Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990,
25
Iþróttir
Iþróttir
Knattspymuvertíðin hefst á sunnudag:
Reykjavék gegn landinu
Knattspyrnusamband íslands og
Knattspymuráð Reykjavlkur hafa
ákveöið að standa sameiginlega að
knattspymuleik á sunnudaginn í
tilefni af komu Bo Johansson, nýr-
'aðins landsliðsþjálfara í knatt-
spyrnu.
Þá munu eigast viö ReyKjavíkur-
úrval sem Ásgeir Elíasson, þjálfari
Fram, mun stýra og úrval leik-
manna utan Reykjavikur sem Guð-
jón Þórðarson, þjállari KA, stýrir.
Leikurinn er á sunnudaginn og
hefst kl. 14 á gervigrasvellinum í
Laugardal. Liðin, sem leika, eru
þannig skipuð: Liö Reykjavíkur:
Birkir Kristinsson, Fram, Bjami
Sigurðsson, Val, Viðar Þorkelsson,
Fram, Þorsteinn Þorsteinsson,
Fram, Kristján Jónsson, Fram, Pét-
ur Amþórsson, Fram, Guðmundur
Steinsson, Fram, Baldur Bjama-
son, Fram, Rúnar Kristinsson, KR,
Pétur Pétursson, KR, Gunnar
Oddsson, KR, Gunnar Skúlason,
KR, Anton Jakobsson, KR, Öm
Valdimarsson, Fylki, Sævar Jóns-
son, Val, Steinar Adolfsson, Val,
Ingvar Guðmundsson, Val, og An-
tony Karl Gregory, Val. Láð lands-
ins er þannig skipað: Ólafur Gott-
skálksson, KR, Haukur Bragason,
KA, Erlingur Kristjánsson, KA,
Bjami Jónsson, KA, Ormarr Örl-
ygsson, KA, Kjartan Einarsson,
KA, Sigurður B. Jónsson, ÍA, Alex-
ander Högnason, ÍA, Haraldur Ing-
ólfsson, IA, Sigursteinn Gíslason,
ÍA, Bjöm Jónsson, FH, Ólafur
Kristjánsson, FH, Andri Marteins-
son, FH, Höröur Magnússon, FH,
Júlíus Tryggvason, Þór, Hlynur
Stefánsson, ÍBV, Tómas Ingi Tóm-
asson, ÍBV, og Ingólfur Ingólfsson,
Sljömunni. Til vara: Jón Otti Jóns-
son, Stjörnunni, Guðmundur Guð-
mundsson, UBK, og Amar Grétars-
son.UBK. -GH
• Þessi skötuhjú eru
glaðbeitt á svip enda
sigraði Chicago Buils
i síðasta leik sínum í
NBA-deildinni i körfu-
knattleik. Chicago
lagði þá Maimi Heat
að velli á útivelli,
95-107.
Óvænt tap
hjá SA Spurs
Keppni í NBA-deildinni í körfuknattleiknum hófst á ný eftir nokkurra daga hlé með tíu leikjum í fyrrakvöld. Mesta athygli vakti að SA Spurs tapaði fyrir Dallas. Úrslit í leikjun- um urðu annars þessi: Miami-Chicaen 95-107
Atlanta-N. Y ork 109-114
Detroit-Denver 106-96
Indiana-Charlotte 128-105
Houston-Boston 94-107
Dcdlas-SA Spurs 103-96
Utah-Minnesota 110-104
LA Clippers-Phoenix 96-118
Sacramento-Washington 106-98
Seattle-Portland 106-110
Staða efstu liða í riðlunum
í Atlantshafsriðli er New York með forystu; hefur unnið
32 leiki og tapað 16. í Miðausturriðli eru meistaramir í
Detroit með forystuna; hafa unnið 35 leiki og tapað 14. í
Miðvesturriðli er Utah Jazz í forystu; hefur unnið 33 leiki
og tapað 14. í Kyrrahafsriðli eru gömlu brýnin í LA Lakers
með forystu; hafa unnið 35 og tapað 11 og em með best vinn-
ingshlutfall allra liða.
-GH
SexfaraáEM
Þrír íslendingar verða meðal
keppenda á Evrópumeistara-
mótinu í fijálsum íþróttum inn-
anhúss sem haldið verður í
Glasgow dagana 3. til 5. mars.
