Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDÁGUR ll' A'gÍjsV 1989. Fréttir Skýrsla Byggðastofnunar um Vestur-Skaftafellssýslu: Tillögur um ódýrara rafmagn, síma og vexti - þarf aðgerðir af hálfu hins opinbera í skýrslu Byggðastofnunar um at- vinnulíf og byggðaþróun í Vestur- Skaftafellssýslu er lagt til að raforku- verð í sýslunni verði lækkað til sam- ræmis við verð á raforku í þéttbýli, verð á símaþjónustu verði sömuleið- is lækkað og að lánastofnanir veiti betri kjör til fyrirtækja í dreifbýli. Skýrsluhöfundar leggja til að sér- stök úttekt verði gerð á möguleikum í ferðamálum í sýslunni. Kannaðir verði möguleikar til fiskiræktar og fiskeldis. Skorið verði úr um nýtingu jarðvarma. Séð verði til þess að sýsl- an standi jafnfætis öðrum varðandi styrki til ræktunar nytjaskóga. Kannaður verði grundvöllur fyrir þurrkun koms frá kombændum. Stuðlað verði að rannsóknum á jarð- efnum á svæðinu. Stuðlað verði að uppbyggingu sumarhúsabyggðar. Gerð verði landnýtingaráætlun og landgræðslustarf verði eflt. Þá er og lagt til að kannaður verði grundvöll- ur undir fjarvinnslu á Klaustri að erlendri fyrirmynd. Slík fiarvinnsla er ýmis gagnavinnsla með aðstoð nútímasamskiptatækni, samkvæmt skýrslunni. í landbúnaðarmálum leggja skýrsluhöfundar til að markvisst verði unnið að eflingu aukabúgreina svo sem garðræktar, komræktar, bleikjueldis, skógrækt og fleira. Þá vilja skýrsluhöfundar að fullvirðis- rétti þeirra sem hætta búskap verði skipt á milli þeirra sem eiga knappan rétt. Þá er og lagt til að tekið verði sérstaklega á vandamálum vegna ófullnægjandi haughúsa við fiós í sýslunni. „Sem langtímamarkmið þarf að stefna að því að færa rekstrarumsjón flestra atvinnugreina heim í hérað og þar með eyða þeim nýlendublæ sem einkennir atvinnulíf svæðisins í dag,“ segir meðal annars í skýrsl- unni. Einnig: „Almennar aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum miðast sjaldnast við hagsmuni byggðarlaga eins og hér Húnaver: Heildar- veltan 30 milljónir Magnús Ólafeson, DV, A-Húnavatnssýslu: „Farið er að huga að annarri Húna- vershátíð um verslunarmannahelg- ina að ári. - Allur sá fiárhagslegi hagnaður, sem við kunnum að hafa af þessari hátíð, fer beint í að endur- bæta húsið og gera betri aðstöðu til þess að halda aðra svona hátíð,“ sagði Sigurjón Guðmundsson, for- maður stjórnar Húnavers, í samtali við DV. Hann sagði að á næstunni myndu þeir aðilar, sem stóðu að hátíðinni, setjast niður og fara yfir hvað megi læra af henni og hvað megi bæta fyr- ir aðra hátíð að ári. Samráð verður haft við lögreglu, björgunarsveitir og lækna sem störfuðu á svæðinu. Heildarvelta rokkhátíðarinnar í Húnaveri varð tæpar 30 millj. kr. að sögn Sigurjóns. Til samanburðar má geta þess að heildarvelta Húnavers var um 3 millj. kr. á síðasta ári. Ekki átti Sigurjón þó von á að hagnaður félagsheimilisins yrði verulegur en þetta létti óneitanlega undir rekstr- inum. . um ræðir. Því er réttlætanlegt að byggðamálum af opinberri hálfu til Verði ekkert gert viðhelst staða van- þrátt fyrir ýmsar forsendur til hins leggja til sérstakar ráðstafanir í þess að treysta grundvöll byggðar. máttugs atvinnulífs í jaðarbyggð gagnstæða." -gse NÝR BMW fyrir 1227 þúsund Þaö er mikil reynsla aö aka BMW í fyrsta skiptið og lýsa þeim gæöum og þeirri fág- un sem einkenna þennan vestur-þýska gæöing. BMW er framleiddur af einum þekktasta og virtasta bifreiöaframleiöanda veraldar, þar sem þaö besta er sjálfsagður hlutur. Útlit BMW segir allt um hiö innra; hönnun- in er óaðfinnanleg, frágangurinn tákn um fullkomnun og vélin dæmi út af fyrir sig. Þessi nýi BMW 316i, er góöur fulltrúi fyrir eitt virtasta merki veraldar, BMW. Vélin er 102 hestöfl, 1600 cc meö tölvustýrðri inn- spýtingu. Sportlegt-útlit og aksturseiginleik- ar sem þeir kröfuhörðu kunna aö meta. Eignist þú BMW, ertu kominn í hóp stoltra eigenda sem vita nákvæmlega hversu góö fjárfesting er í BMW. Einstakur bill ffyrir kröfuharðá. *Gamalt verö á síöustu bílunum. Án ryövamar og skráningar. BMW 316i, 2ja dyra. Nú eru síðustu bílarnir af 316i og 318i, ár- gerö 1989, til afgreiðslu strax á veröi sem kemur þægilega á óvart. Dæmi um verö: BMW 316i, 2ja dyra, kostar frá kr. 1227 þúsund*. Þetta er síðasta tækifærið til að eignast nýjan BMW árgerð 1989 á þessu hag- stæða verði. Haföu samband viö söludeild sem fyrst, því fjöldinn er takmarkaöur. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8 til 18 og laugardaga frá kl. 13 til 17. Reynsluakstur allan daginn. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.