Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. 23 pv__________________Kvikmyndir Guðfaðirinn Þótt Francis Coppola hafi aUtaf neitað því að hann mundi gera fleiri myndir um Corleonefiöl- skylduna þá hefur eitthvað freistað hans því í sumar verður myndin Guðfaðirinn III friunsýnd en hann er að kvikmynda hana þessa dag- ana. Fáar kvikmyndir hafa notið eins mikifla vinsælda meðal kvik- myndahúsagesta og GODFATHER og jSODFATHER n. Áhorfendur víða um heim hafa reitt fram yfir 42 milljarða íslenskra króna sem aðgangseyri, auk þess sem 6 millj- arðar hafa verið borgaðir fyrir sýn- ingarrétt í sjónvarpi. Francis Copp- ola leikstýrði báðum þessum myndum. Að mörgu leyti má segja að fyrri myndin hafi komið Copp- ola á framfæri sem afburða leik- stjóra. Raunar leit út fyrir á tíma- bÚi að Coppola yrði rekinn þegar verið var að kvikmynda fyrstu myndina. Coppola hafði valið bæði Pacino og Brando í aðalhlutverkin. Framleiðandinn var ekki á sama máli og neyddi Coppola til að prófa 30 leikara til viðbótar. Þegar niður- stöður lágu fyrir samþykkti fram- leiðandinn hins vegar hinar upp- haflegu tillögur Coppola. Allt þetta umstang og óöryggi raskaði bæði og taíði alla undirbúningsvinnu að gerð myndarinnar þannig að fram- leiðendumir voru hættir að treysta því að Coppola gæti gert hana. Þeir kölluðu því til hóp leikstjóra og völdu Elia Kazan til að taka við af Coppola. En með stuðningi leikara og tæknimanna tókst aftur að beina gerð myndarinnar inn á rétt- ar brautir og Coppola hélt leik- stjóratitlinum. Leyndarmál Mikil leynd hefur hvílt yfir gerð GODFATHER III. Þótt hver kvik- myndaframleiöandi hafi lengi gælt við þá hugmynd að gera framhalds- mynd við GODFATHER II þá hðu 15 ár þangað til Coppola tók af skar- ið og framkvæmdi verkið. Áður hafði flöldi rithöfunda reynt að skrifa handrit að myndinni, án nokkurs árangurs. Sem dæmi má nefna aö á tíma hafði verið gerður samningur við Sylvester Stallone um að leikstýra og leika í GOD- FATHER fll en það féll um sjálft sig á síðustu stundu. En þegar yfir- maður Paramountkvikmyndavers- ins hrindi á síðasta ári til Coppola og bauð honum einu sinni enn að gera GODFATHER III, auk þess sem hann hefði algerlega frjálsar hendur um hvemig hann stæði að gerð myndarinnar, gat hann ekki sagt lengur nei. Ef til vill hafa peningamálin haft eitthvað að segja því Coppola fær vel borgað fyrir verkið því samtím- is var verið að bjóða upp vínekr- umar hans í Kalifomíu vegna skulda sem hann efndi til þegar hann vann að gerð ONE FROM THE HEART. Hann hafði fjár- magnað þá mynd sjálfur með veði í kvikmyndaverinu sínu, Zeotrope, og ofangreindum vínekrum. ONE FROM THE HEART reyndist alger- lega misheppnuð og missti Coppola kvikmyndaverið úr höndunum í framhaldi af því en eygði nú að geta fengið að halda vínekrunum. Handrit Þótt flöldi handrita hefði verið skrifaður varð það úr að Coppola og Marlo Puzo skrifuðu nýtt hand- rit. Þegar það hafði verið endur- skrifað 12 sinnum í byrjun nóv- ember sl. var ákveðið að hefja kvik- myndatöku á Ítalíu. Leyndin er svo mikil að enginn nema Puzo og Coppola vita um hvað 12 síðustu síðumar í handritinu flalla. GODFATHERIII fjallar um sam- glæpamann. Ekkert af þessu gekk upp en áhorfendur fá án efa að sjá nóg af góðum leik og þekktum nöfnum. Tækniundur Þeir sem hafa fylgst með Coppola sem leikstjóra hafa dáðst að því hversu vel tæknilega allar myndir hans eru unnar. Hver man ekki eftir þyrilvængjuatriðunum í APOCALYPSE NOW þegar þær birtast á hvíta tjaldinu og renna sér í morgunsárið inn yfir landið til árásar. Það var einmitt í APOCA- LYPSE NOW sem Coppola hannaði sérstakan myndbandsbúnað til að geta skoðað jafnóðum allt sem kvikmyndað hafði verið, auk þess að geta klippt efnið til. Við gerð GODFATHER III notaðist Coppola við skjá sem hafði að geyma hand- teiknað hvert einasta atriði sem skyldi kvikmyndað. „í dagslok gat ég setiö með Pacino og skoðað öll atriðin sem höfðu verið kvikmynduð, rætt við hann hvernig tekist hefði til og khppt síðan og raðað saman myndrömm- unum eins og okkur fannst koma best út.