Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990
Jarðaifarir
Guðmundína Friðriksdóttir, frá
Látrum í Aðalvík, Austurbrún 6,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Nýju kapellunni í Fossvogi fóstudag-
inn 16. febrúár kl. 15.
Guðmundur Daníelsson rithöfundur,
Þórsmörk 2, Selfossi, verður jarð-
sunginn frá Selfosskirkju fostudag-
inn 16. febrúar kl. 13.
Unnur Guðjónsdóttir, Bárugötu 14,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni fostudaginn 16. febrú-
ar kl. 15.
Útfor Söru D.W. Kristjánsdóttur,
áður til heimilis á Laugavegi 58b, fer
fram frá Dómkirkjunni fóstudaginn
16. febrúar kl. 13.30.
Benedikt Hjartarson, fyrrverandi
bifreiðastjóri, Aflagranda 40, Reykja-
^vík, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fóstudaginn 16. febrúar
kl. 10.30.
Sigmar Jónasson, Hamraborg 26,
verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju, fóstudaginn 16. febrúar kl.
13.30.
Vilhelm Steinsson, Fögrubrekku,
Hrútafirði, verður jarðsunginn frá
Stað í Hrútafirði, laugardaginn 17.
febrúar kl. 14.
Útfór Steinunnar Matthiasdóttur,
Hæli, verður gerð frá Stóra-Núps-
kirkju, laugardaginn 17. febrúar kl.
14.
Minniilgarathöfn um Guðjón Ingva
Gíslason, sem lést af slysforum 17.
nóvember, fer fram frá Akranes-
kirkju fostudaginn 16. febrúar kl. 14.
Úfor ögmundar Guðmundssonar,
Kirkjuvegi 15, Keflavík, fer fram frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 17.
febrúar kl. 14.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara í
Reykjavík
Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl.
11 að Nóatúni 17.
Félag eldri borgara
Þorrablót verður haldið 23. febrúar nk. í
Goðheimum, Sigtúni 3. Miðapantanir í
Goðheimum.
Opið hús í Goðheimum í dag, fimmtu-
dag. Fijáls spilamennska kl. 14. Félags-
vist kl. 19.30 og kl. 21 verður dansað.
Aðalfundur
Félags eldri borgara verður haldinn í
Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 25. fe-
brúar kl. 13.30.
Húnvetningafélagið
Spiluð verður félagsvist hjá Húnvetn-
ingafélaginu laugardaginn 17. febrúar kl.
"14 í Húnabúð, Skeifúnni 17. Tekinn fyrsti
dagur í 3ja daga keppni.
Ailir velkomnir.
Fréttir
Andlát
Guðbjörg Björnsdóttir, Suðurgötu 25,
Sandgerði, andaðist að kvöldi 13. fe-
brúar í Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Guðmundur Hannesson, Nönnugötu
10A, Reykjavík, lést á Elhheimilinu
Grund 13. febrúar.
Aðalheiður Sigríður Guðmundsdótt-
ir frá Ólafsvík andaðist á Vífilstöðum
14. febrúar.
Ásta Málfríður Bjarnadóttir, Hrafn-
istu, Reykjavík, andaðist 5. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Bridge
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Mánudaginn 5. febrúar sl. var spiluð
önnur umferðin í Mitchell tvímenn-
ingi félagsins. Úrslit kvöldsins urðu
eftirfarandi:
N-S riðill
Sæti Stig
1. Dröfn Guðmundsdóttir -
Ásgeir Ásbjörnsson...........689
2. Guðbrandur Sigurbergsson -
Kristófer Magnússon..........660
3. Erla Sigurjónsdóttir -
Þorfinnur Karlsson...........617
4. Guðmundur Arason -
Guðlaugur Ellertsson.........578
A-V riðill
Sæti Stig
1. Ólafur Torfason -
Daníel Hálfdanarson..........639
2. Karl Bjarnason -
Sigurberg Elentínuss.........617
3. Guðbrandur Guðjohnsen -
Magnús Þorgeirsson...........593
4. Ólafur Gíslason -
Sigurður Aðalsteinss.........569
Heildarstaðan eftir tvö kvöld
af fjórum:
Sæti Stig
1. Dröfn Guðmundsdóttir -
Ásgeir Ásbjömsson.........1243
2. Guðbrandur Sigurbergsson - •
Kristófer Magnússon.......1233
3. Ólafur Ingimundarson -
Sverrir Jónsson...........1199
4. Ólafur Torfason -
' DaníelHálfdanarson.......1189
5. Guðbrandur Guðjohnsen -
Magnús Þorgeirsson........1167
6. Erla Sigurjónsdóttir -
ÞorfinnurKarlsson.........1166
Nk. mánudag verður ekki spilað í
þessari keppni vegna bridgehátíðar
Flugleiða og Bridgesambands ís-
lands. Þess í stað verður spilaður
eins kvölds tvímenningur og er öh-
um heimil þátttaka.