Eftir Meistaramót íslands á
dögunum valdi landsliðsnefnd
FRÍ þau Pétur Guðmundsson
og Þórdísi Gísladóttur úr HSK
og Gunnar Guðmundsson úr
FH til fararinnar. Pétur keppir
í kúluvarpi, Þórdís i hástökki
og Gunnar i 200 og 400 metra
hlaupum.
. Þjálfari íslensku keppend-
anna og fararstjóri verður Er-
lendur Valdimarsson.
-VS
Olafur
afturtil
Palace
Miklar líkur virðast á því að
enska 1. deildarfélagið Crystal
Palace kaupi Ólaf Þórðarson,
landsliðsmann í knattspymu, ffá
Brann í Noregi. Ólafur er kominn
aftur til Noregs eftir átta daga
dvöl hjá Palace, en fer aftur til
London eftir viku og leikur þá
æfingaleik með félaginu. Til stóð
að hann léki með varaliðinu gegn
Fulham í síðustu viku en leiknum
var frestað vegna veðurs.
Norska blaðið Verdens Gang
sagði í gær að Steve Coppell,
framkvæmdastjóri Palace, vildi
ólmur semja við Ólaf. Ólafur
sagði í samtali við Ríkisútvarpið
í gærkvöldi að Coppell vildi fyrst
sjá sig spila einn leik áður en
gengið yröi til samninga. Ólafur
sagði ennfremur að sér litist mjög
vel á sig hjá Palace og hann væri
spenntur fyrir því að leika knatt-
spymu í Englandi.
-VS
Sport-
stúfar
&
Marteinn Guðgeirs-
son, knattspyrnumað-
ur frá Neskaupstað, er
genginn til liðs við bik-
armeistara Fram. Marteinn var í
hópi Framara árið 1988 en síðasta
sumar lék hann með Tindastóli í
2. deild og skoraði þar þrjú mörk
í sautján leikjum. Helgi Björg-
vinsson er hins vegar búinn að
ganga frá félagaskiptum úr Fram
yfir í Víking en DV hafði áður
sagt frá því að það stæði til.
Tveirtil Þórsara
Hópurinn hjá Þórsuram á Akur-
eyri er enn að stækka. Þeir hafa
fengið til sín tvo pilta sem léku í
3. deild í fyrra, Sverri Heimisson
frá Magna á Grenivík og Ingólf
Guðmundsson frá Val á Reyðar-
firði.
AC Milan og Juventus
í úrslitaleikinn
Síðari leikimir í undanúrslitum
ítölsku bikarkeppninnar voru í
gær. AC Milan skellti Napoli öðru
sinni, vann í defidinni á sunnu-
daginn, 3-0, og sigraði nú í bikar-
keppninni, 1-3. Fyrri leiknum
lyktaði með markalausu jafntefli
svo AC Milan tryggði sér þátt-
tökurétt í úrslitaleiknum og mæt-
ir þá liöi Juventus í tveimur leikj-
um. Massaro skoraði tvö fyrir
Milan og van Basten eitt úr víti.
Maradona skoraði mark Napoli
úr vítaspyrnu. Juventus tapaði í
gær fyrir Roma, 3-2, en hafði
unnið fyrri leikinn, 2-0, og vann
því samanlagt 4-3.
Danir og Svíar
í erfiðleikum
Tveir vináttuleikir í knattspymu
fóra fram í gær. Egyptar og Dan-
ir gerðu markalaust jafntefli í
Kaíró og í Dubai sigruðu Samein-
uðu arabísku furstadæmin Svía,
2-1.
Oldham á Wembley?
Allt bendir til þess að 2. deildarlið
Oldham leiki til úrslita í ensku
deildabikarkeppninni í knatt-
spymu í vor, gegn Nottingham
Forest eða Coventry. Oldham rót-
burstaði West Ham, 6-0, í fyrri
leik liðanna í undanúrslitum
keppninnar í gærkvöldi og ólík-
legt er að West Ham nái að vinna
þann mun upp. í 1. deild vann
Luton mikilvægan útisigur á
Wimbledon, 1-2.
• Kristján Arason verður vonandi í stuði gegn Svisslendingum í Höllinni í kvöld.
DV-mynd Brynjar Gauti
Hvað gerist gegn
Sviss í kvöld?
