Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989.
Frjálst,óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Skattagleðin
Virðisaukaskatturinn er á næsta leiti. Hann á að taka
við af söluskattinum um næstu áramót. Fundur Versl-
unarráðsins með fjármálaráðherra síðastliðinn mið-
vikudagsmorgun leiddi í ljós að mikill áhugi og um leið
áhyggjur fylgja þessari skattbreytingu. Afleiðingar hans
eru mörgum óljósar en talsmenn virðisaukaskattsins
telja hann auðveldari í meðfórum, skilvirkari og hent-
ugri bæði fyrir þá sem greiða skattinn og leggja hann á.
í aðalatriðum kemur virðisaukaskatturinn í stað
söluskattsins og hefur þar af leiðandi ekki íþyngjandi
áhrif á vöruverð eða þjónustu, umfram það sem leitt
hefur af söluskattinum. Hins vegar hefur gármálaráð-
herra tilkynnt að undanþágum verði fækkað og virðis-
aukaskattur verði lagður á starfsemi og þjónustu ýmiss
konar sem hingað til hefur verið undanþegin sölu-
skatti. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlar,
áskrift og útsöluverð ásamt með auglýsingum, sem þar
birtast, beri virðisaukaskatt. Þetta þýðir í raun að í einu
vetfangi hækkar dagblaðaverð og áskriftargjöld af sjón-
varpi um rúman fjórðung. Sömuleiðis verð á tímaritum
og þeir sem vilja auglýsa í fjölmiðlum munu þurfa að
greiða sömu hækkun.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þessa hækk-
un. Hún mun kippa fótunum undan útgáfustarfsemi.
Kaupendum mun fækka, svo og þeim sem auglýsa. Út-
varpsstöðvar og sjónvarp, sem treysta á auglýsingatekj-
ur, munu vart standast þessa atlögu, hvað þá tímarit,
landsmálablöð og jafnvel dagblöð. Skattar hafa áður
verið lagðir á eða hækkað frá einum tíma til annars en
það er einsdæmi að nýjum 26% skatti sé skellt á, án
nokkurs aðdraganda. Slíkar drápsklyflar eiga sér ekki
hliðstæðu.
Bókaútgefendur og rithofundar hafa að undanförnu
mótmælt kröftuglega þeim virðisaukaskatti sem lagður
er á sölu bóka. Röksemdir þeirra eru aðallega þær að
íslendingar eigi fremur að örva bókalestur með því að
gera bækur ódýrari fyrir almenning. íslensk tunga, ís-
lensk bókmenntahefð er í hættu og á slíkum tímum er
það öfugsnúningur að íþyngja bókaútgáfu með 26%
skatti. Þetta eru sterk rök og það sama gildir um aðra
útgáfustarfsemi, nema hvað þar er staðan hálfu verri
því skatturinn er nú lagður á í fyrsta skipti með fullum
þunga.
Fjölmiðlar í hinum ýmsu myndum eru hluti af tján-
ingar- og prentfrelsinu. Þeir eru vettvangur skoðana-
skipta, vettvangur frjálsrar umræðu í landinu. Sú
stefna, sem úármálaráðlerra boðar með álagningu virð-
isaukaskattsins, er atlaga að skoðanafrelsinu. Ekki
bætir úr skák þegar hann tekur fram að ríkissjóður
muni endurgreiða skattinn að hluta, til þeirra sem að
mati ríkisvaldsins hafa menningargildi, félagslegt eða
byggðastefnulegt hlutverk. Ríkisvaldið ætlar að mið-
stýra því hverjir séu þóknanlegir ráðandi öflum hverju
sinni. Það á að drepa þá sem ekki hafa efni á að halda
úti blöðum, útvarpi eða tímaritum en skammta síðan
peningana út til þeirra sem pólitíkusamir hafa dálæti
á! Er hægt að storka lýðræðinu og skoðanafrelsinu öllu
meir?
Fijálslyndir og lýræðissinnaðir alþingismenn eiga að
koma í veg fyrir þessa fyrirætlan. Þeir eiga að koma
vitinu fyrir úármálaráðherra. Þeir eiga að standa vörð
um þá gmndvallarstefnu að íslendingar rækti með sér
frjálsa og óhefta umræðu, þeir eiga að efla íslenska flöl-
miðla í stað þess að þagga niður í þeim.
