Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 29
LAUGARDAGÚR 13. JANÚÁR 1990. Bubbi Morthens. Góð stúdíó og góðir tónlistarmenn í Júgóslavíu. Bubbi hyggst hljóð- rita næstu plötu sína í Júgóslavíu „Við Christian Falk og Lamarnir vonumst til að geta farið til Júgóslav- íu í apríl og tekið þar upp plötu á fjór- um vikum,“ segir Bubbi. „Júgóslav- ar eiga fullkomin stúdíó sem eru sambærileg við það besta annars staðar í Evrópu og þau eru miklu ódýrari en annars staðar. Ég borga hátt í þijú þúsund krónur fyrir tím- ann í stúdíói hér heima en kannski ekki nema um tólf hundruð í Júgó- slavíu. Þarna suður frá er mikið af ótrú- lega góðum neðanjarðarhljómsveit- um,“ heldur Bubbi áfram. „Nú, og að auki langar mig til að grafa upp innlenda tónlistarmenn þarna í Júgóslavíu, þá sem spila hefðbundna þjóðlagatónhst. Þá er ég að sækjast eftir þessum vel þekktu slavnesku áhrifum og jafnvel sígaunaáhrifum. Okkur langar að fá þetta fólk með okkur inn í stúdíó og blanda saman því sem við erum að gera og tónlist þess. Markmiðið er síðan vitaskuld að gera með þessu eitthvað annað en við höfum gert hingað til.“ Að sögn kviknaði Júgóslavíuferðin eftir að Hilmar Örn Hilmarsson heimsótti landið „og kom með fínar sögur til baka. Nú, ef Soyétmenn, Rúmenar eða Ungverjar hefðu jafn- góð stúdíó og Júgóslavar myndum við jafnvel allt eins fara þangað. Og okkur langar reyndar til að fara til lpndanna þarna í kring og kanna hvað er að gerast á tónlistarsviðinu. Ég er viss um að það er margt spenn- andi að gerast þar.“ -ÁT Rolling Stones. Steinamir græða og græða - Evrópuferð talin líkleg næsta sumar Japansheimsókn í febrúar veltur á því hvort Keith Richards fær vega- bréfsáritun. Þangað leita peningarn- ir þar sem þeir eru fyrir. Er Rolling Stones hófu hljómleikaferð sína um Bandaríkin og Kanada höföu þeim verið tryggðar 65 til 70 milljónir dala í laun. Þegar upp úr umslögunum var talið kom í ljós að innkoman var 140 milljónir. Og enn virðast Rollingarnir ætla að hagnast. Tii stendur að hljóm- sveitin fari til Japans í næsta mán- uði - að því tilskildu að Japanir gefí Keith Richards vegabréfsáritun. Hann var sviptur henni árið 1978 vegna heróínneyslu sinnar. Ef allt gengur að óskum spila Stones á níu tónleikum í Tokyo Dome sem tekur um fimmtíu þúsund manns. Innkoman? Þrjátíu milljón dollarar. Þá eru uppi áætlanir um hljóm- leikaferð um Evrópu næsta sumar. Talað hefur verið um allt frá þrjátíu upp í fímmtíu konserta. Talið er að um tvær og hálf milljón áheyrenda komi til að hlusta á Rolhng Stones í Evrópu. Líklegar tekjur af þeim hópi yrðu um það bil áttatíu milljónir dollára. Þegar tónleikahaldarinn Ed Cohl gerði samning viö Rolling Stones í fyrra um hljómleikaferðina um Norður-Ameríku var hann talinn óður. Nú stendur hann með pálmann í höndunuip. Rolhng Stones reyndist vinsælh hljómleikahljómsveit en flesta grunaði. Þá hefur sala minja- gripa og hvers kyns glingurs annars gengið framar vonum. 37 Helgarpopp Drottning sveitasöngvanna á leið til landsins: TammyWynette með þrenna tónleika hér Næstu stórhljómleikar erlends dægurtónUstarmanns hér á landi verða með kántrísöngkonunni Tammy Wy- nette. Hún kemur við sextánda mann og skemmtir í Hótel íslandi áttunda, níunda og tíunda febrúar. Árum saman hefur verið litið á Tammy Wynette sem drottningu sveitasöngvanna í Bandaríkjunum. Hún kom Uimsjón Asgeir Tómasson fram á sjónarsviðið árið 1966 og sló í gegn þegar í stað. Á ferli sínum hefur hún sent frá sér 51 stóra plötu, safn bestu laga meðtalið, og tugi af smáskífum. Meirihluti þeirra hefur náð því að verða meðal tuttugu vinsælustu kántrUaganna í Bandaríkjunum. Nokkur lög Wynette hafa gert gott betur og komist á Usta yfir vinsælasta poppið. Má þar nefna lögin D.I.V.O.R.C.E. og Stand By Your Man. Síðara lagið telst reyndar vera vinsælasti sveitasöngur allra tíma. í hljómsveit Tammy Wynette eru níu manns. Hún held- ur á bilinu 200 til 250 tónleika á ári. Flestir eru þeir í Bandaríkjunum en einnig er Evrópa heimsótt nokkrum sinnum á ári. Hún heldur tónleika reglulega í Englandi og hefur einnig sótt Skota og Norður-íra heim, svo og Spánverja, Þjóðverja, Frakka og Svisslendinga. w Tammy Wynette, drottning bandarísku sveitatónlistar- innar. Friðrik Karlsson leikur á næstu plötu Shakatak - Eyþór Gunnarsson fer í hljómleikaferð með Randy Crawford Hljómborðsleikari Randy Crawford heltist úr lestinni. Friðrik Karlsson sér um gítarleikinn á næstu plötu bresku hljómsveitarinnar Shakatak. Keith Winter, gítarleikari hljóm- sveitarinnar, er veikur og treystir sér ekki tfí að spUa með félögum sínum. „Hvers vegna mér var boðið? Ég veit það svei mér ekki. Kannski mælti upptökustjóri Shakatak með mér. Hann vann með okkur í Mezzo- forte að plötunni No LinUts,“ sagði Friðrik. Hann kvaðst aðeins verða viku ytra við upptökurnar. Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvort Friðrik tekur að leika með Shakatak á hljómleikum er kemur að því að fylgja útgáfu nýju plötunn- ar eftir. „Þessi nýja plata er gerð fyrir Jap- ansmarkað fyrst og fremst og er nokkuð djassaðri en fyrri plötur Shakatak,“ sagði Friðrik. Hér á árum áður, er Mezzoforte var hvað vinsæl- ust í Bretlandi, var tónlist hljóm- sveitanna tveggja oftsinnis borin saman. Shakatak þótti þó alla jafna nokkuð poppaðri en Mezzöforte. Eyþór Gunnarsson. Friðrik Karlsson hleypur í skarðið fyrir gitarleikara Shakatak. Eyþórlíkautan Friðrik Karlsson er ekki eini Mezzofortemaðurinn sem er á leið utan til vinnu. Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinn- ar, hefur fengið boð um að leika á hljómleikum með bandarísku söng- konunni Randy Crawford næstu vik- urnar. Hljómborðsleikarinn í hljóm- sveit Crawford heltist úr lestinni, þó ekki af heilsufarsástæðum, og var þá haft samband við Eyþór um að taka sæti hans. , m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.