Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. Handknattleikur unglinga 0931 ;ía(ím/j Landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, náðu stórgóðum árangri á opna Norðurlandameistaramótinu síðastliðið sumar. Liðið hafnaði í 2. sæti eftir að hafa tapað með einu marki fyrir Norðmönnum i úrslitaleik. haldið fyrir 6. flokk karla og 5. flokk kvenna. A-lið ÍA sigraði í 6. flokki en Stjarnan bar sigur úr býtum í 5. flokki kvenna. Þá voru einnig vabn landslið og pressubð úr hvor- um flokki fyrir sig og sigraði lands- liðið í báðum leikjunum. Mót þetta fór vel fram í alla staði. Nóvember í byrjun nóvember tryggðu KR-stelpurnar í 3. flokki kvenna sér Reykjavíkurmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum. Víking- ar urðu í öðru sæti. Þá voru undan- úrshtaleikirnir í karlaflokkunum spilaðir en úrslitaleikirnir sjálflr voru svo spilaðir í desember. í nóvember hófst svo sjálft ís- landsmótið. Valsmenn unnu alla leiki sína sannfærandi eins og við var búist í 3. flokki karla. Höttur frá Egilsstöðum vann 2. deildina og leikur því í 1. deild í næstu törn. KR-stelpurnar léku eins og sá sem valdið hefur því þær unnu alla andstæðinga sína frekar auðveld- lega. Fram-stelpurnar sigruðu í 2. deild. KR-strákarnir í 5. flokki Stórgóður árangur unglingalandsliðanna - síðari hluti annáls 1989 Nýtt mótafyrirkomulag var tekið upp á síðasta ári í 6. flokki karla. Þessi mynd er frá leik ÍR og Gróttu þegar keppnin um Kópavogsbikarinn fór fram. Maí Það vakti athygli í byrjun maí að engin verðlaun voru veitt fyrir besta unglingastarf íþróttafélags í handknattleik fyrir veturinn á lokahófi HSÍ en þessi verðlaun voru veitt fyrst 1987 og hafa aðeins Stjarnan og Fram hlotið þessi eftir- sóttu verðlaun. Greint var einnig frá því að í miklu væri að snúast fyrir ungl- ingalandshð karla um sumarið. U-16 færi á Atlantic Cup, U-18 á Norðurlandamótið í Svíþjóð og U- 21 átti eftir að leika við Sviss um rétt til aö leika í lokakeppni HM á Spáni. Handboltamennirnir og fyrrum landsliðsmenn í handknattleik, þeir Geir Hallsteinsson og Viðar Símonarson, héldu sinn árlega handboltaskóla í Hafnarfirði og var hann vel sóttur. Þá var handknatt- leiksdeild ÍR einnig með handbolta- skóla fyrir yngstu handknattleiks- mennina. Landslið íslands, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri, tryggði sér farseðihnn til Spánar með því að gera jafntefli, 18-18, við Sviss- lendinga og vinna þá í seinni leikn- um, 28-24. Báðir leikimir voru leiknir í Sviss og varð sú ákvörðun 'HSÍ til þess að þjálfari liðsins, Jó- hann Ingi Gunnarsson, sagði af sér að loknum leikjunum. Mörg félög héldu lokahóf fyrir handknattleiksfólk í maí enda hlé gert yfir sumarmánuðina. Júní Hilmar Bjömsson var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins og tók hann við æfingum af Jóhanni Inga Gunnarssyni. Ljóst var að hann átti erfitt verkefni fyrir höndum þar sem ísland lenti í erfiðasta riöl- inum en ísland dróst með Spáni, Vestur-Þýskalandi og Tékkósló- vakíu. Júlí „ísland vann Noreg“ segir DV og greinir þar frá glæsilegri b'yijun íslenska drengjalandshðsins á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð. ísland vann Noreg, 16-15, og Eistland, 25-16. Kuwait mætti síðan ekki til leiks , gegn íslandi í síðasta leik undan- riðilsins og tryggöu íslendingar sér þar með efsta sæti riöilins og rétt til að leika um efstu sex sætin. Velgengni hðsins hélt áfram og tryggði ísland sér rétt til að leika til úrslita á mótinu meö því að sigr- aerkifjendurna, Dani, í hörkuleik, 22-21, og var það fyrirhði íslands, Gunnar Andrésson, sem skoraði sigurmarkiö á síðustu sekúndu leiksins af 13 metra færi. ísland tapaði síðan úrslitaleiknum, sem var gegn Noregi, 21-20, eftir að hafa haft sex marka forustu í seinni hálfleik. Umsjón Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson ÁgÚSt Handknattleikssamband ís- lands ákvað að sækja um að fá að halda HM U-21 árs 1993 og taldi Jón Hjaltalín þetta