Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. I>V Sinn er siður í landi hverju: 41 Lífestm Kynntu þér venjur og siði annarra þjóða Þaö gilda allt aðrar samskiptaregl- ur manna á meðal í Marrakech en í Reykjavík, enda er sinn siöur í landi hverju, eins og máltækið segir. í ólíkum þjóðfélögum gilda ákveðn- ar reglur um hvað telst sómasamleg- ur klæðnaður, góðir borðsiðir, hvernig menn heilsast og kveðjast, ljósmyndatökur' og svo framvegis. Ferðafólk ætti að hafa í huga að það er gestir í þeim löndum sem það heimsækir og oft er hægt að forðast óþarfa ókurteisi með því að kynna sér venjur og siði íbúanna áður en haldið er af stað. Með því kunna skil á hvað er tilhlýðileg framkoma nær ferðamaðurinn oft mun betra sam- bandi við íbúa þeirrar þjóðar sem hann heimsækir og á auðveldara með að mynda vináttutengsl við þá. Ef þú ert í vafa hvað telst tilhlýði- leg framkoma átt þú að leita ráða. Stundum getur þó síðastnefnda ráðið verið vafasamt. Kóreubúar eru allir af vilja gerðir til að aðstoða ferðafólk og svara spurningum þess, jafnvel þótt þeir viti ekki rétt svar. Ef þeir eru spurðir til vegar vísa þeir manni leiöina, jafnvel þó að þeir viti ekki hvað er rétt eða röng leið. Þeir ljúga til að bjarga.andlitinu því þar á bæ þykir skömm að því að geta ekki svarað því sem um er spurt. Tungumál líkamans Annað sem fólk á ferðalagi ætti að gera er að veita því athygli hvernig innfæddir nota bendingar og aðrar líkamshreyfmgar þegar þeir tjá sig. Svo þarf aö hafa í huga hvaða líkams- hreyfmgar eru viðeigandi á hverjum staö. í Thailandi þykir til dæmis ekki sæmandi að snerta höfuð annarrar manneskju. Ástæðuna má rekja til þess að búddistar trúa að höfuðið sé mikilvægasti hluti líkamans og þar búi sál mannanna. Höfuðsnerting jafngildir þá því að sáhn sé snert. Eins gildir sú regla þar í landi að ef þér lágvaxnari eldri manneskja situr við hlið þér eða stendur á sú yngri að beygja sig uns hún sýnist minni en sú eldri. Þetta þykir sjálf- sögð virðing fyrir ellinni. Búddatrú- armenn hafa strangar reglur um hvað séu viðeigandi líkamshreyfing- ar og stellingar. Þeir hta til að mynda niöur á þá sem sitja með krosslagða fætur þvi í þeirra huga teljast fæt- urnir til óæðri hluta líkamans. Matur er mannsins megin Um borðsiði gilda mismunandi reglur frá landi til lands. Grönnum okkar, Finnum, þykir það hrein og bein ókurteisi ef gestur þeirra þiggur ekki eftirrétt á eftir góðum mat - jafnvel þó að viðkomandi sé í megr- un. Með því að eta eftirréttinn sýnir gesturinn að hann sé þakklátur fyrir matinn sem borinn var á borð fyrir hann. Annars vefst það yfirleitt ekki fyrir íbúum vestrænna menningar- samfélaga hvað sé viðeigandi og hvað ekki í þessum efnum. Allt annað gild- ir þegar aðrir menningarkimar eru heimsóttir. Við myndum sjálfsagt kippast til í sætunum ef við kæmum inn á fínt veitingahús og fólk sæti þar og borðaöi með fmgrunum. Það þykir hins vegar ekkert tiltökumál að snæða með fíngrunum í Nepal, Norður-Afríku og Austurlöndum fjær. Yfirleitt er það hægri höndin sem er notuð til að borða með vegna þess að sú vinstri þykir óhrein, enda oft notuð til að hreinsa óæöri end- ann. Þessa staðreynd þarf fólk að hafa í huga þegar það snertir mat, tekur í hendur fólks eða snertir það á einhvern hátt. í ekki fjarlægara landi en Rúss- landi þykir við hæfi að snæða fisk með fingrunum í stað þess að nota hníf og gaffal en víða þar í landi gilda sérstakar reglur um hvernig fisks skuli neytt. Táknmál blómanna í sumum löndum er táknmál blóma mjög mikilvægt, til dæmis í Austur- löndum. Ef gefa á Austurlandabúa blóm verður að velja þau af mikilh kostgæfni. Hvítar chrysantemur eru forboðnar til gjafa í Japan því þær eru eingöngu notaðar við jarðarfarir. Og taktu aldrei með þér pottaplöntu til að gefa sjúkhngi sem hggur á sjúkrahúsi. I sumum menningar- samfélögum, til dæmis í Japan, þar sem blóm eru táknræn, trúa menn því að eins og plöntur eru gróðurseít- ar í jörð sé hægt að gróðursetja sjúk- dóma í líkömum annars fólks. Verslun og viðskipti Reglur um viðskipti og þjórfé eru