Sléttanes og Framnes í höfn á Þingeyri.
DV-mynd Reynir
Þingeyri:
Kvótaskip keypt
Reynir Trauslason, DV, Flaleyii:
Fáfnir hf. á Þingeyri keypti nýlega
Narfa MB 13 frá Þorlákshöfn. Narfi
er 57 rúmlestir að stærð, smíðaður
árið 1954. Að sögn Magnúsar Guð-
jónssonar, framkvæmdastjóra Fáfn-
is, eru bátakaupin fyrst og fremst
ætluð til að skjóta fleiri stoðum und-
jr rekstur fyrirtækisins. Magnús
sagði að kvóti Narfa væri um 400
þorskígildi.
Fáfnir hf. á fyrir togarann Slétta-
nes auk þess sem fyrirtækið á helm-
ing í Amamúpi hf. sem á og gerir
út togarann Framnes. Óvíst er um
útgerð nýja bátsins en Fáfnir mun
nýta kvóta hans. Nýi báturinn á að
heita Litlanes ÍS 608.
Kvikmyndir
Móðir ákærð - Bíóborgin: ★★
Barist um barnaforráð
Einstæð móðir lendir í ástarsambandi við frjálslynd-
an hstamann. Umgengni hans við unga dóttur konunn-
ar verður til þess að faðir barnsins höfðar mál og
krefst yfirráðaréttar. Rök hans eru þau að samskipti
dótturinnar og elskhuga móðurinnar hafi verið
ósæmileg.
Diane Keaton leikur hlutverk móðurinnar og gerir
það einkar vel. Henni tekst að sýna hvernig konan,
sem er bæði bæld, feimin og kynköld, brýst smám
saman út úr skelinni með aðstoð myndhöggvarans
fingrahpra. Leikur hennar er heilsteyptur, sannfær-
andi og sterkur. Liam Neeson er þokkalegur í frekar
óským hlutverki elskhugans. Jason gamli Robards
pírir augun yfir gleraugun í hlutverki lögfræðingsins
og er mjög kunnuglegur. Leikstjórn Leonards Nimoy
er lítt aðfinnanleg nema hvað fyrsti hluti myndarinn-
ar, sem íjallar um æsku móðurinnar, er í litlu sam-
hengi við afganginn.
Myndin er gerð eftir metsölubók Sue Miller sem er
óneitanlega mögnuð og góð bók, þrungin tilfinninga-
hita. Það tekst hins vegar ekki nema að mjög takmörk-
uðu leyti að færa hana yfir á hvíta tjaldið.
Veikleiki myndarinnar felst í því að gengið er út frá
því að áhorfendur hneyklist á fijálslyndi elskendanna
í umgengni við bamið. Það gerir meðaljóninn á ís-
landi að mínu viti ekki og því vita áhorfendur varla í
hveiju glæpurinn á að felast. Þegar dramað rís hæst
í réttarsalnum fer það fyrir ofan garð og neðan hjá
Diane Keaton í móðurhlutverkinu í kvikmyndinni The
Good Mother.
íslenskum sem eflaust getur hneykslað siðavanda
millistéttarkana.
Hitt er þó annað mál að myndin gefur gott tækifæri
til deilna um jafnréttismál, forráðarétt og þjáningar
kvenna í víðu sögulegu samhengi. Þess utan er vel
þess virði að sjá Diane Keaton fara á kostum í móður-
hlutverkinu.
The Good Mother - bandarísk.
Leikstjóri Leonard Nimoy
Aðalhlutverk: Diane Keaton, Liam Neeson, Jason Robard,
Ralph Bellamy og Asia Vieira. Páll Ásgeirsson
Nýjar plötur
Brendan Croker & The 5 O’Clock Shadows
í frægra vina hópi
Það fyrsta sem maður veitir athygli er gestalistinn.
Mark Knopfler, Eric Clapton, Tanita Tikaram, liðs-
menn úr hljómsveitum Roberts Cray og Johns Hiatts,
úr Los Lobos, Dire Straits og jafnvel Preston, fyrrum
Stuðmaður Heyman! Svo leggur maður við eyrun. Og
heyr: Brendan Croker og félagar hafa greinilega ein-
hvem tíma hlustað á góðan blús og eru ekkert feimn-
ir við að leyfa áhrifunum að njóta sín.
