Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990. Fréttir Thomas F. Hall flotaforingi um hlutverk Keflavikurstöövarinnar í breyttum heimi: Mikilvægi stöðvar- innar mun aukast Thomas F. Hall flotaforingi telur að Keflavíkurstöðin og starfsemin hér eigi eftir að vera mikilvæg í framtíðinni, án tillits til þess hvernig samningavið- ræðurfara. DV-mynd BG „Þeir sem hafa skoðað bandaríska íjárlagafrumvarpið fyrir 1991 hafa sjálfsagt tekið eftir-því að þar er hvergi minnst á samdrátt eða lokun á íslandi þrátt fyrir að verið sé að loka bandarískum stöðvinn um allan heim. Við fáum þar engin skilaboð um niðurskurð eða samdrátt,“ sagði Thomas F. Hall, flotaforingi og yfir- maður herstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli, þegar hann var tekinn tali í tilefni þeirra breytinga sem nú eru fyrirsjáanlegar í kjölfar afvopn- unarviðræðna og ekki síður í kjölfar bandaríska fjárlagafrumvarpsins fyrir 1991 sem boðar mikinn niður- skurð í útgjöldum til hermála. Hall var spurður um hugsanlegar breyt- ingar á starfsemi Keflavíkurstöðvar- innar. Þess má geta að Hall starfaði í Keflavík með forvera sínum, Eric A. McVadon, og var herráðsforingi flotaforingja á þeim tíma. Hann hefur því nokkuð langa starfsreynslu frá Keflavík. Hann segist hafa sótt eftir því að fá að fara aftur til íslands enda segist hann kunna ákaflega vel við sig hér á landi. Frá 1985, þegar hann hætti hér, var hann yfirmaður flotans á Bermuda- eyjum. Eftir það starfaði hann í eitt ár í nefnd í Pentagon en frá 1988 og fram til maí 1989 var hann aðstoðar- yfirmaður varaliðsflota Bandaríkj- anna. í maí 1989 tók hann við af McVadon. Enginn samdráttur - Er gert ráð fyrir einhverjum sam- drætti í Keflavíkurstöðiniú? „Að sjáifsögðu verður gerð sú krafa til allra stöðva að þar sé sem mest dregið úr kostnaði og sparsemi gætt í hvívetna. Fjárlögin gera ráð fyrir allsherjar samdrætti þannig að allir verða að nota fjármuni sína betur. Það á að sjálfsögðu við um okkur eins og aðra. Það er hins vegar ljóst að við verðum ekki fyrir neinum samdrætti í mannafla né hvað varðar starfsemi stöðvarinnar. Þá höfum við ekki séð nein merki þess að nýjar tillögur forsetans, um að fækka niður í 195.000 hermenn í Evrópu, muni hafa áhrif hér.“ „Þetta er mun meira en venjuleg bandarísk herstöð" - Hvað segir þetta um Keflavíkur- stöðina því nú er ljóst að mörgum herstöðvum verður lokaö? Sýnir þetta ef til vill mikilvægi stöðvarinn- ar? „Ég tel að þetta sýni þrennt: í fyrsta lagi að við höfum staðið okkur vel og sinnt okkar starfi á árangursríkan hátt. í öðru lagi sýnir þetta ljóslega hversu mikilvæg stöðin er fyrir NATO. Þetta er mun meira en venju- leg bandarísk herstöð - þetta er stað- festing á því að þetta er NATO-stöð. í þriðja lagi má af þessu ráða hve mikilvæg staösetning stöðvarinnar Matarverð í mötuneyti ríkisstarfs- manna, sem rekið er í Borgartúni 7, var hækkað 1. febrúar um 25-55%. Verð á heilli máltíð hækkaði úr 150 krónum í 200 krónur og úr 200 krón- um í 250 krónur. Brauðsneið hækk- aði úr 45 krónum í 70. „Þetta var nauðsynleg hækkun vegna kostnaöarhækkana sem orðiö hafa frá í maí í fyrra," sagði Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins, í samtah við DV. er. Þrátt fyrir miklar hræringar í vígbúnaðarmálum þá breytist landa- fræðin ekkert. ísland er og verður á mikilvægum stað.“ - Telur þú að eftirlitshlutverk Kefla- víkurstöðvarinnar eigi eftir að vaxa í kjölfar þeirra breytinga sem nú fara í hönd? „Það er líklegt að í kjölfar þeirra miklu atburða, sem nú eiga sér stað, muni aðilar ná einhverju jafnvægi sem báðir geta sætt sig við. Það er að sjálfsögðu engan veginn hægt að segja hvar eöa hvernig þessi jafn- vægispunktur verður. Þegar honum er náð munu koma kröfur um að eftirlit verði aukið og að gengið verði úr skugga um að hlutirnir séu í lagi. Það er sameiginlegt með öllum samningum að það verði fullvíst að þeir séu haldnir. Ég tel að Keflavík- urstöðin verði mjög mikilvæg í þvi sambandi vegna þess að það verða að vera til stöðvar þar sem aöilar geta fylgst hvorir meö öðrum. Þessi stöð mun halda áfram að vera mikil- væg í þessu tilliti.