Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989.
11
Útlönd
Geimskutlunni Atlantis, með fimm manna áhöfn innanborðs og könnunar-
hnöttinn Galileo meðferðis, var skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær.
Símamynd Reuter
Jeltsin ásakar
Gorbatsjov
Sovéski þingmaðurinn Boris Jelt-
sin ásakaði í gær Mikhail Gorbatsjov
Sovétforseta fyrir að reyna að bola
sér burtu af stjómmálasviðinu. Á
sama tíma börðust róttækir stjóm-
málamenn gegn árásum gegn þeim
og skoðunum þeirra.
í yfirlýsingu frá Jeltsin segir að
Gorbatsjov hafi tekið þátt í „póbtísk-
um farsa“ er hann hóf umræðu á
þingi fyrr í vikunni um ásakanir
þess efnis að Jeltsin hefði logið því
að einhver hefði reynt að myrða
hann. Umræðan snerist um það þeg-
ar Jeltsin, rennvotur og hrakinn,
kom tb lögreglu og skýrði frá því að
einhver hefði viljandi hent honum í
Moskvuána í þeim tilgangi að myrða
hann.
í yfirlýsingu sinni bendir Jeltsin á
að umræðan á þinginu hafi fylgt í
kjölfar frétta í dagblöðum þar sem
hann var ásakaður um drykkjuskap
og fjáraustur í nýafstaðinni ferð
sinni til Bandarikjanna. Jeltsin hefur
ekki neitað því að hafa komið renn-
votur á lögreglustöðina en segir að
staðhæfmg lögreglu um að hann hafi
sagt að einhver hafi vbjandi ýtt hon-
um í ána sé bæði sönn og login. Seg-
ir hann að þetta sé enn ein herferðin
gegn sér og miði að því að koma hon-
um burt af stjórnmálasviðinu. Ekki
er enn ljóst hvað átti sér stað seint í
september þegar Jeltsin kom hold-
votur á lögreglustöðina. Hann segir
að það sé einkamál hans.
Þrjátíu og fimm þingmenn lögðu
fram fyrirspum tb Gorbatsjovs á
þinginu í gær. Var þar spurt hví
maðurinn sem hóf „glasnost-stefn-
una“ hafi ávítað tvo þekkta umbóta-
sinna á fundi í síðustu viku. Að sögn
eins heimildarmanns á forsetinn að
hafa sagt að annar þeirra, Júrí Afan-
asyev, ætti að segja sig úr kommún-
istaflokknum þar sem hann hefur
gagnrýnt stefnu flokksins um of og
farið fram á afsögn Vladislav
Starkovs ritstjóra. Reuter
Hörð gagnrýni
á S-Afríku
Varia hafði toppfundur samveldis-
landanna hafist í gær þegar leið-
togarnir hófu upp raust sína gegn
yfirvöldum í Suður-Afríku. For-
dæmdu þeir kynþáttaaðskbnaðar-
stefnuna og lýstu yfir þörf á frekari
efnahagslegum refsiaðgerðum.
Á fundinum, sem haldinn er í Ku-
ala Lumpur í Malaysíu, horfði Brian
Mulroney, forsætisráðherra Kanada,
stíft á Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, um leið og hann
fuUyrti að refsiaðgerðirnar hefðu
leitt til ákvörðunar de Klerk Suður-
Afríkuforseta um að leyfa mótmæla-
göngur og láta lausa átta pólitíska
fanga. Thatcher er andvig efnahags-
legum refsiaðgerðum gegn Suður-
Afríku.
Mulroney lýsti því yfir að barátt-
unni væri ekki lokið fyrr en endi
yrði bundinn á kynþáttaaðskilnaðar-
stefnuna. Á fundi leiðtoganna í Van-
couver fyrir tveimur árum voru abir
á öndverðum meiði við Thatcher um
refsiaðgerðir.
Forseti Zambíu, Kenneth Kaunda,
kallaði alþjóðlega banka blóðsugur
vegna ákvörðunar þeirra um að
framlengja lán upp á átta mUljarða
doUara til suður-afrískra yfirvalda.
Höíðu leiðtogar samveldislandanna
49 vonast tb að geta notað skuldimar
til að þvinga fram póbtískar breyt-
ingar.
Forseti Suður-Afríku er hins vegar
ánægður með framlenginguna þar
sem hún veitir honum meiri tíma tb
aö koma áætlunum hans um umbæt-
ur í framkvæmd.
Reuter
Galileo á leið
til Júpíters
'GalUeo, 1,5 mUljarða dobara
bandarískur könnunarhnöttur, er
nú lagður af stað í sex ára ferðalag.
Það var bandaríska geimskutlan Atl-
antis, með fimm manna áhöfn innan-
borðs, sem kom GalUeo á ferð um
himinhvolfið í gær eftir að geimskot
bandarísku geimrannsóknarstöðv-
arinnar gekk samkvæmt óskum.