mismunandi frá landi til lands. í Malawai er það ókurteisi að ræða lágt, svo sem Perú, Indlandi og Ma- rokkó. Aftur á móti gilda ekki sömu reglur í Japan. Þar er það ókurteisi að bjóða þjórfé. Menn inna þar af hendi ákveðna þjónustu fyrir ákveðiö gjald og leggja kapp á að hún sé sem bestV Á móti ætlast þeir til að gesturinn sýni fullkomna háttvísi og kurteisi en sé ekki með einhverja óþarfa heimtufrekju. Ljósmyndir Þeir sem taka mikið af ljósmyndum á ferðalögum sínum ættu að hafa í huga að ýmsum þjóðflokkum er illa við að láta taka myndir af sér. Ástæð- an er sú að þeir trúa því að sá sem nær að festa þá á mynd eignist sál þeirra. Víða í múhameðstrúarlöndum, þar sem myndatökur eru leyfðar, þykir samt sem áður sjálfsögð kurteisi að_ spyrja fólk hvort því sé sama hvorf myndir séu teknar af því eða ekkí. Annað getur valdið óþarfa uppi- standi og orðið til þess að fólk fari að deila um hvort greiöa eigi því fyr- ir myndatökuna. Það er sem sagt ekki svo einfalt að heimsækja aðrar þjóðir þar sem allt aðrir siðir og venjur gilda. Menn ættu því að kynna sér vel áður en þeir leggja í hann hvaöa siðareglur og kurteisisvenjur gilda á hveiju menningarsvæði. armanna. ekki um daginn og veginn við sölu- menn á götum úti. Það þýðir lítið að ætla sér að gera góð kaup á ein- hveijum hlut og hverfa svo á braut þegar gengið hefur verið frá viðskipt- unum því þá þykir innfæddum við hæfi að viðskiptavinurinn ræði við þá um daginn og veginn og drekki jafnvel með þeim úr einum kaffi- bolla. Þjórfé, sem sums staðar þykir sjálf- sagt að gefa, getur veriö hin mesta ókurteisi að bjóða á öðrum stöðum. í Egyptalandi þykir sjálfsagt að gefa dyravörðum, burðarkörlum, þjónum og yfirleitt öllum þeim er inna ein- hverja þjónustu af hendi örlítið þjórfé; annað er ekki kurteisi. Og sömu reglur gilda í mörgum þriðja- heimslöndum þar sem kaup er mjög Takið ekki myndir nema biðja um leyfi til þess áður. Nú er hægt að kaupa flugmiöa á fremur hagstæðu verði um víða veröld. Flugfargjöld um víða veröld Nú bjóöast fremur hagstæð far- gjöld tíl ýmissa fjarlægra staða í heiminum og er ýmist flogið héðan um Kaupmannahöfn og þaðan áfram með SAS eða frá Amsterdam og þaðan á áningarstað með KLM og sömu leið til baka. Upplýsingar um flugfargjöld þessi er hægt að fá hjá söldudeild- um Arnarflugs og Flugleiða svo og á ýmsum ferðaskrifstofum. Sem dæmi um þessi flugfargjöld má faka að flug fram og til baka til Tel Aviv kostar um 57.000 krónur sé farið um Amsterdam en um 55.000 krónur sé farið um Kaup- mannahöfn. Nánast sama verð er á flugfari til Kaíró, sama hvort flog- ið er um Kaupmannahöfn eða Amsterdam. Til Sao Paulo kostar flugfarið um 95.000 krónur sé farið um Amster- dam en um 86.000 krónur sé flogið um Kaupmannahöfn. Það eru ýmsir á þessum árstíma sem vilja leggja leið sína til Bang- kok og þangað kostar flugfar, sé flogið um Kaupmannahöfn, um 71.000 krónur en ef flogið er um Amsterdam hækkar verðið um rúmar 10.000 krónur. Hong Kong er enn einn fjarlægur staður og flugfar þangað kostar rétt rúmar 107.000 krónur ef ferðast er um Amsterdam. Loks má svo taka dæmi af verði á fiugmiða til Buenos Aires. Það kostar rétt um 100.000 krónur að fljúga þangað um Amsterdam en um 90.000 krónur ef ferðast er um Kaupmannahöfn. Flugmiðamir gilda í 90 daga og inni í verði þeirra er ekki innifalinn flugvallarskattur. -J.Mar Lausar stöður Eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild Háskóla Islands eru. lausar til umsóknar:. Dósentsstaða í geislalæknisfræði. Dósentsstaða í handlæknisfræði. Staðan er bundin við Borgarspít- alann. Dósentsstaða í meinefnafræði. Dósentsstaða í líffærameinafræði. Ðósentsstaða í lyflæknisfræði, sérgrein innkirtlasjúkdómar. Dósentsstaða í lyflæknisfræði, sérgrein gigtsjúkdómar. 2 lektorsstöður í slysalækningum. Ennfremur er laus til umsóknar 50% staða dósents í lífeðlisfræði við læknadeild Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. júlí 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. febrúar 1990. Menntamálaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.