Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 14
14 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SiMI (1)27022- FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Öryggisnet gæludýranna „Ef þú skuldar bankanum 500 þúsund krónur, á bank- inn þig, en ef þú skuldar bankanum 500 milljónir, áttu bankann.“ Þetta er gamansöm tilraun til að lýsa í hnot- skurn, að í fjármálum er alls ekki eitt látið yfir alla ganga í skömmtunar- og Stórabróður-ríkinu íslenzka. í fyrra urðu um 2000 reykvískir aðilar gjaldþrota, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Það gerðist að mestu þegjandi og hljóðalaust, að á hverjum degi ársins 1989, helgum sem virkum, urðu tæplega átta aðilar að sjá drauma sína verða að martröð á þennan hátt. Á sama tíma er hlaupið upp til handa og fóta til að bjarga öðrum aðilum, sem standa andspænis gjaldþroti. í björgunarsveitunum eru einkum bankar og ríkis- stjóm, sem verja mestum tíma sínum til að hlaupa und- ir bagga hjá þeim, sem ekki mega fara á höfuðið. Eðlilegt er, að spurt sé um mörk feigs og ófeigs í við- horfum banka og ríkisstjórnar til þeirra, sem eru að sigla í gjaldþrot. Fólk vill vita og á að fá að vita, hvað þurfi til að lenda í náðinni. Er það skírteini í Flokknum, hlutdeild lauks úr Ættinni eða eitthvað annað? Greinilegt er, að stærð vandamálsins er mikilvæg. Menn þurfa að koma vanskilum sínum við lánastofnan- ir yfir einhver mörk, sem eru svo há, að bankipn telji sig knúinn til að lána meira, meðal annars til að þurfa ekki strax að bókfæra mikið tap af viðskiptunum. Ennfremur er greinilegt, að tegund starfseminnar er mikilvæg. Atvinnuvegirnir sitja ekki við sama borð, því að sumir eru taldir virðulegri og þjóðlegri en aðrir og eigi þar af leiðandi betra skihð. Til dæmis fá sjálfvirka björgun þau fyrirtæki, sem tengjast landbúnaði. Einnig skiptir nokkru, að tegundin hafi verið í tízku á vegum hins opinbera. Ef ríkið hefur hvatt til starfsemi á borð við loðdýrarækt, finnst ráðamönnum, að það beri nokkra ábyrgð gagnvart þeim, sem ginntir voru til að fara úr hefðbundnum landbúnaði í loðdýrin. Ýmsar fleiri ástæður eru stundum færðar fyrir stuðn- ingi banka og ríkis. Forsætisráðherra sagði til dæmis, að ríkið yrði að bjarga Sambandinu, svo að ísland fengi ekki óorð hjá erlendum lánardrottnum. Þetta er rangt hjá honum, en gildir sem sniðugur fyrirsláttur. Stundum er ekki unnt að flokka ástæður góðvildar- innar. Það er til dæmis sér á parti, að ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra skuh hafa tíma til að sitja á nætur- löngum fundum um áramót til að ræða í fullri alvöru, hvort unnt sé að veita ríkisábyrgð til sjónvarpsstöðvar. Hagfræðilega séð er í atvinnuhfinu gífurlegur munur á línudansi með öryggisneti hins opinbera undir sér og án þess. Sá, sem hefur netið undir sér, í formi gífurlegr- ar lánafyrirgreiðslu eða ríkisábyrgðar, tekur öðruvísi ákvarðanir en hinn, sem stendur og fehur með þeim. Gæludýrið með öryggisnetið tekur ábyrgðarminni ákvarðanir og gerir minni arðsemiskröfur til starfsem- innar. Þetta er ein mikilvægasta ástæða þess, að efna- hagshf í Sovétríkjunum og íslandi er verr á vegi statt en efnahagslíf í vestrænum ríkjum markaðsbúskapar. Engin þjóð á Vesturlöndum fómar jafnmiklum verð- mætum til að halda uppi velferðarkerfi