verða góðan undi- búning fyrir HM 1995. Víkingur og Stjarnan vora með handboltaskóla fyrir yngri flokk- ana og þá var Fram með æfingar allt sumarið fyrir sína yngri flokka. DV greinir frá því að UMFN hafi neitað níu stúlkum í 3. flokk kvenna um félagaskipti yfir í ÍBK vegna skuldar stúlknanna við UMFN. .Víkingsstrákarnir í 3. flokki karla ásamt einum „lánsmanni" úr Fram, unnu lið frá Vestur- Þýskalandi í úrslitaleik á móti í Randers í Danmörku, 16-6. Þá tók 4. flokkur karla ásamt 3. og 4. flokki kvenna hjá Víking einn- ig þátt í mótinu. Hætt var við Atlantic Cup sem átti að vera í Englandi og varð því U-16 verkefnalaust allt sumarið. September U-21 árs gerði jafntefli við USA og vann einnig léttan sigur á þeim í æfingaleik og jafnframt síðasta leik fyrir HM á Spáni, 30-21. Liðið hóf síðan keppnina á Spáni með því að vinna eins marks sigur á V-Þjóðverjum í spennandi leik, 15-14. Næsti leikur hðsins var gegn Spáni og tapaði ísland, 18-22, eftir að hafa haft frumkvæðið framan af. Með því að sigra Tékka í síðasta leik undanriðilsins, 25-24, tókst ís- landi aö komast í milliriðilinn. Fyrsti leikur þeirra þar var gegn Ungverjum og vann ísland stórsig- ur, 30-21 og þá vannst einnig sigur á Póllandi, 30-20. Tap gegn Svíþjóð gerði það hins vegar að verkum að Island lék gegn Frakklandi um 5. sætið. Einn besti árangur unglinga- landsliðs frá íslandi leit síðan dags- ins ljós er sigur vannst á Frökkum, 24-21, og 5. sætið á HM-21 var stað- reynd. Þessi árangur landshðsins tryggði Islandi þátttökurétt í næstu lokakeppni er fram fer í Grikk- landi. Október Handboltavertíðin hjá yngri flokkunum hófst fyrir alvöra í yngri flokkunum í október. Riðla- keppni Reykjavíkurmótsins hófst og var víöa hart barist. í karla- flokkum var leikið í tveim riðlum en vegna þess hversu fá félög senda lið til keppni í kvennaflokkunum léku stelpumar aðeins í einum riöh. Framarar tryggðu sér Reykja- víkurmeistaratitla í 4. og 5. flokki kvenna. DV greindi ítarlega í máh og myndum frá vel heppnuðu móti Sjóvá og Almennra. Mót þetta var karla höfðu ótrúlega yfirburði í 1. deild. Þeir unnu alla andstæðinga sína létt. En þrátt fyrir að KR hefði mikla yfirburði í íslandsmótinu í 5. flokki karla gerðu Valsmenn sér lítið fyr- ir, slógu þá út úr Reykjavíkurmót- inu og tryggðu sér réttinn til að leika til úrshta gegn ÍR. Valsmenn fengu ekki að leika undanúrslitaleikinn í 3. flokki karla því þeir voru kærðir fyrir að nota ólöglegt lið og voru dæmdir úr leik. Fram og Víkingur tryggðu sér réttinn til að leika til úrslita. Víkingar tryggðu sér réttinn til að leika gegn Fram í úrslitaleik í 6. flokki karla er þeir unnu Leikni frekar auðveldlega. En framlengja þurfti leik Fram og KR til að fá fram úrsht en Framarar sigruðu að lok- um. KR og Valur tryggðu sér réttinn til að leika til úrslita í 4. flokki karla en þessi lið unnu bæði andstæðinga sína. KR sigraði Fram en Valsmenn sigraðu Víkinga. 12. flokki kvenna unnu Víkingar 1. deildina með yfirburðum en Stjaman sigraði í 2. flokki karla í 1. deild. FH sigraði í 1. deild 4. flokks karla eftir harða baráttu við Stjörnuna. Hauka-stelpurnar úr Hafnarfirði sigraöa alla andstæðinga sína í 1. deildinni þegar 4. flokkur kvenna áttist við. Þar með var lokið fyrstu törn íslandsmótsins og lofaði fram- staða margra hða góðu en önnur þurfa greinilega að bæta sig mikið. Desember Hveragerði vann aha leiki sína sagði DV í fyrirsögn í byijun des: ember. Strákarnir í 6. flokki UFHÖ tryggðu sér Kópavogsbikarinn sem leikið var um í fyrsta sinn en það var HK sem hélt veglegt og vel skipulagt mót fyrir þennan aldurs- flokk. Úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í handbolta fóra fram um miðjan desember. Eftir framlengdan leik unnu Víkingar Framara í 6. flokki karla. Valsmenn sigraðu í 5. og 4. flokki karla. Víkingar sigruðu í 3. flokki og Fram í 2. flokki karla. Þar með lauk keppni yngri flokk- anna árið 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.