Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. 33 T .ífgtfll Nýtt frumvarp um kreditkort: Tryggingavíxlar úr sögunni - korthafar beri meginhluta kostnaðar Skiptar skoðanir eru um nýtt frumvarp um notkun greiðslukorta. Nái það fram að ganga má búast við að korthöf- um fækki. DV-mynd Brynjar Gauti Jón Sigurösson viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi nýtt frum- varp um notkun greiöslukorta. Helstu nýmæli í frumvarpinu eru þau að lagt er til að ráðherra sé heim- ilt, með reglugerð, að ákveða skipt- ingú kostnaðar af viðskiptunum Neytendur milli korthafa og viðtakanda greiðslu. Einnig er lagt til að hér eft- ir skuli viðskiptatraust viðkomandi ráða því hvort korti er úthlutað. Þar með verði tryggingavíxlar greiðslu- korta úr sögunni nema í undantekn- ingartilvikum. Rétt er að benda á aö ekki hefur fram til þessa þurft að leggja fram tryggingu af neinu tagi til þess að fá ávísanahefti. Fram til þessa hefur verið algengt að óútfylltir víxlar væru teknir sem trygging fyrir greiðslukortum og mýmörg dæmi þess aö fólk hafi farið mjög illa út úr því að ljá nafn sitt á slíka pappíra. Heildarfjárhæð greiðslukortavið- skipta hér á landi er talin hafa num- ið 20 milljörðum árið 1988. Kaup- mannasamtökin hafa bent á að kostnaður kaupmanna af greiðslu- kortaviðskiptum á því ári hafi numið 300 milljónum króna. í frumvarpinu er lagt til að kostn- aður við notkun greiðslukorta greiö- ist af korthöfum utan sérstakt gjald sem kortafyrirtæki er heimilt að leggja á móttakanda þjónustu sem greiðist með korti. Þetta gjald megi verða ákveðinn hundraðshluti upp- hæðarsemverslaðerfyrir. -Pá „Það hefur lengi veriö okkar álit skiptaráöherra og erum þvi ánægð- aö kaupmenn ættu ekki einir aö ir með að ráðherra virðist vera bera kostnaö af kortanotkun,“ okkur að mestu sammála hvað sagði Magnús Finnsson, ffam- þetta varðar. Kostnaður af kortá- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- viðskiptum hefur íþyngt smásölu- anna, í samtali við DV. verslun og verið henni fjötur um „Við höfum rætt þessi mál við fót," sagði Magnús. núverandi og fyrrverandi við- -Pá Gunnar Bæringsson: Frjálsa samninga í þessu sem öðru „Við viljum frjálsa samninga í þessu sem ööru,“ sagði Gunnar Bær- ingsson, framkvæmdastjóri Kredit- korta h/f, í samtali við DV um nýtt greiðslukortafrumvarp. „Við sjáum ekki þörfma fyrir sér- stakt frumvarp um þessi efni,“ sagði Gunnar. „Okkur líst alls ekki á að ráðherra eigi að ákveða kostnaðar- skiptingu með reglugerð. Sú þóknun, sem greidd er í dag, er með því lægsta sem þekkist, eða 1-1,5% í matvöru- verslun og 2-3% í öðrum greinum. Eins er með ákvæðið um að ekki þurfi tryggingu þriðja aðila. Það gengur alls ekki að okkar mati. Hvemig eiga menn að fara að því að fá kort í fyrsta skipti. Við sjáum ekk- ert athugavert við núverandi fyrir- komulag. Við ábyrgjumst kaup- manninum greiðslu, öfugt við það sem tíðkast í viðskiptum með ávísan- ir. Það segir sig sjálft að gangi þessi breyting í gegn þá dregur eitthvað úr kortaviðskiptum en 80% af okkar korthöfum eru fullkomlega ábyrg og þarf engar áhyggjur að hafa af þeim,“ sagði Gunnar að lokum. Steingrímur Ari Arason hjá Versl- unarráði íslands tók í sama streng og taldi áætlanir um að láta ráðherra ákvarða kostnaðarhlutfall með reglugerð algjört klúður. Hann full- yrti að slíkt ætti sér enga hhðstæðu erlendis utan í danskri reglugerð. Þar væri ráöherra veitt slík heimild semhannhefðiþóekkinotað. -Pá Þykkmjólk Mjólkursamsalan setur á markað í dag