Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. 35 Afmæli Sveinbjörg Guðmundsdóttir Sveinbjörg Guömundsdóttir, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi, er sextug ídag. Sveinbjörg er fædd í Hafnarfirði en hefur búið að mestu í Reykjavík. Hún var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1943-’46, vann í Saka- dómi Reykjavíkur, í Sjávarafurða- deild Sambandsins í tíu ár en und- anfarin 13 ár hefur hún verið þýð- andi fyrir Mormónakirkjuna. Sveinbjörg gerðist mormóni 1976 og hefur starfað mikið fyrir kirkju mormóna. Hún skráði ásamt öðrum Niðjatal Benjamíns Jónssonar og Katrínar Markúsdóttur á Hróf- bjargastöðum og vinnur nú að Borgfirskum æviskrám. Fyrri maður Sveinbjargar var Ing- ólfur Sigurðsson, f. 1.11.1926, bif- reiðastjóri. Foreldrar hans: Sigurð- ur Guðmundsson, ritstjóri í Meðal- landi, og kona hans, Rannveig Ing- veldur Runólfsdóttur frá Hólmi í Landbroti. Sveinbjörgoglngólfur skildu. Bömþeirra: Bjami Runólfur, f. 29.6.1950, verslunarmaður, kvæntur Þórunni Kristjónsdóttur, f. 15.11.1951, og eiga þauþrjúbörn. Guðmundur, f. 4.7.1953, verk- stjóri, kvæntur Auði Marinósdótt- ur, f. 17.1.1953, og eiga þau tvö böm. Gunnhildur, f. 18.2.1955, húsmóðir í Reykjavík. Hún er gift Luciano Tosti, f. 7.2.1955, og eiga þau þijú börn. Seinni maður Sveinbjargar var Óskar Elinbert Sigurðsson, f. 1.4. 1913, d. 24.4.1974. Hann var sonur Sigurðar Þorsteinssonar og Guð- rúnar Oddsdóttur, hjóna á Stóra- Kálfalæk á Mýmm. Böm Sveinbjargar og Óskars eru: Hlynur, f. 28.8.1960, líffræðingur, nú við framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Víðir, f. 24.12.1961, læknanemi, kvæntur Klöm Gunnarsdóttur, og á hann tvö stjúpböm. Systkini Sveinbjargar em: Guð- rún, f. 1.5.1923, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Kjartani Markússyni; Laufey, f. 10.3.1926, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Hilmi Þor- bjömssyni; Lilja, f. 10.3.1926, hús- móðir á Akranesi, gift Sigurbimi Aðalsteini Haraldssyni; Kristín, f. 18.6.1937, ritari og húsmóðir, búsett á Seltjamamesi, gift Eysteini Jó- hanni Jósepssyni; Albert Sævar, f. 14.7.1946, fulltrúi hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, kvæntur Margréti Ragnarsdóttur. Albert Sævar er kjörbróðir Sveinbjargar, - sonur Laufeyjar. Foreldrar Sveinbjargar vom Guð- mundur Illugason, f. 21.6.1899, d. 25.9.1986, fyrrv. lögregluþjónn og hreppstjóri á Seltjarnarnesi, og Halla Guðrún Markúsdóttir, f. 26.9. 1901, d. 5.6.1988, húsmóðir. Guðmundur var sonur Rluga 111- ugasonar og Guðrúnar Þórðardótt- ur. Faðir Höllu Guðrúnar var Markús Benjamínsson, Jónssonar, Sigurðs- sonar. Móðir Benjamíns var Sólveig Sig- urðardóttir frá Hrútsholti í Eyja- hreppi. Móðir Markúsar Benjam- ínssonar var Katrín Markúsdóttir, Guðmundssonar og Þorbjargar Þórðardóttur. Móðir Höllu Guðrúnar var Krist- fríður Sveinbjörg Hallsdóttir, b. í Syðstu-Görðum, Bjömssonar, b. á Fremri-Þorsteinsstöðum, Björns- sonar. Móðir Halls var Ingibjörg Halls- dóttir frá Stóra-Vatnshomi. Móðir Sveinbjörg Guömundsdóttir. Kristfríðar var Guðrún Gunnlaugs- dóttir. Sveinbjörg verður heima á af- mæhsdaginn og tekur