Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. Velti fyrir mér öórum hlutum en áður „Ég velti nú fyrir mér öörum hlut- um en égigerði áður. Sumum hættir til að fara áð lifa fyrir það eitt að vera fatlaöur en aðrir vilja þrífast í venjulegu atvinnuumhverfi. Fatlað fólk hlýtur að einangrast í sínum hópi að einhverju leyti. Það hugsar eðlilega mikið um hagsmuna- mál sín - aðgengi að húsum er tak- markað og svo framvegis. En menn verða líka að berjast gegn því að ein- angrast ekki um of. Ég gæti vel hugsað mér að starfa með SEM-hópnum en það er félags- skapur mænuskaddaðs fólks. Hópur- inn er mjög virkur og hefur mikið látið í sér heyra undanfariö og er núna að ráðast í að byggja íbúöir fyr- ir félagsmennina." maður sem fatlast þarf aö læra á sjálf- an sig upp á nýtt. Ég er í stöðugum tengslum við lækna sem ég var ekki áður. Ég hafði aldrei lagst inn á sjúkrahús fyrr en ég þurfti að vera þar í heilt ár. Þetta kennir mér þolinmæði. Mér hefur verið sagt að ég hafi ekki of mikið af þeim eiginleika en ég verð að gera svo vel að læra. Þegar til lengdar lætur hlýtur skapið líka að breytast." Rússneska rúllettan snerist Og þegar menn eru komnir í hjóla- stól er nægur tími til að hugsa - ekki aðeins um aðstæðurnar heldur einn- ig um örlögin. Af hverju ég? er spurn- ing sem oft leitar á menn sem verða fyrir alvarlegur áföllum. Jónas er þar engin undantekning. „Ég hef mikið velt fyrir mér hlutum í þessum dúr," segir hann. „Þar á meðal hef ég hugsað mikið til trú- mála en svo sem enga skýringu fund- ið. Hins vegar er hugsunin eftir þeim brautum mér ágæt fróun. Þar hef ég notið séra Sigfinns Þorleifssonar, prests Borgarspítalans. Hann er ein- stakur maður. En ég er ekki örlagatrúar heldur efahyggjumaður og frekar vísinda- lega sinnaður. Ég lít á lífið eins og rússneska rúllettu. Einn fellur niður úr hjartaslagi, annar fær krabbamein og hinn þriðji verður allt í einu fyrir slysi eins og ég. Ég trúi því ekki að örlögin hafi ráðið heldur snerist rúll- ettan. Ég trúi t.d. ekki á annað líf en hef þörf fyrir að hugsa svo. Það getur vel verið að ég öðlist einhvern tíma trú á annað líf en mér hefur ekki tekist að innprenta mér hana ennþá. Ég get þó vel ímyndað mér annað tilverustig þótt ég vilji ekki kalla það annað líf. Ég verð þó að viðurkenna að ég trúi á æðri máttarvöld og sé ekki að það stangist á viö menntun mína sem raunvísindamaður. Einhver skóp í upphaíi lögmálin sem allir hlutir dansa eftir. Einhvers staðar byrjaði lifa við aðstæður sem hann þekkti að engu leyti áður. Vinnulagi í starf- inu og heima þarf að breyta og íbúð- arhúsið ‘þarf endurbóta við. „Ég hef smám saman verið að fikra mig áfram í starfmu og auka vinnu- framlag mitt,“ segir Jónas. „Ég reikna með að vera farinn að vinna fullan vinnudag áður en langt um líð- ur. Það er framkvæmanlegt að vinna þetta starf í hjólastól þótt fótlunin hái mér auðvitað. Ég var mikið í félagsmálum og hef ekki gefíð þau upp á bátinn. Það seg- ir sig þó sjálft að ég get ekki sinnt þeim í sama mæli og áður. Öll tóm- stundastörf hljóta að takmarkast verulega en samt er það margt sem ég get sinnt áfram. Áður var ég oft öll kvöld úti á fund- um en það hefur minnkað mikið. Það fer oft í taugarnar á mér en ég er að því leyti heppinn að mikill hluti af vinnu minni var unninn við skrif- borð og verður það áfram. En ég verð ekki mikið á þeytingi hér eftir. Ég stundaði nokkuð veiðiskap áður en það er augljóslega úr sögunni, sem og allt sem gert er utanhúss. Það sem gera má innanhúss hlýt ég þó að geta gert áfram. Ég vonast til að geta ekið bílnum og var töluvert á ferli í sumar en ég hef ekki keyrt í vetur af örygg- isástæðum." Þyrfti að endurbyggja húsið „Það liggur við að ég þurfi að rífa húsið niður til grunna og byija upp á nýtt. Ég hef þegar látið koma fyrir lyftu niður í bílskúrinn en ég kemst ekki upp á efri hæðina - enn. Það kemur í ljós hvort ég fæ mér aðra lyftu í húsið eða fæ mér hentugra húsnæði sem reyndar liggur ekki á lausu. í þessu húsi er þó margt sem hentar mér vel. Flest sem ég þarf á að halda er á aðalhæðinni og með smálagfæringum gengur þetta. Þetta er mikið áfall fyrir fjölskyld- una. Álagið á hana hefur verið mikið og þá sérstaklega á konuna mína, Kristínu Hjartardóttur. Hún hefur mátt leggja mikið á sig til að gera mér líflð bærilegt og hefur staðið eins og klettur við hliðina á mér. Þetta fékk líka mikið á Jónas Örn, son okkar, sem nú er sautján ára. Ég sé auðvitað ekki fyrir endann á hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir þau tvö. Það er allt sem fer í annan farveg en áður og allir hlutir snúa öðruvísi við. Ég verð að vera með stöðugt rellerí, óskir um þetta og hitt, og þarf að gæta mín á að vera ekki með óþarfa fyrirskipanir.“ Geröi áður allt sjálfur „Ég var vanur að gera alla huti sjálfur - þar á meðal að mála þakið - og ég byggði húsið að drjúgum hluta. Nú þarf ég að biðja um aðstoð við flest en málið er að raða hlutun- um þannig fyrir sig að til þeirra ná- ist. Bókasafnið þarf að vera innan seilingar og ég er búinn að innrétta svefnherbergið sem skrifstofu að hluta. Ég hef alla tíð verið mikill baráttu- maður og lít á stöðu mína nú út frá því sjónarhorni. Ég þarf að læra allt upp á nýtt og geri það. En þetta er meira en að vera bundinn við stól því ballið.“ Hef aldrei fundið til öfundar Annað sem fatlaðir menn fmna stundum fyrir er öfund í garð þeirra sem geta farið allra sinna ferða hindrunarlaust. Þessa tilfinningu kannast Jónas ekki við. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni fundið beinlínis til öfundar,“ segir hann. „Mér hefur alltaf fundist sem ég gæti teygt mig í allt sem ég kæri mig um. Þess vegna finn ég ekki til öfundar í garð þeirra sem ferðast um á tveimur jafnfljótum og þess vegna hef ég alla tíð verið mjög sjálfstæður í skoðunum og athöfnum. Ætli það fylgi ekki ættinni,“ sagði Jónas Bjarnason. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.