Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. Fréttir Afnám gömlu lánskjaravísitölunnar: 9,3 milljarðar færðir frá sparHjáreigendum Frá áramótum hafa nafnvextir á verötryggöum skuldabréfum í bankakerfinu lækkað úr 8,1 prósenti í 7,6 prósent eða um 0,5 prósentustig. Þegar tekið hefur verið tillit til breyt- inga ríkisstjórnarinnar á lánskjara- vísitölunni um síðustu áramót hafa raunvextir á þessum skuldabréfum lækkað úr 8,1 prósenti í um 4,5 pró- sent eða um 3,6 prósent. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur því haft meiri áhrif á raun- vexti en samanlögð tilmæli hennar til bankaráðsmanna ríkisbankanna og lækkun á vöxtum ríkisskulda- bréfa. Eins og fram hefur komið í DV er nýja lánskjaravísitalan, þar sem launavísitala vegur þriðjunginn, ekki verðmæling. Hún er því ónot- hæf sem mælikvarði á raunvexti eða vexti umfram verðbólgu. ; Gamii grunnur lánskjaravísitölunnar er mun heppilegri til slíkra hluta. Ef litið er á raunvexti verðtryggðra skuldabréfa, sem tryggð eru með nýju vísitölunni, kemur í ljós að þeir hafa verið á bilinu 0,9 til 6,3 prósent á þessu ári þótt nafnvextir þeirra - á árunum 1989 og 1990 Nýja lánskjaravísitalan lækkar vextí 10 ;; DVJRJ 01 ■! II I I ..I..*"") I I ..... ■ | ■ | ■ | ■ | I 1 ■ 1 NDJ FMAMJ J A S 0 haíi verið 7,4 til 8,1 prósent. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðum um háa raunvexti hér á landi. Miðað við spá Þjóðhagsstofnunar um verð- og launaþróun á þessu og næsta ári má gera ráð fyrir að raun- vextir verðtryggðra kjara verði um 3,1 prósenti lægri en nafnvextir þeirra á þessu ári og um 1,8 prósent- um lægri á næsta ári. Ef reiknað er með að um 190 millj- arðar séu bundnir lánskjaravísitölu í lánakerfinu munu sparifjáreigend- ur tapa um 5,9 milljörðum á þessu ári og 3,4 miiljörðum á næsta ári vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á lánskjaravísitölunni. Samanlagt eru þetta um 9,3 milljarðar á tveimur árum. Á línuriti hér til hliðar má sjá hverjir raunvextir af verötryggðum kjörum hafa veriö það sem af er þessu ári miðaö við verðbólgu sam- kvæmt gömlu lánskjaravísitölunni. Verðbólgan er miðuð við þriggja mánaða hækkun, einn mánuð fyrir og einn mánuð eftir vaxtabreytingar. -gse Raunvextir á íslandi: 2 prósentum lægri en í nágrannalöndum í þjóðhagsáætlun er birt línurit sem sýnir raunvexti útlána banka- kerfisins frá 1978 til 1989. Af ritinu má lesa að raunvextir útlána séu um 7,5 prósent í ár. Gallinn viö þetta línurit er sá að sú viðmiðun, sem notuö er, breyttist um áramótin 1988 og 1989 við breytingu á lánskjara- vísitölunni. Því er sú raunvaxtaþró- un, sem það sýnir, í raun röng. Það sýnir ekki þá miklu lækkun raun- vaxta sem hefur orðið frá því láns- kjaravísitölunni var breytt. Ef sömu verðviðmiðun væri beitt á öll árin kæmi í ljós að raunvextir útlána bankakerfisins hafa lækkað úr um 11 prósentum í fyrra í um 4,4 prósent í ár. Flestum hagfræðingum ber saman um aö gamla lánskjaravísitalan sé mun eölilegri mælikvaröi til aö nota á mat á raunvöxtum en nýi grunnur- inn. Erlendis er víðast notast við framfærsluvísitölu við raunvaxtaút- reikninga. Sú mæling gæfi sömu nið- urstöðu og ef gamla lánskjaravísital- an