Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
Utlönd
Fyrirhugaðar kosningar í Japan:
Þriðjungur kjós-
enda óákveðinn
Stjórnaílokkurinn í Japan,
Frjálslyndi lýöræöisflokkurinn,
viröist stefna í sigur í komandi
kosningum til neöri deildar þings-
ins að þvi er niðurstöður nýlegra
skoöanakannanna benda til. Einn
af hverjum þremur kjósendum í
Japan er þó enn óákveöinn, sam-
kvæmt þessum sömu könnunum.
Kosningar fara fram í Japan
þann 18. þessa mánaðar. Kosiö
verður til neðri deildar þingsins
þar sem Fijálslyndi lýðræðisflokk-
urinn hefur meirihluta. Skoðana-
könnun, sem gerö var á vegum fyr-
irtækisins Yomiuri, sýnir að flokk-
urinn fengi meirihluta, 257 sæti af
512, yrði gengið til atkvæða nú.
Önnur könnun, sem Asahi fyrir-
tækið stóð fyrir, sýnir að flokkur-
inn hefur unnið mjög á í síðustu
kosningum og að hann myndi
hljóta 271 þingsæti.
Báðar þessar kannanir, sem birt-
ar voru í morgun, sýna að helsti
keppinautur Fijálslynda lýðræðis-
flokksins, Sósíalistaflokkur Jap-
ans, hefur unnið á síðustu daga og
fengi milh 120 og 140 þingsæti yrði
gengið til kosninga nú.
Reuter
Kaifu, forsætisráöherra Japans og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokks-
ins, á kosningafundi í Koshigaya. Símamynd Reuter
Flugslysið á Indlandi:
Orsökin ókunn
Rúmlega níutíu létust þegar ind-
versk farþegaflugvél, af geröinni Air-
bus A320, fórst í aðflugi að flugvellin-
um í Bangalore á Indlandi í gær.
Ekki er ljóst hvað oUi slysinu en sam-
kvæmt fregnum í fjölmiðlum á Ind-
landi virðist sem kviknað hafi í vél-
inni þar sem hún kom inn til lending-
ar. Flugmálastjóri Indlands hefur
fyrirskipað rannsókn á máhnu.
Sjónarvottar segja að vélin hafi
misst einn hreyfil þegar hún rakst á
þriggja metra háan vegg skammt frá
flugvellinu. Veður var gott þegar
slysið átti sér staö og að sögn eins
vallarstarfsmanns virtist allt vera í
lagi rétt áður en vélin fórst. Svarti
kassinn svokallaði, sem geymir upp-
tökur af viðtölum flugmanns og flug-
umferðarstjómar, hefur fundist.
Eitt hundrað fjörutíu og sex voru
um borð þegar véhn, sem var í eigu
Indverska flugfélagsins, fórst. VéUn
var aðeins nokkurra mánaða gömul.
Reuter
Airbus A320 farþegaflugvél, sömu gerðar og hér sést, í eigu Indverska flug-
félagsins fórst i Bangalore i gær. 56 komust lifs af en 92 létust.
Simamynd Reuter
Hermenn og almennir borgarar hafa undanfarna daga efnt til mótmælaaðgerða fyrir útan aðalstöðvar Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar í Búkarest í Rúmeníu. Simamynd Reuter
Rúmenskir her-
menn hafna
málamiðlun
við kröfur þeirra.
Ungur foringi í flughemum tjáði
fréttamanni Reuterfréttastofunnar
að þyrlur væra til taks á herflugvelli
fyrir utan Búkarest. Sagði hann að
ef Þjóðfrelsishreyfmgin vísaði á bug
kröfum herforingjanna myndu þeir
grípa til þyrlnanna án þess þó að
gefa nánari skýringu.
Um þúsund óbreyttir borgarar
tóku þátt í mótmælaaðgerðum her-
mannanna í gær til að lýsa yflr
stuðningi sínum við þá.
Leikarar og kvikmyndagerðar-
menn efndu einnig til kröfugöngu í
gær og einnig blindir sem kröfðust
réttinda til vinnu. Hermenn flýttu
sér til aðstoðar þeim blindu sem áttu
í erflðleikum í mannþrönginni.
Hermennirnir ákváðu í gærkvöldi
að dvelja þriðju nóttina í röð fyrir
utan aðalstöðvarnar og kváðust ætla
að leggja áherslu á að viðræðum yrði
haldið áfram í dag.
