Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMÍÚDAGUR 19. OKTÓBER 1989. Ötlönd dv Nokkur hús hrundu í jarðskjálftanum. Simamynd Reuter Eftirlifendum hjálpað úr rústum hraðbrautarinnar. Simamynd Reuter Búast við jafnstórum eða stærri jarðskjálfta á næstu áratugum í Kalifomíu: Hróp og grátur heyrast ekki lengur úr rústunum Með risakrönum, sögum og borum var hafist handa í gær viö að leita í rústum Nimitz-hraðbrautarinnar í Oakland að eyðilögðum bílum, öku- mönnum þeirra og farþegum. Nokkrum tugum manna var bjarg- að úr rústunum á þriðjudagskvöld en í gær heyrðust ekki lengur stunur og grátur í rústunum og björgunar- menn kváðust efast um að nokkur gæti verið á lífi. Átta sporhundar fundu aðeins einn mann á lífi. Um áttatíu lík, mörg hræðilega lim- lest, fundust þegar á þriðjudagskvöld nokkru eftir að skjálftinn mikli skók San Francisco og nágrenni. Vitað er að að minnsta kosti tvö hundruð sjötíu og þrír fórust í jarð- skjálftanum og sex hundruð og fimmtíu slösuöust. Flestir týndu lífi þegar efri hluti hraðbrautarinnar, sem liggur frá Bay-brúnni, hrundi á neðri hluta brautarinnar. Sumar bif- reiðanna, sem grafnar hafa verið úr rústunum, eru jafnflatar og númera- skilti þeirra, að sögn sjónarvotta. Talið er að það geti tekið vikur að fjarlæga rústimar. Jarðskjálftafræðingar í Kaliforniu sögðu í gær að búast mætti við jafn- stórum ef ekki stærri skjálfta á næstu áratugum og þá líklega norð- an þess svæðis sem verst varð úti á þriöjudaginn. Samgönguyfirvöld í Kalifomíu, segja að vegarkaflinn sem hrundi hafi verið styrktur í kjölfar jarð- skjálftans í San Fernando í suður- hluta fylkisins 1971. Sú styrking var hins vegar ekki nægileg þegar skjálftinn reið yfir á þriðjudag. Or- yggisskoðun á hraðbrautinni fór fram á þriggja ára fresti, eins og á öðrum svipuðum mannvirkjum. Byggingu hraðbrautarinnar var lok- iö 1955. Samgöngur í San Francisco urðu eðlilegar á ný í gær en Bay-brúin var enn lokuð. Fimm þúsund manns era sagðir hafa hafst við í bækistöðvum Rauöa krossins. Talsmaöur tryggingafélaga sagði þau búast við aö fá bótakröfur upp á meira en milljarö dollara. En í kald- hæðni örlaganna gætu sum trygg- ingafyrirtæki grætt þegar fram líða stundir vegna aukinnar ásóknar í tryggingar í kjölfar jarðskjálftans. Iðgjöldin gætu nefnilega hækkað. Aíleiðingar jaröskjálftans fyrir efnahag Kaliforníu eru taldar verða meiri en tjónið sem varð er fellibyl- urinn Hugo gekki yfir suðurríki Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Vegna stærðar Kaliforniu mun efna- hagur Bandaríkjanna í heild verða fyrir neikvæðum áhrifum en þó ekki nógu miklum til að sá hagvöxtur sem átt hefur sér stað í bandarísku þjóð- félagi stöðvist. Dan Quayle, varaforseti Bandaríkj- anna, kom til jarðskjálftasvæðanna í gær. Flaug varaforsetinn í þyrlu yfir þau svæði sem verst urðu úti í jarðskjálftunum en hitti ekki að máli borgarstjóra San Francisco, Art Agn- os. Borgarstjórinn velti því fyrir sér til hvers Quayle hafi verið að koma og gaf í skyn að kannski hefði það bara verið til að vekja á sér athygli. Quayle boðaði heimsókn Bush síð- ar í vikunni en hann minntist ekki á hvort forsetinn myndi hitta að máli borgarstjórann í San Francisco eða einhvem annan borgarstjóra á jarð- skjálftasvæðinu. Reuter Hlúð aö slösuðum skömmu eftir jarðskjálftann. Simamynd Reuter Linda Reed leitar að eiginmanni sínum þar sem Bay-brúin gliðnaði I sundur. Hann var ekki meöal fórnarlambanna. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.