Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. Lesendur 13 Staðnað sætabrauð Ó.L. skrifar Ég er í þeim hópi sem hefur tals- vert gert að því að kaupa kökur og annað sætabrauð í hakaríum. Ekki er hægt að segja annað en brauð og ýmislegt í brauðformi, svo sem rúnnstykki og þess háttar, hafi batnað verulega á síðustu árum. Kökurnar og annað sem flokkað er undir sætabrauð eru hins vegar orðnar mjög staðnaöar og úrvalið er ekki mikið. í bakaríum eru kökur mjög svip- aðar frá einu til annars og er það kannski vegna þess að bakaríin hafa stækkað og framleiða meira magn en áður og sem er dreift víða í verslanir. Einnig er áberandi hvað sætar kökur og jafnvel vínar- brauð geymast verr en hér áður fyrr. Vínarbrauð eru varla æt ef þau eru geymd langt fram yfir há- degi svo dæmi sé nefnt. Annað fmnst mér áberandi með ýmsar kökur hér og það er að í sumum tegundum kemur fram eins og þráabragð, sem virðist stafa af þeirri tegund olíu, smjörlíki eða fitu sem notuð er við framleiðsl- una. Niðurstaða mín af athugun á bak- aríismálum hér, t.d. á höfuðborgar- svæðinu, er sú að úrval sé ekki nógu miídð af fallegum kökum og góðum í bakaríum og lítill munur frá einum stað til annars. Vand- virkni sé ekki mikil við skreytingar og umbúðir undir kökur afleitar. - Varðandi þetta síðasta mætti gefa Danskur bakarameistari, Gert Sörensen, við vinnu sína. margar lýsingar á vandræðum sem afgreiðslufólk kemst stundum í við að finna „heppilega" kassa eða eitt- hvað undir tertur og viðkvæmar kökur. Mér finnst að bakarar ættu að gera meira aö því að senda starfs- menn sína (einkum þá bakarana sjálfa) til góðra meistara eða bakar- ía erlendis til starfsreynslu og koma heim með nýjar hugmyndir um vinnslu og tegundir. Vonandi aldrei aftur verkfall Þ.H. skrifar: Nú er lokið verkfalli rafiðnaðar- manna, sem betur fer. Ég er einn þeirra sem áttu undir högg að sækja vegna þessa verkfalls og ég verð að segja það að ég varð mjög feginn þeg- ar þessu stríði lauk. - Ekki það að ég kæmist ekki af án þjónustu þess- ara manna eitthvað lengur heldur vegna þess að það er ömurlegt að vita af verkfalli sem kemur við mann sjálfan og vita ekki hvenær starfsemi hjá manni kemst í eðlilegt horf. Auk þess sem þetta setti strik í reikning minn fjárhagslega. Ég held nú sannast sagna að samn- ingar hafi tekist, ekki þó síðar en þetta vegna þess að mennirnir sjálfir gátu ekki haldið þessu verkfalli úti mikið lengur vegna tekjutaps. - Og skyldi nokkurn furða! Mér finnst þó skrýtið þegar for- maður rafiðnaðarmanna kemur fram að samningum loknum og seg- ist ekki vera ánægður með samning- ana. Þetta segja raunar allir verka- lýðsforingjar að samningum lokn- um. En hvers vegna eru þeir þá að ganga til samninga ef þeir eru ekki ánægðir? - Ætli sannleikurinn sé ekki sá að þeir sem helst verða þol- endur verkfalla, verkfallsmenn sjálf- ir, knýja á um að fá samninga sem fyrst og ganga að því boði sem kemur upp á borðið í fyrstunni. En verkfóll hér á landi eru að veröa óþolandi, svo tíð sem þau eru. Og þau lýsa engu öðru en félagslegri vanþró- un og heimsku þeirra sem til þeirra boða. Samningar nást alltaf án verk- falla, líka á íslandi. Vonandi verður þetta verkfall það síðasta um langan aldur. Ég held að þeir sem hyggjast boða hér verkföll í næstu framtíð og láta verða af þeim muni ekki standa í báða fætur að þeim loknum, að því er varðar kjarabætur. AUKABLAÐ Bílar 1990 Miövikudaginn 1. nóvember nk. mun aukablað um bíla fylgja DV. í þessu aukablaöi verður fiallað um nýja bíla af árgerð 1990 sem bilaumboðin koma til með að bjóða upp á, auk þess sem ýmsu öðru efni varð- andi bíla verða gerð skil í blaðinu. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við auglýsingadeild DV hið fýrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið.að skilafrestur auglýsinga er fýrir fimmtudaginn 26. október. ATH.! Póstfaxnúmer okkar er 27079. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 BS FREEPORTKLÚBBURINN Fundur verður haldinn fimmtudaginn 19. október kl. 19.30 í félagsheimili Bústaðakirkju. Kaffi og meðlæti. Stjórnin REYKJAVÍK - AMSTERDAM ÁN FYRIRVARA Með viðskiptafargjaldi Arnar- flugs geturðu sneitt hjá öllu aukavafstri og fyrirhöfn. Þú færð akstur frá heimili þínu að flugstöð Leifs Eiríkssonar, þú ferðast á Gullrými og nýtur margs konar þæg- inda og þarft ekki að hafa áhyggjur af lágmarks- dvalartíma. Hámarksdvalartími þegar ferðast er á viðskiptafargjaldi Arnarflugs er aftur á móti 5 dagar. • Hafið samband við ferðaskrifstofurnar og söluskrifstofur Arnarflugs. Verð kr. 35.690,- ARNARFLUG Annar kostur — önnur leið Söluskrifstofur: Lágmúla 7, sími 84477 • Austurstræti 22, sími 623060 og Keflavík, sími 92-50300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.