Ellert B. Schram
„Breytingin í Austur-Evrópu of mikil til að hún gangi nokkru sinni til baka“, segir m.a. í greininni. - Leiðtogi
austur-þýska kommúnistaflokksins, Egon Krenz, heilsar mannþröng á Marx Engels torgi i Austur-Berlín eftir
að hann var kosinn æðsti maður landsins.
Um aðgát og
uppburðaleysi
Nú er ekki lengur logn um Bush
Bandaríkjaforseta eins og ríkt hef-
ur mestallan tímann síðan hann
tók við. Skjótt skipast veður í lofö
og hvöss gagnrýni beinist nú að
Bush úr öllum áttum. Prófraun
hans var tilraunin til valdaráns í
Panama og á því prófi féll Bush,
ekki aðeins að dómi þeirra sem
vildu að Bandaríkin skærust í leik-
inn heldur hinna líka sem telja aö
rétt hafi veriö að láta málið af-
skiptalaust.
Gagnrýnin beinist ekki eingöngu
að stefnunni í Panama heldur fyrst
og fremst hagsmunagæslu Banda-
ríkjanna utaniands yfirleitt. Pan-
ama skiptir htlu máh í sjálfu sér,
það sem skiptir máli er geta Banda-
ríkjanna til að skilgreina hagsmuni
sína og fremfylgja þeim. Frammi-
staða Bush í vaidaránstilrauninni
gegn Noriega þykir sýna að hann
skorti bæði festu og djörfung, og
það þykir ills viti í Evrópu þar sem
nú eru mestu breytingatímar 1 ára-
tugi og ný stefna bíður mótunar.
Bush hefur í marga mánuði talað
um nauðsyn þess að koma Noriega
eiturlyíjaherstjóra frá völdum og
gert brotthvarf hans aö forgangsat-
riði stefnu sinnar en þegar tæki-
færið bauðst til að framkvæma þá
stefnu í verki þorði hann ekki að
taka áhættuna af beinum afskipt-
um. Þaö getur vel hafa verið skyn-
samlegt en eftir situr að Bush sé
maður orða en ekki athafna.
Einkunnagjafir
í kjölfar þessa máls eru Bush nú
gefnar nýjar einkunnir. Það orð,
sem nú er mikið notað til að lýsa
stjóm hans, er uppburðaleysi.
Sumir kalla hann hræðslugjarnan,
aðrir óvirkan og afskiptalausan. í
kosningabaráttunni í fyrra var
Bush stundum kallaður veimiltíta,
sú einkunn er honum einnig gefin
núna.
Noriega hefur veriö fleinn í holdi
Bandaríkjamanna allt frá því
haustið 1987, þegar hann var opin-
berlega ákærður í Bandaríkjunum
fyrir eiturlyfjasmygl. Sumir hafa
rifjað upp vanmátt Bandaríkjanna
gagnvart íran árin 1979 og 80 þegar
starfsmönnum bandaríska sendi-
ráðsins var haldið í gíslingu í Te-
heran og bent á háðslega að saman-
borið við Bush hafi Jimmy Carter
verið hið mesta hörkutól.
Hingað til hefur Bush sloppið
ótrúiega vel við gagnrýni, í byrjun
september voru um 70 prósent
Bandaríkjamanna ánægð með
hann. En um leiö og hann gefur
höggstað á sér með óákveðni sinni
í Panama dynur á honum uppsöfn-
uð óánægja síðustu mánaða.
Gætni
Það er skiijanlegt að á þeim
óvissutímum, sem nú eru vegna
nýrra viðhorfa í samskiptum risa-
veldanna og breytinganna í Aust-
ur-Evrópu, vilji Bandaríkjamenn
vera varkárir. í stjómartíð Bush
hefur stefiian einkennst af að-
KjáUaiinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
gerðaieysi, hún er í því fólgin að
bíða átekta. Bandaríkjamenn virð-
ast frekar vilja hvetja aðra til at-
hafna en gera nokkuð sjálfir.
Í Mið-Austurlöndum styðja
Bandaríkin friðarhugmyndir Mu-
baraks Egyptalandsforseta en hafa
enga áætlun sjálf. í Evrópu vilja
Bandaríkjamenn að Evrópubanda-
lagið hafi forystu um aðstoð við
Pólverja, en leggja sjálfir lítið af
mörkum. - Svo er helst að sjá sem
Bush og öryggismálaráðgjafar
hans geri sér óþarflega góða grein
fyrir takmörkunum sínum, en að-
gerðaleysi er oft túlkað sem sinnu-
leysi.