“ Coppola veit þegar að myndin verður 14 spólur, með sýn- ingartíma upp á tvo tíma og tuttugu mínútur." Þegar þú ert að fram- leiða eins dýra mynd og GOD- FATHER m,“ hefur verið haft eftir Coppola, „hefur þú ekki lengur efni á þ\d að kvikmynda efni sem svar- ar til þriggja tíma sýningartíma og stytta þaö síöan um 40 mínútur." Þegar kvikmyndatökum lýkur í Róm verður haldið til Sikileyjar og þaðan til New York. SÍðan verður myndin frumsýnd í sumar. Slælegur árangur Francis Coppola hefur ekki geng- ið of vel undanfarin ár. Hann hefur verið alltaf mikill ofurhugi og bar- áttumaður. Samtímis teflir hann djarft, stundum of djarft. Þótt hon- um tækist að snúa vörn í sókn hvaö varðaði APOCALYPSE NOW þá brást honum algerlega bogalistin hvað snertir dans- og söngvamynd- ina ONE FROM THE HEART. Næstu myndir á eftir voru litlar og nettar og hlutu gott umtal, eins og THE OUTSIDERS og RUMBLE- FISH, en ekki mikla aðsókn. Jafn- vel mynd eins og THE COTTON CLUB, sem þó var lagt töluvert í, reyndist vonbrigði. Nýjasta mynd Coppola um bíla- framleiðandann TUCKER hlaut gott lof gagnrýnenda en gaf ekki mikið af sér þannig aö þaö er orðið nauðsynlegt fyrir Coppola aö sýna sjálfum sér og öðrum að hann er ekki búinn að gleyma öllum gömlu töktunum sem hann beitti þegar hann gerði Marlon Brandon nær ódauðlegan í GODFATHER-mynd- unum. Því er GODFATHER III aö mörgu leyti tímamótamynd hjá Coppola. Ef hún gengur vel gætum viö því alveg eins átt von á mynd númer 4 eftir 1520 ár. Hver veit? Heimildir: Variety Film Bulletin Baldur Hjaltason Peningar skipta miklu máli I GODFATHER III. . hluti band Corleonefjölskyldunnar við Páfagarð. „Ég hef alltaf dáðst að því hvaö ótakmarkað vald og auðæfi geta komið miklu til leið- ar,“ var nýlega haft eftir Coppola. „Corleonefjölskyldan vill reka lög- leg viöskipti og er til betri lausn en að nota Páfagarð til þess. Páfaríki er sjálfstætt ríki og auðvelt að flytja þaðan fjármagn um allan heim.“ Fjölskyldu- harmleikur í GODFATHER III fellur það í hlut Michaels Corleone, sem leik- inn er af A1 Pacino, að gera fjár- muni fjölskyldunnar löglega. Hann ákveður að kaupa hlutafé í evr- ópsku stórfyrirtæki með Páfagarð sem millilið. En hann er svikinn af gömlum vinum, plataður af óheiðarlegum bankastjórum, jafn- framt því að frændi hans, Vincient, gérir allt sem hægt er til að angra hann. Þegar páfinn veikist og leggst á dánarbeð sígur allt á ógæfuhliðina hjá Michael. Félagar hans í Páfa- garði snúa við honum bakinu og ráðist er á hann og eignir hans á Sikiley. Þótt Michael takist að kom- ast í sátt við fyrri konu sína Kay (leikin af Diane Keaton) og son sinn, Tony, þá eru dagar hans tald- ir. Hver leikur hvern? Þegar Coppola hafði verið gefið grænt ljós varðandi handritið á- kvað hann að reyna að fá til liðs við sig eins marga og hægt var sem unnu með honum að gerð GOD- FATHER II. Hann fékk Gordon Willis sem kvikmyndatökumann Umsjón Baldur Hjaltason ásamt A1 Pacino, Diane Keaton og svo A1 Martino. Ekki má gleyma því að faðir Coppola sá um tónlist- ina að venju og systir hans, Talia Shire, fékk einnig gott hlutverk. Sannkölluð fjölskyldumynd En Coppola vildi einnig ný and- lit. Hann kannaði möguleika á þvi að Robert de Niro og Madonna kæmu fram í myndinni, ásamt því aö fá Frank Sinatra til að leika Johnny Fontane, gamlan ítalskan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.