Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSKJDAaUR 18. ÁGÚS'D1:989.)1 Fréttir Kristján Franklín Magnús leikari: Veit ekki hvort það var ég eða Macbeth - sem stakk puttanum 1 augað ..Eg stakk einfaldlega puttanum upp í augaö á mér og hreinsaði horn- himnuna ofan af augasteininum." sagöi Kristján Franklín Magnús. einn leikara í Macbeth-sýningu Al- þýðuleikhússins. Eins og fram hefur komiö í DV hefur röö óhappa hrjáð leikhópinn en þjóösagan segir aö af leikarar vitni í leikritiö eða nefni Macbeth á nafn utan sviös veröi fjandinn laus. Eins og fram kom í viðtali viö Ingu Bjarnason leikstjóra höfðu ekki allir í leikhópnum trú á þessum álögum og vitnuðu í leikritiö. Hún taldi þaö ástæöu þess hversu mörg stór og smá óhöpp höfðu hent hópinn. Eftir að Kristján Franklin stakk puttanum í augað var bundið fyrir bæði augu hans í tvo daga. Hann lék síðan meö lepp fyrir ööru auganu á sýningu leikritsins síðastliðinn laug- ardag. „Hvort það var Macbeth eða ég sjálfur sem stakk puttanum í augað á mér skal ég ekki segja. En ég verð að segja að það hefur verið töluvert meira um slys í kringum þessa upp- færslu en gengur og gerist,“ sagði Kristján. - Telur þú aö um álög sé aö ræða? „Ég veit ekki hvort ég trúi því en það er alltaf gaman að svona hindur- vitnum. Þaö kryddar tilveruna,“ sagði Kristján. -gse Kristján Franklin: „ ... veit ekki hvort ég trúi á álögin.“ Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: Fleiri sjónarmið en tillögur fiskifræðinga - átakiúreldinguskipaogaukingæðiaflans „Hér er um mjög mikilvægar ákvarðanir að ræða sem ekki verða teknar í neinni skyndingu," sagöi Haildór Ásgrimsson sjávarútvegs- ráðherra aðspurður hvort ríkis- sljómin muni taka fullt tillit til til- lagna fiskifræðinga um hámarks- afla á þorski á næsta ári. „Við fórum ekki eftir tillögum fiskifræðinga í einu og öllu í fyrra. Við þurfum að taka tillit til ýmissa annarra sjónarmiða. Auk þess þarf aö meta líkumar á að stofninn styrkist á ný en við höfum í reynd miöaö okkar ákvaröanir við þaö á liðnum ámm. Við höfum gert ráð fyrir aö eitthvaö kæmi af 1984 ár- ganginum irin í stofiiinn að nýju. Þegar við lögðum til aö þorskaflinn yrði dreginn saman um 10 prósent á þessu ári sagði ég aö við yrðum að stefna að frekari samdrætti árið 1990. Ég hef ekkert breytt um skoð- un. Þessar tillögur, sem nú koma ft-am, styrkja þá skoðun frekar en hitt.“ - Er ekki meiri þörf nú en áöur á fækkun fiskiskipa og betri nýtingu til að draga úr áhrifum aflasam- dráttarins á veiðar og vinnslu? „Jú, það má segja aö alltaf hafi verið þörf á sem bestri nýtingu á afla en menn fást frekar til átaks í þeim efnum þegar aflasamdráttur er. Ég vænti þess aö menn fáist jafnfrarat til þess að taka með jafii- mikilli alvöru á úréldingu flotans. Þaö er tap á flotanum og það verð- ur ekki lagað meö hækkuðu fisk- veröi og meiri afla.,“ - Muntþúleggjaframtillögurþín- ar, sem kynntar voru í þinginu sið- astliðinn vetur, um úreldingarsjóð fiskiskipa og gæða- og nýtingarátak í sjávarútvegi? „Ég geri það strax í upphafi þings.“ - Eru íslendingar nú að sigla inn í þriöja samdráttaráriö í röð? „Við erum vissulega að sigla inn í nokkura samdrátt. En það verður að hafa í huga að svo hefur alltaf verið i okkar fiskveiðum. Loðnu- veiðar hafa gengið vel í nokkur ár en það hefur komið fyrir að þær hafa gersamlega bragðist Sömu- ieiðis hafa veriö miklar sveiflur í rækjuveiði. En égtel að við veröum fyrir tekjusamdrætti á næsta ári. Hitt er annað mál að þegar um sam- drátt er að ræða leggja menn meiri áhersiu á betri nýtingu og meiri verðmætasköpun úr því sem á land kemur.