íslenska landsliðið í handknattleik hefur í nógu að snúast þessa dagana. Nýlokið er
þremur landsleikjum gegn Rúmenum en nú eru Svisslendingar mættir til leiks og leika
gegn íslendingum tvo landsleiki.
Fyrri leikur þjóðanna verður í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20 og sá síðari annað
kvöld á sama stað. Svisslendingar leika í Tékkó í riðli með Rúmenum, Tékkum og S-
Kóreu. í B-keppninni í Frakklandi á síðasta ári höfnuðu Svisslendingar í sjötta sæti
sem gaf sæti í A-keppninni í Tékkóslóvakíu. Landsleikir íslands og Sviss hafa verið
jafnir og spennandi og í síðasta leik þjóðanna í B-keppninni í Frakklandi sigraði ís-
lenska liðið með eins marks mun eftir æsispennandi leik. Svisslendingar koma hingað
frá Frakklandi þar sem liðið tók þátt í móti fjögurra þjóða. Svisslendingar töpuðu þar
fyrir Dönum og Frökkum en unnu Austur-Þjóðverja með þremur mörkum.
Fjörutíu ár frá fyrsta landsleiknum í handbolta
Leik íslands og Sviss í kvöld ber upp á sögulegan dag í íslenskri handknattleikssögu.
Fyrir nákvæmlega 40 árum, 15. febrúar 1950, háði ísland sinn fyrsta landsleik og var
leikið gegn Svíum í Lundi. Svíar unnu þann leik, 15-7, og fjórum dögum síðar tapaði
íslenska liðið fyrir Dönum í Kaupmannahöfn, 20-6. Þriðji leikurinn var leikinn hér á
landi um vorið,. á sjálfum Melavellinum, en þá gerði íslenska liðið jafntefli við Finna,
3-3. Eftir þetta varð átta ára hlé i landsleikjasögunni, næst var spilað áriö 1958 þegar
ísland tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Magdeburg og sló þar í gegn með því að
sigra Rúmena, 13-11. -JKS/-VS
Hilmar Hafsteinsson, fyrrverandi þjálfari körfuknattleiksliös Njarövíkur:
Við getum ekki
tryggt öryggi
þessa dómara“
- mikil óánægja með frammistöðu dómara 1 körfuboltanum á Suðumesjum
„Körfuknattleikurinn
hér á landi hefur tekið
miklum framfórum.
Bestu íslensku leik-
mennirnir eru famir að ná þeim
erlendu leikmönnum, sem hér
leika, að getu og margir hverjir
gefa þeim ekkert eftir,“ segir Hilm-
ar Hafsteinsson, fyrrverandi þjálf-
ari liðs Njarðvíkinga í körfuknatt-
leik, í samtali við DV. Hilmar hefur
fylgst vel með körfuboltanum hér
á landi undanfarin ár og áratugi
og þekkir því vel til mála. Hann var
leikmaður um árabil með UMFN
og formaður körfuknattleiksdeild-
ar UMFN og um tíma þjálfaði hann
landsliðið í körfuknattleik.
„Það er nú ljóst að lið Njarðvík-
ur, Keflavíkur, Grindavíkur og KR
komast í úrslitakeppnina og þar
munu mætast annars vegar Njarð-
vík og Keflavík, trúi ég, og hins
vegar Grindavík og KR. Eins og lið-
in leika í dag þá get ég ekki annað
séð en að KR og Keflavík muni
koma til með að berjast um íslands-
meistaratitilinn þó að ég bindi
miklar vonir við Árna Lárusson,
hinn nýja þjálfara Njarðvíkinga.
Ég veit að Árni á eftir að ná út úr
liðinu því sem í því býr enda reynd-
ur maður á ferö. Liðiö hefur ekki
verið sannfærandi í síðustu leikj-
um en það lagast vonandi."
„ÍBK með mesta breidd“
„Keflvíkingar eru með mestu
breiddina og er ekki útilokað að
þeir gætu haldið titlinum. Styrkur
liösins felst aðallega í Guðjóni
Skúlasyni sem hefur leikið mjög-
vel í vetur. Ef andstæðingum ÍBK
tekst að stöðva Guðjón getur allt
gerst. Hvaö varðar Grindvíkinga
þá hef ég ekki trú á því að þeir
komist í úrslitaleikinn. Það vantar
breidd í liðið og þó að þeir hafi á
að skipa mjög skemmtilegu liði er
þeirra tími ekki kominn enn. Þeir
hafa þó innanborðs einn besta mið-
• Hilmar Hafsteinsson er ómyrk-
ur í máli um einn dómarann í úr-
valsdeildinni eins og fram kemur
i viðtalinu við hann.
