Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 15
LAUGARÐAGUR 13. JANÚAR 1990. 15 Þaö var búiö aö bjóöa þeim hjón- um í kokkteilboð. Forstjórinn í fyr- irtækinu hélt upp á afmæli sitt og þau höfðu þakkað ástsamlega fyrir boðið og hlökkuöu til að mæta. Það er ekki á hverjum degi sem þeim er boðið í veislu og þetta var til- breyting frá hversdagsleikanum, upplyfting í skammdeginu, og það lá vel á þeim báðum, hjónunum. Frúin fór í hárgreiöslu upp úr há- deginu og húsbóndinn var mættur heima óvanalega snemma, vildi taka sér góöan tíma, raka sig og baða og dusta rykið af sparifótun- um. Hann fékk sér meira að segja vískíglas á meöan hann var að bardúsa við undirbúninginn og sönglaði í hálfum hljóðum. Af- slappaður og ánægður með sjálfan sig yfir þessum vinskap forstjórans sem hafði munað eftir honum og boðið honum að mæta með kon- una. Þau áttu að mæta klukkan fimm en tóku sér tíma til að vera ekki mætt á slaginu. Alltaf óþægilegt að vera fyrstur, alveg eins og maður gæti ekki beðið með að komast í sjússinn, enda gat hann vel fengið sér aftur í glasið heima á meðan konan var aö klæða sig og punta. Ekkert lá á. Partíið mundi sjálfsagt standa lengur en boðið gerði ráð fyrir og þarna mundu vinnuféíag- arnir vera mættir og kannski yrði farið út aö borða á eftir og þetta stefndi í gott kvöld og skemmtilegt. Þau röbbuðu saman, hjónin, í mestu makindum um heima og geima, konan pínulítiö nervös hvort kjóllinn passaði og hvort hárgreiðslan færi nógu vel. En bóndi hennar hrósaði hvoru tveggja í hástert og meinti það. Hafði satt að segja ekki séð hana svona fína og fallega í langan tíma og hugsaði með sér hvað hann hefði nú verið heppinn með kvonfang. Kunningjar hans eru sífellt að kvarta undan kerlingunum og sumir þeirra skildir og frústreraöir yfir kvenmannsmálum sínum. Hjónaband skiptir jú máli og það skiptir líka máli að vera ánægður með sitt og vera ekki alltaf að gera ótímabærar kröfur og heimta að konan líti út eins og fegurðar- drottning. Og svo gat hún bara orð- ið svo fín þegar hún puntaði sig og innst inni var hann stoltur yfir því að eiga þessa konu sem stóð þarna fyrir framan hann. upp á arma sína og lagt á sig að búa með í tuttugu ár. Hann hafði fórnað sér fyrir hana, sleppt mörg- um tækifærum hennar vegna, ver- ið henni trúr og tryggur og skaffað til heimilisins þótt hún hefði í raun- inni aldrei verið honum samboðin. Að sjá hvernig hún leit út. Með grásprengt hárið, hafði fitnað með árunum og aldrei haft vit né smekk til að fylgjast með tískunni. Það var hörmung að sjá þetta útlit. Svo leyfði hún sér að rífa kjaft og standa uppi í hárinu á honum. Nei, skó, hún skyldi sko ekki kom- ast upp með neinn moðreyk. Og hann skellti forstofuhurðinni á eft- ir sér um leið og hann þrammaði að vínskápnum og hellti í glas. Tæmdi vískíið í einum teyg. Hún var farin að kjökra, með grátstafinn í kverkunum, en frekar þó af heift heldur en uppgjöf. Þessi maður sem aldrei hefði getað kom- ist af án hennar, þessi maöur sem hún hafði elskað og verndað þrátt fyrir aumingjaskap og sjálfselsku. Fyrirgefið honum fylliríin, stappað í hann stálinu, fórnað bestu árum ævi sinnar í umhyggju og afneitun á öðrum lystisemdum. Hætti meira að segja í námi hans vegna. Svo