Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 7
Fyrir siöasta
leikíslendinga
ogRúmenaí
handknattleik,
semframtori
fyrrakvöld,
auglýstiHand-
knattleikssam-
bandiðleikinn
grimmiiega í útvarpinu. Til aö gera
auglysinguna áluifameiri vartönnl-
ast á því í sífellu að leikurinn yrði
ekki sýndur í sjónvarpi. Þar með var
það hveijum handboltaáhugamanni
íjóst að ef hann ætlaði að sjá íslend-
inga etja kappi við Rúmena yrði hann
að fara í Höllina, heir sem höföu se-
tið heima kvöldin þar á undan og séð
leikina úr sófanura sáu hins vegar
fram á það að sjá af ágætis kvöld-
skemmfun. Hvernig sem á því stend-
ur var leikurinn engu að siður sýnd-
ur í sjónvarpi, ekki á RÚV heldur
Stöð 2. Það vom fáir semáttuðusig ;
á því sem vonlegt var eftir auglýs-
ingafárið. Misstu margir heimasitj-
andi afleiknum oghugsuöujteim:;'; ■
handknattleikssambandsmönnum
þegjandi þörfina. Hvers slags eigin-
lega er þetta... ljúgiðí bara sisona
aðfólki??
Eftirieikinn,
sem tapaöist
meðeinu
marki, voru
þeirsemheima
sátu og voru
svoheppnirað
sjáleikinnekki
lengi að fmna skýringu á ófórum
„strákanna okkar“. Sandkomsritara
er nefnilcga tjáð að íslendingar tapi
ekki leik sem Bjami Fel lýsir beint í
sjónvarpi. Þar sem Bjarní kom ekki
nálsegt lýsingu á síðasta leiknum
hafí ekki verið nema von að Rúmenar
ynnu. Bjarni Fel er magnaður ná-
ungi. Það leiðir siðan hugann að ann-
arri keppní sem mjög hefur verið til
umræðu undanfarið, nefnilega júró-
visjón. Þcimkeppni veröurlýst beint
frá Júgóslaviu í maí og bíða menn
spenntir eftir að sjá hvort Íslendíngar
bijóta ekki loksins sxtándasætismúr-
inn. Handboltaáhugamenn hafa þeg-
ar mælt með því að Bjarni Fel verði
fenginn til að lýsa beint írá Júgóslav-
íu. Þá verði verðlaunasæti alveg vist.
Kunna ekki
á símann
Þeirsem-
hringjadaglega
ihinarýmsu
stofnanirog
fyrirtæki ogfá
afeinliverri
ástæðusam-
bandviðrang-
an aðila ienda oftar en ekkí í því aö
verða að hringja aftur í skiptiborð
þessara stoíhana í stað þess að fá
samband áfram við annan starfs-
mann. Þetta áekki síst við stjórnar- ;
ráðiö. Ástæðan er einfóld. Fjöldi
starfsmanna kann hreinloga ekki á
simann þar sem þeir viima og segj a
með uppgjafartón: „Æ, égheld þú
verðir að hringja aftur í skiptiborðið,
ég kann ekki að gefa símann áfrarn."
Þetta gildir baiði um æðstu yfirmenn
ogóbreyttastarfsmenn.Þaðættiað
setja símtækni á námskeiðalista tyr-
irtadsja og stoíhana til að menn læri
nú á þessi einfóldu tæki á tæknitím-
um þai- sem farsímar, myndbönd,
myndbandstökuvélar og tölvur eru
nánast í öðru hverju húsi. Kannski
vita yfirstjórnir fyrirtækjanna ekki
afþessu þar sem enginn vill viður-
kenna aðhann kunni ekki á jafnein-
falt tækiogsíma.
Enginn draugur
EinarKristinn
Jónsson, for-
maÖurFrí-
kirkjusafnaö-
arinsíReykja-
vík.haföisam-
b:md\iöSand-
komsritara
vegna sandkoms um kirlquvörð Frí-
kirkj unar í gær. Þar sagði að kirkju-
veröinum hefði veriö sagt upp störf-
um meöþeirri aðferð áð skipta um
skrá og loka þannig kirkjunni. Einar
Kristinn sagði að kirkj uvörðurinn
heíöi hættað oigin ósk og ennfremur
að ekki hefði verið skipt um skrárnar
í hurðum kirkjunnar.
Umsjón: Haukur L. Hauksson
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
Sandkom
Fréttir
Ógæftir setja mark
á vetrarvertíðina
„Það er svo afstætt hvað mönnum
þykir viðunandi á vertíð núorðið.
Það sem einu sinni var ekkert þykir
gott núna,“ sagði Sverrir Vilbergs-
son, hafnarvörður í Grindavík, innt-
ur frétta af vetrarvertíð á Suöurnesj-
um.
Segja má að þessi orð Sverris lýsi
býsna vel afstöðu manna í hinum
dæmigerðu vetrarvertíðarplássum á
landinu um þessar mundir. Það sem
þó er sameiginlegt allt frá Hornafirði
suður með og vestur til ísafjarðar eru
fádæma ógæftir það sem af er vertíð-
inni. Sem dæmi um það má nefna að
í Ólafsvík eru róðrahæstu bátarnir
með 18 til 20 róðra frá áramótum en
á sama tíma í fyrra var sá hæsti með
yfir 30 róðra. Þóttu þó vera ógæftir
í janúar í fyrra.
Einna best í Eyjum
Einna best var hljóðið í Vest-
mannaeyingum. Garðar Ásbjörns-
son vigtarmaður sagði að afli troll-
báta væri þokkalegur eða þetta 30 til
40 lestir eftir 5 til 6 daga útiveru.