fyrirtækja og við gerum í fátækt okkar á íslandi. Engin ríkisstjórn á Vesturlöndum stundar jafnharða Stórabróðurstefnu í atvinnuhfinu og stjórn Steingríms Hermannssonar. Þetta velferðarríki er ekki almenns eðhs, heldur bein- ist að svoköhuðum gæludýrum. Smáseiðin sæta mark- aðsbúskap, en stórhvehn hafa öryggisnetið undir sér. Jónas Kristjánsson Foringi Samstöðu, Lech Walesa, og Samstööumadurinn sem varð forsætisráðherra Póllands, Tadeusz Mazowiecki. Simamynd Reuter Polsk atlaga að vand- anrnn verður afdrifarík Enn eru það Pólverjar sem ríða á vaðið í fararbroddi fyrir um- myndunarbylgjunni sem gengur yfir ríki Austur- og Mið-Evrópu. í þingkosningum í fyrra bundu pólskir kjósendur enda á valdein- okun eins flokks með þvi að færa frambjóðendum á vegum verka- lýðshreyfmgarinnar Samstöðu nær öll þingsæti sem um var keppt. Ríkisstjóm var mynduð undir for- ustu Samstöðu og um áramótin gekk í gildi áætlun hennar um að rífa Pólland upp úr óðaverðbólgu og efnahagslegu kviksyndi. Það á að gera með því að hverfa sem skjótast frá miðstýrðu valdboðs- hagkerfi til markaðsbúskapar. Millibilsástandið meðan kerfis- breytingin er að komast í fram- kvæmd veröur erfitt. Gengi pólska gjaldmiðilsins, zloty, hefur þegar verið lækkað úr 6.600 á móti Banda- ríkjadollar í 9.500. Til að hemja verðbólguna verður að hefta pen- ingamyndun af völdum niöur- greiðslna úr ríkisjóði til að halda niðri vöruverði og rekstrarstyrkja til að greiða halla ríkisfyrirtæKja. Annars vegar hlýst af aðhaldinu í ríkisfjármálum stórhækkun á veröi ýmissa nauðsynja til neyt- enda. Vera kann að verð á elds- neyti til húshitunar sjöfaldist. Mat- vælaverð hækkar einnig verulega. Svo er búið um hnútana að laun hækka hvergi nærri að sama skapi. Kjaraskerðing er því framundan hjá pólskum almenningi. Hins vegar er fyrirsjáanlegt at- vinnuleysi þegar óarðbær fyrir- tæki verða að lækka kostnað tíl að bjarga sér eða hreinlega hætta rekstri takist það ekki. Gert er ráð fyrir atvinnuleysisbótum en hætt er samt við að ýmsum hnykki við þegar duliö atvinnuleysi verður skyndilega bersýnilegt. Markmiðið er að pólskt atvinnu- líf verði að millibilsástandinu loknu styrkara og skilvirkara, fært um að standa fyrir hlut sínum á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Nú reynir á hvort traust pólsks verkalýðs á Samstöðu hrekkur til að tryggja vinnufrið á þrenginga- tímabili í von um betri tíð að því afstöðnu. Takist stökk pólsku stjórnarinn- ar út í óvissuna bærilega er fullvíst að þangaö verða sóttar fyrirmyndir i væntanlegri viðleitni til að rétta við bágan efnahag nálægra þjóða sem undanfama mánuði hafa verið að hrista af sér valdaeinokun eins flokks og fyrirskipanastjóm for- réttíndahóps innan hans. Fram á mitt þetta ár standa fyrir dyrum fijálsar kosningar í Ungverjalandi, Rúmeníu, Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Búlgaríu. Að þeim afstöðnum bíða nýrra ríkis- stjórna verkefni í ætt við þau sem Samstöðustjómin í Póllandi færð- ist í fang um áramótin. Mikið liggur því við að ytri skil- yrði hindri ekki framkvæmdina. Eitt hið þýðingarmesta þeirra er að ákvörðunin um að gera zloty að gjaldmiðli yfirfæranlegum í versl- unarviðskiptum i aörar myntir fái Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson staðist hjá pólskum stjómvöldum. Til