Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. 82ja ára og saumar enn: upp presta landsins „Ég byrjaði að sauma kraga þeg- ar ég var vinnukona hjá Jóni Helgasyni biskupi. Ætli ég hafi ekki verið síðasta vinnukonan í borginni," segir Anna Kristmunds- dóttir, 82ja ára, sem enn i dag sér um að sauma prestakraga og hreinsa þá þegar með þarf. Anna hefur verið eina manneskjan á öllu landinu sem þetta hefur gert í ára- tugi. Síðastliðið sumar tók hún tvær konur í kennslu, önnur þeirra hefur fengist við að sauma íslenska þjóðbúninginn en hin saumar brúðar- og skírnarkjóla og leigir út. Það var séra Auður Eir sem fór þess á leit við Önnu að hún kenndi konunum tveimur handtökin. „Ekki var hægt að láta þetta deyja út á íslandi," segir Anna. Ekki sagðist hún þó vita hvort þær væru farnar að taka að sér saumaskap- inn, enda ekki mikið að gera í þessu starfi. Yngri prestar ekki með kraga „Mér sýnist að yngri prestarnir séu hættir aö nota kraga og það þykir mér leitt. Þeir ættu bara að sjá hvað þeir eru kollóttir án hans,“ segir Anna. Hún er þó ekki að hugsa um vinnu fyrir sig því að hver kragi endist mjög lengi og ekki þarf að hreinsa þá nema rétt einu sinni á ári. Ótrúlega mikil vinna liggur aö baki hverjum kraga. Anna notar léreft í þá, leggur þrjár 180 sm lang- ar lengjur saman og stangar sitt á hvað og rykkir líninguna. Heldur styttri lengju þarf í kvenpresta- kraga. Langur tími fer í sauma- skapinn sem krefst mikillar ná- kvæmni og þolinmæði, enda segir Anna að því fari víðs fjarri að krag- inn verði tilbúinn á einum degi. Þegar saumaskapnum er lokið þarf að sjóða kragann og loks nudda vel í hann stífelsi en það býr Anna til sjálf úr efni sem hún fær sent frá Danmörku. Þá er hann lát- inn bíða þar til hann þornar og lít- ur þá út eins og hann sé úr gifsi. Kraginn er þá bleyttur úr vel volgu vatni og vafinn inn í efnisbúta og plast og látinn bíða í nokkrar stundir áður en hægt er að strauja hann. Anna notar sérstakt lóðjám við að strauja og trébretti en hvort tveggja hefur hún látið útbúa fyrir sig. „Hér áður fyrr vorum við með bolta sem þurfti stöðugt að vera að hita við gas og það tók óratíma að klára einn kraga,“ segir hún. „Þetta er allt annað með nýjum tækjum. Ég get ekki sagt að vinnan sé beint erfið en það eru mörg handtök viö hana,“ segir Anna og vill sem minnst gera úr verkum sínum. Ódýrt vinnuafl Hún segir þó að vinnan stytti henni stundir og hún grípi nú bara til hennar. Þessi mikla nákvæmn- isvinna Önnu gefur henni þó ekki mikiö í aðra hönd. Hún selur nýjan kraga á tólf hundruð krónur og hækkaöi nýlega úr þúsund krón- Kraginn tilbúinn eftir mikla nákvæmnisvinnu. Anna hefur séð um kraga allt frá því hún var vinnukona Jóns Helgasonar biskups þar sem hún lærði vinnubrögðin. DV-myndirGVA um. „Ætli þeim finnist þetta ekki vera orðið dýrt, að minnsta kosti koma þeir orðið sjaldan til mín,“ segir hún. Sjálfsagt finnst fáum kraginn dýr, enda viðurkennir Anna að verðið dugi fyrir efniskostnaði og rafmagni. Hún gefur því prestum landsins vinnu sína þótt hún láti ekki mikið yfir því. þar til hún hætti að vinna. „Ef ég hefði fengið að ráða hefði ég líkleg- ast valið mér eitthvaö annaö," seg- ir hún. „Það var enginn möguleiki á menntun í sveitinni og þegar ég fór út á vinnumarkaöinn á stríðs- árunum var ekki um margt að velja. Líklegast hefði ég lært garð- yrkju hefði ég ráðið.“ Vinnukona biskups Anna var 29 ára gömul þegar hún fluttist til Reykjavíkur og hóf störf sem vinnukona hjá Jóni Helgasyni biskupi. Dóttir hans var þá nýkom- in heim frá Danmörku þar sem hún hafði verið í hjúkrunarnámi. „Kragarnir höfðu verið fluttir frá Noregi til íslands en fengust ekki á þessum tíma. Þá fór dóttir Jóns að dunda við þetta og ég fór að hjálpa henni. Þannig lærði ég það,“ segir Anna. „Ég get nú ekki sagt að prestarnir hafi troðið okkur um tær enda var þetta alltaf ígripa- vinna:“ Anna starfaði á heimili biskups í mörg ár. Hún var hjá biskups- frúnni eftir að biskupinn lést. Hin síðari ár starfaði Anna á sauma- stofum, fyrst í nærfatagerð, síðan í Sólídó og loks í Model Magasín Trygg biskups- fjölskylda Anna festi kaup á íbúð fyrir rúm- um þijátíu árum í Hvassaleitinu þar sem hún býr enn. Þá voru blokkirnar í byggingu og hún gekk inn í byggingafélag. „Ég þakka allt- af guði fyrir að ég skyldi hafa drif- ið mig í það en ekki veit ég hvernig stóð á því,“ segir hún. Fjölskylda Jóns Helgasonar bisk- ups heldur alltaf tryggð við gömlu vinnukonuna sína og sonarsynir hans bjóða Önnu alltaf að vera hjá sér um jólin. Sjálf á Anna ekki böm. „Biskupsfjölskyldan losnar ekki svo glatt við mig.“ Hún var ein af tíu systkinum, sjö komust til fullorðinsára og þær eru þrjár syst- umar enn á lífi. Anna segist alltaf fara í gönguferðir á hveijum degi og svo fer hún í handavinnu- kennslu hjá félagi aldraða. Hún er ótrúlega ern á þessum aldri, les talsvert á miili þess sem hún býr til kragana góðu fyrir presta lands- ins. „Ætli ég geti ekki þakkað góða heilsu áhyggjuleysinu. Ég er alveg laus við að vera sífellt með áhyggj- ur,“ segir þessi duglega kona. . -ELA Anna Kristmundsdóttir notar lóðbolta við að strauja kragann en vinnan tekur óratima og kraginn verður ekki til á einum degi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.