Þaö sem háir Bush öðru fremur
er að hvorki hann né neinn utan-
ríkismálaráðgjafi hans virðist hafa
heildarmynd af því sem að skuli
stefnt. Þess vegna geta Bandaríkin
virst stefnulaus, þau bregðast við
einstökum tíðindum frá degi til
dags en í Washington er engin
heildarmynd sem atburðir falla inn
í nema þá sú gamla góða sem Bush
erfði í forsetastóli. - En það gamla
góða er ekki lengur nógu gott, það
er kominn tími til að aölagast nýj-
um viðhorfum. Það er hyggilegt að
rasa ekki um ráð fram í Evrópu en
of mikil gætni of lengi getur breyst
í uppburðaleysi sem er einmitt sú
gagnrýni sem Bush sætir nú.
Gorbatsjov
Bush hefur verið mjög tregur til
að taka Gorbatsjov alvarlega og
viðhorf hans til Sovétríkjanna ein-
kennast af tortryggni. Því hefur
hann veriö seinn til að koma til
móts viö Gorbatsjov í afvopnunar-
málum og virðist reyndar tregur
til að breyta nokkuö gamalii og
gróinni stefnu Bandaríkjanna í
Evrópu. - Hún byggist enn sem
fyrr á kjamorkufælingu og stuðn-
ingi við Nato og Evrópubandalagið.
Það er einmitt í Evrópu sem
skorturinn á heildarmynd er til-
finnanlegastur. Gamla stefnan get-
ur ekki dugað óbreytt mikið leng-
ur. í vændum er sameining Vest-
ur-Evrópu í eitt markaðssvæöi árið
1992, og upplausnin í kommúnista-
ríkjunum gerir alla framvindu
mála mjög óvissa. - Jafnvel er
hugsanlegt að einhver Austur-
Evrópuríkjanna, svo sem Ung-
verjaiand, tengist Evrópubanda-
laginu, og sú skipting Evrópu, sem
öli stefna Bandaríkjastjórnar bygg-
ist á, er að breytast.
Óvinurinn í austri er allt í einu
ekki jafnógnvekjandi og fyrr, og
þar af leiðandi er óttinn við hann
ekki lengur ráðandi sameiningar-
tákn vestrænna ríkja. Það gengur
ekki fyrir Bandaríkjastjórn að láta
sem ekkert hafi breyst. Gorbatsjov
sé stundarfyrirbrigði, og bráðum
muni allt fara aftur í sama gamla
góða farið. - Það sem þegar hefur
gerst er of mikil breyting til að hún
gangi nokkru sinni til baka.
Áræði og djörfung
Það sem Bush þarf að gera er ein-
mitt það sem honum mistókst í
Panama, skilgreina hagsmuni
Bandaríkjanna og afstöðu og vera
síðan sjálfum sér samkvæmur í
framkvæmdinni. Til þess þarf
áræði, yfirsýn og djörfung. Einmitt
það sem stjórn Bush virðist vanta.
Það er ljóst að vegna breyting-
anna í Evrópu hlýtur hlutverk
Bandaríkjanna að taka miklum
breytingum, staða þeirra í evrópsk-
um málum verður öll önnur ef ógn-
unin frá kommúnistaríkjunum er
ekki lengur fyrir hendi. - Og eftir
sameininguna 1992 verður Evrópu-
bandalagið ofjarl Bandaríkjanna á
ýmsum sviðum.
Það er aö vísu rétt að Bandaríkin
hafa engin áhrif á það sem nú er
að gerast í Austur-Evrópu, né held-
ur innan Evrópubandalagsins. Það
er samt ekki næg ástæða til að
halda fast við gömlu stefnuna
óbreytta og reyna að rétlæta hana
með tortryggni. Bush virðist fastur
í fortíðinni og vantrúaður á grund-
vallarbreytingar. En með þvi að
láta reka á reiðanum eykur hann
á óvissuna í heimsmálunum og
aðgerðaleysi hans getur leitt til
þess að Bandaríkin tapi svo pólit-
ískum áhrifum aö forystuhlutverk
þeirra verði dregið í efa.
Gunnar Eyþórsson
„ ... sú skipting Evrópu, sem öll stefna
Bandaríkjastjórnar byggist á, er að
breytast.“