Skoti Atlantis var frestað á þriðju-
dag vegna veðurs. í þetta sinn var
einnig um stutta töf að ræða, nokkr-
ar mínútur. Höfðu embættismenn
NASA, bandarísku geimrannsóknar-
stöðvarinnar, áhyggjur af veðri á
Spáni, þar sem skutlan myndi lenda
ef í nauðir ræki, sem og veður á
Canaveral-höfða. AUt gekk þó upp
að lokum.
GalUeo mun fyrst fara einn hring
umhverfis reikistjörnuna Venus, því
næst tvívegis umhverfis jörðu áður
en hann nær takmarki sínu, að kom-
ast að reikistjömunni Júpíter. Áætl-
að er að Gableo nái að Júpíter þann
7. desember 1995.
Gableo, sem er einn fiblkomnasti
og jafnframt dýrasti könnunarhnött-
ur sem byggður hefur verið, var los-
aður frá Atlantis og komið af stað í
ferð sína rúmlega einni klukkustund
eftir að geimskutlunni hafði verið
skotið á loft frá Canaveral-höfða í
Flórída. Skotið heppnaðist vel, stuttu
áður en óveður, sem hefði getað tafið
för Atlantis imi margar vikur, gekk
yfir.
Gahleo hefur meðferðis minni
hnött sem mun komast nær Júpíter
en könnunarhnötturinn sjálfur á
möguleika á. Gableo mun verða á
braut umhverfis Júpíter í tvö ár og
safna mikilvægum upplýsingum um
reikistjörnuna og hin mörgu tungl
hennar áður en hann kemur aftur tb
jarðar.
Þetta er í annað sinn á þessu ári
að bandaríska geimrannsóknarstöð-
in sendir mannlaust geimfar til
könnunarferðar að annarri reiki-
stjömu.
Reuter
KGB ætlaði að neita að
afhenda Wallenbergskjöl
Fyrsti fundur WaUenbergféiags- Þeir skiidu ekki ailan textann en
ins og fulltrúa sovéskra yfirvalda nægUega mikið tU að verða tor-
í Moskvu á mánudaginn endaði tryggnir. Kváöu þeir yflrmann
næstum því með ósköpum. Yfir- skjalasafiis KGB hafa setiö eld-
völd kröfðust þess að systir Raouls rauðan í framan, með öskjuna í
Wallenberg undirritaöi langa fanginu og neitað að láta hana af
greinargerð á rússnesku. Wallen- hendi nema kvittunin yrði undir-
berg var sænskur stjómarermd- rituð. Mábð leystist þó og fengu
reki sem bjargaði tugþúsundum Sviarnir skjöbn án þess aö þurfa
gyðinga í seinniheimsstyrjöldinni. að kvitta fyrir.
Á mánudaginn sátu Svíarnir á Um tuttugu manns, sem sagst ■
þriggja tíma fundi með sovésku hafa séð Wabenberg síöan í júb
fuhtrúunum, þar á raeðai vara- 1947 þegar hann á að hafa látist
utanríkisráðherra Sovétríkjanna samkvæmt upplýsingum sovéskra
og aðstoðaryfirmanni KGB, so- yfirvalda, hafa gefið sig frara við
vésku leyniþjónustunnar. Viðræð- samtök í Sovétríkjunum sem rann-
urnar fóm fram með aðstoð túlks. saka hvarf Walienbergs. Og í gær
NúhefurkoraiðframaðþegarSov- bámst fuhtrúum Wallenbergfé-
étmennimir vildu afhenda öskju lagsins nýjar upplýsingar sem þeir
raeð vegabréfi Wallenbergs og öðr- vbdu þó ekki greina strax frá. Full-
um gögnum, sem fundust í skjala- trúarnir hafa farið fram á fleiri
safni KGB 22. september síðastbð- fundi með sovéskura ráöamönnura
inn, vildu þeir að undirrituð yrði og verður sá næsti haldinn á morg-
kvittun sem á var langur texti á un.
rússnesku. tt
Svíarair neituðu að skrifa undir.
Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, við setningu fundar leiðtoga
samveldislandanna i gær. Aðild Pakistans hefur verið samþykkt á ný eftir
að það sagði sig úr sambandinu fyrir sautján árum. Simamynd Reuter
Ford Bronco II, árg. ’87,
ekinn 52.000.
MMC Pajero EXE dísil, árg. ’88,
ekinn 75.000.
Mazda 323 1,5 LX, árg. ’86,
ekinn 14.000.
MMC Galant Super Saloon, árg.
’89,
ekinn 19.000.
Mazda 626 2000 GLX, árg. ’88,
ekinn 27.000.
Mazda 626 2000 GTi, árg. ’87,
ekinn 39.000.
Honda Civic sedan, árg. '88,
ekinn 6.000.
Subaru 1800 GTi coupé, árg.
’88, ekinn 21.000
Bílasalan
Skeifan
Skeifunni 11
sími 689555
4 línur