Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
5
Fréttir
Verðbólgan:
Sama og
spáð var
- segir Einar Oddur
„Haskkun framfærsluvísi-
tölunnar um 1,6 prósent milli
mánaða nú er nákvæmlega sú
tala sem við reiknuðum með. Síð-
an er vitað að miklu minni hækk-
un verður um næstu mánaða-
mót,“ sagði Einar Oddur Kristj-
ánsson, formaður Vinnuveiten-
dasambands íslands, eftir að til-
kynnt hefur verið um hækkun
framfærsluvísitölunnar um 1,6
prósent 1. febrúar, sama dag og
laun hækka um 1,5 prósent.
„Þetta er ívið hærra en við
gerðum ráð fyrir. Við ætluðum
að hækkunin yrði 1,5 prósent,
þannig að það munar ekki miklu.
Um næstu mánaðamót verður
aftur á móti um mun minni
hækkun að ræða,“ sagði Karl
Steinar Guðnason, varaformaður
Verkamannascimbandsins.
„Ég átti von á að hækkunin
yrði 1,5 prósent og því er þetta
aðeins meiri hækkun en reiknað
var með. Hún kemur því þeim
sem stóðu að kjarasamningunum
á dögunum ekkert á óvart. Við
vitum einnig að hækkun fram-
færsluvísitölu um næstu mán-
aðamót verður lægri,“ sagði Þór-
arinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins.
„Þetta er í samræmi við okkar
spá. Atburðir síðustu daga, þar
sem ýmist er hætt við hækkanir
á opinberri þjónustu eða þá að
hún er lækkuð, sýnir vilja manna
til þess að samningatilraunin tak-
ist. Ég á því von á mun minni
hækkun framfærsluvísitölunnar
um næstu mánaðamót,“ sagði
Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja.
-S.dór
Fiskiskipaflotinn:
Elsti
bátur er
frá 1912
Meðalaldur íslenskra fiskiskipa
hefur hækkað úr 18,8 árum í árs-
byrjun 1989 í 19,5 ár í byrjun
þessa árs. Elsta skip flotans er 8
tonna trilla, smíðuð árið 1912. Það
næstelsta er smíðað 1916 og er
það 4 tonna trilla. í þriðja sæti
er 55 tonna bátur smíðaður árið
1930.
En varðandi meðalaldur fiski-
skipaflotans þá er hann lægstur
í flokknum 0 til 9 lestir eða 15,7
ár. Þetta er sá stærðarflokkur
skipa sem mest hefur verið smíð-
að af síðustu misserin. Næst-
lægsta meðalaldur hafa skip sem
eru stærri en 500 brúttólestir eða
16,3 ár. Skip af stærðinni 300 til
499 lestir hafa meðalaldurinn 17,2
ár.
Elstu skipin eru aftur á móti
hinir klassísku vertíðarbátar af
stærðinni 50 til 99 lestir en þar
er meðalaldurinn 28,3 ár.
íslenski skipastóllinn var 1. jan-
úar í ár samtals 1112 skip og hafði
þeim þá fjölgað um 9 frá árinu
áður. í fyrra voru tekin af skrá
38 skip en skrásett voru 47 skip.
Enda þótt skipum hafi fjölgað
um 9 frá í fyrra hefur brúttórúm-
lestatalan lækkað um 21.524 lest-
ir.
Þessar upplýsingar er að finna
í Skipaskránni fyrir árið 1990 en
Siglingamálastofnun gefur hana
út. -S.dór
15. febrúar 1990
BREYTING Á
REGLUGERÐUM
Læknaþjónusta
Greiðslur hjá heimilislækni og
heilsugæslulækni.
0 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu-
tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni-
falin er ritun lyfseðils.
500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag-
vinnutíma og á helgidögum. Innifalin
er ritun lyfséðils.
400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag-
vinnutíma.
1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan
dagvinnutíma.
Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og
komur á göngudeild, slysadeild og
bráðamóttöku sjúkrahúss.
900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á
göngudeild, slysadeild og bráðamót-
töku sjúkrahúss.
300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu til sérfræðings, á göngudeild,
slysadeild og bráðamóttöku sjúkra-
húss.
Greiðslur fyrir rannsóknir og
röntgengreiningu.
300 kr. - Fyrir hverja komu.
100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu.
Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu
aldrei greiða samanlagt hærri fjár-
hæð en kr. 3000 á einu almanaksári
fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á
göngudeild, slysadeild, bráðamót-
töku sjúkrahúss, rannsóknir og
röntgengreiningu.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum
greiðslum. ~
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir.
Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers
kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.
Lyfjakostnaður
Greiðslur fyrir lyf.
550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista.
170 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista.
750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af
sjúkratryggingum.
230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur
lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja-
skammt, eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja-
búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum
langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til
Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilvikum, sem
réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
SKÝRINGARÁ FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA
í LÆKNISHJÁLP O.FL.
Koma til heimiiis- eða heilsugæsiulæknis
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl-
ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að
ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun.
Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu-
tíma greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinlínis sjálfur
ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutíma.
Koma á slysavarðstofu
Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega)
vegna komunnar.
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann-
sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um
rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en
kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elii-og örorkul ífeyrisþega) i
hverri komu.
Koma til sérfræðings
Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga
greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðir hann aðgerðarlækni kr.
900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Rannsóknir á rannsóknarstofu
Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir
hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsug’æslustöðvar,
sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé
sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald
vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar-
beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn-
ar, sem fram fór á sýnistökustað.
Röntgengreining
Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða
annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr.100 fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega). Ekki skiptir máli hvaðan sjúklingur kemur, þ.e.
frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi.
/
Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en að framan greinir,
þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg.
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS