Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Frestuh fjármagnsskatta Sem betur fer íhugar ríkisstjórnin nú að fresta upp- töku fjármagsskatta. Þá standa vonir til þess, að ný ríkis- stjórn verði setzt að völdum, sem falli frá hugmyndun- um um íjármagnsskatta. Hvað sem segja má um rök fyrir fjármagnsskatti, er augljóst, að núverandi ríkis- stjórn getur ekki komið honum á, svo að réttlæti verði fullnægt. Innan ríkisstjórnarinnar er andstaða við sköttum á fjármagn. Menn segja, að skattkerfið geti ekki staðið að kynningu og framkvæmd á fármagnsskatti samhhða upptöku virðisaukaskatts um næstu áramót. Fjár- magnsskattur mun auk þess leiða til vaxtahækkunar. Líklegast er nú, að lög um vaxtaskatt verði sett á þessu þingi en þau taki ekki gildi fyrr en um áramótin 1990 til 1991, sem sé þarnæsta ár. í frumvarpsdrögum er þó gert ráð fyrir rúmlega 30 prósent skatti á raun- vexti, það er vexti umfram verðbólgustig. Þetta mundi sennilega leiða til hækkunar vaxta um 1,5 til 2 prósent Heildartekjur ríkisins af fjármagnsskatti gætu orðið 600-800 milljónir króna. Af þeirri upphæð er gert ráð fyrir, að 300-500 milljónir fari til lækkunar eignar- skatta, sem nú eru aht að 2,7 prósent. Eftir stæðu því 300-400 milljónir króna sem hreinar tekjur ríkisins vegna fjármagnsskatta. Vaxtahækkunin, sem mundi fylgja vaxtaskatti, er alvarlegust fyrir stöðuna. Vegna aðstæðna á mörkuðun- um mun eigendum fjármagns takast að bæta sér upp vaxtaskatt mð hækkun vaxta. Ladsmenn eru flestir í skuldum. Vissulega ber að hafa réttmæta raunvexti. En landsmenn, það er meirihlutinn, almúginn, má sízt við hækkun vaxta, sem stjórnvöld mundu beinlínis bera ábyrgð á. Þá er á það að hta, að mikill hluti sparenda eru aldr- að fólk. En verði lagður 30 prósent á raunvexti, mun hart gengið að hinum öldruðu. Þeir öldruðu hafa þegar orðið að gjalda þessarar stjórnar, til dæmis með mikilli hækkun eignarskattta. Því yrði enn höggvið í sama knérunn. Á það ber að hta, að hinir öldruðu hafa þegar greitt skatta af tekjum sínum. Vaxtaskattur af sparnaði yrði því nýr skattur á sömu tekjur. Þá mundi vaxtaskattur valda miklum skakkaföhum í sparnaði. Sparnaður landsmanna mundi hrynja, nokk- uð sem við megum sízt við. í hverju þjóðfélagi er góður sparnaður uppistaða hárfestingar og framfara. Stjórn- málamenn segja nú flestir réttilega, að við megum ekki lengur lifa um efni fram og láta komandi kynslóðir borga brúsann. En hvað þá, ef sparnaðurinn hrynur? Við skulum einnig hta á hættuna á fjármagnsflótta. Við upptöku vaxtaskatts er hætt við, að töluvert af Úármagni færist úr landi til ríkja, þar sem vaxtaskattar eru htlir eða engir. Þetta kæmi sér auðvitað mjög iha fyrir okkur í íjárskortinum. Að öhu samanlögðu er eðlilegt að andstaða sé við vaxtaskatta í ríkisstjóminni. Frestur er á illu beztur. Núverandi ríkisstjórn er ekki treystandi til að fram- kvæma fjármagnsskatt af viti og réttlæti. Geta menn th dæmis treyst því, að samhhða upptöku vaxtaskatts fái þeir frádrátt, sem hafa sparifé á bókum með lægri vexti en verðbólgustigið? Shkt þyrfti auðvitaö að gerast, ef vaxtaskattar yrðu teknir upp. Fengju þeir skattfrádrátt, sem borga af lánum sínum meiri vexti en verðbólgustig- ið? Varla munu menn búast við slíku af þessari ríkis- stjórn. Haukur Helgason Sjálfsögö krafa aö þeir sem vilja að þessi blöð haldi áfram göngu sinni, kaupendur og útgefendur, standi sjálfir straum af kostnaðinum. Flokksblöð á kostn að skattgreiðenda -Hve margir kaupendur DV skyldu lesa Alþýðublaðið, Tímann eða Þjóðviijann reglulega? Ég veit það ekki en flest bendir til þess að þeir séu fáir. Á því er einfóld skýring: Hinn almenni blaðalesandi er vandfýs- inn. Hann kýs traust blað sem býð- ur upp á fréttir og fjölbreytt efni fyrir ólíkt fólk. Honum finnst það áreiðanlega sóun á peningum að kaupa pólitísk áróðursrit eins og fyrmefnd'daglöð ■ eru. Almenningi gefið langt nef En vinstri flokkamir, sem gefa blöðin út, hafa séð við þessu. Þeir fá fulltrúa sína á Alþingi til aö sam- þykkja ár eftir ár tugmilljóna króna styrki af almannafé til blaða sinna. Á þessu ári er beint framlag ríkissjóðs til vinstri blaðanna 50 mifljónir króna. Á næsta ári verður styrkurinn tæpar 62 mifljónir króna ef fjár- lagafrumvarp Ólafs Ragnars Grímssonar verður samþykkt. Þá em ótaldir óbeinir styrkir af ýmsu tagi (opinber áskrift, auglýsingar á uppsprengdu verði o.fl.) sem blööin fá og samanlagt nema vafalaust einnig tugum milljóna. Með þessu móti er unnt að halda . úti þremur dagblöðum sem stand- ast ekki samkeppni á fijálsum markaði. Þannig er með öðrum orðum hægt að láta sér í léttu rúmi liggja skoðanir og vilja almennra blaöalesenda. Fullyrða má að án þessa ríflega stuðnings stjómmálamanna og stjórnvalda kæmu Alþýðublaðið og Þjóðviljinn alls ekki út og líklega Tíminn ekki heldur. Skipta vinstri blööin máli? Um það em vafalaust flestir rétt- sýnir menn sammála að hér er um misnotkun á almannafé að ræða. En margir draga hins vegar í efa að þessi misbeiting á skattfé okkar komi vinstri flokkunum raunvem- lega að haldi. Em þetta ekki áhrifa- laus blöð sem aðeins em lesin af fámennum hópi? heyrist spurt. Leseridahópur flokksblaðanna er vissulega fámennur en í honum er á hinn bóginn fólk sem hefur völd og áhrif í þjóðfélaginu: stjómmála- menn, starfsmenn hagsmunasam- taka og þrýstihópa og fjölmiðla- menn; fólldö sem stundum er kall- að „hinar talandi stéttir“. Það er ekki síst með stuðningi hinna síðastnefndu í þessum hópi, flölmiðlamanna, sem vinstri blöðin hafa áhrif á framvindu mála og umræðuefni fólks. Stundum virðist manni að þau séu hreinlega gefin út til að hafa áhrif á aðra fjölmiðla eða komast þar að. KjáUarinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur því að misnota skattfé almennings. I vor lagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra Alþýðu- bandalagsins, til að settur yrði á laggimar opinber fjölmiðlasjóður og rynni í hann ákveðið hlutfall af auglýsingatekjum íjölmiðla. Úr sjóðnum yrðu síðan veittir styrkir til að ,jafna aðstöðu“ á íjölmiðla- markaöi eins og komist var að orði. Á venjulegu máli fólst í þessari hugmynd að fé yrði tekið af þeim fjölmiðlum, sem em vel reknir og njóta hylli fólks, og færðir til fjöl- miðla sem eru illa reknir eða al- menningur hefur ekki áhuga á. Til að mynda gæti starfræksla svona fjölmiðlasjóðs þýtt að tugir millj- óna króna af auglýsingatekjum DV og Morgunblaðsins yrðu fluttir til Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóð- vfljans. Eða að tekjur, sem Bylgjan „FuUyrða má að án þessa ríflega stuðn- ings stjórnmálamanna og stjórnvalda kæmu Alþýðublaðið og Þjóðviljinn alls ekki út, og líklega Tíminn ekki heldur.“ Það hefur til dæmis lengi tíðkast á Ríkisútvarpinu að lesa upp helstu fyrirsagnir allra dagblaðanna og segja lauslega frá aðalfréttum þeirra. Þetta er gert bæði í morgun- útvarpi og síðdegisútvarpi. Enginn greinarmunur er gerður á fijálsum og óháðum dagblöðum annars veg- ar og stjómmálablöðum hins veg- ar. Fréttimar, sem lesnar eru upp úr Morgunblaðinu og DV, eru eðli málsins samkvæmt tíðindi dagsins. „Fréttirnar", sem lesnar em upp úr Alþýðublaðinu, Tímanum og Þjóðviljanum, eru hins vegar póli- tísk samsuða sem á ekkert skylt við ærlegan fréttaflutning. En hlustendur átta sig oft ekki á þessu og halda að þeir séu aö hlusta á alvörufréttir. Tæpast er hægt að lá þeim það þegar haft er í huga að útvarps- mennimir gera engan greinarmun á þessum eðlisólíku fréttum. Vinstri blöðin em einnig gefln út til að vera uppspretta stjórn- málafrétta fyrir aðra fjölmiöla, fijáls dagblöð, útvarp og sjónvarp. Þannig koma vinstri menn sér á framfæri á kostnaö almennings. Má segja að með því valdi þeir fólki tvöföldum ama! Úr einum vasa í annan Vinstri mönnum nægir ekki að halda úti þremur dagblöðum með hefur af auglýsingum, yrðu færðar útvarpsstöðinni Rót. Svavar Gestsson telur tilfærslu fjámuna af þessu tagi vafalaust „fé- lagslegt réttlæti" eða „félags- hyggju“ í framkvæmd. Að sama skapi telur hann það þá væntan- lega „kalda frjálshyggju" eða „markaðshyggju" að þeir njóti flár- ins sem afla þess með hugkvæmni sinni, atorku og góðri þjónustu við viðskipavini sína. Ég er sannfærður um að allur almenningur sér í gegnum hug- myndir af þessu tagi. Líklega hefur ráðherrann áttað sig á því enda hefur verið hljótt um flölmiðla- sjóðinn að undaníomu. Þar með er þó ekki sagt að búið sé að kveða óramar niður. í þessu efni sem öðru verða menn að vera á varð- bergi meðan hér situr vinstri stjórn sem virðir að vettugi hefðbundnar leikreglur sflómmála. Enginn ástæða er til að amast við útgáfu Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans þótt þau njóti ekki hylfl almennra blaðalesenda. En mér virðist það sjálfsögð krafa að þeir sem vflja að þessi blöð haldi áfram göngu sinni, kaupendur og útgef- endur, standi sjálfir straum af kostnaðinum en velti honum ekki yfir á herðar okkar skattgreiöenda. Guðmundur Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.