Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 32
Jb_______ LífsstQI oeei HAir/iAi, .si hijoaghaouaj LAUGARDAGUR-13, JANÚAR 1990. Á skíðum í Evrópu: Enn er víða lítill snjór Það snjóaði víða í Evrópu um síöustu helgi þó enn sé lítill snjór á mörgum skíðasvæðanna. Nú er víða spáð snjókomu og því líkur á að skíðafæ- rið fari batnandi. í Austurríki snjóaði í liöinni viku og er þar sums staðar orðið allgott skíðafæri. í Gletschem og Hochlagen er mestur snjórinn efst í brekkunum en eftir því sem neðar dregur þynn- ist snjólagið. Þar er þó á stöku stað hægt að renna sér úr efstu hlíðum og niður á jafnsléttu. Obertauren: Snjóþykkt í dal 60 cm, 100 cm í skíðabrekkum, sums staöar hægt að renna sér úr efstu brekkum niður í dalinn. Skíðafæri í dalnum slæmt en batnar eftir því sem ofar dregur. Færar gönguskíðabrautir 15 kílómetrar. Kitzbiihel: Snjóþykktin í dalnum 25 cm, í brekkunum 30 cm. Skíðafæri í dalnum og neðst í brekkunum slæmt en skánar eftir því sem ofar dregur. Opnar gönguskíðabrautir 37 kíló- metrar. Arlberg: Snjóþykkt í dalnum er 30 cm, í skíöabrekkunum 60 cm. Mögu- legt er á stöku stað að renna sér ofan úr efstu hlíðum og niður á jafnsléttu. Skíðafæri í dalnum er fremur slæmt en gott i brekkunum. Opnar göngu- skíðabrautir 12 kílómetrar. Sviss Miðað við árstíma er óvenjulítill snjór í Sviss og virðist þessi vetur Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM Þrándheimur -5' Bergen 8' Reykjavfk 1° Þórshöfn 5° Imur 0 nnahöfn 7° Berlín 8 Byggt á veöurfréttum Veöurstolu Islands W. 12 á hádegi, föstudag 1 SSSSSSSSS | -10*ðal»gra ÍHi 0 tll - 5 1 til 6 6 tll 10 11 tll 15 1611120 2011126 Heiöskl Winnipeg -1 Léttskýj Hálfski New York 4- Los Angeles 12' Orlando 12° DVJRJ ^Rigning V Skúrir *,* Snjókoma pj Þrumuveöur = Þoka Enn er víða snjólétt í Evrópu. Því borgar sig að athuga áður en haldið er í skíðafríið hvar mestur snjórinn er og hvar besta skiðafærið. ætla að slá síðasta vetri við hvað varðar snjóleysi á ýmsum stööum. Einungis er skíðafæri á þeim stööum sem standa hvað hæst yfir sjávar- máli og þar eru þær lyftur sem búið er að opna. Á fáum stöðum er hægt að ganga á gönguskíðum. St. Moritz: Snjóþykkt í dal 25 cm, í skíðabrekkunum 50 cm, á stöku stað hægt að renna sér úr efstu brekkum og niður á jafnsléttu. Efst í hlíðunum er skíðafærið gott en versnar eftir því sem neðar dregur. Færar göngubrautir 60 km. Zermatt: Snjóþykkt í brekkum 50 cm, gott skíðafæri. Anermatt: Snjóþykkt í brekkum 50 cm, skíðafæri ágætt. Frakkland í frönsku Ölpunum er lítill snjór um þessar mundir og einungis hægt að stunda skíðaíþróttina á stöðum sem standa hátt yfir sjávarmáli. Á stöku stað er hægt að renna sér úr efstu hlíðum niður á jafnsléttu og á fáeinum stöðum er komið göngu- skíðafæri. Courchevel: Snjóþykkt í dal 20 cm, í skíðabrekkum 25 cm, á stöku stað hægt að renna sér úr efstu hlíðum niður á jafnsléttu. Skíðafæri i lægri brekkunum slæmt en batnar eftir því sem hærra er haldið. Tignes: Snjóþykkt í dal 15 cm en 120 cm efstí skíðabrekkunum. Skíðafæri í neðri brekkunum slæmt en gott eftir því sem hærra dregur. Færar gönguskíðabrautir 20 km. Ítalía Það kólnaði á Ítalíu í liðinni viku og þá var loks mögulegt að sprauta gervisnjó í brekkurnar. Því er búið opna skíöalyftur á stöku stað. Skíða- færið er þó víða slæmt og einungis á fáum stöðum hægt að renna sér úr efstu hlíðum niður á jafnsléttu. Nær alls staðar er slæmt gönguskíðafæri. Schnalstal: Snjóþykkt 300 cm, hægt að renna sér úr efstu hlíðum niður á jafnsléttu, gott skíöafæri. Sulden: Snjóþykkt í dai 20 cm, í skíðabrekkunum 120 cm, hægt að renna sér úr efstu hlíðum niður á jafnsléttu á stöku stað. Gott skíða- færi, færar gönguskíðabrautir 12 km. Livingo: Snjóþykkt í dal 35 cm, í brekkum 115 cm, hægt að renna sér úr efstu hlíðum og niður á jafnsléttu, skíðafæri með ágætum. Færar gönguskíðabrautir 30 km. Þýskaland Skíðafærið í Þýskalandi er ekki með besta móti um þessar mundir og enn eru mörg skíðasvæði lokuö vegna snjóleysis. Þó er komið nokk- uð gott skíðafæri í Zugspitze og er spáð snjókomu þar á næstunni. Á fáumeinum stöðum er hægt að ganga á gönguskíðum. Zugspitze: Snjóþykkt 110 cm, skíða- færi gott, tvær lyftur opnar. -J.Mar ■ - v • . ■ ... Ý. : ^ Skíðafríið er mun dýrara í ár en í fyrra, Vetrarfrí: Miklar verð- hækk- anir Fyrir þá sem hyggja á vetrarfrí í Austurríki hefst beint leiguflug á vegum Flugleiða til Saizburg þann 20. janúar næstkomandi og standa vetrarfrísferðirnar til 17. mars. Vetararfríið er vikuferð sem svo er hægt að framlengja í tvær eða þrjár vikur. Gististaðir eru íjöl- breytilegir. Fararstjórar í Austur- ríki verða Ingunn Gunnarsdóttir og Rudi Knapp. Skíðaferðir frá íslandi til Austur- ríkis hafa hækkað mjög frá liðnu ári og stendur mörgum ógn af þeim. Hækkanir þessar má skýra með ýmsu móti, svo sem gengissigi og kostnaðarhækkunum innan- lands. Sem dæmi um hækkun má taka að í fyrra kostaði flug og gist- ing á einum ódýrasta skíðastaðnum í Austurríki rúmar 28 þúsund krón- ur en í dag kostar sams skonar ferð um 41 þúsund krónur. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.