Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990. 33 Menning Menningarverðlaun DV: \ Sex bækur 1 úrvali Þar sem útgefendur hafa nú stofn- að til nýrra bókmenntaverðlauna, íslensku bókmenntaverðlaunanna svonefndu, hafa menn beðið útnefn- inga bókmenntanefndar DV til menningarverðlauna með sérstakri eftirvæntingu að þessu sinni. Nú er sem sagt ætlunin að kunn- gjöra hvaða bækur frá síðasta ári dómnefnd hefur vabð til „undanúr- sbta“ en í nefndinni sitja Gísb Sig- urðsson bókmenntafræðingur, Þórð- ur Helgason cand. mag. og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. EkM er venjan að tilnefna nema flmm bókmenntaverk en nefndin treysti sér ekki til að hafa tilnefning- amar færri en sex og fær til þess sérstaka undanþágu. Eftirtaldar bækur eru því „verð- launaverðustu" bókmenntaverk árs- ins 1989, að mati dómnefndar: „Hnýtirglæsileg- an endahnút'' Fyrirheitna landið eftir Einar Kára- son (Mál og menning) þar sem höf- undur „hnýtir glæsbegan endahnút á Eyjasögur sínar sem blásið hafa nýju lífl í sagnabst íslendinga“, aö dómi þremenninganna í nefndinni, Tvö tungl eftir Gyrði Ebasson (Mál og menning) en þar beitir höfundur „persónulegu myndmáb af emstæðri stbvísi...“, Vasabók eftir Pétur Gunnarsson (eigin útgáfa) sem er „einstök að formi“ og birtir „mjög hebsteypt við- horf tb þess hvernig við eigum að taka tbverunni", Undir eldfjalli eftir Svövu Jakobs- dóttur (Forlagið) sem íjallar um „vanda mannsins í tilverunni, kyn- slóðirnar, söguna og einstæða upplif- un fólks á raunheiminum", Náttvíg eftir Thor Vilhjálmsson (Mál og menning) sem samin er af „mikibi Ust og stílfimi og dregur um Svava Jakobsdóttir. leið fram varnarleysi mannanna gagnvart fólskunni sem ógnar öllu lífi“, Ég heiti ísbjörg Ég er ljón eftir Vig- dísi Grímsdóttur (Iðunn) sem „lýsir upp möguleika lífsins og sköpunar- mátt skáldskaparins andspænis köldum veruleikanum“. Gyrðir Elíasson. Thor Vilhjálmsson. Eftir viku Áður hafa eftirtaldir höfundar hlotið Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir: Ása Sólveig, Sigurður A. Magnússon, Þorsteinn frá Hamri, Vilborg Dagbjartsdóttir, Guðbergur Bergsson, Thor Vilhjálmsson Pétur Gunnarsson. Vigdís Grimsdóttir. (tvisvar), Ábrún Gunnlaugsdóttir, Einar Kárason, Ingibjörg Haralds- dóttir og Björn Th. Bjömsson. Eftir viku, eða þann 22. febrúar, verður ljóst hverjum hlotnast Bók- menntaverðlaun DV. -ai. Sviðsetning á söngverki Carmina Burana eftir Carl Orff er án efa meðal þekktustu kórverka sem samin hafa ver- ið á þessari öld og hefur verið flutt hér á landi oftar en einu sinni. Eins og flestum er kunnugt samdi Orff tónlist sína við kviðbnga frá þrettándu öld og eru þeir fengnir úr bálki þýskra og latneskra kvæða og drykkjusöngva sem eignaöir em óþekktum há- skólanemum, umflakkandi trúbadorum og ber- syndugum munkum. Sjálft efnið spannar flestar hbðar mannlífsins, segir af hamingjunni og fallvaltleik hennar, gleði og sorgum, andlegum og líkamlegum ást- um, forsómar ekki heldur háð og spé um háa og lága, endar svo á söngvum um hamingjuhjól- ið. En þrátt fyrir vinsældir Carmina Burana hef- ur það semibega aldrei verið flutt nákvæmlega eins og tónskáldið