem lægst vora og á háflæði var nokkur hluti þorpsins undir sjó. Var brim- ið svo óskaplegt að það gekk hvorki meira né minna en 150 metra upp fyrir venjulegt stórstraumsfjöru- borð. Tók sjórinn marga báta og braut suma í spón en stórskemmdi aðra. Þá komst sjór auðvitað í kjall- ara margra húsa og brimið tók alls með sér 12 saltskúra, sem voru í eigu ýmissa útvegsmanna, auk þess sem suðfé druSknaði bæði í fjárhúsum og í fjörunni. Dagbjartur var einn þeirra, sem urðu fyrir hvað mestum búsifium af völdum þessa veðurs, því hann missti bæði hluta af fé sínu og auk þess urðu skemmdir á íbúðarhúsi hans og útihúsum. Mun honum ekki hafa þótt vænlegt að byggja heimili sitt upp á ný á sama stað, svo hann reisti þess í stað stórt og myndarlegt hús ofarlega í kaupt- úninu og nefndi það Ásgarð. Bjugg- u þar nú tveir synir hans, Einar og Guðmundur. Það er ljóst af þessum orðum, að ég þekkti Dagbjart frænda minn vel, enda umgekkst ég hann mikið á vissu tímabili, og fáa hef ég metið meira sakir mannkosta, hvort sem era vandamenn eða vandalausir. Ég kom svo að segja daglega á heimili hans árum saman og á það- an margar og skemmtilegar endur- minningar. Rétt er það, að nokkuð þótti hann ölkær eins og fleiri, en ekki tel ég hann lastverðari en aðra fyrir það. Og stundum kom fyrir, þegar fullmikið var blótaö, að hann bað mig að lesa fyrir sig og var les- efnið þá ævinlega hið sama - Vídal- ínspostilla. Var ég lengi stirðlæs á letrið, en kæmi fyrir að ég læsi eitt- hvað skakkt leiðrétti Dagbjartur mig óðara-, því hann virtist kunna bókina utanað. Svona var greindin og minniö frábært. Og svo oft las ég suma postillukaflana, að ég lærði þá að mestu, man jafnvel hrafl í sumum þeirra ennþá. Nú era mörg ár liðin síðan allir þeir atburðir gerðúst, sem raktir hafa verið hér að framan. En marg- ir þeirra standa mér enn lifandi fyrir hugskotssjónum - m.a. sá, þegar Dagbjartur birtist mér á dán- ardægri sínu. Ég hef ekki séð hann síðan, en gjarna vildi ég vita af honum í grénnd við mig. Og alveg sérstaklega er það ósk mín aö hon- um takist að birtast mér aftur. Það yrði mér til mikillar ánægju. Ólafur E. Einarsson „Var brimið svo óskaplegt að það gekk hvorki meira né minna en 150 metra upp fyrir venjulegt stórstraumsfjöru- borð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.