“ Keflavík verður brú til Evrópu „Þá tel ég ekki síður mikilvægt að Keflavíkurstöðin getur gegnt hlut- verki sem brú til Evrópu. Þó að við vonum öfl að áfram stefni í átt til friðar í heiminum verðum við að gera okkur grein fyrir því að áfram verður þess krafist að Bandaríkin Ásgeir annast umsjón með reikning- um mötuneytisins. Allur kostnaður annar en hráefniskostnaður er greiddur af ríkisstofnunum sem að- setur hafa í húsinu. „Okkur þykir þetta skjóta skökku við átak til þess að halda niðri verð- lagi sem gert var með nýlegum kjara- samningum. Laun okkar hækkuðu ekkert þessu líkt,“ sagði starfsmaður sem boröar í mötuneytinu. Nýlega voru hækkanir í mötuneyti komi Evrópu til aðstoðar ef eitthvað bregður út af. Það er hluti af skuld- bindingum Bandaríkjanna við NATO. ísland hefur þar mikilvægt hlutverk, svo sem fyrir flugvélar sem þurfa að fá eldsneyti á leið sinni til Evrópu með vopn og vistir. Allt þetta segir mér að þessi stöð og starfsemin hér eigi eftir að Vera mikilvæg í framtíðinni, án tillits til þess hvernig samningaviðræður fara.“ 7 Telur þú að mögulegt sé að láta ísland gegna eftirlitshlutverki fyrir bæði stórveldin í framtíðinni? „Ég get ekki úttalað mig um mögu- leika á eftirlitsstöð fyrir bæði stór- veldin. Eins og ég hef áður sagt þá er stöðin mikilvæg sem eftirlitsstöð fyrir Bandaríkin og NATO en aðrir verða að tjá sig um möguleika þess að báðir aðilar fái aðstöðu hér.“ Varaflugvöllur eykur flugöryggi - Myndi það hafa einhver áhrif á eftirlitshlutverkið ef varaflugvöllur yrði gerður hér á landi? „Ég get aðeins rætt um varaflug- völl út frá sjónarhóli flugöryggis. Það segir okkur að varaflugvöllur á ís- landi myndi vissulega auka flugör- yggið því bæði flugvélar okkar og farþegaflugvélar þyrftu ekki að hafa eins mikið eldsneyti með sér en næsti varaflugvöllur í dag er í um 700 mílna fjarlægð. Um staðsetningu flugvallar starfsmanna á elflheimiflnu Grund dregnar til baka eftir afskipti stéttar- félags starfsmanna. „Eg hef ekki fengið neinar kvartan- ir. Menn geta valið sér mat og þaö þarf ekki nauðsynlega að kaupa mál- tið á 250 krónur,“ sagði Ásgeir Jó- hannesson, „Auðvitað væri hægt að lækka matinn en þá myndi gæðun- um hraka því kaupa þyrfti ódýrara hráefni." „Við höfum fylgst með þessu máli er lítið hægt að segja núna en við bíðum eftir heimild frá íslenskum stjórnvöldum til að hefja forkönnun hér.“ - Hafa íslensk stjórnvöld verið beðin um frekari aðstöðu vegna eftirlits? „Eftirfltshlutverk fslands hefur verið að aukast, samanber radar- stöðvarnar sem nú er verið að ganga frá. Þær verða meðal annars mann- aðar íslendingum. Frá því ég kom hingað fyrst hefur orðið mikil aukn- ing á þátttöku íslendinga í eftirlitinu. Um frekari þátttöku er erfitt að segja núna.“ Ekki fyrirsjáanlegt að dragi úr framkvæmdum hersins - Mun draga úr verkefnum á vegum hersins í framtíðinni? „Ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Á þessu og næsta ári mun verða haldið áfram með þau verkefni sem ákveðin hafa verið. Við sjáum engin merki þess að draga muni úr framkvæmd- um. Þetta tek éjg sem enn eitt merki um mikilvægi íslands.“ - Telur þú að einhver breyting verði á útboðum á vegum hersins? ' „Ég hef fylgst með vinnu verktaka hér í gegnum árin og ég get fullyrt að hún er fyrsta flokks. Afhending verkefna er alltaf á réttum tíma og á réttu verði. Frá sjónarhóli kaupand- ans er mjög jákvætt að fá verkin af- hent á réttum tíma og réttu verði, auk þess sem gæðin eru óumræði- lega mikil.“ - Hvaðaáhrifhefur .lokunherstöðv- arinnar Fort Ord í Kaliforníu fyrir Keflavíkurstöðina en í núverandi áætlunum er gert ráð fyrir aö aðstoð- arlið komi þaðan? „Eftir því sem ég best veit þá hefur það engin bein áhrif á okkur vegna þess að þær sveitir í Fort Ord, sem áttu að koma hingað, verða einfald- lega færðar eitthvert annað. Það er hin hefbundna aðferð. Þessar sveitir verða áfram til reiðu fyrir Keflavík þó að þær verði færðar annað.“ Crowe var misskilinn Hall flotaforingi færðist undan því að ræða mikið um afvopnunarvið- ræður á sjó þó að hann segðist skilja áhuga íslendinga á þeim málum. Hann sagðist aðeins geta vitnað í opinbera stefnu Bandaríkjanna í þeim efnum - sem væri sú að ræða ekki um sjóherinn. Þá sagði hann um athyglisvert við- tal við Crowe flotaforingja og fyrr- verandi yfirmann herráðsins að það hefði komið í ljós að ekki hefði verið rétt eftir Crowe haft í viðtalinu en það viðtal hefur hefur að undanförnu verið tekið sem dæmi um ólíkar áherslur innan Bandaríkjanna til af- vopnunarviðræðna. Þá sagði hann að Crowe væri nú almennur borgari og talaði sem slíkur. Það gæti hann ekki. 25-55% og rætt við alla aðila og ég treysti því að þessi hækkun verði látin ganga til baka,“ sagði Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags ríkisstofnana, í samtafl við DV. „Þarna komu inn nýir menn sem héldu að reka ætti mötuneytið með hagnaði sem er auðvitað misskiln- ingur.“ -Pá Geii A. Guasíeinssan, DV, Dalvik: : Sveifaráslega við aðalvél togar- ans Baldurs EA108 brotnaði þeg- ar skipið var að veiðuin út af Lónsbugt á sunnudag. Skipið varð vélarvana og kom varðskip Baldri til hjálpar og dró skipiö til Fáskrúðsflarðar. Þar var aflan- um, um 60 tonnum af þorski og 13 af ýsu, landaö í gáma til út- flutnings en skipiö var að veiða í siglingu. Björgunarskipið Goðlnn kom til Fáskrúðsflarðar á miðvikudag og dregur Baldur til Dalvikur þar sem viðgerð fer fram á vélinni. Reiknað er með að sú viðgerð taki um mánaðartíma. Baldur var í sinni fyrstu veiði- ferð á árinu en um árainótin kviknaði i stakkageymslu skips- ins meö þeim afleiðingum aö þrifa þurfti allar vistarverur þess. Þetta óhapp nú kemur sér mjög illa fyrir útgeröina. Kringlan í gær: Þrennt tekið við búðarhnupl Tveir ungir menn voru staönir aö búðarhnupli í Kringlunni síð- degis í gær. Roskin kona var einnig stöðvuð er hún var á leið út úr Hagkaupi með stolnar vör- ur. Að sögn Magnúsar Pálssonar, öryggisgæslustjóra í Kringlunni, er sú vinnuregla viðhöfð að kalla alltaf til lögreglu þegar um búða- hnupl er að ræða. „Fólkíð er stöðvað þegar það er komiö út úr viðkomandi verslun og þá er kallað á lögreglu. Ef um börn er að ræða þá köllum við til foreldra,“ sagði Magnús í samtali við DV i morgun. Magnús sagði að töluvert mikið hefði verið um búöarhnupl í janúar og febrúar, sérstaklega i Hagkaupi, stærstu versluninni. -ÓTT Lögregla í Vestmannaeyjum og memi frá Bifreiðaskoöun fslands klipptu skrásetningarnúmer af vel á annað hundraö bílum í gær og í fyrradag. Skoðunarmenn komu með fæki sín og tól til Eyja á mánudag og hafa skoðunarað- gerðir staðið yfir síðan. Að sögn lögreglu vár mest klippt af bílum ökumanna sem höfðu fengið svokallaða hálfa skoðun í haust. Þeir ökumenn fengu frest í einn mánuð til að koma bfluin sínum í lag en höföu síðan vanrækt endurskoðun. Einnig var klippt af allmörgum bílum vegna vangoldhma bif- reiðagjalda. Lögregla í Eyjum heldur áfram aðgerðum í dag. Lögreglan í Reykjavík klippti númer af 29 bílum I gær vegna vanrækslu á skoðun og vangold- inna bífreiðagjalda. -ÓTT Bankaráö Landsbanka vísaöi i gær frá tillögu Friöriks Sophus- sonar um að bankinn greiddi ekki vexti af kaupverði hlutabréfa Sambandsíns í Samvinnubank- anum, Bankaráðið kvaö málið hafa verið afgreitt á síðasta bankaráösfundi þar sem málinu var vísað til bankastjómar. Það voru þeir Ejjólfur K. Sigur- jónsson, Lúövík Jósepsson og Kristinn Finnbogason sem greiddu atkvæöi með frávísun- artillögunni en Kristín Sigurðar- dóttir, fulltrúi Kveimalístans, greiddi atkvæði með tillögu Frið- riks. -JGH -SMJ Ríkismötuneyti hækkar um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.