Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. 3 Fréttir Islenskur námsmaður 1 Stokkhólmi: Löðrungaður og settur nakinn í fangaklefa - lögreglan hefur verið kærð fyrir meðferðina 25 ára gamall maður lenti í mjög óþægilegum óg niðurlægjandi sam- skiptum við svokallaða yfirheyrslu- deild innan lögreglunnar í Stokk- hólmi fyrir skömmu er bruni kom upp í Listaakademíunni. Var hann kaílaður illum nöfnum, löðrungaður, afklæddur og látinn dúsa nakinn í fangaklefa. Maðurinn stundar nám í skúlptúr við Listaakademiuna í Stokkhólmi og hefur hann kært lög- regluna fyrir slæma og harðneskju- lega meðferð. Bruni kom upp í einni álmu Lista- akademíunnar er maðurinn vann við skúlpúr úr málmi í litlu vinnuher- bergi. Herbergin í þessari álmu eru viðarklædd og barst neisti frá málm- inum að veggklæðningu og kviknaði þá í. Manninum tókst ekki að slökkva eldinn og gerði hann strax viðvart. Kom slökkvilið bráðlega á staðinn auk svokallaðs yfirheyrsluhðs sem skipað er átta lögreglumönnum. Þeg- ar hann reyndi af öllum mætti að hjálpa til á- vettvangi var hann skyndilega handjárnaöur af lög- reglumönnunum og færður á lög- reglustöðina í Stokkhólmi. Hófu þeir þá að löðrunga manninn og kalla hann ýmsum illum nöfnum. Loks var hann klæddur úr fotum og látinn dúsa allsnakinn í fangaklefa í heOan dag. Faðir mannsins sagði í samtah við DV í gær að hann hefði haldið að aðgerðir sem þessar væru ekki við- hafðar á Norðurlöndum. „Mér skhst að lögreglan hafi síðan gefið fjölmiðlum þær upplýsingar að sonur minn sé Islendingur, veill á geðsmunum og brennuvargur að auki. Dagens Nyheter birti samt leið- réttingu á því skömmu seinna. Ég veit að þessi lögregludehd hefur oft- sinnis verið kærð enda mun hún ekki vera í miklu áliti hjá Stokk- hólmslögreglunni eða hjá Svíum al- mennt. Það kom heldur aldrei nein kæra á hendur drengnum frá lög- reglunni,“ sagði faðirinn. „Sonur minn missti allar eigur sín- ar í þessum bruna og forsvarsmenn skólans efuðust aldrei um að hann væri saklaus. Þeir útveguðu honum ókeypis lögfræðiaðstoð og síðan var fariö með mótmælaskjal til íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Sendiráð- ið sendir síðan skjalið til utanríkis- ráðuneytisins á íslandi. Að því loknu mun málið fara sín leið til sænskra yfirvalda,“ sagði faðirinn. -ÓTT Þarna sérðu Júlíus. Hann kann að njóta lífsins. < Júlíus er lánsamur maður og hann lítur framtíðina björtum augum. Hann á íbúð og bíl, er í ágætri vinnu og lætur ýmislegt eftir sér. Júlíus lætur sig oft dreyma en ólíkt mörgum öðrum lætur hann drauma sína rætast. Eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir er að ferðast til fjarlægra landa enda gerir hann mikið af því. Júlíus er þó ekki hátekjumaður en hann er skynsamur. Hann er í viðskiptum við Fjárfestingarfélag íslands hf. Það gerir gæfumuninn. * *Júlíus byrjaði ungur að leggja til hliðar af launum sínum til þess að safna í vara- sjóð ef eitthvað færi úrskeiðis. Hann var að vísu ekki ánægður með vextina til að byrja með en hélt að það tæki því ekki að kynna sér betri leiðir af því að upphæðin varsvolítil. Árið 1985 komst Júlíus hins vegar í samband við sérfræðinga Fjárfestingar- félagsins og áttaði sig á því að peningarn- ir hans gætu margfaldast á stuttum tíma. Þá átti hann 300.000 kr. í sparifé. Á rúmum fjórum árum er upphæðin orðin 1.200.000 kr. og árið 1990 hefur fjárhæðin líklega tvöfaldast að raun- gildi. Sannarlega álitlegur varasjóður það - og hann fer vaxandi! Júlíus heldur áfram að leggja til hliðar af launum sín- um og ávaxtar féð hjá Fjárfestingarfé- laginu. Það gerir hann m.a. til þess að geta farið í langt sumarleyfi á hverju ári. Þetta er maður sem kann að lifa lífinu! Þessar tölur eru raunverulegar en nafnið ekki. Hafðu samband, athugaðu hvort við getum aðstoðað þig. Q2> FjÁRFESTINGARFÉLAG ÍSIANDS HF. HAFNARSTRÆTI • KRINGLUNNI • AKUREYRI 28566 689700 25000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.