Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
35
Sviðsljós
Páll og linda
eru hjón...
Gamli Bítillinn, Paul McCartney, og kona
hans, Linda, sem eiga 21 árs brúðkaupsafmæli
12. mars, eru nú.á hljómleikaferðalagi um
Bandaríkin við þokkalegan orðstír. Það þykir
tíðindum sæta að hjónaband í rokkbransanum
skuli hafa enst eins lengi og hjónaband Páls og
Lindu. Páll er nú 47 ára og Linda ári eldri.
Að sögn þeirra sjálfa er galdurinn á bak við
svo langvinnt samband einfaldur, þó sumum
finnist hann kannski hljóma hálflummó. „Við
elskum einfaldlega hvort annað,“ segir Páll.
Eftir að þau giftu sig 1969 beið fólk hreinlega
eftir skilnaði. Páll varð fyrir mikilh gagnrýni,
og nánast að athlægi, þegar hann tók konuna
með í hljómsveit sína, Wings. Þá voru þau nokk-
uð oft í fjölmiðlum þar sem marijúana fannst
í fórum þeirra. En þrátt fyrir ýmislegt mótlæti
hélt samband þeirra.
Páli og Lindu er lýst sem mjög eðlilegu pari
sem lifi mjög eðlilegu lífi, að minnsta kosti á
mæhkvarða rokkbransans. Þau búa á búgörð-
um sínum fyrir utan London og í Skotlandi og
eyða mestum tíma í fjölskylduna. Börnin eru
fjögur: Heather, 26 ára, frá fyrra hjónabandi
Lindu, Mary, 20 ára, Stella, 18 ára, og James,
12 ára.
PáU og Linda eru bæði grænmetisætur. „Við
borðum ekkert sem hefur andht,“ hefur Páll
oftsinnis sagt. Fjölskyldan heldur saman á
hljómleikaferðalaginu um Bandaríkin og eitt
af síðustu verkum Lindu áður en farið er á
sviðið er að elda kvöldmat fyrir fjölskylduna,
sojabaunaborgara með grænmeti.
Af sameiginlegum áhugamálum má nefna
verndun dýra og umhverfismál.
En hjónaband þeirra er ekki eintómur dans á
rósum. Páh segir að þau hafa átt sínar erfiðu
stundir eins og flestir en aldrei hafi það náð svo
langt að hann færi að hata konu sína. Linda
segir einfaldlega: „Það er erfitt að vera frú
McCartney."
Það er þó útlit fyrir að hjónabandið endist mun |
lengur en óvíst hvort Páll og Linda fara að staul-
ast um sviðið grá (eða grárri) fyrir hærum og
með staf í hendi.
Sonarsonur Margrétar Thatcher, forsastisráðherra Breta, var í heimsókn hjá ömmu á dögun-
um. Hann heitir Michael og er 11 mánaða gamall. Amma er víst afar hrifin af stráknum sem
sést þarna i fangi móður sinnar, Díönu. Pabbi, Mark Thatcher, er hins vegar ekki sami
engiabossinn i augum Margrétar þar sem hann hefur komið sér i alls kyns klandur í við-
skiptum og skapraunað þannig móður sinni. En meðan þessi sæti ömmustrákur kemur i
heimsokn er sú gamta himinlilandi.
Paul McCartney og Linda kona hans hafa verið gift í 21 ár sem er nánast met á mæli-
kvarða rokkbransans. Ekki er annað að sjá en þau séu himinsæl með tilveruna saman.
y
Hjartaknúsarinn Barry Manilow,
sem fær heilan sal af ástföngnum
pörum til að bráðna og verða nán-
ast að rjómabúðingi, hefur sett
ákveðin skilyrði í alla hljómleika-
samninga sína. Krefst þessi smjör-
barki þess að hitinn í hljómleika-
salnum verði alls ekki hærri en 15
gráður á Celsius. Þá er nokkuð
tryggt að margir fá gæsahúð þegar
hann byrjar, blessaður.
Meryl Streep er ekki sérlega hrifin
af að koma fram í auglýsingum. Hún
gerði þó undantekningu á þeirri
reglu á dögunum þegar hún hjálp-
aði til við að auglýsa plastkortið
American Express. Hún fékk litlar
350 milljónir fyrir vikið og þá er ekki
skrítið þótt hún hafi brugðið út af
vananum.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á fasteigninni Borgarvík 1, Borgarnesi, þingl. eigandi Ár-
mann S. Jónasson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 21. febr. '90 kl.
10.00. Uppboðsbeiðendur eru Tryggvi Bjarnason hdl. og Veðdeild Lands-
banka íslands.
Sýslumaður Mýra- og-Borgarfjarðarsýslu
Nauðungaruppboð
annað og síðara á fasteigninni Framnesi, Reyðarfjarðarhreppi (íbúðarhús),
þinglesin eign Ingvars Róberts Valdimarssonar, fer fram í dómsal embætt-
isins, Strandgötu 52, Eskifirði, fimmtudaginn 22. febrúar 1990 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki Islands, Sigmundur Hannesson
hdl., Árni Pálsson hdl., Svanhvít Axelsdóttir hdl., Grétar Haraldsson hrl.,
Atli Gíslason hrl., Jón Egilsson hdl., Bjarni G. Björgvinsson hdl. og Skúli
J. Pálmason hrl.
Bæjarfógetinn á Eskifirði.
Sýslumaður Suður-Múlasýslu.
Tvær borgir
Sá á kvölina sem á
völina og það er þitt
að velja hvort þú vilt
fara til AMSTERDAM
eðá HAMBORGAR.
Það er hins vegar
jekkert kvalræði að
dveljast í þessum
borgum. Þær eru
báðar, hvor á sinn
hátt, einstaklega
líflegar og skemmti-
legar. Veitingastaðir,
verslanir, listasöfn og
tónleikahallir keppast
um að hafa ofan af
fyrir feröamönnum.
Allt sem
þú þarft
Flug til þessara borga
kostar kr. 22.900. Það
verð miðast við að
verið sé mest fjórar
gistinætur og um
helgi. Tilboðið gildir
fyrirfebrúarog mars
en aðeins er selt á
þessu verði í febrúar.
Ef þig vantar hótel
eða bílaleigubíl, tengi-
flug eöa lest, sjáum
viö um það líka.
AMSTERDAM
EÐA
HAMBORG?
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími: 84477, Leifsstöð, sími 50300.