Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUÐAGUR (16. FEBRÚAR 1990. Fréttir Hugmyndir um viðbótar hús fyrir tvo milljarða „Þessar hugmyndir virðast vera komnar úr bygginganefndinni en ég hef undir höndum hálfgert leyniskjal frá þeim sem sýnir fyrirætlanir um að ráðast í byggingu stórhýsis við hlið Þjóðleikhússins. Ætli það megi ekki gera ráð fyrir að það kosti um einn og hálfan til tvo milljarða króna,“ sagði Ásgeir Hannes Eiríks- son, fulltrúi Borgaraflokks í fjárveit- inganefnd, en hann hefur lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um friðun Þjóðleikhússins. Ásgeir Hannes segir að á meðal bygginganefndarinnar séu enda- lausar hugmyndir að framkvæmd- um í kringum Þjóðleikhúsið og þá sé lagt til að kaupa land og hús í nágrenni hússins strax. Þetta eigi allt að gera til að koma fyrir stórhýsi sem sé tvisvar sinnum stærra en núverandi húsnæði Þjóðleikhússins. Verður að rífa sjö hús í greinargerð Ásgeirs segir að ef unnið yrði eftir þessum hugmyndum þyrfti að rýma fyrir nýrri viðbygg- ingu Þjóðleikhússins með því að kaupa átta lóðir hið minnsta og sjö hús. Segir um það í skýrslu bygg- inganefndar: „Til þess að ná þeim framtíðaráformum, sem hér eru sett TenprvTtr Laugaveg LAUGAVE6UR ^ [""• Útileiksviö i£j Inngangur to ' ■ Landsbókasafn •m hverfisgata Aðkoma að bílastaaðí Bílastæði undirtorgi Amarhótt Hins íslenska prentarafélags við Hverfisgötu. Einnig er gert ráð fyrir að hús handan við Hverfisgötuna, upp Trað- arkotssund og við Laugaveginn, veröi að víkja svo að hægt verði að byggja hringsvið og listamarkað. Þeim megin við Hverfisgötuna er einnig gert ráð fyrir kafíihúsi, miða- sölu og tröppum út að Laugavegi. Unnum eftir skipunarbréfi Að sögn Skúla Guðmundssonar, formanns bygginganefndar Þjóðleik- hússins, fór nefndin fram á þaö við húsameistara ríkisins að hann setti fram hugmyndir um nýtingu svæðis- ins við Þjóðleikhúsið. Engar tillögur heíðu verið gerðar um að vinna eftir þessum hugmyndum og varla yrði það gert í nánustu framtíð. Skúli sagði aö beiðni um þessar hugmyndir að skipulagi nágrennis Þjóðleikhússins mætti rekja til skip- unarbréfs menntamálaráðherra til bygginganefndarinnar. Þessar hug- myndir heíðu komið fram hjá vinnu- hópnum sem skilaði frá sér 1988 og var forveri bygginganefndarinnar. Skúli situr einnig í samstarfsnefnd um opinberar byggingar sem fjalla á um verkefni sem þessi. Skúli sagði að nefndin ætti eftir að fjalla um endanlegasamningsgerð. -SMJ Bflastæ&l f Kolaportl Þannig er hugmynd húsameistara ríkisins að skipulagi nágrennis Þjóðleik- hússins. Allir svörtu reitirnir eru nýbyggingar sem tillagan gerir ráð fyrir. fram, er nauðsynlegt að ríkissjóður kaupi lóðir og fasteignir austan viö Þjóðleikhúsið. Það er brýnt að falast verði eftir kaupunum sem fyrst með: an þar eru enn hlutfallslega lítil verðmæti í mannvirkjum." Meðal þeirra húsa sem þyrfti að rífa er hús Hvað veistu um flensu? Það er ekki hægt að verjast óvini sem maður þekkir ekki Úrval tímarit fyrir alla Húsameistari ríkisins: Þjóðleikhúsið of lítið „Það er ljóst aö við vinnum þessa skoðun eftir okkar mati á þeim upp- lýsingum sem fyrir liggja eftir að við erum búnir að tala við hina ýmsu notendur Þjóðleikhússins. Við skil- um mati okkar í þeim búningi sem við teljum þurfa til þess að bygginga- nefndin geti náð heildaryfirsýn yfir umfang verksins. Þetta eru mjög lauslegar tillögur sem taka ekki af- stöðu til útlits,“ sagði Garðar Hall- dórsson, húsameistari ríkisins. Hjá honum kom fram