Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989.
33
Menning
Til þessa hafa á tólffca þúsund
miðar selst á kvLkmyndahátíðina
og fotráðamemi hennar reikna
með að gestir verði orðnir um 15
þúsund þegar sýningum lýkur
annað kvöld. Þegar síðasta hátíð
•var haldin í hittifyrra komu hátt
í Í4 þúsund gestir en 17 þúsund
árið þar áður.
Þessi aðsókn dugar fyrir kostn-
aði við hátíðahaldið enda verður
svo að vera því kvikmyndahátíð-
in er haldin án þess að styrkir
komi til.
Þótt enn séu tveir dagar eftir
af hátíðimii er þóst að myndin
Himiim yfir Berlín hefur notið
meptra vinsælda meðal gesta. Þá
hafa Lestin leyndardómsfulla og
Salaam Bombay einnig lilotið
góða aðsókn.
Lorca er maður haustsins í ís-
lenskum leikhúsum.
Bemarða eða
Vernharða
Spænska leik- og ljóðskáldið
Federico Garcia Lorca nýtur
mikillar hylli í islenskmn leik-
húsum nú á haustmánuðum.
Leikfélag Akureyi’ar frumsýndi í
síðustu viku eitt þekktasta verk
skáldsins og kallar Hús Bemörðu
Alba. Þjóðleikhúsið lætur heldm*
ekki sitt eftir liggja og sýnir um
jólin sama verk en þar heitir það
Heimili Vernhörðu Alba.
Áhugameim um leiklist geta því
valið mn tvær útgáfur af verkinu.
Á Akureyri er sýnd endurskoöuð
þýðing Einars Braga en hann
hafði áður þýtt leikinn fyrir Leik-
félagReykjavíkur árið 1966. Þjóð-
leikhúsið fékk hins vegar Guð-
berg Bergsson til að þýða verkið
að nýju og í þeirri útgáfu fá Þjóð-
leikliúsgestir að sjá Lorca.
Yuzuko Horigome er væntanleg
á listahátíð i sumar.
Fiðlusnilh'ngur
kemur
Þeir sem séð hafa bresku mynd-
ina Vitnisburðinn á kvikmynda-
hátíðinni hafa veitt athygli fógr-
um fiðluleik í myndinni. Þaö er
japanski fiðluleikarinn Yuzuko
Horigome sem þar strýkur um
strengi.
Þetta veröur þó örugglega ekki
það síðasta sem landsmenn heyra
til Horigome þvi henni hefúr nú
verið boöið á listahátíð í sumar,
Horigome nýtur mikillar virð-
ingar í tónlistaheirainum og hef-
ur verið talin einn efnilegasti
fiðluleikari heirasins allt ffá því
hún kom fyrst fram raeð Lund-
únasinfóníunni árið 1983.
Oliver þegar sýndur á 22 sýningum 1 Þjóðleikhúsinu:
Yfir 17 milljónir
komnar í kassann
- sýningar ekki fleiri en 36 vegna annarra verkefna
Tekjur af hverri sýningu á söng-
leiknum Ohver í Þjóðleikhúsinu eru
allt að 800 þúsund krónur. Oliver
hefur nú verið sýndur á 22 sýningum
þannig að Þjóðleikhúsið hefur fengið
ríflega 17 milljónir í tekjur af söng-
leiknum frá því hann var frumsýnd-
ur í byijun mánaðarins.
Alls er áætlað að hafa 36 sýningar
á Oliver þannig að ef uppselt verður
allt til loka, eins og hingað til, verða
tekjur af sýningum nálægt 30 mfilj-
ónum. Sýningum hefur verið fjölgað
eins og hægt er í þessum mánuði og
verða sjö á viku allt til lokasýningar
29. október.
„Þessar tekjur duga vel fyrir kostn-
aði vegna sýningarinnar sjálfrar en
þær breyta htlu um rekstur hússins
þegar áUur kostnaður er reiknaður
með,“ sagði Snævar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, í
samtali við DV.
Þjóðleikhúsið hefur allan búnað
vegna sýningarinnar á leigu og greið-
ir um tíu milljónir fyrir. Upphaflega
var samið um leigu tíl 29. október og
mögulegt var að fá leigutímann
lengdan til að fjölga sýningum.
„Þetta mál var Skoðað hér í húsinu
en niðurstaðan var sú að það borgaði
sig ekki vegna annarra verkefna sem
búið var að semja um,“ sagði Snæv-
ar. „Við hefðum þurft að fresta öðr-
um verkum tU næsta árs og allt
skipulag á leikárinu hefði raskast.
Þetta hefði m.a. skapað aukaútgjöld
vegna biðlauna. Þótt húsið hafi veriö
fuUnýtt á sýningum OUvers er óvíst
hvort það hefði borgað sig að víkja
frá upphaflegri áætlun," sagði Snæv-
ar Guðmundsson.
Eftir mánaðamótin er ætlunin að
frumsýna í Þjóðleikhúsinu gaman-
leikritið Lítið fjölskyldufyrirtæki eft-
ir Alan Ayckbourn.
-GK
Á íslandi vantar
atvinnuleikstjóra
- segir rúmenski leikstjórinn Alexa Visarion
Alexa Visarion: Ég veit aldrei hvenær ég veiti siðasta viðtalið.