DV-mynd Ægir Már Kárason
herjann í úrvalsdeildjnni, Guð-
mund Bragason.
KR-ingar hafa leikið mjög vel
undanfarið og verið best liðanna í
síðustu leikjum. Liðið leikur mjög
agaðan körfubolta, byrjunarliðið
er mjög sterkt, baráttan mikil og
liðið hefur geysilega skemmtilegan
leikstjórnanda, Pál Kolbeinsson.
Rússinn er einnig mjög skemmti-
legur og sömu sögu má segja um
Axel Nikulásson," segir Hilmar
Hafsteinsson.
Dómgæslan
- Hvernig hefur þér fundist dóm-
gæslan vera í vetur í körfuboltan-
um?
„Dómgæslan hefur verið misjöfn
og það eru til ágætir dómarar í
deildinni. Þeir fá kannski of mikla
gagnrýni. Það eru að koma upp
ungir dómarar sem tekið hafa
miklum framförum. Þar má nefna
Leif Garðarsson, Kristján Möller,
Kristin Óskarsson og Helga Braga-
son. Það er hins vegar alvarlegt
mál í gangi. Einn dómarinn, Krist-
inn Albertsson, sem hefur aflað sér
mikillar reynslu, hefur leiðst út á
þá hálu braut að vilja hafa áhrif á
úrslit leikja áður en hann kemur
til leiks. Það er einkennilegt að
hann raðar sér jafnan á leiki KR-
inga þegar þeir leika gegn sterkari
liðunum í deildinni. Nýjasta dæmið
er frá leik KR og ÍBK. Hann beitti
þar ákveðinni taktik og leyfði KR-
ingum að leika gróflega og öll vafa-
atriðin dæmdi hann KR í hag. Þeg-
ar KR-ingar voru hins vegar búnir
að ná ákveðnu forskoti fór hann
að dæma meira á þá. Mér er kunn-
ugt um það að ákveðinn dómari
hafi neitað að dæma með Kristni í
vetur. Þá hefur Kristinn lýst því
yfir á almannafæri aö honum sé
illa við Njarðvíkurliðið. Ég geri það
því að tiilögu minni að hann hætti
að dæma hjá Njarðvík. Það er hægt
að rökstyöja þessi orð á margan
hátt. Það eru of mikil tengsl á milli
hans og leikmanna KR og þjálfara
liðsins og stundum er maður alveg
gáttaður yfir því hve dólgslega
þjálfari KR fær að haga sér á
bekknum án þess að fá áminningu.
Þetta sjá allir sem fylgjast með. Ég
vil taka það skýrt fram að ég veit
að Kristinn getur dæmt vel og hef-
ur aflað sér mikillar kunnáttu en
það er greinilega eitthvað að hjá
honum. Ég tel að hann ætti að
draga sig í hlé til vorsins. Þá getur
hann hugsaö sinn gang og náð átt-
um. Suðurnesjamenn eru orðnir
þreyttir á þessu og maður getur
ekki orða bundist lengur. Stjóm
KKÍ og dómaranefnd ættu að at-
huga þessi mál. Það ríkir mikil ólga
hér vegna þessa máls og forráða-
menn félaganna hér geta ekki leng-
ur tryggt öryggi þessa dómara,"
sagði Hilmar Hafsteinsson.
Ægir Már Kárason/Suðurnesjum
Sjö ný lið í 4. deildinni
og f imm lið hætta keppni
- búið að draga í riðla í 4. deild íslandsmótsins í knattspymu
Dregið hefur verið í riðla fyrir
4. deildarkeppnina í knatt-
spymu í sumar og óhætt er
að segja að hún hafi aldrei
verið sterkari en í ár. Ellefu lið féllu úr
3. deildinni í fyrra, vegna fækkunar þar,
og í ár leika 42 lið í 4. deild en í fyrra
voru þau 30 talsins.
• Sjö ný félög senda lið í 4. deildina í
ár. Það eru TBR úr Reykjavík, HK úr
Kópavogi, Þrymur frá Sauðárkróki,
Fram frá Skagaströnd, Narfi frá Hrísey,
Austri frá Raufarhöfn og Stjaman úr
Berufirði. Öll taka þátt í fyrsta skipti,
nema Austri.
