Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990.
Fréttir DV
Háhymingapar flutt úr Sædýrasafninu til Frakklands í gær:
Munu hitta tvo, aðra
háhyrninga frá íslandi
- komu 1 Marineland Cote d’Azur á frönsku rivierunni í gærkvöldi
Bretinn David Taylor dýralæknir með karldýrinb sem er röskir fjórir metrar
að lengd og vegur um eitt tonn. Hann sagöist vera mjög ánægður með
dýrin tvö sem voru flutt úr Sædýrasafninu í Hafnarfirði i Marineland Cote
d'Azur á frönsku rivierunni í gær. DV-mynd Brynjar Gauti
Tveir háhyrningar, kvendýr og
karldýr, voru fluttir úr hvalalaug-
inni í Sædýrasafninu í Hafnarfirði til
Frakklands í gær. Tók ferð þeirra
um sex klukkustundir með flugvél
til Nice í Suður-Frakklandi. Háhyrn-
ingarnir voru síðan fluttir í Marine-
land Cote d’Azur á frönsku rivier-
unni. Þar fór háhyrningaparið í
hvalalaug í gærkvöldi.
Háhyrningarnir, sex ára gamalt
karldýr og sjö ára gamalt kvendýr,
munu fyrst um sinn verða í sér laug
í Marineland en síðan samein-
ast öðru háhyrningapari sem var
veitt viö ísland. Þau dýr voru flutt
frá íslandi árið 1976 og 1982, að sögn
Bretans Davids Taylor dýralæknis.
David starfar á vegum Marinelands
og sagði hann að honum htist mjög
vel á þessi tvö dýr sem hafa veriö
keypt.
„Við segjum að þau tali íslenska
máflýskú og munu því væntanlega
skilja háhyrningaparið sem fyrir er
í Marineland," sagði David í samtali
við DV í gær. Aðspurður hvernig
dýrin þyldu ferðalagið sagði David:
„Þessi dýr eru í mjög góðu ásig-
komulagi og þau þola vel þetta ferða-
lag. Það fer prýðilega um þau í rólun-
um sem þau eru sett í á leiðinni.
Dýrin hafa verið smurð meö feiti til
að forðast uppþornun á yflrborðinu.
Síðan er séð um að vatni sé úðað
yfir þau í flugvélinni. Hins vegar, ef
dýr sem þessi væru ekki í vatni
í þrjá daga, færi ég aö hafa verulegar
áhyggjur. David sagðist bjartsýnn á
aö háhyrningarnir gætu náð þrjátíu
ára aldri í sjódýragarðinum í Mar-
ineland Cote d’Azur.
Forráðamenn Sædýrasafnsins
sögðu við DV að þeir væru mjög
ánægðir með hvernig til tókst með
að flytja háhymingana úr lauginni
og í flugvélina. „Þetta gekk alveg
hnökralaust fyrir sig, enda fór flug-
vélin alveg á réttum tíma af stað,“
sagði einn þeirra.
Tvö kvendýr eru nú eftir í Sædýra-
safninu en ekki er ákveðið hvert þau
verða seld. Þó er ljóst að þau fara
ekki á sama stað og dýrin sém fóru
til Frakklands í gær.
-ÓTT
Innflutningur landbúnaðarvara vegna kjarasamninga:
Fellst ekki á skyndi-
ákvarðanir um innflutning
- segir landbúnaðarráðherra
„Eg hef nú ekki heyrt þessa hug-
mynd og ég tel nú að þetta sé stærra
mál en svo að frá því verði gengiö
yfir kafíibollum. Ég skil vel áhuga
launþega á að halda niöri kostnaði
við þessa vörur og ég er allur af vilja
gerður til að taka þátt í slíku og tel
mig vera að gera slíkt með því til
dæmis að lækka kjamfóðurgjaldið,”
sagði Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra og varaformaður
Alþýðubandalagsins, þegar borin var
uncflr hann hugmynd sem hefur
fæðst í kjarasamningaviðræöunum
um að leyfa innflutning á eggjum og
kjúklingum.