ætlaðist tb, það er með kröft- ugu leikrænu látbragði og stöðugum hreyfing- um kórsins. Orff kabar verk sitt skýrum stöfum „sviðsetta kantötu“. Því er nokkurt nýmæb að þeirri leikrænu uppfærslu á Carmina Burana sem nú stendur fyrir dyrum í íslensku óperunni en þar verður verkið flutt í samfloti með óperunni I Pagbacci eftir Leoncavallo frá og með 23. febrúar. Heimsfrumsýning Breskur dansahöfundur, Terence Etheridge, vinnur nú baki brotnu að því að semja hóp- dansa fyrir kór íslensku óperunnar en þar að auki taka nokkrir meðbmir íslenska dans- flokksins þátt í flutningnum. Segir Etheridge að dansútsetning sín á Car- mina Burana hafi hvergi verið flutt áður; því sé eiginlega um „heimsfrumsýningu" að ræða í íslensku óperunni. „Ég er alveg sannfærður um að Carl Orff ætl- aðist til þess að þetta verk yrði sett upp eins og fom helgbeikur eða blót með díónýsku yfir- bragði og mitt starf beinist að því að gefa söngn- Terence Etheridge (t.h.) leiðbeinir kuflklæddum söngvurum sem stíga dans um syndugan munk. DV-mynd Brynjar Gauti um þá umgjörð," segir Etheridge í viðtab við DV. „Hins vegar er mikilvægt að láta dansinn og látbragðið ekki fara úr böndunum. Það er mjög auðvelt því tónlistin er svo kraftmikil og tjáning- arrík.“ - Hvernig stendur á því að leik- og kórstjórar hafa ekki tekið fullt tillit tb óska Orffs við flutn- ing á Carmina Burana? „Ég veit það ekki. Ætb þeir séu ekki ragir við að biðja fræga kóra að hreyfa sig svona mikið.“ Etheridge skýrði hugmyndina að baki upp- færslu sinni. Við heilög vé „Ég ímynda mér hóp af fólki sem kemur sam- an á álagabletti eða við heilög vé emu sinni á ári tb að syngja lífinu lof. Um leið og það fer að syngja fullum rómi drífur þar að annað fólk, munka, ferðamenn og skólapilta, sem hrífst af söngnum og vill vera með. Ut frá því spinnast ýmiss konar dramatísk tbþrif. Dansararnir úr íslenska dansflokknum leika síðan sérstakt hlutverk innan þessarar hebdar: hnykkja á ýmsu því sem gerist í söngvunum með dansi sínum og tilburðum." - Var ekki erfltt að gera dansflokk úr kór ís- lensku óperunnar? „Það er kannski ofsögum sagt að ég sé að reyna að gera dansara úr þessu ágæta fólki sem í kórn- um er. Ætb ég sé ekki fremur að fá það tb að skynja danshrynjandina í söngvunum og virkja þá hrynjandi. Það er að vísu önnur saga en má alveg koma fram að samtímis er ég að þjálfa íslenska dans- flokkinn. Ekki skal ég sverja fyrir að einhveijum kór- meðbmum hafi staðið stuggur af því að þurfa bæði að syngja og dansa verkið. Besti kórinn Kórinn var hins vegar mjög fljótur að komast upp á lagiö. Satt best að segja er þetta einhver besti kór sem ég hef unnið með; hef ég þó unnið með söngfólki um víða veröld. í kór íslensku óperunnar eru margar fagrar og blæbrigðaríkar raddir, auk þess sem kórfólkið er tiltölulega ungt og sýnir því af sér meira áræði en eba. Ég er líka mjög hrifinn af einsöngvurunum sem er indælt fólk og hæfbeikaríkt; ég nefni bara Diddú, hún er gersemi. Hvemig stendur annars á þessum raddgæðum hér uppi á íslandi? Stafa þau af því að fólk þarf sífellt að tala upp í vindinn? Eða af fiskáti?