Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. 'JANÚAR 1990. ekki nöfn höfunda, hún fær aðeins lögin sem eru langflest á kassett- um. Áður hefur fulltrúi borgarfóg- eta opnaö alla innsenda pakka og tekið úr þeim réttnefni og dulnefni og geymir þau í sérstakri bók. Dómnefndin fær því aðeins númer- uð lög. Við vitum ekkert hverja verið er að velja.“ - Það vekur athygli að þó nokkrir svokallaðir Vísnavinir eru meðal þátttakenda. „Það er rétt. Þeir eru mjög marg- ir inni. Þetta er mikill'árangur úr þeirra hópi.“ - Verður keppnin skemmtilegri í ár en í fyrra? „Mér fannst alltaf í fyrra eins og lögin væru of fá og þá varð minna úr samkeppninni. Það var meira spennandi þegar lögin voru fleiri. Auk þess fannst mér eins og væri daufara yfir allri keppninni í fyrra en áður. Það sem vakir fyrir Sjón- varpinu er að gera skemmtilega aíþreyingu en ef áhorfandinn byrj- ar á að leggjast á móti keppninni, af því hann er á móti fyrirkomulag- inu er það slæmt mál. Ég fann mjög fyrir því að fólk var á móti keppn- inni í fyrra.“ - Talað var um að dómnefndirnar hefðu valið hafn en ekki lag í fyrra. Ertu sammála því? „Þetta heyrði ég mjög mikið. Það er reynt að hamra á því við dóm- nefndir að við séum að velja lag í Eurovisionkeppnina... en ég hef látið hafa eftir mér, ekki sem full- yrðingu heldur spurningu, að kannski hefur ekki ennþá valist rétt lag til að fara í þessa keppni. Mér er það ofarlega í huga. Taki það hver til sín sem vill. Þá er spurningin hvemig á að velja rétta lagið? Þetta fyrirkomulag, hvernig á að dæma, er einmitt til endur- skoðunar núna. Vonandi fæst réttl- átari dómur fyrir þá sem þykir þetta ekki hafa verið réttlátt," sagði Egill. Þess má geta að með honum í dómnefnd sátu Vilhjálmur Guð- jónsson, sem er hljómsveitarstjóri keppninnar að auki, Eva Ásrún Albertsdóttir, Edda Borg og Jón Ólafsson. Sama hljómsveit mun leika undir í öllum lögum en það er gert til að hafa sem mest hlut- leysi í keppninni. „Áhorfendur munu ekki vita hverjir eiga hvaða lag fyrr en úrslit eru ráðin í keppn- inni. Það er einnig nýtt fyrirkomu- lag og gert til að koma í veg fyrir að höfundur sé valinn í stað rétta lagsins og að halda nokkurri spennu í keppninni," sagði Egill Eðvarðsson, umsjónarmaður söngvakeppni Sjónvarpsins, Euro- vision. -ELA Ný og betri Eurovision: Höfundar verða ekki tengdir lögum - segir Egill Eðvarðsson, umsjónarmaður keppninnar ' „Að þessu sinni verða þrír þættir sendir út í tengslum við söngva- keppnina. Sá fyrsti 27. janúar, ann- ar 3. febrúar og í hvorum þætti verða kynnt sex lög. í þessum þátt- um verða sextíu manna dómnefnd- ir sem velja þrjú lög úr hvorum þætti til að halda áfram í úrslita- keppnina sem fram fer í beinni út- sendingu 10. febrúar. Þá keppa til úrslita sex lög og mun ráðast hvaða lag fer til júgóslavíu," sagði Egill Eðvarðsson er hann var spuröur um tilhögun keppninnar þetta árið. Egill hefur séð um framkvæmd keppninnar í öll skipti nema eitt. - Verður sams konar fyrirkomu- lag á dómnefndum á úrslitakvöld- inu og verið hefur? „Því get ég ekki svarað núna. Við erum að reyna nýtt fyrirkomulag og bíðum eftir svari frá Póst- og símamálastjórn hvort við kom- umst inn í tæknibúnaö sem þarf til að hafa atkvæðagreiðsluna sem al- mennasta. Þeir hafa ekki svaráð okkur ennþá en við erum að leita að nýjum leiðum sem byggir þó á sanngjarnri þátttöku allra lands- manna. - Hefur ekki komið til tals að velja menn úr röðum þeirra sem hafa með tónlist að gera í dómnefnd? „í fyrri þáttunum tveimur verðúr dómnefnd sem þannig er valin. í fyrsta sinn veljum við nú sextíu manna dómnefnd sem í á sæti fólk sem fengist hefur við dægurtónlist og er flytjendur í gegnum árin. Þar mun koma fram hvaða lög þetta fólk velur.“ - Keppnin er þá öll með öðru fyrir- komulagi en í fyrra? „Já, allt öðruvísi. Okkur þótti eins og fólk væri óánægt í fyrra og fengum þau viðbrögð að almenn- ingur teldi að keppnin ætti að vera opin öllum. Sú er raunin í ár. Við fengum 201 lag og tólf af þeim kom- ast í úrslit. Eyrsta árið fóru lögin yfir þrjú hundruð en þetta er mjög góð þátttaka. Aldrei áður hafa held- ur svo mörg lög keppt til úrslita. Hingað til hafa veriö tíu lög í úrslit- um þangað til í fyrra að fengnir voru fimm lagahöfundar til að semja lög. Það er alltaf verið að fikra sig áfram með þessa keppni og nú á að prófa þetta.