„Ég er ekki tilbúinn að fallast á
einhverjar skyndiákvarðanir um að
fara að opna fyrir innflutning á þess-
um vömm. Ég tel að við eigum að
framleiða þær hér innanlands eins
og almennt þessar vörur og á því
byggist öfl löggjöf landbúnaðar-
mála.”
- En ef þetta liökar fyrir samning-
um?
„Ég á eftir að trúa því þegar á reyn-
ir að til dæmis fulltrúar verkalýðs-
hreyfmga úti á landi, ’sem eru
kannski með stóran hluta sinna
umbjóðenda starfandi við úrvinnslu
landbúnaðarafurða, eigi eftir að nota
þetta sem sérstakt keyri í sínum
samningum. Ég myndi nú fyrst tala
um samstöðu um þetta innan verka-
lýðshreyfmgarinnar áður en ég færi
að taka þetta alvarlega,” sagði land-
búnaðarráðherra.
-SMJ
Akureyri:
Framsóknarágreiningur
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyn:
Uppboðsgjörð í Vatnsendalandið á þriðjudag:
Hefur ríkissjóður heimild til
að gera lögtak í Vatnsenda?
- fimm milljónir króna vangoldnar vegna opinberra gjalda
„Eg hef gert lögtak í Vatnsenda
vegna vangoldinna opinberra
gjalda. Hún hefur verið auglýst á
uppboði þann 16. janúar. Þá kemur
í ljós hvort ríkissjóður hefur heim-
ild til að gera lögtak í eigninni sam-
kvæmt erfðaskránni. Þegar máliö
verður sótt og varið þá kemur í Ijós
hvort aðfarargjörð stenst. En um
þaö þarf aö ganga úrskurður ef
vamaraðili krefst,” sagði Ásgeir
Pétursson, bæjarfógeti í Kópavogi,
í samtali við DV.
Á veðbókarvottorði jarðarinnar
að Vatnsenda kemur fram að á síð-
astliðnu ári hefur Kópavogskaup-
staður fimm sinnum gert lögtak á
eigninni. Ríkissjóður býr því til
eins konar veð fyrir opinberum
skuldum á eigninni. Ásgeir sagði
að eignirnar kæmu fyrir uppboðs-
rétt á þriöjudaginn.
Einnig kemur fram í veðbókar-
vottorðinu að Magnúsi Hjaltested,
eiganda jarðarinnar, séu settar tak-
markanir vegna veðsetningar og
að bann sé lagt við sölu á fijálsum
markaði samkvæmt erðaskrá. í
erfðaskránni segir að eiganda sé
aðeins heimilt að veðsetja sem
nemur 50 prósent af fasteignamati
- þó aðeins til greiðslu eríðaíjár-
skatts er með þarf eða nauðsyn-
legra varanlegra endurbóta á hús-
um jarðarinnar eða henni sjálfri.
-ÓTT
Sala á lagmeti til Sovétríkjanna:
Rússar vilja 30 prósent lækkun
Forsvarsmenn Framsóknarfélags
Akureyrar em ekki á einu máli um
það hvort eining ríki innan uppstill-
ingarnefndar um hver skipi fyrsta
sæti listans við bæjarstjómarkosn-
ingarnar í vor.
Gísli Kr. Lórenzson, foniiaður upp-
stilflngamefndar, og Björn Snæ-
björnsson, varaformaður nefndar-
innar, segja báöir að algjör eining
ríki í nefndinni og Bjöm segir reynd-
ar að þegar sé búið að ákveða hver
skipi efsta sætið. Þegar DV spurði
Svavar Ottesen, formann Framsókn-
arfélags Akureyrar, sem jafnframt
situr fundi uppstiflingarnefndar,
hvort eining ríki í nefndinni sagði
hann hins vegar að í nefndum sem
þessari væri ávallt einhver ágrein-
ingur. „Þú finnur enga slíka nefnd
þar sem ekki er einhver ágreiningur.