Reuter
Hermenn, sem efnt hafa til mót-
mælaaðgerða í Búkarest undanfarna
daga, lýstu seint í gærkvöldi yfir
óánægju sinni með málamiðlunartil-
lögu rúmensku stjórnarinnar sem
koma á í veg fyrir uppreisn hersins
gegn yfirvöldum. Alda götumótmæla
gekk yfir Búkarest í gær og hundruð
hermanna efndu til verkfallsað-
gerða.
Um íjörutíu herforingjar hafa frá
því á mánudaginn átt í viðræðum við
ráðamenn í aðalstöövum Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar sem fer með stjórn
landsins. Hafa foringjamir viljaö
losna við þá foringja sem tóku þátt í
morðunum á óbreyttum borgurum í
desember síðastliðnum. Foringjarnir
kröfðust þess einnig að vamarmála-
ráðherrann og innanríkisráðherr-
ann færa frá og aö stjómin setti á
laggimar nefnd sem á að komast að
sannleikanum um hlutverk hersins
í byltingunni í desember. Auk þess
var þess krafist að þeir sem unnið
hefðu gegn byltingaröflunum yrðu
látnir sæta refsingu.
Gengið var að tveimur síðast-
nefndu kröfunum en beðið með aö
fjalla um brottvikningu ráðherranna
þar til eftir kosningarnar 20. maí.
Þegar fréttin barst að málamiðlunar-
samkomulag hefði náðst hurfu
nokkrir þeirra hermanna sem staðið
hafa fyrir mótmælaaðgerðum til síns
heima en andrúmsloftið varð síðar
spennu þrungið þegar í ljós kom að
gamlir samstarfsmenn Ceausescus
höfðu ekki veriö látnir víkja.
Frá því samningaviöræðurnar hóf-
ust hafa einkennisklæddir hermenn
biðið þolinmóðir fyrir utan aðal-
stöövarnar. í fyrstu voru þar aðeins
nokkrir tugir en í gær voru þeir
orðnir tvö þúsund. Aðspurðir hvort
þeir væru í verkfalli svaraði einn
þeirra: „Það mætti orða það svo.“
Allir þeir sem spurðir vora kváðust
ekki ætla að fara frá aðalstöövunum
fyrr en gengið hefði verið til móts
Nýjar neyðaraðgerðir
í bígerð í Svíþjóð
Nýjar neyðaraðgeröir, svo sem
eins og minni bætur til barnafjöl-
skyldna, ellilífeyrisþega, sjúklinga
og atvinnulausra, voru tii umræðu í
sænska forsætisráðuneytinu í gær.
Einnig var rætt um að minnka fram-
lög til sveitarfélaga, fyrirtækja og
bænda.
Samkvæmt blöðum jafnaðar-
manna í morgun era þessar sparn-
aðaraðgerðir ööravísi en þær sem
fjallaö hefur verið um að undanfórnu
og er ætlunin að það verði fyrsta
verk nýrrar stjórnar undir forystu
jafnaðarmanna að leggja fram tillögu
um þær.
Þaö er álit núverandi stjórnar að
tilgangslaust sé að blása nýju lífi í
þær aðhaldsaðgerðir sem Kjell-Olof
Feldt fjármálaráðherra kynnti í fyrri
viku ef ný stjóm undir forystu Ing-
vars Carlssonar tekur við. Ef fyrri
tillögur stjórnarinnar verða ekki
samþykktar á þingi í dag fellur
sænska stjómin.
Öll stjómarandstaðan sameinaðist
á þriðjudag í afstöðu sinni gegn til-
lögum stjórnarinnar um bann við
launahækkunum og skyldusamn-
ingaviðræðum til að koma í veg fyrir
verkfóll. Ef Vinstri flokkurinn
kommúnistar eða Umhverfisvernd-
arflokkurinn breyta ekki afstööu
sinni fer stjórnin frá.
Lars Wemer, formaður Vinstri
flokksins kommúnistanna, gat í gær-
kvöldi hugsað sér nýjar viðræður við
stjómina. Hann sagði hins vegar að
til þess að hægt væri aö ná sam-
komulagi um málamiðlun yrðu
menn að geta rætt saman og gaf í
skyn að hann væri óánægður með
hrokafulla afstöðu stjómvalda. „Það
verður ekki Vinstri flokkurinn
kommúnistarnir sem fellir stjómina
heldur stjórnin sem leggur fram til-
lögu í anda hægri manna þrátt fyrir
að á þingi sé vinstri meirihluti.
Ingvar Carlsson gaf hins vegar ekki
í skyn hvort vænta mætti málamiðl-
unar. Hann ítrekaði hins vegar að
stjórnarandstaðan þyrfti sjálf að
koma með eigin tillögu um hvernig
leysa ætti efnahagsvandann sem
blasir við.
TT