“ Við þessum spurningum Etheridges hefur spyrbl ekkert svar en biður hann þess í stað að lýsa helstu vandkvæðum sem fylgja því að koma dansandi kór fyrir á sviðinu í Gamla bíói. „Það er strembið, það gefur augaleið. Tb að vinna á móti smæð sviðsins þurftum við að búa tb bratta, eða ramp, en hann gerði kómum aft- ur á móti erfitt að fóta sig. En nú syngur fólk á harðahlaupum upp og niður þennan bratta og blæs ekki úr nös. Eg er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast þarna á sviðinu hjá okkur.“ -ai. Atómstöðin eftir Halldór Lax- ness hefur nú veriö þýdd á spænska tmigu. Þýðandinn er Aitor Yraoia, sendbtennari i spænsku viö Há- skóla íslands, og lauk liann verk- inu á þremur árum. Spænska for- lagið Catedra gefur út. Tæp þrjátíu ár eru síðan bók eftir Laxness kom síðast út á spænsku. ... hvort uppfyllt væru skilyrdi skattalaga... Sem kunnugt er hefur Qármála- ráðuneytið nú ákveðið að fella niður aðflutningsgjöld og virðis- aukaskatt af viðauka við bsta- verkagjöf Errós. í fréttatilkynnmgu frá fjár- málaráðuneytinu segir: „Rétt er að taka fram að við umskiptin við áramót, þegar virðisaukaskattur tók við af söluskatti, urðu í sjáb'u sér engar breytingar á heimbd ráöherra tb að fella niður gjöld af gjöfum sem þessum. Athugun- in beindist því fyrst og fremst að því hvort uppfybt væru skhyrði tollalaga um að gjöfin væri gefin af sérstöku tilefni en hefð er fvrir því að túbía þetta ákvæði fremur þröngt og þarf því að gæta þess, þegar heimbdin er nýtt, að ekki skapist óheppileg fordæmi. Að sjálfsögðu var aldrei ætlun ráðu- neytisins aö innheimta skatt af hinni höfðinglegu gjöf Errós til landa sinna.“ Eldú er þessi yfirlýsing alveg laus við loðmullu. Baltasar til Boston Hinmn góðkunna bstamanni, Baitasar, hefur verið boðiö að taka þátt í samsýningu í Boston á vegum opinberrar hstastofnun- ar, Newton Art Center að nafni. Verður sýningin opnuð um miðjan raars. Á sýningunni, sem ber yfir- skrfftina „Humanistic Perspect- ives“, verða Qórir figúratífir listamenn frá jafnmörgum lönd- um. Baltasar sýnir nýja myndröð sem byggð er á Snorra-Eddu. Listaskáld án höfundarréttar Fyrir nokkrum mánuðum lét RÚV gera sjónvarpsþátt um Listaskáldin vondu þar sem meö- al annars voru flutt ljóð og annað bókmenntaefni sem skylt er að greiða fyrir. Þegar skáldin ætluðu að vitja ritlaunanna taldi RÚV sig ekki skulda þeim krónu heldur vísaði á kvikmyndafyrirtækið sem ann- aðist gerð þáttarins. Ekki sættu rithöfundar sig við þessar mála- lyktir þar sem samningar þeirra og RÚV Qaba beinlínis um flutn- ing á bókmenntaefni. Sögðu þeir engu máb skipta hvemig RÚV semdi við þriðja aðila um gi'eiðsl- ur fyrir tæknivinnu. Lögfræðingur rithöfunda, Ragnar Aðalsteinsson, taldi ekki vafamál að RÚV bæri að standa skil á höfundargreiðslum fyrir flutning enda hefðu tveir hæsta- réttardómar í svipuðum málum tekið af öb tvímæb um það. At- hygb RÚV var vakin á þessum dómum og leystust mábn þá sam- stundis og farsællega. Mun sjón- varpið greiða höfundum sam- kvæmt samningum, RÚV kann hins vegar að eiga endurkröfurétt á hendur framleiðanda. Þessar upplýsingar fengum við úr Fréttabréfi Rithöfundasam- bandsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.