væri notuö. Raunvextir útlána bankakerflsins eru um 4,4 prósent núna. Samkvæmt upplýsingum Seöla- bankans voru raunvextir á svoköll- uöum kjörvöxtum í OECD-ríkjunum 5,3 prósent síðastliöið vor en nýrri upplýsingar Uggja ekki fyrir. Ofan á kjörvextina leggst yfirleitt um 1 til 1,5 prósenta álag í þessum ríkjum. Meðalútlánavextir bankakerfis OECD-ríkjanna eru því 6,3 til 6,8 pró- sent. Raunvextir á íslandi þyrftu því að hækka um 1,9 til 2,4 prósentustig til þess að ná upp i meðaltal OECD- ríkjanna. -gse Kaupfélag Svalbarðseyrar: Hæstiréttur dæmdi bank- anumí hag Gyifi KrMjánasan, DV, iUcureyri; Hæstiréttur hefur dæmt í máU Bjama Hólmgrímssonar, fyrr- verandi stjómarmaims í Kaup- félagi Svalbarðseyrar, en hann var einn bændanna sem gengu í flárhagsábyrgðir fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar á sínum tíma. Bjami höfðaði mál til ógildingar á flámámi Iðnaðarbanka íslands hjá sér vegna ábyrgðar hans á ákveðnum víxU að upphæð 5 miHjórúr króna. Bjami taldi að máUö hefði verið fyrnt þar sem of langur tími hefði verið Uðinn frá gjalddaga vlxils- ins og að flámám vegna hans hefði ekki farið fram á löglegan hátt en Hæstiréttur hafnaði þess- um kröfum hans. „Nú eru horfur á aö þeir geti farið að heflast handa meö að ganga að okkur, að vfsu er eftir mál Jóns Laxdal í Nesi sem einn- ig krefst ógildingar á flámámi en það mál er þó víðtækara. Senni- lega veröur ekki dæmt 1 þessu máU fýrr en í nóvember eöa des- ember og ætíi bankinn haldi ekki að sér höndunum á meðan,,‘ sagöi einn bændanna sem DV ræddi viö um þetta mál. „Viö áttum alveg eins von á þessari niöurstöðu Hæstaréttar," sagöi bóndinn sem DV ræddi við og hann sagði að Utið væri á þetta mál sem prófmál varðandi lög- mæti flámáms Iðnaðarbankans, hvort það hefði verið löglegt. „Hæstiréttur hefúr veriö gagn- rýndur eins og aðrar stofnanir. Sumir hæstaréttarlögmenn halda því fram aö dómar Hæstaréttar hafi verið tilviljanakenndir og það er afar ógeðfelld hugsun.“ Alls nemur krafa Iðnaðarbank- ans á hendur bændunum um 20 milflónum króna. Mál hefur nú verið höfðað á hendur tveimur bændum tíl viðbótar sem ekki hafa tengst þessu máU opinber- lega en mál þeirra tengjast trygg- ingarvíxU sem þeir skrifuöu upp á fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar á sínum tíma. í dag mælir Dagfari Örlög dómarans I síðasta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins birtist löng og mikil grein eftir Bjöm Bjarnason aöstoð- arritstjóra sem hét „Örlög dómar- ans“. Ekkiervístaðallir hafinennt að leggja á sig lestur þessarar við- amiklu greinar og skal nú þessi merka grein rakin stuttlega, og þá aöallega innihald hennar, enda flallar hún um þau mál sem brenna helst á íslensku þjóðinni um þessar mundir. Þar er nefnielga verið að gera úttekt á aðalbrennivínsmál- inu en áfengiskaup flokkast undir þau þjóðmál sem ráða mestu um frama og framtíö ábyrgra manna í landinu. Magnús Thoroddsen hæstarétt- ardómari er sögupersónan í grein Bjöms en Magnúsi varö það á að kaupa á þriðja þúspnd brennivíns- flöskur á sérkjörum þegar hann var handhafi forsetavalds. Þetta þóttu svo stórtæk innkaup hjá viröulegum hæstaréttardómara aö almenningsáUtið