að veita landi, sem skuldar 30 milljarða dollara, nauðsynlegt svigrúm til að standa af sér sveiflur á gjaldeyrismarkaði hafa 15 ríki í Vestur-Evrópu og Norður-Amer- íku ásamt Japan stofnað milljarðs dollara gengistryggingarsjóð fyrir pólsku myntina. Sjóðurinn staifar í eitt ár hiö minnsta og framlengja má tilvist hans eftir því sem þurfa þykir. Japanski forsætisráðherrann hefur þar aö auki gert það að aðal- máli yfirstandandi Evrópuheim- sóknar að útlista hversu Japan ætlar að nota frábæra reiðufjár- stöðu sína til að stuðla að því að lýðræöisþróunin í Austur- og Mið- Evrópu verði gmnnmúmð í efna- hagslegum umbótum og framfór. Útflutningslánasjóður Japans gerir Póllandi og Ungverjalandi hvoru kost á hálfum milljarði dollara næstu þrjú árin. Við bætast ríkis- ábyrgðir á fjárfestingum japanskra fyrirtækja í Póllandi allt að 350 milljónir og 400 milljónir í Ung- veijalandi. Þessi aðstoð er jöfnum höndum veitt af pólitískum og efnahagsleg- um ástæðum. Ríki Vestur-Evrópu skiptir miklu, að þegar umskiptí í Austur-Evrópu ber einmitt upp á aö þau era sjálf að færa út og dýpka efnahagssamvinnu sína, þá gerist breytingarnar með þeim hætti að sem best sé búið í haginn fyrir síð- ari útfærslu samstarfs um Evrópu alla. Japan og Bandaríkin vilja fyr- ir hvem mun vera með því þau eiga mikið undir að Evrópubanda- lagið verði eftir 1992 sem opnast fyrir viðskiptum við aðra kaupu- nauta. Þar að auki blasa ýmsir mögu- leikar við í Austur-Evrópu lausri úr spennutreyju miðstýringar og fyrirskipanahagkerfis. Herfileg hagstjóm frá miðstjórnarstöðvun- um og enn lélegri rekstrarstjórn í fyrirtækjunum eiga höfuðsök á hversu komið er og skyggja bein- línis á að sumt hefur verið unnið að gagni í þessum löndum á undan- fömum áratugum. Rafvæðing, samgöngukerfi ogfjarskiptanet em fyrir hendi. Þó skiptir meira máli að almenn menntun upp að há- skólastigi mun vera ein hin traust- asta utan Japans, sér í lagi í vís- inda- og tæknigreinum. Vel mennt- að vinnuafl, sem beinlínis leitar að vinnu við sitt hæfi, er einhver mesta hörgulvara í heiminum sem stendur. Lester C. Thurow, sem bendir á þessi atriði í áramótahugleiðingum fyrir Intemational Herald Tribune, er yfir forstjóraskólanum við Massachusetts Institute of Techno- logy. Hann bætir við að nýting vaxtamöguleikanna, sem liggja ónotaðir í Austur-Evrópu, myndi valda nýju uppgangsskeiði í vest- urhluta álfunnar. Þangað yrði sótt flármagn, vélsmiðavélar, verk- smiðjutækni og stjórnunarkunn- átta. í kaupbæti kæmi að aukin velmegun í Austur-Evrópu yki eft- irspum eftir vestrænum neyslu- vörum og leyst væri aldurskipting- arklípa meðal íbúa Vestur-Þýska- lands sem er meginástæðan til að þar hefur verið haldið aftur af hag- vexti áratuginn sem er að líöa. En á því er hængur aö af öllu þessu geti orðiö, segir Thurow. Hvatinn, sem fær menn, starfsfólk jafnt og stjórnendur, til að leggja sig fram við vinnuna, þarf að vera fyrir hendi. Umskiptin frá miðstýr- ingu til markaðar krefjast þess hins vegar að kreppi að kjömm um stund. Pólveijar komust á umskiptastig- iö um áramótin. Hversu þeim reið- ir af ræður miklu, ekki bara um þeirra hag og framvinduna í Aust- ur- og Mið-Evrópu, heldur um verkefnastigið í heimshagkerfinu á næsta áratug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.