að tillögur um framtíðarskipulag Þjóðleikhúss- ins eru unnar hjá embættinu að beiðni bygginganefndar hússins. Formaður bygginganefndar, Skúli Guömundsson, heldur því síðan fram að nefndin hafi farið fram á þessar tillögur í samræmi við skip- unarbréf menntamálaráðherra. Ráð- herra fullyrðir hins vegar að tillög- urnar séu hugmyndir húsameistara. Garðar sagði að hjá embættinu hefði verið unnið að málinu á tvenn- an hátt. Annars vegar út frá því hvernig hægt væri að nýta „gamla“ húsið og hins vegar hvernig menn sæju fyrir sér heildarsýn Þjóðleik- hússins. „Sú heildarsýn byggir á því að bætt verði við Þjóðleikhúsið til að hægt verði að rúma þar þá starfsemi sem notendumir telja að þar eigi að vera. Við vitum það nú þegar að Þjóð- leikhúsið kemst ekki fyrir innan veggja núverandi Þjóðleikhúss." „Við vildum þarna benda á á hvaða hátt væri mögulegt að byggja við Þjóðleikhúsið - á sama hátt og nú hefur til dæmis veriö byggt við Há- skólabíó,“ sagði húsameistari. -SMJ Svavar Gestsson menntamálaráöherra: Hugmyndir húsameistara „Þetta er nú misskilningur hjá Ásgeiri. Þetta eru hugmyndir húsa- meistara ríkisins sem enginn hefur fallist á og í raun má segja að þessar hugmyndir nái allt aftur til Jónasar frá Hriflu," sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra þegar hann var spuröur um framkvæmdirnar við Þjóðleikhúsið en fyrir Alþingi hggur nú lagafrumvarp um friðun hússins. Er frumvarpið lagt fram meðal annars vegna þess að umfang framkvæmdanna virðist eitthvað fara á milli mála. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það hefur enginn fallist á þetta í þessari stöðu þannig að ég sé ekki þörf á því að draga þetta fram í dag nema þá til fróðleiks," sagði ráðherra. Hann sagði að Þjóöleikhúsið hefði starf- semi á mörgun stöðum þannig að ekki væri óeðlilegt að menn væru að velta fyrir sér breytingu á húsaskip- an. Það væri bara einfaldlega ekki á dagskrá núna. - En ljóst er að þær 540 milljónir króna sem á að verja til fyrsta við- gerðaráfanga Þjóðleikhússins nægja ekki fyrir viðgerð á því öllu? „Það hefur ekkert verið ákveðið annað en aö setja 300 milljónir í Þjóð- leikhúsið í ár. Punktur. Það hefur ekkert verið ákveðið á næsta ári heldur, þaö hefur ekki verið ákveðið að setja 240 milljónir í viðgerð þá. Það verður ekki gert fyrr en á fjárlög- um fyrir 1991.“ - En nú er fyrirhuguð viðgerð og breytingar fyrir meira en 300 milljón- ir? „Það þarf auðvitaö að ljúka þessum framkvæmdum sem eru tilgreindar upp á 540 milljónir en það getur auð- vitað gerst á mörgum árum. Það er nægilegt að vinna í því þann tíma sem húsið er lokað á sumrin. Það þarf enga aukalokun til þess.“ - Þarf að bera þessar framkvæmdir frekar undir samstarfsnefnd um op- inberar framkvæmdir? „Nei, hún er búin að úttala sig. Ég ræddi við hana fyrir eittvað um 10 til 14 dögum þannig að það er af- greitt mál og þeir hafa veitt sitt sam- þykki.“ -SMJ MEIRA FYRIR MINNA VERÐ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR SÉRTILBOD HELGARINNAR Þú þarft ekkí að leita lengra Grundarkjör Opiö: Mánud.-fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. REYKJAVÍKURVEGI 72, HAFNARFIRÐI.S. 53100 9-20 9-21 10-18 11-18 GARÐATORG11, GARÐABÆ, S. 656400 9-19 9-20 10-18 11-18 FURUGRUND 3, KÓPAVOGI, S. 46955 OG42062 9-20 9-20 10-18 11-18 STAKKAHLlÐ 17, REYKJAVÍK.S. 38121 9-20 9-20 10-16 Lokað BRÆÐRABORGARSTÍG 43, REYKJAVÍK.S. 14879 9-20 9-20 10-16 Lokað VERSLANIR FYRIR ÞIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.