Torfi Haraldsson sagði að netabátar
hefðu verið með þetta 5 til 6 lestir
eftir nóttina. Einn náði 12 lestum eft-
ir nóttina. Miðað við árstíma taidi
hann þetta vera þokkalegt, ekki
meira. Einna best hefur gefið frá
Vestmannaeyjum.
Jóhann Alfreðsson, vigtarmaður í
Þorlákshöfn, sagði að afli hefði verið
sæmilegur í netin, þá sjaldan að gef-
ur. Dæmi væri um að bátur hefði
landað 21 tonni, mest ufsa, eftir nótt-
ina. Aftur á móti sagði hann að afli
trollbáta væri mjög lélegur. Nú eru
20 bátar byrjaðir á vertíð frá Þorláks-
höfn en búist er við að þeir verði upp
undir 40 á hávertíðinni.
Sverrir Vilbergsson, hafnarvörður
í Grindavík, sagði að bátar hefðu
verið að landa á þriðjudag allt að 30
tonnum af tveggja til þriggja nátta
fiski. Trollbátamir hefðu fengið skot
og skot en annars væru það ógæftir
sem settu mark sitt á vertíðina. Ótíð
hefði verið með fádæmum frá ára-
mótum.
Hrefna Björg á vigtinni í Sandgerði
sagði að í janúar hefði afli verið góð-
ur, bæöi hjá stærri netabátrmum og
alveg sérstaklega hjá dragnótarbát-
um. Heldur hefði dregið úr afla í fe-
brúar en hún tók fram að ógæftir
hefðu verið miklar aö undanfömu.
Afli línubáta í Rifi hefur verið
þokkalegur það sem af er vertíð þeg-
ar þeir á annað borð hafa komist á
sjó vegna veðurs. Bátar með tvöfald-
an gang af línu hafa verið að koma
með þetta 18 til 20 tonn að landi.
Tregt í Ólafsvík
Aftur á móti hefur afli Ólafsvíkur-
báta verið tregari. Að sögn Kristjáns
Helgasonar, vigtarmanns í Ólafsvík,
kenna menn um verri beitu í Ólafs-
vik. Hann sagði að heildarafli Ólafs-
víkurbáta frá áramótum til 11. febrú-
ar væri 1550 lestir sem er upp á tonn
það sama og í fyrra. En á móti kæmi
að róðrahæsti báturinn nú er með
20 róðra frá áramótum en í fyrra var
sá hæsti með yfir 30 róðra. Þetta
segði allt sem segja þarf um ógæftir.
Sturla Halidórsson, hafnarvöröur
á ísafirði, sagði að frá áramótum
heföu verið „hrylhlegar ógæftir“.
Aftur á móti væri afli línubáta
þokkalegur þegar gefur, eða þetta 6
til 12 lestir.
Á Höfn í Homafirði sagði Ólafur
Einarsson að vertíð væri varla kom-
in almennilega í gang. Trollbátarnir
hefðu farið austur fyrir land og veitt
þokkalega. Netabátum hefur aftur á
móti ekki gengið vel til þessa. -S .dór
Jón skipstjóri Andrésson á Þingeyri:
Ófært að skipta
landinu í mörg
markaðssvæði
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
Óvenjumikið gæftaleysi hefur verið
á Vestfjarðamiðum það sem af er
árinu. Línubátar hafa lítið getað róið
pg má sem dæmi nefna að Mýrafell
ÍS frá Þingeyri, sem er 9,9 tonna bát-
ur, komst ekki í neinn róður í janúar.
Jón Andrésson, skipstjóri á Mýra-
felli, sagði í samtali við DV að vel
fiskaðist þegar gæfi á sjó. Fiskverð
Uggur ekki fyrir og virðist langt í
land með það. Hvernig leggst það
mál í sjómenn?
„Það er ófremdarástand í þeim
málum, ég vil markaðstengja fisk-
verðið eins og sjómenn hafa lagt til
í verðlagsráði. Það yrði stórt skref
fram á við ef það næðist.
Ég tel ófært eins og nú er málum
háttað að landinu sé skipt í mörg
markaðssvæði," sagði Jón Andrés-
son.
Feðgarnir Jón Andrésson og Freyr Jónsson á Mýratellinu. DV-mynd Reynir
ÓlafsQöröur:
Fasteigna-
gjöldin
lækkuð
Bæjarstjórn Ólafsíjarðar sam-
þykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að
lækka fasteignagjöld bæjarins um
tæp 10%. Ennfremur var samþykkt
að verð á hitaveitu og leikskólagjöld
skyldu vera óbreytt til næstu ára-
móta.
„Þetta er okkar framlag til þess að
koma til móts við nýgerða kjara-
samninga í þeirri von að þeir megi
halda,“ sagði Birna Friðgeirsdóttir,
bæjarfulltrúi á Ólafsfirði, flutnings-
maður tillögunnar, í samtali við DV.
Tillagan var samþykkt með 4 at->
kvæðum meirihluta sjálfstæðis-
manna gegn 3 atkvæðum minnihlut-
ans.
Þessi ákvörðun þýðir 8-900 þúsund
króna minni tekjur bæjarfélagsins
en ella hefði orðiö. Núverandi hlut-
fall fasteignagjalda er 0,4% en það
er það lágmark sem Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga miðar við.
Samþykkt var að selja rúmmetra
af heitu vatni á 25,40 krónur og halda
því verði fram til áramóta. Hemla-
gjald verður 560 krónur.
Sambandi íslenskra sveitarfélaga
er, enn sem komið er, ekki kunnugt
um fleiri sveitarfélög sem grípa ætla
til svipaðra aðgerða vegna nýgerðra
kjarasamninga.
-Pá
GÆÐI *•»> GOn VERÐ