stóð hann þarna, miðaldra, vamb- mikill og fordekraður og talaði nið- ur til hennar algjörlega að tilefnis- lausu. „Af öllum þeim mönnum, sem ég hef kynnst um ævina, ert þú sá leið- inlegasti og andstyggilegasti nöld- urseggur sem fyrirfinnst. Skilur ekkert, getur ekkert og kannt ekk- ert nema að rífast út af einhverjum ómerkilegheitum. “ í fullum skrúða Hún reif sig úr kápunni og hljóp inn í svefnherbergið, þrútin af tár- um reiðinnar og hita rifrildisins. Henni bauð við því að hafa þetta mannkerti fyrir augunum. Hann heyrði ekkasogin og dynkinn þegar hún henti sér ofan á rúmið í fullum skrúða veisluklæðnaðarins. Farið hefur fé betra, hugsaði hann og fékk sér aftur í glasið. Ég læt ekki þessa konu vaða ofan í mig. Hann reif sig úr frakkanum og lamdi í vegginn af innibyrgðri heift. Alltaf skal það vera svona, alltaf skal þessi kona spilla fyrir honúm skemmtuninni. Hér stóð hann í bestu fótunum og haföi lofað Hvar eru bíllyklarnir? Það var kominn tími til að tygja sig af stað og hann klæddi sig í frakkann, fálmaöi í vasana og spurði sjálfan sig upphátt: hvar eru nú bíllyklarnir? Ekki það að hann ætlaöi að aka sjálfur en konan smakkaði ekki vín og hún mundi sjá um aksturinn í báðar áttir. Hann var jú búinn að fá sér einn. En bíllyklamir fundust ekki. Ekki í vösunum og ekki á símaborðinu. „Heyrðu góða, ekki hefurðu séð bíllyklana?" „Eru þeir ekki í vasanum eins og veivjulega, elskan?“ Hann leitaði aftur í vösunum og á borðinu en ekki fundust lyklarn- ir. „Þú hlýtur aö hafa séð lyklana eða lagt þá til hliðar, góða. Ertu ekki með þá einhvers staðar?“ „Af hverju ætti ég að vera með búlyklana?" spurði konan annars hugar meðan hún málaði á sér var- irnar. „Þú hefur kannski verið að taka til. Ertu ekki alltaf að taka til hér á heimilinu? Ég bara spurði, mætti maður spyrja?" sagði hann og hnussaöi. „Þú getur sjálfur verið að taka til og þú getur sjálfur passað upp á þína bíllykla" sagöi hún að bragði. „Ég get ekki passað upp á mína bíúykla ef einhver annar tekur þá þaðan sem þeir eiga að vera. Eg setti lyklana hér á borðið þegar ég kom heim í dag og þeir eru ekki lengur á borðinu. Hér hefur enginn gengið um nema við tvö og ef ég hef ekki tekið lyklana þá hlýtur þú að hafa tekiö þá.“ Það var farið að hitna í mínum manni og hann var hættur að segja „góöa“ en stóð þarna á gólfinu og ávarpaði heimilið frekar en konu sína. Hann ætlaði sko ekki að láta konuna komast upp með skæting í sinn garð, blásaklausan af því að finna ekki lyklana að bfinum. Lykl- ar hverfa ekki af sjálfu sér. Hver er í fýlu? „Hvað er þetta maður?" sagöi konan og var nú sjálf komin í vam- arstellingar. Röddin orðin skræk- ari en venjulega og hækkaði eftir því sem leið á ræðuna: „Heyrirðu ekki hvað ég segi? Ég hef ekki tekið neina andskotans lykla, enda hef ég ekkert við þá að gera. Ekki var ég á bílnum, ekki ertu vanur segja mér hvar ég á að leita að mínum hlutum. Ég veit ekki betur en að þú farir allra þinna ferða á þessum bíl þinum án þess að spyrja mig leyfis um eitt eöa neitt. Ef ég á að strauja af þér skyrturnar og þvo af þér nærbux- urnar og elda ofan í þig matinn þá er það nú fulllangt gengíð ef ég þarf að passa lyklana að þessum bíl þínum sem þér virðist stundum þykja vænna um heldur en mig.“ Hún lét hann ekki vaða ofan í sig og hvessti á hann augun og var orðin æst: „Þér er þá nær að eiga varalykla. Málið er bara það að þú tímir ekki að eiga varalykla því þú heldur að þá þurfir þú að lána mér bílinn og það er náttúrlega alltof mikil fórn eftir tuttugu ára hjónaband. Maður er látinn þræla hér á heimilinu og þjóna undir rassinn á þér enda- laust og leiða þig um íbúðina eins og blindan kettling ef eitthvað vantar og maður þarf horfa upp á þig fullan eða fúlan þegar þér þókn- ast. En hvað gerirðu í staöinn? Heimtar að ég viti um bíllyklana þína þegar þú týnir þeim og ferð í fýlu ef ég skríö ekki á eftir þér til að hirða upp hlutina sem þú týnir.“ „Fýlu, ég? Það ert þú sjálf sem ert í fýlu. Það ert þú sjálf sem stend- ur þarna bálreið og öskrandi út af því einu að ég spyr um bíllyklana. Maður má aldrei opna munninn öðruvísi en þú farir á háa c-ið og fáir útrás fyrir minnimáttarkennd- ina yfir því að það er ég sem vinn fyrir þessu heimili. Það er ég sem keypti bílinn og þaö er ég sem keypti íbúðina og nota bæði bílinn og íbúðina eins og mér sýnist. Þú getur keypt þér bíl sjálf ef þú hefur efni á því. Ekki hef ég stoppaö þaö af. Ekki hef ég verið að banna þér að fara þinna ferða og það er ekki ég sem bið þig um að taka héma til. Ef þú vilt endilega hafa heimilið eins og ruslatunnu og mig eins og göturóna í útliti þá er það þitt mál. En ef þú hefur þörf fyrir að ganga á eftir mér með ryksugu og standa í þessari tiltekt daginn út og daginn inn, þá er það aö minnsta kosti lág- mark að þú vitir hvar þú lætur hlutina." Með grátstafinn Hann spýtti þessu út úr' sér þar sem hann stóð prúðbúinn og frakkaklæddur í forstofunni og horfði nú beint niður til konunnar sem haföi komið þessum illindum af stað og var að skamma hann eins og einhvern krakkagemling. Rétt eins og hann ætti þetta skilið, rétt eins og hann hefði gert henni eitt- hvað. Um leið og hann hreytti orðunum út úr sér sá hann þessa konu fyrir framan sig sem hann hafði tekið forstjóranum að heilsa upp á hann í afmælinu og sat svo allt í einu uppi í vondu skapi með kerlinguna grenjandi inni í herbergi. Hvað hafði hann sosum gert? Ekki hafði hann lamið hana. Ekki hafði hann skammað hana að fyrra bragði og ekki hafði hann byrjað á þessu rifrildi. Hvaða vanstilling var þetta? Hann fór smám saman að yor- kenna sér og hafði ekki lyst á vískí- inu og reiðin rann af honum. Var hann ekki og þau bæði á leiðinni í samkvæmi? Hvaða læti voru þetta og út af hverju voru þa%annars að rífast? Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Honum var ekki nokkur lífsins leið aö muna hvernig eða hvers vegna þessi deila upphófst. Verst var að hann mundi heldur ekki hvort konan hefði byrjað frekar en hann. Hann losaði um bindið, stóð upp og hirti frakkann upp úr gólfinu, hristi hann til og slétti úr krump- unum. Þá hringlaði í einhverju inn- an í faldinum. Hann fann gat á vasanum og læddi hendinni inn fyrir fóðringuna. Greip í kippuna með bíllyklunum. „ Á sama augnabliki snaraði ungl- ingurinn á heimilinu sér inn um dyrnar: „Hvað, þú hérna? Ætluðuð þið ekki í afmæli?" „Æ, veistu, við bara nenntúm ekki. Mamma þín var hálfilla fyrir- kölluð." Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.