reis upp í forakt. Magnús skilaði að vísu tólf hundr- uö flöskum tíl baka til að friða bæði sína samvisku og annarra en aUt kom fyrir ekki og manninum var vísað úr embætti og höfðað mál á hendur honum. Enda þótt áfengiskaup séu orðin harla algeng meðal ráöamanna þjóöarinnar þóttu þaö býsna rífleg- ir skammtar sem hæstaréttardóm- arinn hafði pantað og var það reiknað út að venjulegum manni entist varla ævin tU að drekka allt þaö magn og ekki einu sinni þótt hann væri fuUur upp á hvern dag og um helgar Uka. Nú hefur þjóö- inni að vísu verið taUn trú um að hæstaréttardómarar væru ekki venjulegt fólk og hafnir yfir lög og rétt. Þeir geta og gera ýmislegt sem öðrum er ofvaxið. En engu að síður þótti fæstum líklegt að hæstarétt- ardómaranum með forsetavaldið væri mögulegt að torga rúmlega þijú þúsund brennivínsflöskum og dugöi ekki einu sinni til að bjóða öðrum hæstaréttardómurum tíl þeirrar drykkju. Þess má einnig geta í framhjáhlaupi aö ýmsir aðrir í hæstarétti höfðu einnig komiö sér upp dágóðum birgðum á undan Magnúsi meðan þeir voru sjálfir handhafar forsetavaldsins og höfðu þess vegna ekkert við það aö gera aö drekka annarra manna brennivín. Þeir áttu nóg sjálfir. •Nema hvað. Málaferli fóru af stað og þá kom f ljós að það var alls ekki dómarinn sem var aðalskúrk- urinn 1 þessu brennivínsmáU held- ur ýmsir háttsettir menn sem reyndust meira en lítið grunsam- legir. Eftir því sem skilja má af grein Bjöms Bjamasonar hafði hæstaréttardómarinn keypt flösk- umar í mesta sakleysi og vissi ekki betur en aö hann væri stálheiöar- legur þegar hann lagði inn pantan- imar í Afenginu. Þaö alvarlega í þessu sakamáli var hins vegar það að einhveijir ómerkUegir ráöherr- ar eða jafnvel forseti Sameinaðs alþingis hafði brotiö trúnað og kjaftað frá. Verður ekki annað séö af lestri þessarar dramatísku greinar en að þaö sé miklu meiri glæpur aö kjafta frá heldur en aö kaupa áfengi á sérkjörum. Örlög dómarans era sem sé þau aö hann er hafður fyrir rangri sök. Hann er leiksoppur pólitískrar ofsóknar. Meöan al- menningur stóð í þeirri meiningu að hæstaréttardómarinn væri spUlingin' uppmáluð hefur Morg- unblaðsritstjómin uppgötvað aö það hefði Eddrei komist upp um þessi brennivínskaup ef ekki hefði verið kjaftað frá. Og þar er ekki við hæstaréttardómara að sakast. Hæstaréttardómarar geta keypt eins mikið brennivín og þeir vUja, svo lengi sem það kemst ekki upp. Eiginlega er maöur fuUur samúöar gagnvart Magnúsi Thoroddsen að hafa lent í klónum á svoleiðis óþvermm sem sitja í trúnaðarstöð- mn í ríkisstjóm og alþingi og kjafta frá því að Magnús kaupi áfengi þegar hann er handhafi forseta- valds. Óheppni Magnúsar var einfald- lega sú að nýr forseti hafði verið kosinn í Sameinuðu þingi. Sá fyrri hafði ekkert gefið Magnúsi eftir í áfengiskaupunum og hafði þess vegna vit á því að kjafta ekki frá. Hann var áreiðanlegur maður. En nýi forsetinn hafði ekki komist upp á lag meö það ennþá að kaupa vfn á sérkjöram og heldur ekki nýi flármálaráðherrann og þess vegna kjöftuðu þeir frá. Og örlög dómar- ans vora ráöin þangað til Morgun- blaðiö birti greinina sem fann sökudólgana. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.