„Á íslandi vantar fleiri atvinnuleikstjóra,
menn sem eru sérmenntaðir í leikstjórn. Án
þeirra verður hér aldrei til frumlegt leikhús.
Hér er ekkert til sem hægt er að kaUa „ís-
lenska" leikstjórn," segir rúmenski leikstjórinn
Alexa Visarion sem dvalið hefur hér á landi
síðustu vikurnar og leikstýrt nemendum leik-
Ustarskólans í verki sem verður fumsýnt í Lind-
arbæ í kvöld. Leikritið kallast Grímuleikur í
þýðingu Jóns Óskars og er eftir rúmenska leik-
skáldið Caragiale.
Visarion hefur mikla reynslu af leikstjórn,
bæði á sviði og í kvikmyndum. Undanfarin ár
hefur hann starfað á Vesturlöndum, mest í
Bandaríkjunum en einnig í Svíþjóö, á Spáni og
Ueiri löndum Vestur-Evrópu. Þá hefur hann
einnig unnið í Austur-Evrópu og m.a. sett upp
Grímuleikinn eftir Caragiale í Moskvu. Héðan
fer hann tU Bandaríkjanna.
„Á íslandi vantar aUa hefð í leikstjórn enda
er hún ekki kennd sérstaklega," segir Visarion.
„Hér virðast mér það vera leikarar sem oft á
tíðum taka að sér leikstjórnina en það er ekki
sama að vera leikari og leikstjóri. Það sem ég
hef séð af uppfærslum hér bendir tU að á ís-
landi vanti frumlega leikstjóra. Þjóðleikhúsið
býður t.d. upp á gamla enska stælingu á söng-
leiknum OUver. Það er ekkert frumlegt við sýn-
inguna.“
Sé þetta fólk í miðbænum
Visarion var boðið að leikstýra hér eftir að
kennarar frá Leikhstarskóla íslands sáu leikrit
sem hann stýrði í Malmö í Svíþjóð. Hann var
beðinn að setja hér upp klassískt verk og valdi
Caragiale sem er áður óþekktur hér en er talinn
besta leikskáld Rúmena. Caragialé var uppi á
árunum 1852 til 1912 og var einn helsti frum-
kvöðitil fáránleikaleikhússins í heiminum.
„Ég tel miktivægt fyrir leiklistarnema að fá
kynnast verki sem er afsprengi ólikrar menn-
ingar og orðið til á aUt öðrum tíma en við þekkj-
um,“ segir Visarion. „Hugmyndin með því að
velja þetta verk er að brúa bil mUU tímabila
og menningar. Caragiale var meistari háðsins
og honum tókst að sýna mönnum fáránleika
mannlífsins.
Verk hans eru klassísk því mannlegt eðli
breytist ekki svo mikið. Heimurinn, sem hann
skapaði í verkum sínum, er atis staðar þekkt-
ur. Hann skrifaði um fólk sem er þrúgað af
örvæntingu og skelfingu og andtit þess ekki
annaö en grímur. Þetta er lifandi fóUí en veit
ekki hvemig það á að lifa. Ég sé svona fóikhér
í miðbæ Reykjavíkur um helgar.“
Visarion er einn fárra hstamanna frá Rúme-
níu sem fær að ferðast til Vesturlanda. Hann
hefur imdanfarin ár fengið vegabréfsáritun til
eins árs í einu og nýtt sér hana. Fjölskyldan
hefur þó að jafnaði dvahð heima í Rúmeníu og
Visarion fer árlega heim og vinnur þar.
„Ég veit aldrei hvenær þessum ferðalögum
minum lýkur, hvenær ég leikstýri síðast á Vest-
urlöndum, hvenær ég veiti síðasta viðtalið.
Þetta verður bara aö koma í ljós,“ segir Visari-
on. „Ég er ekki kommúnisti og fjölskylda mín
ekki heldur. Ég er listamaður og tel að Ustin
eigi að fá að þrífast Ustarinnar vegna.
I Rúmeníu hef ég frelsi til að gera það sem
mér sýnist en það kostar baráttu. Þegar ég
sæki um leyfi tU að gera kvikmynd eða setja
upp leikrit þá eru fyrstu viðbrögðin að biðja
um „eitthvað úr okkar ventieika" sem alhr
vita að þýðir áróðursverk fyrir stjómina. Ég
vti vera frjáls og sinni ekki óskum um áróður.
Ef til vill kemur að því að ég verð að hlýða.“
Tvö ár í breytingar
Visarion segir að áður en langt um líði breyt-
ist ástandið í Rúmeníu líkt og í öðrum löndum
Austur-Evrópu. „Ég spái því að eftir tvö ár veröi
ástandið í Rúmeníu gjörbreytt," segir hann.
„Það gerist ekki endilega vegna þess að fólk
finni svo mikið fyrir ófrelsi í daglegu lífi heldur
vegna þess að efnahagslífið er að hruni komið.
Við Rúmenar gætum verið auðug þjóö en vegna
óstjórnar erum við það ekki. Flestir hafa nóg
að bíta og brenna en fólk er líka farið að
hamstra mat því það á von á þrengingum á
næstunni," sagði Alexa Visarion.
-GK