þijár gerðir af þykkmjólk í þremur afbrigðum. Þykkmjólkin telst til mildsýrðra mjólkuraífurða, lík jógúrt að áferð en sætari og mildari. Hægt er að fá þykkmjólk með ferskjum, með epl- um og perum og hreinum jarðar- berjasafa. Gerlamir, sem notaðir eru viö framleiðslu þykkntjólkur, eru sömu ættar og þeir sem eru notaðir í AB mjólk en önnur afbrigði. Þessir gerl- ar eru í meltingarfærum mannslík- amans og eru taldir auðvelda melt- ingu og auka mótstöðu líkamans gegn óæskilegum bakteríum. -Pá Neytendasamtökin: Fögnum fram- komnu frumvarpi „Við fógnum framkomnu frum- varpi um notkun greiðslukorta. Það var löngu tímabært að einhveijir aðrir en greiðslukortafyrirtæki settu reglur um notkun þeirra," sagði Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, í samtali við DV um nýtt frumvarp um greiðslukort. „Við'fógnum því aö það skuh eiga að taka fyrir gjaldþrot einstaklinga af völdum óútfyhtra tryggingavíxla. Þetta hafa verið einstakar reglur hér á landi og við höfum heyrt reynslu- sögur af fólki sem var ekki leyft að losna undan slíkri ábyrgð þótt það reyndi. Hvað varðar kostnaðinn þá hafa Neytendasamtökin frá upphafi hald- ið því fram að rétt væri að korthafar greiddu sjálfir ahan kostnað sem hlytist af notkun kortanna. Niður- stöður skoðanakönnunar, sem Neyt- endasamtökin gerðu, sýndu að yfir- gnæfandi meirihluti var okkur sam- mála.“ - En er ekki kostnaður af notkun kortanna þegar kominn fram í vöru- verði og verður ekki erfitt aö snúa því við? „Ég er enn þeirrar skoðunar að samkeppni tryggi neytendum ávaht best vöruverö. Samkeppni er hér afar grimm í verslun, sérstaklega matvöruverslun. Þar eru menn að selja á eins lágu verði og þeim er unnt og því er ég á þeirri skoðun að neytendur eigi eftir að njóta góðs af þessari breytingu," sagði Jóhannes. Hann sagði Neytendasamtökin hafa velt því fyrir sér hvort væri betri kostur, sá sem frumvarpið legg- ur til eða sá að skylda verslanir, sem taka greiðslukort, til þess að veita kortleysingjum staðgreiðsluafslátt. „Þessa hefur sárahtið gætt á ís- landi, enda hafa kortafyrirtækin sett í sína samninga að kaupmönnum sé óheimilt að mismuna viðskiptavin- um. Þau hafa hins vegar nú snúið við blaðinu og segjast vera hlynnt staðgreiðsluafslætti til þeirra sem ekki hafakort." -Pá Þykkmjólk i þremur afbrigöum kemur á markaö i dag. Samkvæmt upplýsingum frá greiðslukortafyrirtækjum má reikna með að milh 110 og 120 þúsund greiðslukort sé í notkun á íslandi. Margir eru með fleiri en eitt kort á sama reikningi þannig að ætla má að korthafar séu um 80 þúsund eða um þaö bil þriðji hver íslendingur. Gunnar Bæríngsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta h/f, fullyrðir að um 80% korthafa standi fullkomlega í skilum. Það þýðir væntanlega að 20% gera það ekki. Séu þessar tölur yfirfærðar á alla korthafa má reikna með aö þeim fækki um 16-18 þúsund eftir að frumvarpið tekur gildL Þá er reiknað raeð því að vanskilafólk veröi svipt kortínu þegar ekki verður lengur leyfilegt að tryggja það með óútfyhtum víxh. -Pá Leöurskór, st. 20-27. Litur: hvítt, svart, dökkblátt. Verð 1.850. Leöurskór m/stáli á tá. Litur: svart, st. 24-34. Verð frá kr. 2.785. Leóurskór m/stáli á tá. Litur: svart, st. 24-34. Verð frá kr. 2.930. Lakkskór, st. 20-27. Litur: rautt, hvítt, svart. Verð frá kr. 1.690. Leðurskór. Litur: fjólublátt m/gulu. Verð frá kr. 3.570. smáskór sérverslun m/barnaskó, Skólavörðustíg 6 sími 622812 Opið laugardaga kl. 10-13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.