Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. 9 Útlönd Fyrstu viöbrögð við mannaskiptunum í forystu A-Þýskalands: Vantrú á miklar breytingar Viðbrögð almennings í Austur- Þýskalandi og fulltrúa stjórnarand- stöðunnar þar við hinum nýja leið- toga, Egon Krenz, hafa einkennst af vantrú um að hann breyti mikið stefnu austur-þýskra stjómvalda. „Hvað get ég sagt? Hann er einn af harðlínumönnunum. Það er ekki mikilla broytinga að vænta,“ sagði Austur-Berlínarbúi í samtali við Re- utersfréttastofuna og yppti öxl- um. Egon Krenz tók við af hinum aldna Erich Honecker, sem verið hefur leiðtogi austur-þýskra kommúnista í átján ár, í gær - í því sem fréttaskýr- endur segja vera mestu uppstokkun innan forystu austur-þýska komm- únistaflokksins í nærri tvo áratugi. Hin opinbera skýring á mannabreyt- ingunum var sú að Honecker hefði sagt af sér vegna heilsufarsástæðna. Kemur afsögn hans í kjölfar þess að tugþúsundir Austur-Þjóðverja hafa flúið land og leitað til Vestur-Þýska- lands og enn aðrir safnast saman á götum Austur-Berlínar og annarra borga í mótmælaskyni við harðlínu- stefnu stjómvalda. kommúnistaflokksins í ræðu sem hann hélt í gær. Sagði hann að Aust- ur-Þýskaland gæti ekki staðið hjá á meðan breytingar gengju yfir ná- grannaríkin. Hann gagnrýndi fyrir- rennara sinn óbeint þegar hann gaf í skyn að flokkurinn hefði brugðist of seint við þrýstingi um umbætur. Hann sagði að Austur-Þýskaiand gæti ekki haldið sig í fjarlægð frá þeim umbótum sem Sovétríkin heföu kynnt og gengju nú yfir A-Evrópu. Ummæli hans eru ólík ummælum Honeckers sem hafði haldið A- Þýskalandi í hæfilegri fjarlægð frá umbótastefnu Gorbatsjovs Sovét- forseta. Vestrænir leiðtogar og stjórnarerindrekar eru varir í yfir- lýsingum þegar þeir tala um horfur á raunverulegum breytingum. Vest- rænir stjómarerindrekar segja að Krenz teljist án efa til harðlínu- manna. í ræðu sinni sagöist Krenz mundu leiða ríkið í nýjan farveg og að mið- stjórn flokksins myndi koma saman til fundar hið fyrsta til að ræða um umbætur. Gorbatsjov óskaði Krenz tfl hamingju í gær og kvaðst fullviss um að hinn nýi leiðtogi myndi „fmna leiðir tfl tfl úrlausnar... þeirra mikl- um vandamála sem Austur-Þýska- land stendur nú frammi fyrir“. Bush Bandaríkjaforseti sagði að enn væri of snemmt að segja til um hvort mannaskiptin á toppnum væru skref til umbóta. Aöfldarríki Nato, Atlantshafsbandalagsins, gáfu út yfirlýsingu þar sem segir að vonandi sé þessi mannabreyting merki um frekari hreyfingu í átt umbóta. Auk þess að tilnefna Krenz í emb- ætti flokksleiðtoga var áróðurs- meistara flokksins, Joachim Her- mann, og yfirmanni efnahagsmála Guenter Mittag, vikið frá störfum. Ekki er ljóst hverjir taka við þeirra embættum. Reuter ATHUGIÐ Ný verslun að Kaplahrauni 5, Hafnarfirði SERVERSLUN MEÐ SLIPIVORUR OGLOÍTVERKFÆRI „Harðlínumaður“ Sjálfstæðir stjómarandstöðuhópar segja að Krenz sé engu minni harð- línumaður en sá sem hann tekur nú við af. „Það er mjög ólíklegt að Krenz muni koma af stað umbótum í Aust- ur-Þýskalandi,“ segir í yfirlýsingu Nýs vettvangs, stærsta stjómarand- stöðuhóps A-Þýskalands. Þar segir að Krenz hafi stutt að- gerðir kínverskra stjómvalda í júní síðastliðnum þegar hernum var beitt gegn mótmælmn námsmanna með þeim afleiðingum að hundrað ef ekki þúsundir lágu í valnum. Þá gagnrýna samtökin miðstjóm kommúnista- flokksins fyrir aö útnefna Krenz í embætti flokksleiðtoga, leiðtoga landsins sem og yfirmann þjóðarör- yggisráðsins, öll æðstu embætti A- Þýskalands. „Þetta sýnir að innan stjómmálaráðsins eða miðstjómar- innar er enginn vilji tfl þess að defla völdum, jafnvel ekki innan flokksins sjálfs," segir í yfirlýsingunni. Gagnrýnir mistökin Krenz sjálfur gagnrýndi mistök Ekki eru alllr á eitt sáttir um eftirmann Erichs Honecker, leiðtoga austur-þýskra kommúnista, og teija hann til harðlínumanna. Símamynd Reuter BÍLDSHÖFÐA 18 - SÍMI 672240 KAPLAHRAUNI 5 - SÍMI 653090 Egon Krenz arftaki Erichs Honeckers: Yngstur í forystuliðinu Egon Krenz, sem tók í gær við af Erich Honecker, leiðtoga austur- þýskra kommúnista, er fyirum yfir- maður öryggismála í Austur-Þýska- landi og 52 ára, yngstur allra í for- ystusveit A-Þýskalands. Hann var löngum talinn líklegastur arftaki Honeckers og talinn meðal harðlínu- manna. Krenz gekk til liðs við austur-þýska kommúnistaflokkinn árið 1955 á meðan hann gekk í kennaraháskóla. Hann fór hratt upp metorðastigann flokknum, fyrst í unghðasveitinni þar til hann var gerður að fullgildum aðila stjómmálaráðsins árið 1983. Þá var hann einnig gerður að yfirmanni öryggismála. Erich Honecker, sem nú lætur af öllum opinberum embættum sem hann hefur haft, er sjötíu og sjö ára. Hann hélt um stjómartaumana í landinu í átján ár eða frá árinu 1971 þegar hann tók við flokksleiðtoga- Erich Honecker, til vinstri, og arftaki hans, Egon Krenz. Símamynd Reuter embættinu af Walter Ulbricht. Fréttaskýrendur telja að Honecker hafi misst mjög stuðning meðal al- mennings þegar hann þijóskaðist við að hleypa af stokkunum umbótum þegar flóttinn mikh frá Austur- Þýskalandi hófst og miklar mót- mælagöngur á götum margra borga. Hann neyddist tfl að bjóðast tfl að ræða takmarkaðar umbætur þegar mikfl mótmæh áttu sér stað í A- Berhn fyrr í mánuðinum, á fjöru- tíu ára afmæli austur-þýska ríkis- ins. Reuter Egon Krenz, hinn nýi leiðtogi aust- ur-þýskra kommúnista. Simamynd Reuter MYNDBÖND Burt Reynolds í toppformi ÚTGÁFUDAGUR 18. OKTÓBER in

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.