Croker hefur verið lengi að. Fyrst í bílskúrnum. Síð-
an komu bjórstofur og loks einn og einn smástaðurinn
í Leeds. Lengi vel voru eingöngu flutt lög eftir aðra
en um síðir fór að hljóma eitt og eitt frumsamið. Og
menn tóku að leggja við eyrun, orðrómur barst út og
þar kom að áhrifamenn í dægurmúsíkinni fóra að taka
eftir Brendan Croker.
Hann og hljómsveitin The 5 O’Clock Shadows fengu
að hita upp hjá ýmsum stórum sveitum. Þeir spiluðu
yfir tvö hundrað sinnum á ári. Gerðu tvær plötur af
vanefnum. Allir vora jákvæðir. Þekkt fólk í bransan-
um klappaði Croker á öxlina og bauðst til að hjálpa
til þegar hann fengi loksins tækifæri til að gera alvöru
plötu.
Svo kom tækifærið. Brendan Croker sló á þráðinn
til Marks Knopflers og Tanitu Tikaram. Bæði voru til
í að vera með svo og fjöldi annarra hæfileikamanna.
Eitt kvöldið mætti Eric Clapton með Knopfler og það
þurfti ekki að biðja hann tvisvar að syngja með í einu
laginu. Ekki var viðlit að fá neiiin til að þiggja borgun
fyrir greiðann svo að þegar reikningar höfðu verið
gerðir upp vegna plötuupptökunnar tók Croker af-
ganginn af fyrirframborguninni vegna vinnunnar og
keypti fjallahjól handa vinum sínum!
Útkoman varð platan Brendan Croker And The 5
O’Clock Shadows, bráðáheyrileg skífa en að vísu dálít-
ið sundurlaus. Þó svo að blústaktarnir, sem fyrr var
getið, séu aldrei langt undan er dálítið vaðið úr einu
í annað. Rétt eins og að öllu þurfi að koma frá sér.
Óvíst sé hvort annað tækifæri bjóðist til að hljóðrita
plötu.
Eigi að síður er þessi þriðja plata Brendans Crokers
og félaga ein af áheyrilegri plötum síðasta árs. Og það
er ekki bara gestum úr þungavigtinni að þakka. Brend-
an og hljómsveitin hans standa fyllilega fyrir sínu.
-ÁT
Fjölmiðlar
Kukl við kvikmynd
að geríst stundum að dagskrá Höfundurinn hafði það á endanum að horfa á myndina var hversu til
Það geríst stundum að dagskrá
Sjónvarpsíns gengur öll úr skorðum
vegna þess að koma þarf af alveg
sérstöku efni. Iæir á Stöð 2 virðast
eiga léttara með að halda dag-
skránni hjá sér á réttum kili þannig
að ofvaxnir dagskrárliðir detta ekki
yfir áhorfendur rétt eins og við ekk-
ertfáistráðíð.
í gærkvöldi lagði Sjónvarpiö besta
hlutann úr kvöldinu undir kvik-
myndina Á hjara veraldar sem
kjmnt er sem umdeild og óvepjuleg.
Þaö síðara á vel við myndina og í
íljótu bragöi ekki hægt að sjá fyrir
hveija er veriö að sýna þetta „lista-
verk“.
Höfundurinn haföi þaðá endanum
í gegn að verkiö yrðiekkiklipptí
sundur með ellefufréttum þ ví ella
mátti skifja að allt verkið hryndi til
grunna. Hvers vegna er ekki hægt
að sjá af sjálfri myndinni sem er svo
tætingsleg að atriði hanga varla
saman.
Það sem angraði mig þó mest vitj_
að horfa á myndina var hversu til-
gerðarleg hún er á köflurn og sumar
orðræðurnar eru svo hástemmdar
að engin leið er sjá hvaða erindi þær
eiga í kvikmynd. Það er eins og höf-
undurinn hafi brotist um á hæl og
hnakka við að gera ódauðlegt verk.
Á sinum tíma vildu aðstandendur
myndarinnar gera þvi skóna að
myndin hefði orðíð umdeild og óvin-
sæl vegna þess að þar er fjallað um
stóríðju og virkjanir. Þessi umræða
er öll eins og út úr kú og birtist þar
af og til án samhengis við annaö í
myndinni.
Gísli Kristjánsson