“ - Nú varst þú í dómnefnd keppn- innar. Ertu ánægður með þessi tólf lög? „Ég er ágætlega ánægður með þau. Ég hef einhvern veginn á til- fmningunni að við séum með, það er erfitt að segja betri en áöur, en þau eru kannski jafnbetri. Miðað við fyrri reynslu þá finnst mér að við séum meö mörg mjög góð lög núna og get engan veginn áttað mig á einu sigurlagi." - Nú eru nokkrir höfundar sem ekki hafa verið áður. Var það vilj- andi gert? „Já, þarna eru nokkrir sem ekki hafa verið með áöur. Þó nokkrir þekktir tónlistarmenn sendu inn veit ég. Hins vegar fær dómnefndin Egill Eðvarðsson telur fyrirkomulag söngvakeppninnar mun betra I ár en að læra af reynslunni. i fyrra og segir að menn séu alltaf Nýr landsbyggðarpoppari í Eurovision: Geri mitt besta - segir Hörður G. Ólafsson Hörður G. Olafsson er nýtt nafn í tónlistarheiminum en hann á tvö lög sem keppa til úrslita 1 Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hörður er þó ekki nýr tónlistarmaður þvi hann haíði leikiö með hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar í sautján ár þegar hann hætti með henni sl. sumar og stofnaði sína eigin hljómsveit. „Ég hef verið aö semja töluvert af lögum fyrir sjálfan mig á undanfóm- um árum og sumt hefur verið gefið út, þá með hljómsveit Geirmundar," sagði Höröur í samtali við helgar- blaðið. Hann hefur áður sent inn lag í Eurovision en komst þá ekki í úr- slit. Nú er það ekki eitt heldur tvö lög sem hann á inni. Má kannski segja að Hörður komi inn sem full- trúi landshyggðarinnar í stað Geir- mundar sem hefur verið það undan- farin ár. Hörður segist hafa samið töluvert mikið af lögum en ekki ver- ið nógu duglegur að koma þeim á framfæri. Hörður býr á Sauðárkróki, er fæddur þar og uppalinn og starfar þar sem tannsmiður. „Ég vil helst ekkert segja um lögin mín sem kom- ust í úrslit, menn veröa bara að bíða og sjá. Reyndar sendi ég fleiri lög inn,“ segir Höröur. „Það kom mér skemmtilega á óvart aö ég skyldi komast í úrslit meö tvö lög og nú er bara aö vinna þau nógu vel fyrir úrslitastundina. Sennilega eru allir höfundarnir að gera það þessa dag- ana.“ Hörður sagðist vera búinn að finna flytjendur að lögum sínum en vildi ekki segja hverjir það yrðu. „Keppn- in verður sýnd beint og söngvarar flytja lögin með hljómsveit. Ég verð eklö sjálfur á sviðinu, enda tel ég mig ekki nægilegan góðan söngvara til þess þó maður rauli hér í sveit- inni,“ segir Hörður. Nýja hljómsveitin hans Harðar heitir Styrming og hefur haft nóg að gera á sveitaböllum fyrir norðan. Hún spilar svipuð lög á dansleikjum og hljómsveit Geirmundar enda er gítarleikarinn einnig úr hljómsveit Geirmundar, Ægir Ásmundsson. Tveir meðlimir koma hins vegar úr hljómsveitinni Herramönnum, Kristján Gíslason, hljómborðsleikari og söngvari, og trommuleikarinn Karl Jónsson. Hörður segist hafa hætt með hljóm- sveit Geirmundar vegna þess að hann langaöi að breyta til. „Ég var búinn að hugsa um það undanfarin ár að hætta þessu alveg eða prófa eitthvaö nýtt. Hér er stór markaður hvað varðar dansleiki, mikiö um þorrablót og árshátíðir. Hér hafa allt- af verið margar hljómsveitir og ég held að það sé ágætt að hafa svolitla tilbreytingu í þessu,“ segir Hörður. „Á Króknum er mikið tónlistarlíf," segir Hörður, „bæði í kórum og tón- listarskólanum." Hann sagðist ekki hafa hitt marga bæjarbúa síðan kunngert var að hann væri í keppn- inni þannig að viðbrögö heföu ekki verið mikil. „Keppnin leggst mjög vel í mig. Þetta er spurningin um að vinna nógu vel og taka síðan útkom- unni.“ Hvort hahn mundi hiröa stig- in, sem Geirmundur hefur haft tryggð, fyrir norðan sagðist hann ekkert vita um. „Það hefur enginn heyrt þessi lög þannig að ég veit ekk- ert hvernig þeim verður tekið,“ sagði Hörður. - EnstefnirhannáJúgóslavíuívor? „Ég geri mér engar vonir um slíkt í bili. Nú er bara aö sjá til hvernig undanúrslitin fara. Ég vona bara að Höröur G. Ólafsson var í sautján ár meö Geirmundi Valtýssyni I hljóm- sveit. Nú kemur hann i hans stað I Eurovisionkeppnina. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson þetta verði skemmtilegt sjónvarps- landsbyggðarpopparinn, Hörður G. efni og spennandi keppni,“ sagði nýi Ólafsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.