Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. Fréttir Ofrjósemi vinsæls stóðhests kallar fram hugmyndir um merarkvóta: Færri fylfullar hryssur eftir ofnotaða stóðhesta - spuming um peningasummur fyrir hrossaræktarmenn „Það er auðvitað afleitt ástand og enginn árangur þegar 18 merar af 23, sem leiddar eru undir stóðhest, eru geldar. Þá hafa 18 manns borgað á annan tug þúsunda fyrir ekki neitt. Það er ekki nóg með það heldur verð- um við að gera ráð fyrir að eitthvað af þessum hryssum, sem ekki verða fylfuliar, geti verið mjög verðmiklar hryssur. Ef þær fá ekki folald þýðir það að ræktendur hafa tapað einu ári úr í ræktinni sem er óhemjudýrt. Það getur þýtt 100 þúsund króna tap ef meri er ekki fylfull eitt árið. Það eru óhemjupeningar sem fara for- görðum þarna,“ sagði Sigurður Sæ- mundsson að Holtsmúla I í Landeyja- hreppi í samtah við DV. DV hafði það eftir heimildarmönn- um að oft væri um að ræða slæma meðferð eða ofnotkun á stóðhestum sem gerði það að verkum að tiltölu- lega fáar hryssur yrðu fylfullar eftir þá. Var bent á Höfðagust frá Borgar- firði sem dæmi en sá hestur er mjög vinsæll stóðhestm- þar sem mörg mjög myndarleg trippi hafa komið undan honum. í hestamannablaðinu Eiðfaxa segir frá Höfðagusti þar sem hann var leiddur undir 23 merar í Dalasýslu. Árangurinn varð 5 folöld sem hesta- menn telja mjög rýran árangur. Tók ekki áhættuna „Höfðagustur var hér í Landsveit- inni í vor. Ég verð að segja að ég var ekki ánægður með ástandið á honum þegar hann kom. Það sem mér fannst helst athugavert var að klárinn hafði auðsjáanlega ekki verið í neinni hreyfmgu auk þess sem hann hefði mátt vera heldur þéttari á síðu. Það voru settar undir hann 22 merar og árangurinn kemur ekki fram fyrr en í vetur eða vor. Ég setti enga meri til hans þótt ég sé mikill aðdáandi hestsins og hef verið með mikið af hestum undan honum. Mér fannst ég ekki geta hugsað mér að setja undir hann við þessi skilyrði. Maður tekur ekki áhættuna á því að vera með fjölda mera geldan fyrir bragð- ið.“ Rétt meðferð - Menn eru ekki á eitt sáttir hve margar hryssur sé æskilegt að leiða undir stóðhest í einu: „Það er nú þannig með þessa vin- sælu hesta að það er óhemjumikið álag á þeim. Það er í sjálfu sér ekk- ert við því að gera nema setja á þá kvóta, að takmörk verði fyrir því hve margar merar eru með þeim í hvert skipti. Maður hefur heyrt að upp- updir 40 hryssur hafi verið undir þessum hestum en það verður að vara sig á hvað er satt í því sam- bandi og hvað ekki og fara varlega í að fullyrða nokkuð. Hins vegar má fullyrða að það þarf að fara geysilega vel með stóðhesta. Ef það er ekki gert byija þeir að halda illa. Fyrir utan takmarkaðan fjölda mera verð- in: að koma eitthvaö á móti frá hest- eigandanum sem tryggir að hestur- inn sé við toppheilsu og í toppástandi þegar honum er sleppt í merarnar. Rétt fóðrun og góð hreyfing skiptir þar miklu máli. Það er ekki nóg að hifa inn tólf þúsund krónur á meri. Bætt meðferð þyrfti eiginlega að eiga sér lengri forsögu. Yngstu stóðhest- amir, sem eru að verða vinsælir, verða allt í einu að stórstjörnum. Þá er dembt á þá gífurlega mörgum merum og hugsanlegt er að þeir eyði- leggist á því. Höfðagustur er annars ekki einn um slæman árangur og vafasamt að benda á einn aðila í þessu sambandi. Það eru fleiri hestar sem hafa skilað svona slæmum árangri. Það er þó einkennilegt að það eru alltaf hestar sem eru óhemjumikið notaðir. En það er auðsætt að eitthvað þarf að gera, hvort sem það er að bæta að- stöðu í