á móti gestum eftir kl. 16. Margrét Helena Högnadóttir Margrét Helena Högnadóttir, Hólavatni, Austur-Landeyjum, er fimmtugídag. Margrét Helena Högnadóttir er fædd í Björgvin í Noregi en þegar hún var á fhnmta ári fluttist hún til íslands og er alin upp í Miðdal und- ir Eyjafjöllum. Síðasthðin 24 ár hef- ur hún svo búið að Hólavatni. Hún lauk almennu gmnnskólaprófi og hefur í gegnum árin unnið við ai- menn störf, t.d. í fiski og á hótelum. Hún er núna formaður Kvenfélags- ins Freyju og formaður Orlofs- nefndar Rangárvallasýslu. Einnig er hún í kór Kross- og Akureyjar- kirkju. Eiginmaður Margrétar er Hall- grímur Sigurðsson bóndi, f. 11.4. 1944. Böm þeirra Margrétar og Hall- gríms eru: Elín Sigríður, f. 16.8.1968, starfar í kafíiteríunni á Loftleiðum, gift Sigurjóni Einarssyni trésmiði og á hún dótturina Hrafnhhdi Guð- mundsdóttm-; Anna Helga, f. 10.4. 1970, býr með Kristni Sigurlaúgs- syni og eiga þau Guðjón Amar - þau vinna að bústörfum á Hólavatni; Hafdís Björg, f. 29.8.1972, býr í for- eldrahúsum. Systkini Margrétar eru: Auður, f. 8.10.1941, bóndi í Ormskoti undir Eyjafjöllum, gift Ólafi Sigurþórs- syni og eiga þau sex böm; Anna, f. 31.7.1943, starfar við þvottahúsið í Ási í Hveragerði, býr með Brynjólfi Hilmissyni og eiga þau tvö böm; Kristbjörg, f. 9.7.1946, ræstitæknir og á hún tvær dætur; Aubert, f. 19.4. 1948, vélamaður í Kópavogi, býr með Margréti ísleifsdóttur kennara og eiga þau þrjú böm; Helga Guð- björg, f. 22.4.1950, vinnur við ýmis störf og á hún þrjú börn; Ingibjörg Kristín, f. 13.10.1951, ræstitæknir, býr með Unnsteini Tómassyni og eiga þau fjögur börn, og Jóhanna, f. 9.11.1954, vinnur við tölvufræðslu, gift Birgi Eggertssyni og eiga þau þijúbörn. Foreldar Margrétar voru Högni Margrét Helena Högnadóttir. Kristófersson, f. 18.4.1896, d. febrúar 1969, bóndi í Miðdal, og Anny Her- mannsen, f. 12.4.1918 í Björgvin í Noregi, d. nóvember 1965. Þórólfur Sæmundsson Þórólfur Sæmundsson, Kirkju- vegi 11, Keflavík, er 75 ára í dag. Eiginkona Þórólfs er Guðrún V. Sigurðardóttir, f. 2.5.1921. Hún er dóttir Ágústu Guðjónsdóttur og Sig- urðar Erlendssonar. Þórólfur og Guðrún eiga þrjár dæturogeruþær: Sigríður Ágústa, f. 9.9.1944, gift . Friðriki Jensen, f. 25.4.1936, og eiga þau fjögur böm: Gunnar Þór, Aðal- heiði, Sigrúnu og Lalitu. Petrea Sæunn, f. 1.5.1954, og á hún tvö börn; Rúnar Þór og Maríu. Margrét Sigrún, f. 20.1.1961, og á hún soninn Þórólf Júlían. Bamabarnaböm Þórólfs em orðin fjögur. SystkiniÞórólfs: Rögnvaldur Sæ- mundsson, fyrrverandi skólastjóri, kvæntur Aðalbjörgu Guðmunds- dóttur kennara og eiga þau þijú böm; Ingibjörg, ekkja Jóns Áskels- sonar, og eignuðust þau fjögur börn. Foreldrar Þórólfs voru Sæmundur Rögnvaldsson útgerðarmaður, f. 17.3.1885, d. 6.7.1932, og Petrea Aðal- heiður Jóhannsdóttir ljósmóðir, f. 24.11. Í882, d. 16.4.1966. Þórólfur tekur á móti gestum í félagsheimih Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17-19, á afmælisdaginn mhhkl.20og23. Þórólfur Sæmundsson. Nanna Mjöll Atladóttir Nanna Mjöh Atladóttir, fram- kvæmdastjóri ogiðnrekandi, Gerð- hömrum 19, Reykjavík, er fertug í dag. Nanna Mjöll er