Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. 15 Valda bækur mengun eða heilsutióni? Margir viröast halda aö í al- mennu, velviljuöu hjali stjórn- málamanna um nauðsyn þjóðlegr- ar listsköpunar felist einhver menningarstefna en það er mis- skilningur. Hlýleg ummæli pólitík- usa um gildi íslenskra bókmennta að fornu og nýju eru sömuleiðis bara marklitið eða í besta falli meinlaust orðagjálfur, nema þess- um hlýju orðum sé beinlínis fylgt í verki þegar tækifæri gefast til þess. Svo notað sé gróft en ákaflega skýrt dæmi þá má minna á að Adolf Hitler lét ekkert tækifæri ónotað til að játa í ræðum ást sína á frið- samlegri sambúð þjóða; það var hins vegar bara orðagjálfur því eins og menn vita var stefna hans allt annað en friðsamleg. Innantóm orð Alltof lengi hafa hérlendir flokk- ar getað falið stefnuleysi sitt bak við innantóm orð; sveifað einhverri huggulegri draumsýn og látið þar við sitja. Kannski hafa fjölmiðlarn- ir ekki verið nógu duglegir við að krefjast ákveðinna svara, áþreifan- legrar stefnu. Framfaraflokkurinn danski þótti KjaUaiiiin Einar Kárason formaður Rithöfundasambands íslands armálastefnan var til dæmis sú að leggja niður danska herinn, hann væri gagnslaus hvort sem er, og setja í staðinn upp símsvara sem færi í gang við innrás og segði á rússnesku: „Við gefumst upp.“ En menningarstefna flokksins var hins vegar loðnari, þar var slegið úr og í og ekkert nefnt sem festa mætti hendur á. Þetta vildu fréttamenn ekki láta þá komast upp með og gerðu harða hríð að einum forystumanna . flokksins á blaðamannafundi, heimtuðu skýrari línur. Og á end- anum togaðist það upp úr mannin- um að hann teldi Danmörku vera of lítið málsvæði til að halda uppi sjálfstæðum ballett. Þóttust menn þá nokkru vísari um hvaðan vind- urinn myndi blása á menninguna undir þeirra stjórn. „Bækur eiga aftur á móti að bera fullan skatt, þann hæsta sem þekkist í heim- inum, að því er næst verður komist.“ hafa nokkuð skýra og einfalda póli- Bækur með fullan skatt tík hvað ýmsa hluti varðaði; varn- Stefna valdhafa, hvað sem öllú Lesmál ýmiss konar hefur verið undanþegið söluskatti... Bækur hafa hins vegar aldrei komist í þann virðingarsess, segir höfundur. orðagjálfri hður, birtist meðal ann- ars í því hverpig reynt er að stýra neyslu fólks með sköttum, tollum og gjöldum. Alhr vita til dæmis að það er talið landi og þjóð til hag- sældar að menn kaupi fremur ís- lenskar vörur en innfluttar þar sem hvort tveggja er í boði og því er reynt að leggja tolla og álögur á erlendu vöruna eftir því sem mögu- legt er. Áfengisstefnu stjórnvalda má lesa út úr því hvemig lægri álagn- ing er lögð á þær víntegundir sem skaðminni eru taldar. Mjög skýrt dæmi af þesu tagi er hvernig ríkið leggur minni gjöld á blýlaust bens- ín heldur en hitt sem eitrar meira umhverfið. Með skattastefnu reyna yfirvöld sem sé að draga úr kaup- um fólks á blýmenguðu bensíni. Það er afar einfalt. Nú er það ekki svo, eins og sumir hafa haldið fram, að íslensk stjórn- völd hafi enga menningarstefnu. Lesmál ýmiss konar, sem tahð er gegna jákvæðu og mikilvægu hlut- verki, hefur til dæmis verið undan- þegið söluskatti, þ.e.a.s. blöð og tímarit. Bækur hafa hins vegar aldrei komist í þennan virðingar- sess. Og með virðisaukaskattslög- unum, sem eiga að taka gildi um næstu áramót, er þessi stefna dýpk- uð og útfærð: Þar er beinlínis tekið fram að dagblöð, áskriftargjöld út- varps og sjónvarpsstöðva og sala tímarita skuli vera undanþegin virðisaukaskatti. Bækur eiga aftur á móti að bera fullan skatt, þann hæsta sem þekk- ist í heiminum, að