Menn em aldrei á einu máli en þessi
mál verða leyst hjá okkur, það þarf
bara tima til þess.“
í nafnlausu bréfi, sem barst DV á
Akureyri og ætla má að sé skrifað
af stuðningsmönnum Þórarins E.
Sveinssonar, mjólkursamlagsstjóra
KEA, segir að sterk öfl hafi verið
fyrir því í flokknum að Þórarinn
skipaði efsta sæti lista framsóknar-
manna. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
bæjarfulltrúi flokksins, sem skipaði
annað sæti flstans í síðustu kosning-
um, hafi hins vegar gert kröfu um
fyrsta sætið nú en það sæti þýði setu
í bæjarráði. Þetta eigi kaupfélags-
menn og stuðningsmenn Siguröar
Jóhannessonar erfitt með aö sætta
sig viö og telji að fylgi muni hrynja
af flokknum fari svo.
Sigurður Jóhannesson, oddviti
framsóknarmanna í bæjarstjóm, er
fulltrúi hjá KEA en hann gefur ekki
kost á sér til setu á lista flokksins
nú. Vitað er að margir framsóknar-
menn telja að Kaupfélagið „eigi“
efsta sætið og sætta sig ekki við það
aö „þeirra maður” fái það ekki.
Þórarinn E. Sveinsson segist kann-
ast við þetta. Hins vegar segist hann
ekki haifa sóst eftir fyrsta sætinu né
nokkm öðru ákveðnu sæti á listan-
um, hann hafi einungis tilkynnt að
hann væri tilbúinn í slaginn verði
eftir því leitað.
í nafnlausa bréfinu, sem barst DV,
segir að 61 flokksmaöur hafi tekið
þátt í skoðanakönnum flokksins á
dögunum og sé könnunin því tæp-
lega marktæk. Samkvæmt heimild-
um DV fékk Úlfhildur þar flest at-
kvæði í fyrsta sætið. En hvað segir
Svavar Ottesen um þetta nafnlausa
bréf?
„Þetta er helvítis mgl og tómt kjaft-
æði. Þar sem talan 61 um þá sem
tóku þátt í skoðanakönnuninni er
nefnd er hins vegar greinilegt að um
trúnaðarbrest f innsta hring flokks-
ins er að ræða því að um þá tölu vissu
ekki aörir en þeir níu aðilar sem sitja
í uppstillingamefndinni.”
Fulltrúar Sölustofnunar lagmetis
hafa mætt mikilli hörku hjá samn-
ingamönnum Sovétmanna í tilraun-
um til aö selja þeim lagmeti frá ís-
landi. Að sögn Garðars Sverrissonar,
forstjóra Sölustofnunar lagmetis,
krefjast Sovétmenn 25 til 30 prósent
verðlækkunar frá í fyrra.
Aö auki hafa þeir ekki fengið heim-
ild til að kaupa af okkur lagmeti fyr-
ir nema 4 mifljónir dollara. í fyrra
keyptu þeir fyrir 5 milljónir og árið
1988 fyrir 6 milljónir dollara.
Garðar sagði aö sovésku samninga-
mennirnir væru gallharðir á að fá
fram verðlækkun. Svo virðist sem
þeir vilji fá sama magn fyrir 4 millj-
ónir dollara og þeir fengu fyrir 5
milljónir í fyrra.
Sölustofnun lagmetis hefur þegar
slegið af upphaflegum hugmyndum
sínum um verð. Garðar segir ekki
hægt að fara neðar og það verð sem
Sovétmenn eru aö tala um sé fyrir
neðan framleiðslukostnaö. Hann
segir að því miður sé útlitið í þessum
sölumálum mjög dökkt.
íslensku samningamennirnir
verða í Sovétríkjunum fram yfir
helgi og ætla að gera úrslitatilraun á
mánudaginn.
-S.dór