fædd í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1971 og kenndi tvö ár við gmnnskóla á Akureyri, Árin 1975-’78 stundaði hún nám í félags- ráögj öf í Ósló og var félagsráðgj afi við Félagsmálastofnun Reykjavíkur 1978- ’79, viö Félagsmálastofnun Akureyrar 1980-’84 og við Unghnga- heimih ríkisins 1985. Þá fór hún í framhaldsnám í fjölskyldumeðferð við Hákon 0en-stofnunina til 1987. Nanna Mjöll var framkvæmdastjóri Leðuriðjunnar hf. seinni part árs 1985 og starfar þar enn. Hún hefur búið að mestu í Reykjavík og Kópa- vogi en árin 1972- 73,1974- 75 og 1979- ’84 á Akureyri. í Ósló bjó hún 1975-’78. Hún var þátttakandi í Rauðsokkuhreyfingunni og8. mars hreyfingunni. Einnig var hún ein af stofnendum Kvennaframboðsins áAkureyril981. Eiginmaður Nönnu Mjallar er Guðmundur Sæmundsson, f. 3.11 1946, cand. mag. í íslensku, rithöf- undur, ritstjóri ogbókaútgefandi hjá Reykholti hf. Hann er sonur Sæmundar Ehmundarsonar kaup- manns og Guðrúnar Árnýjar Guð- mundsdóttur húsmóður sem nú er látin. Guðmundur er bróðir Matthi- asar Viðars Sæmundssonar, lektors við Háskóla íslands. Böm Nönnu Mjallar og Guðmund- ar era: Ath Sævar Guðmundsson, f. 3.1.1980, Heimir Dúnn Nönnuson, f. 7.3.1982, Kristófer Jökuh Nönnu- son, f. 7.10.1987. Stjúpböm Nönnu Mjallar eru: Ól- afur, f. 12.2.1965, blikksmiður á Sauðárkróki, og Guðrún Ámý, f. 17.9.1966, skrifstofumaður hjá BYKÓ. Nanna Mjöll á tvær alsystur. Þær Nanna Mjöll Atladóttir. em: Gyða Björk, f. 29.10.1950, við nám í stærðfræði í Los Angeles, gift Tómasi Þorkelssyni. Böm hennar em ívar Ungi Gyðuson, f. 4.2.1974, Margrét Lukka Brynjarsdóttir, f. 3.9.1978, og Hrafnhildur Björk Brynjarsdóttir, f. 26.11.1979. Edda Hrönn Atladóttir, f. 3.2.1958, nýkomin heim úr námi frá Banda- ríkjunum, gift Amóri Sighvatssyni ogeigaþautvöbörn. Hálfsystkin, samfeðra: Ragnheið- ur Dís, ljósmyndari Borgarspítal- ans, og á hún þijú börn; Anna læknaritari og á hún eitt barn; Úlfar Sten, löggiltur þýðandi og dómtúlk- ur, og á hann tvö böm. Foreldrar Nönnu Mjallar: Atli R. Ólafsson, forstjóri Leðuriðjunnar hf„ f. 4.3.1913, d. 31.7.1985, og kona hans, Margrét Sigrún Bjarnadóttir, verkstjóri og stjórnarformaður Leð- uriðjunnar, f. 16.8.1927. Nanna Mjöll er barnabam Ólafs Friðrikssonar, verkalýðsforingja og ritstjóra, og konu hans, frú Önnu Friðriksson, kaupmanns og eiganda Hljóðfærahúss Reykjavíkur. 85 ára Hugborg A. Þorsteinsdóttir, Hjarðartúni 3, Ólafsvík. 60ára Baidur Jóhannsson, Grænukinn 21, Hafnarfirði. Guðmundur Steingrímsson, Teigaseli 3, Reykjavik. Sesselja Guðmundsdóttir, Álftamýri 44, Reykjavík. 50 ára Leif Nicolai Steindal, Vesturgötu 156, Akranesi. Ástrún Einarsdóttir, Miögarði 3B, Egilsstöðum. Elsa Sólveig Þorsteinsdóttir, Urðarholti 5, Mosfellsbæ. Erla Ósk Lárusdóttir, Látlalandi, Mosfellsbæ. Eysteinn Einarsson, Tjarnarlandi, Hjaltastaðarhreppi. Harald B. Alfreðsson, ÁJflieimum 52, Reykavík. Hildur Gunnarsdóttir, Knarrarbergi, Öngulsstaðahreppi. Jóhanna Gissurardóttir, Unufehi 15, Reykjavík. Sigurborg Garðarsdóttir, Bogahhö 12, Reykjavík. Steinþóra Guðmundsdóttir, Háageröill.Húsavík. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.