því er næst verð- ur komist. Menningarsögulegt stórslys í ljósi þeirrar staðreyndar að bókaútgáfa á í harðri og síharðn- ;andi samkeppni við sjónvarp, út- varp, blöð og tímarit getur stefna stjórnvalda gagnvart bókmenntum varla orðið skýrari eða einfaldari en sjá má af nefndum lögum. í ílestum menningarlöndum okk- ar heimshluta hefur skattur af bók- um verið fehdur niður eða stór- lækkaður vegna þess að þar hafa stjórnmálamenn talið bókmenntir vera einhvers virði. Hér á landi stendur aftur á móti til að með- höndla bókmenntir eins og ein- hvern skaðvald sem spillir heilsu og veldur mengun. Að óbreyttu mun gildistaka þess- ara laga um næstu áramót jafn- gilda menningarsögulegu stórslysi. Enn eru þó rúmir tveir mánuðir til aö afstýra því og sem betur fer er vitað að það mun verða reynt. í þeim slag kemur svo í ljós munur- inn á þeim sem í raun hafa skilning á gildi íslenskrar bókmenntasköp- unar og svo hinum sem bara slá um sig með marklausu orðagjálfri til atkvæðaveiða. Einar Kárason Vetferðarþjóðfélag eða Margt hefur gerst hér hjá okkur, bæði fyrr og síðar, sem vakið getur mann til umhugsunar um hvers konar þjóðfélagi við lifum í. Ekki er langt síðan áfengi á sérkjörum var enn og aftur í brennideph. Nú var það utanríkisráðherra sem hafði gerst fingralangur í flöskur og sat fastur í einhverri smugunni sem lagasmiðir höíðu hannað hér á árum áður og átti að sjálfsögðu fremur að verða bjargvættur en bölvaldur, bæði fyrir þá sjálfa og aðra sem þar ættu innangengt, enda fáum orðið að fótakefli fram að þessu þó að ríkið borgaði brús- ann. En margt fer öðruvísi en ætlað er og lánið elti ekki Jón í þetta sinn. Og þótt hann vissi sem var, að hon- um voru manna dæmin, neyddist hann samt til að viðurkenna að þetta hefði gerst af dómgreindar- skorti. Nú er dómgreindarskortur ekki óþekkt fyrirbæri en utanríkisráð- herra, sem vantar dómgreind, er alvarlegt vandamál. Það hljóta allir að sjá sem ekki er sama um hvern- ig allt veltist eða hirða hið minnsta um sjálfstæði þjóðarinnar. En þetta er reyndar það vandamál sem ís- lendingar hafa orðið að þola ára- tugum saman eða eigum við að segja að það hafi verið dómgreind- arskortur og annað enn verra. Samanborið við allt það má svo segja að htlu máh skipti þó að utan- ríkisráöherra gerðist djarftækur í drykkjarföngin. Ósk um Natóflug- völl á íslandi og flest annað, sem hann hefur framkvæmt í utanríkis- stefnu sinni, er miklu alvarlegra mál. Erekki mál að linni? Samt sem áður tengist þetta hvað KjaUariim Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður öðru og verður allt annað en geðs- legt á að líta. Það sýnir best dag- bókin fræga, sem fjölmiðlar hafa vitnað í: fyllirí í 206 daga í utanrík- isráðuneytinu og auk þess 19 sinn- um einhver slatti við móttöku varnarmálaskrifstofu... Var kannski á slíkum stundum ákveðið að biðja um Natóflugvöll og leyfa síauknar hernaðarframkvæmdir? Utanríkisstefna íslands hefur veriö sú aht frá því landsölumenn- irnir lögðu hnuna fyrir nærri 40 árum að helst hefði mátt ætla að allar örlagaríkustu ákvarðanir hefðu verið teknar í ölæði. Er ekki mál að hnni? En svo enn sé lítillega vitnað í dagbókina góðu, sem áreiðanlega er hið mesta þarfaþing, kemur fram að á þessu tæpa ári síðan Jón Baldvin varð utanríkisráðherra hefur hann eytt nálægt 9 mihjónum í risnu við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Er ekki skrítið að slíkt skuli geta gerst á sama tíma og all- ur almenningur getur vart lifað af launum sínum? Er eðhlegt að áfengi eða aðrar veitingar, sem um hönd eru hafðar á vinnustaðafund- um