“ - Nú hafa fiskifræðingar bent á aö viss hætta sé á að þau seiði sem rak til Grænlands árið 1984 snúi ekki aftur; annað hvort vegna veiöa Grænlendinga eða að skilyrði í sjónum við Grænland verði það hagstæð þegar að hrygningu kem- ur. Er ekki glæfralegt að byggja fiskveiðistefnuna á endurkomu þessa árgangs? „Það má segja að við höfum byggt okkar nýtingu á stofninum á að halda honum í staö. Hann hefur ekki vaxið og það hefur ekki gengið veralega á hann. Það hefur gengiö fiskur frá Grænlandi svo lengi sem menn muna og hann mun væntaii- lega gera það í einhverjum mæli aflur. Það er útilokað mál aö hægt sé að veiöa hann allan áöur en að því kemur. Það er ekki hægt að toga á öllu þessu hafsvajði, sem betur fer. Það væri miög mikilvægt ef við næðum einhvers konar sam- komulagi við nágranna okkar um þessi mál. Það sjá allir aö þeir geta ekki byggt afkomu sína á veiðum í einum og einum árgangi," sagði HalldórÁsgrímsson. -gse Kristján G. Snæbjörnsson kyssir rúmlega 19 punda hæng sem hann veiddi í Austurá i Miðfirði í vikunni. Laxinn tók maðk og stóð baráttan yfir í 15 minútur. Veiðistaðurinn var rennan rétt tyrir neðan Kambsfossinn. DV-mynd G.Bender Einkunnirnar í tölvutækni við Háskólann: Töfðust vegna launa- baráttu stundakennara - skila af mer á mánudaginn, segir Guðmundur Svavarsson „Þar sem frekari mótmæli eru óþörf hef ég ákveðið að skila af mér niðurstöðum prófanna á mánudag," sagði Guðmundur Svavarsson, kennari í tölvutækni við rafmagns- verkfræðiskor Háskóla íslands en eins og fram hefur komið í DV var auglýst eftir þessum niðurstöðum þegar liðnar vora níu vikur síðan þær áttu að birtast. Guömundur segir að þessi dráttur hafi verið mótmæli hans vegna allt að helmings lækkunar launa á einu ári. „Þegar ég fékk síðasta launaseöil- inn minn í júní kom í ljós að ég fékk ekki nema 500 krónur útborgaðar fyrir síðasta mánuð minn í kennslu. Eg gerði mér þá grein fyrir að laun stundakennara höfðu lækkað að raungildi um 30 prósent þann tíma sem ég kenndi síðastliöinn vetur. Frá þvi í fyrra höfðu síðan verið gerðar breytingar á kennsluskyldu. Þegar tillit er tekið til þess þá hafa laun mín líklega lækkað um helming frá því í fyrra. Ég er búinn að kenna stunda- kennslu í sex ár en samt er enginn formlegur vettvangur fyrir mig til að koma formlegum athugasemdum að. Ég hef ekki setið einn einasta formlegan fund öll þessi ár. Ég ákvað að taka þessari launalækkun ekki þegjandi. Ég skilaði prófum þeirra nemenda sem voru að útskrifast en ákvað að halda hinum, eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn hafði fallið. Ég vonaðist eftir viðbrögðum frá yfirboðurum mínum svo að ég gæti komið á formlegum fundi með skorarformanni þar sem ég gæti leit- að leiðréttinga á launum mínum. Eina leiðin til að fá slíkan fund taldi ég vera þá að framkvæma einhvers konar mótmæli sem ég og gerði. Nið- urstaðan varð hins vegar sú að deild- in hafði samband við mig í gegnum DV. Mér þykir það hálfhörmulegt að þurfa að svara henni aftur í DV. Eftir þessi viðbrögö deildarinnar er ég búinn að gefa upp alla von um að eðlileg samskipti geti orðið milli mín og yfirboðara minna,“ sagði Guðmundur. -gse Evrópumót evrópskra hesta í fyrradag: Vekringarnir eru ekki vaknaðir Eiríkur Jónsson, DV, Danmörku: íslensku keppnissveitinni í hesta- íþróttum gekk ekki vel í 250 metra skeiði á Evrópumótinu í Danmörku í fyrradag. Einungis Vafi lá, á 26,59 sek„ en knapi hans er Hinrik Braga- son. Fjalar hjá Einari Öder Magnús- syni, Fjalar hjá Atla Guðmundssyni og Glaumur hjá Jóni Pétri Ólafssyni hlupu upp. Þeir fá þó allir annað tækifæri því aö síðari tvær umferð- irnar era á sunnudaginn. Vera Reber frá Þýskalandi er með besta tímann á Frosta, enn sem kom- ið er, 23,64 sekúndur, sem er mjög góður tími því að brautin er mjög laus, nánast sandgryfja. Enginn íslendingur tók þátt í hlýðnikeppninni en eftir undanúrslit er Þjóðverjinn Helmut Lange efstur. Tíu efstu knaparnir í hlýðnikeppn- inni komast í úrslit og keppa í svo- kölluðum Kur sem er hlýðnikeppni með tónlist. Mikill áhugi er fyrir íslenska hest- inum í Danmörku. 2.700 félagar eru í félagi eigenda íslenskra hesta og er áætlað aö um það bil 8.000 íslenskir hestar séu í Danmörku. Áhugi ís- lendinga er ekki minni. Hér eru á staðnum nokkur hundruð íslending- ar sem skemmta sér vel. í gær hófst keppni í tölti. Keppend- ur eru skráðir 73 frá þeim þrettán löndum sem senda keppendur á Evr- ópumótið að þessu sinni. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.