girðingum þannig að of marg- ar merar séu ekki settar í hólfin eða fara yfir meðferðina á folöldunum yfir vetrartímann." Visst magn sæðis Sigurður sagði frá samtali sínu við danskan dýralækni sem hefur unnið við sæðistöku og rannsóknir á gæð- um sæðis. Hann taldi að ein af orsök- um lélegs árangurs stóðhesta væri ofnotkun þeirra strax í upphafi. Ef drægi úr getu í upphafi væri erfitt að ná henni upp seinna. Það væri alveg visst magn sem stóðhestur framleiddi af sæði, skipti þar engu máh hve margar merar væru settar undir hann. „Annars virðist ofnotkun stóð- hesta viðgangast meðan hægt er að fá menn til að borga. Erlendis er þessu víðast þannig farið að ef meri verður ekki fylfull á merareigandinn rétt á að koma aftur að ári. Reynir Aðalsteinsson á Sigmundarstöðum er byijaður á þessari nýlundu að bjóða mönnum að koma aftur ef ekk- ert gengur. Vonandi verður sá siður almennur. Ef þetta fyrirkomulag væri sett_í reglur hér gæti það orðið til þess að menn færu að hugsa sinn gang. Það verður að minnsta kosti að fara að ræða þetta mál þar sem oft eru miklir peningar í húfi.“ -hlh Stykkishólmur: Rækjunes starfar á ný Valdimar Hreiöarssan, DV, Stylddshólmi: „Ég vona að óáraninni í sjávarútveg- inum sé lokið og að fyrirtækið nái aftur fyrri stöðu sinni,“ sagði Sigur- jón Helgason, forstjóri Rækjuness hf., í samtali við fréttamann DV. Sig- uijón lætur sig ekki muna um að taka til hendinni í fyrirtæki sínu og alla morgna stendur hann við færi- bandið og flokkar skel. Rækjunes hefur hafið rekstur á ný eftir að starfsemi fyrirtækisins hafði legið niðri um hríð vegna rekstrar- örðugleika. Farið hefur fram gagnger endurskipulagning á öllum rekstri fyrirtækisins, bæði hvað varðar fjár- hag og vinnslu. Hluti af fjárhagslegri endurskipu- lagningu er að seldir voru þrír dýrir bátar úr eigu fyrirtækisins og eins hefur starfsfólki á skrifstofu verið fækkað. Atvinnutryggingarsjóöur hefur einnig komið við sögu í þessari endurskipulagningu og að sögn Sig- uijóns hefur þáttur sjóðsins reynst úrshtaatriði. Endurskipulagning á vinnslu hefur haft í för með sér fækk- un á starfsfólki. Þetta aht verður til þess að renna traustum stoðum und- ir fyrirtækið. Verð á skelfiski hefur hækkað að undanfórnu og telur Sigurjón að nú- verandi verð tryggi rekstrargrund- vöh fyrirtækisins og útht fyrir að verð á skel muni enn hækka á næstu mánuðum. Að lokum sagði Siguijón að hann vonaði að fyrirtækið yrði á ný sú lyftistöng fyrir Stykkishólm sem það hefði verið á undanfomum árum. Sigurjón Helgason, forstjóri Rækjuness, viðfæribandið. DV-mynd Valdimar Bæjarstjóm Kefla\úkur: Hugmyndir um sameiningu sveitarféiaga á Suðurnesjum Bæjarstjórn Keflavíkur hefur sam- þykkt að könnuð verði afstaða fólks th sameiningar sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Jafnframt hefur bæjar- stjómin skorað á aðrar sveitarstjóm- ir að gera shkt hið sama. Áætlað er að skoðanakannanir verði gerðar samhhða sveitarstjórnarkosningun- um næsta vor. Nokkrir möguleikar hafa verið nefndir í þessu sambandi. Einn er sameining Kefiavíkur og Njarðvíkur. Annar er sameining allra sveitarfé- laganna á Suðurnesjum nema Grindavíkur, það er Keflavíkur, Njarðvíkur, Sandgerðis, Garðs, Hafna og Vatnsleysustrandarhrepps. Þriðji möguleikinn er sá að Grinda- vík verði með - það er að öll sveitar- félögin sameinist þannig að aðeins eitt sveitarfélag verði á Suðurnesj- um. -sme I fm M?! 109 AÐALSTÖÐIN Við byrjuðum kl. 7 í morgun. Hlustaðu! !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.