Alþýðuflokksins, séu kostaðar af ríkinu? Var kannski á shkum fundum ákveðið að Jón viðskipta- ráðherra seldi Útvegsbankann á tombóluverði? Utanríkisráðherra segist hafa hugleitt að segja af sér en komist að þeirri niðurstöðu að slíkt ætti ekki við. Var það ef til vhl dóm- greindarskortur að hætta við að hætta? Víða er pottur brotinn Allt bendir th þess að fólk sé orð- iö langþreytt á öhu þessu sukki og svahi á hinum hærri stöðum í þjóð- félaginu. Sérkjaraáfengi fyrirfólksins hef- ur fengið ómælda athygli allt frá þeim tíma er það gaus upp á yfir- borðið í vetur leið. Það er eitt sem hið háa Alþingi má hugleiða að svona siðgæði eyk- ur ekki virðingu þess. - Eða á Al- þingi ekki von á því aö þjóðin ætl- ist fremur til þess að það reyni að koma í veg fyrir spilhnguna en veita henni brautargengi með óljósu orðalagi eða flækjum? Hefði ekki verið auðvelt að setja lög sem leystu allan vanda? En það hefur Alþingi ekki vhjað gera - og hvers vegna ekki? Það er að sjálfsögðu þess höfuðverkur. Er það ekki svo að dómgreind og siðferðismat fyrirfólksins eigi að mælast við flöskur og kannski matarskammt að einhverju leyti th að gera það frábrugðið sauðsvört- um almúganum? Og við hveiju má svo ekki búast þegar dómgreindin er fahin spýta eða „stungin af ‘ og flöskurnar hafa' með ofurþunga lagt siðgæðið undir sig? En víða er pottur brotinn og víðar er guð en í Görðum. Forréttindi og fríðindi og aht sem fylgir í kjölfar þess er víða að finna og í hinum ýmsu myndum í þjóð- félaginu okkar. Stundum ber svo við að þegar menn í toppstöðum eiga afmæh geta annaðhvort þeir sjálfir eða samverkamenn þeirra látið ríkið gefa þeim dýrar gjafir án þess að spyija kóng eða klerk. Og hvað svo með biðlaunasiðgæðið? Dæmin eru nærtæk: Sverrir Hermannsson gengur úr Alþingishúsinu yfir í Landsbankann með 6 mánaða bið- laun á bakinu að upphæð nærri mhljón kr„ Albert Guðmundsson hirðir þriggja mánaða biðlaun og auk þess þingfararkaup eftirmanns síns í einn mánuð þegar hann ger- ist sendiherra. Skrípaleikur Það var átakanlegt sjónarspil sem blasti við frá Alþingi í báðum þessum tilfehum. Getur hugsast að alþingismenn séu svo bhndir að sjá ekki ranglætið sem í þessu felst? Auðvitað sjá þeir það en kannski geta þeir sjálfir haft not af þessu síðar. Þótt ekki væri annað en nafnið á laununum sýnir það svo ekki verð- ur um vhlst að þau skuli ekki greiða ef viðkomandi gengur beint inn í annað starf, hvort sem það er hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Einhvern tíma var talað hátt um að moka framsóknar- flórinn þótt minna yrði úr fram- kvæmdum. Hvernig væri nú að þingmenn allra flokka létu hendur standa fram úr ermum á því þingi, sem nú er að hefjast, og kæmu sér sam- an um að moka forréttindaflórinn og afnema þar með öh forréttmdi svo að þeir sem staðið hafa í forrétt- indasvaðinu eða aðrir sem hugsan- lega kæmu til með að standa þar þurfi ekki að velta vöngum yfir því hve langt þeir megi ganga án þess að verða stimplaðir? En því miður... Þetta getur víst ekki gerst. Þeir gáfu sér þetta sjálf- ir eða svo gott sem. Og fram að þessu hafa þeir ekki mátt til þess hugsa að missa glæpinn. Ef þar ætti að verða hugaifarsbreyting dygði líklegast ekkert minna en kraftaverk og þau gerast víst ekki lengur. Og þó... hver veit... ? Kannski tekur þjóðarsáhn sig sam-' an í andlitinu og biður sinn guð að taka þennan kaleik frá sér. Aðalheiður Jónsdóttir „Utanríkisráðherra segist hafa hugleitt að segja af sér... - Var það ef til vill dómgreindarskortur að hætta við að hætta?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.