Fimm félög senda ekki
lið í 4. deildina í sumar
Fimm lið, sem voru með í fyrra, eru hins
vegar ekki með í ár. Það eru Skotfélag
Reykjavíkur, Fyrirtak úr Garðabæ,
Baldur frá Hvolsvelli, Æskan frá Sval-
barðsströnd og Efling úr Reykjadal.
Riðlar 4. deildar 1990 líta þannig út:
A-riðill:
Grótta (Seltjamarnesi), Reynir (Sand-
gerði), Ármann (Reykjavík), Snæfell
(Stykkishólmi), Fjölnir (Reykjavík),
UMFN (Njarðvík) og Ernir (Selfossi).
B-riðill:
Víkverji (Reykjavík), Afturelding (Mos-
fellsbæ), Ægir (Þorlákshöfn), Víkingur
(Ólafsvík), Augnablik (Kópavogi), Hafn-
ir (Keflavík), TBR (Reykjavík).
C-riðill:
Leiknir (Reykjavík), UFHÖ (Hvera-
gerði), Skallagrímur (Borgamesi), Ár-
vakur (Reykjavík), Stokkseyri, Léttir
(Reykjavík), HK (Kópavogi).
D-riðill:
Kormákur (Hvammstanga), Geislinn
(Hólmavík), Þrymur (Sauðárkróki),
Hvöt (Blönduósi), Neisti (Hofsósi), Fram
(Skagaströnd).
E-riðill:
UMSE-b (Eyjafirði), Narfi (Hrísey),
HSÞ-b (Mývatnssveit), Magni (Greni-
vík), SM (Eyjafirði), Austri (Raufar-
höfn).
F-riðilI:
KSH (Suðuríjörðum), Sindri (Homa-
firöi), Leiknir (Fáskrúösfirði), Valur
(Reyðarfirði), Höttur (Egilsstöðum),
Huginn (Seyðisfirði), Austri (Eskifirði),
Stjarnan (Berufirði), Neisti (Djúpavogi).
• Tvö efstu liöin í 4. deild vinna sér
sæti í 3. deild.
-VS
mæta til leiks
Tveir snjallir Bretar verða
meðal keppenda á hinu árlega
boösmóti Borðtennissambands
íslands sem verður haldið i
iþróttahúsi Kennaraháskólans
a laugardaginn. Það eru David
Hannah, besti borðtennisleik-
ari Skota og margfaldur meist-
ari þar í landi, og Alan Griífiths
frá Wales sem um árabil var
bestur í heimalandi sínu.
Keppni hefst kl. 13 en úrslita-
leikurinn á að byrja kl. 17.
Keppendur verða 16 talsins,
fjórtán Islendingar, og þar eru
allir þeir bestu hér á landi
nema Tómas Guðjónsson sem
er erlendis vegna atvinnu
sinnar. Þessir 14 eru eftfi-taldir:
Kjartan Briem, Hjálmtýr Haf-
steinsson, Jóhannes Hauksson,
Kristinn Már Emilsson, Öm
Franzson, Tómas Sölvason,
Kristján Viðar Haraldsson,
Kristján Jónasson, Hiimar
Konráðsson, Bergur Konráðs-
son, Stefán Konráðsson, Bjarni
Bjarnason, Albrecht Ehmann
og Jón Karlsson.
.. -VS
Laugardagur kl.14: ,55
7. LEIKVIKA- 17. feb. 1990 1 m m
Leikur 1 Bristol City - Cambridge*
Leikur 2 C. Palace - Rochdale*
Leikur 3 Liverpool - Southamton*
teikur 4 Oidham - Everton* >
Leikur 5 W.B.A. - Aston Villa* Tenin< ^ur
Leikur 6 Coventry - Millwall**
Leikur 7 Nott. For. - Chelsea**
Leikur 8 Sheff. Wed. - Arsenal**
Leikur 9 Blackburn - PortVale***
Leikur 10 Hull - Portsmouth***
LeikurH Ipswich - Leeds***
Leikur 12 Watford - Sunderland***
LUKKULÍNAN s. 991002 * = leikir frá FA-bikarkeppninni - ekki framlengdir, ** = 1. deild, *** = 2. deild. Leikur W.B.A. - Aston Villa fer fram kl. 12:30 = Teningur.